Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 t Faöir minn, ÞORGRÍMUR GUÐBRANDSSON, frá Bræðraá, Kirkjuvegi 18, Keflavík, andaöist þann 27. júlí í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Jaröarförin auglýst síðar. Sigfús G. Þorgrímsson. t Maöurlnn minn og bróöir, GABRÍEL SYRE, andaöist í Landspítalanum aöfaranótt 28. júlí. Kristín Einarsdóttír Syre, Valborg Syre. t Eiginkona mín og móöir, JÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR, Lindargötu 10, Reykjavík, andaðist 26. júlí sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju miö- vikudaginn 3. ágúst kl. 10.30. Sigurjón Hildibrandsson, Þorbjörg Jóna Sigurjónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINARSSON, fyrrv. bifreióarstjóri, Fannborg 1, Kópavogi, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. júlí kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Magnea G. Ágústsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Lilja Ágústa Jónsdóttir, Vilhjálmur Jóhannesson, Magnea Jónsdóttir, Einar Aóalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JAKOBÍNU KRISTJÁNSDÓTTTUR, Hátúni 10a. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstaöaspítala fyrir frábæra hjúkrun og aöhlynningu alla. Ólafur Pétusson, Anný Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson, t órunn Friðriksdóttir og barnabörn. Lokað veröur í dag frá kl. 10—13 vegna jaröarfarar Jóns Einarssonar. Hjólbarðastöðin sf. Skeífunni 5. Opið ti kl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar með stuttum fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt- ingameistara. FlÓra, Hafnarstræti 16, 8ími 24025. Minning: Marinó G. Jóns- son yfirsímritari Fæddur 23. júlí 1906 Dáinn 22. júlí 1983 Vinur minn og mágur Marinó G. Jónsson, fv. yfirsímritari, andað- ist aðfaranótt 22. þ.m., einum sól- arhring fyrir 77 ára afmælið. Mar- inó háði harða baráttu við sjúk- dóm, sem mannlegur máttur ræð- ur ekki við enn sem komið er. Hann vissi að hverju stefndi en ávallt bar hann sig eins og hetja og kvartaði eigi, uns yfir lauk. Marinó var fæddur á ísafirði 23. júlí 1906, sonur Jóns Guðbrands- sonar skósmiðs frá Kýrunnarstöð- um í Hvammssveit og Valgerðar Hafliðadóttur frá Fremri-Bakka í Langadal N-ís. Á þeim árum er Marinó var að alast upp á ísafirði var félagslíf ungmennafélagsins Árvakurs í blóma. íþróttir mikið iðkaðar. Ár- ið 1922 er Marinó var 16 ára var hann sendur á vegum Árvakurs á fimleikanámskeið til Reykjavíkur. Hann var mjög fær fimleikamað- ur og þjálfaði margan ungan mann á Isafirði og síðar í Vest- mannaeyjum í fimleikum. í ársbyrjun 1925 fór Marinó í nám í Loftskeytaskólann í Reykja- vík. Áður en hann lauk námi kom Ottó Arnar skólastjóri að máli við hann og réði Marinó, í forföllum, sem loftskeytamann á enska tog- arann Imperialist, sem Helliers- bræður gerðu út frá Hafnafirði. Skipstjóri var hinn landskunni togarskipstjóri og síðar útgerðar- maður Tryggvi ófeigsson. Þetta lýsir best hve ótakmarkað traust Ottó Arnar skólastjóri bar til hins unga nemanda síns. Marinó lauk námi frá Loftskeytaskólanum 5. júlí 1926. Hann bvrjaði að starfa hjá Landssíma Islands 14. júlí sama ár. Fyrst á viðgerðarverk- stæði Landssímans undir stjórn H. Kragh. Einnig í línuviðgerðum undir stjórn C. Björnæs. Haustið 1926 veiktist annar símritaranna í Vestmannaeyjum og var Marinó sendur þangað í forföllum hans. Dvöl Mairnós í Eyjum varð lengri en til stóð eða 20 ár. Eg var ungur að árum er Mar- inó kom til Eyja; 8 ára gamall. Það fór samt ekki fram hjá mér að koma þessa gjörvilega unga manns vakti athygli ekki síst hjá unga fólkinu. Hann tók þátt í leikjum þess og brátt leituðu til hans ungir strákar til að fá hann til að leiðbeina þeim og æfa fim- leika. Marinó var afar vel liðinn af öll- um sem honum kynntust. Hann var glaðsinna, bjartsýnn, áræðinn en jafnframt gætinn. Hann hafði ekki dvalið lengi í Eyjum er hann í félagi við Sigurjón heitinn Jóns- son bifreiðastjóra réðst í að kaupa nýjan vörubfl. Marinó var próf- laus. Sigurjón tók hann í nám í 3 tíma, þá var bílprófið þreytt og gekk slysalaust. Marinó ók salti, fiski og kolum í sínum frítíma. Hann sagði mér síðar að erfitt hefði honum reynst í fyrstu að „bakka" inn um þröngar dyr fisk- verkunarhúsanna. Marinó og Sig- urjón seldu síðar bílinn reynsl- unni ríkari. Marinó hafði góða leikhæfileika og lék í nokkrum leikritum í Eyj- um og hlaut góða dóma. Árið 1929, 8. júní, kvæntist Mar- inó systur minni Jakobínu Þór- unni. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurð Emil forstjóra, Sigurður er kvæntur Ágústu Sigurjónsdóttur og eiga þau 6 börn. Agnesi sem er gift Kristni Guðbjörnssyni tækni- fulltrúa, eiga þau 2 börn, og Jón Val forstjóra. Jón Valur er kvænt- ur Sabinu Marth, þau eiga 4 börn. Það var mikið áhugmál hjá ungu hjónunum að eignast þak yfir höf- uðið. Það var ekki auðhlaupið að því á kreppuárunum. Það mun hafa verið 1935 að Marinó hlotn- aðist 1.500 króna lán úr lánasjóði símamanna til að festa kaup á eða byggja eigið húsnæði. Bjartsýni og áræði ungu hjón- anna réðu því að sótt var um lóð og hús teiknað. Marinó stóð i samningum við umboðsmenn H. Benediktsson & Co og Völundar hf. í Eyjum um úttekt á efni. Synj- un barst frá höfustöðvunum í Reykjavík. Nokkru síðar frétti Marinó að forstjóri Völundar hf. Sveinn M. Sveinsson væri farþegi með m/s Dronning Alexandrine á leið til Danmerkur. Bjartsýni Marinós réði því að hann fór um borð er skipið kom við í Vest- mannaeyjum og náði tali af Sveini. Samningar tókust og efnis- úttekt var heimiluð. Hygg ég að Sveini hafi þótt nokkuð koma til þrautseigju Marinós í þessu hjart- ans máli hans. Húsið að Ásavegi 5 komst upp. Ungu hjónin fluttu inn 1936. Þar bjuggu þau í góðu yfir- læti til 1946 er þau fluttu til Reykjavíkur í nýtt hús að Blöndu- hlíð 13, sem við í sameiningu höfð- um fest kaup á. Foreldrar mínir, Þorsteinn Hafliðason og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem Marinó hafi ávallt reynst sem besti sonur, fluttu samtímis frá Eyjum og fengu íbúð í Blönduhlíðinni. Elskuleg systir mín fékk ekki lengi að njóta sælunnar í nýja húsinu. í ársbyrjun 1948 veiktist hún af ólæknandi sjúkdómi. Hún andaðist 8. júní 1948, aðeins 42 ára að aldri, eftir 19 ára ástríkt hjóna- band. Það var mikið áfall og erfið- ir tímar fyrir Marinó og börnin þrjú. Sjö árum síðar kynntist Marinó góðri og kærleiksríkri konu, Hjördísi Ólafsdóttur Hjartarson- ar og Kristínar Benediktsdóttur, sem bæði eru fædd og uppalin í Reykjavík og búa að Hraunteigi 58. Hjördís og Marinó gengu í hjónaband 28. janúar 1956. Hjör- dís hafði áður verið gift Evert Kristni Magnússyni. Hann lést af slysförum 8. júní 1946. Þeirra son- ur er Evert bakarameistari á Húsavík kvæntur Sigríði Héðins- dóttur og eiga þau eitt barn. Hjör- dís og Marinó eignuðust eina dótt- ur, Valgerði, sem er gift Valdimar Guðmundssyni tæknifræðingi. Þau eiga eina dóttur, sem skirð var 12. júní sl. og hlaut nafnið Hjördís. Daginn eftir, 13. júní, var Marinó fluttur fárveikur á sjúkra- hús og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Hjónaband Hjördísar og Marin- ós var afar kærleiksríkt. Hjördís var mjög nærgætin og reyndist Marinó sérstaklega vel í hvívetna og ekki síst í veikindum hans seinni árin. Kæra Hjördís, við Nanna vitum að þú saknar kærleiksríks föru- nauts, en minning um mætan mann er styrkur þeim, er honum voru kærastir. Blessuð sé minning Marinós G. Jónssonar. Hafsteinn Þorsteinsson Marinó fæddist á ísafirði. For- eldrar hans voru Valgerður Haf- liðadóttir og Jón H. Guðbrandsson skósmiður. Marinó missti ungur föður sinn og ólst upp hjá móður sinni á ísafirði. Marinó varð glæsimenni. Hann var fimleikamaður góður og fékkst við að kenna íþróttir á veg- um ungmennafélagsins Árvakurs. Einnig var hann liðtækur leikari. Haustið 1925 var erfitt um vinnu á ísafirði. Fór Marinó þá til Reykjavíkur í Loftskeytaskólann til að læra símritun. Eftir stutta dvöl á skólabekk bauðst honum af- leysingastarf á togaranum Im- perialist undir stjórn hins lands- kunna skipstjóra Tryggva Ófeigs- sonar. Marinó tók þetta starf, enda þótt fyrirvarinn væri ein- ungis tveir tímar. Þegar verunni á Imperialist lauk var skólinn búinn og fór hann beint í prófin. Næsta haust fór Marinó til Vestmanna- eyja til að leysa þar af í tvær til þrjár vikur við símstöðina. Var þetta upphafið að áratuga starfi fyrir Landssímann. Dvölin í Vest- mannaeyjum lengdist um tuttugu ár eða svo, vegna þess að þar kynntist Marinó fyrri konu sinni, Jakobínu Þ. Þorsteinsdóttur. Marinó og Jakobína eignuðust þrjú börn, Sigurð Emil, Agnesi og Jón Val, sem öll búa nú í Reykja- vík og eiga maka og börn. Til Reykjavíkur flutti fjölskyldan 1942, sex árum síðar lést Jakobína, aðeins 42ja ára. Var það fjölskyld- unni mikið áfall, en Marinó lét ekki bugast og hélt heimili með börnum sínum. Kvennafræðarinn var þá gjarnan hafður í eldhúsinu til hliðsjónar við bakstur og önnur störf. Valgerður móðir hans kom suður til aðstoðar. Það varð svo að ráði að hún flyttist til hans fyrir fullt og allt, en hún varð bráð- kvödd fyrir utan hús hans, fáum dögum áður en hún ætlaði vestur að sækja eigur sínar. Tvisvar hafði Marinó ráðskonu um tíma, og var það mjög til góðs fyrir son- inn unga, þótt Agnes systir væri alltaf á næstu grösum eins og lítil mamma. Marinó kvæntist seinni konu sinni, Hjördísi Ólafsdóttur, 28. janúar 1956. Hún átti ungan son frá fyrra hjónabandi, Evert Ev- ertsson, sem Marinó gekk í föður Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.