Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDREW WILSON Kort þetta sýnir bnsetnavnAi Armena itar fyrr. Landamæri Sovétríkj- anna og Tyrklands skipta því nú í miðju. drepna. Tölur frá hlutlausum að- ilum benda hins vegar til þess að um þriðjungur áðurnefndra 1,75 milljóna Armena hafi verið drepinn, þriðjungur sloppið við að flýja land og þriðjungur hrak- ist brott undan stjórn ungtyrkja. Svo til hver einasti núlifandi Armeni ber hatur í brjósti í garð Tyrkja jafnvel þótt þeir sem voru ábyrgir fyrir „helförinni" 1915 séu löngu komnir i gröfina — þökk sé kúlum úr skotvopnum Armenanna sjálfra, sem leituðu þremenningana í stjórn ung- tyrkja uppi og drápu. í ljósi framangreindra upplýs- inga er ekki hægt annað en að líta á hryðjuverk Armena sem þröngsýni hreyfingar, sem hrær- ist í liðnum atburðum. Tilgangur baráttu þeirra hefur álíka tak- markaðan tilgang og hryðjuverk írska þjóðfrelsishersins, IRA, á Fjögur fórnarlömb Armenanna úr röðum tyrkneskra sendiherra; f.v. Baydar í Los Angeles 1973, Erez í París 1975, Balicioglu í Madrid 1978, Arlyak í Sydney 1980. Ódæði armenskra öfgasinna vekja óhug: Hryðjuverk í þágu óraunhæfra markmiða Þegar komið er inn í ráðstefnusal tyrkneska utanríkisráðuneytisins í Ankara blasa við 27 stórar myndir á veggjunum. Þetta eru myndir af tyrkneskum sendiherrum og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem fallið hafa fyrir kúlum armenskra öfgasinna undanfarinn áratug. Tvær myndanna eru af eiginkonum sendiherra og ein af lítilli stúlku, sem skotin var til bana í Aþenu fyrir rétt rúmum þremur árum er hún var á ferð með föður sínum. Hann lét einnig lífið. egar starfsmenn ráðuneyt- isins voru um fyrri helgi að búa sig undir að hengja upp 28. myndina — mynd af sendi- ráðsstarfsmanni Tyrkja í Bruss- el, sem látist hafði tveimur dög- um áður — bárust fregnir af enn einu ódæði Armenanna. Að þessu sinni voru fórnarlömbin fleiri en eitt og fleiri en tvö. Sjö manns létu lífið og 65 slösuðust í kröftugri sprengingu skammt frá farangursmóttöku tyrkneska flugfélagsins á Orly-flugvelli í París. Hefnd Með aðgerðum sínum segjast Armenarnir vera að hefna fyrir „helför" sína fyrir 68 árum þegar stjórn tyrkneska keisaradæmis- ins rak alla Armeníumenn úr landi og þeir komu sér fyrir í eyðimörkum Sýrlands og Mesó- pótamíu. Eftir ítrekuð mótmæli Arm- ena gegn tyrkneskri kúgun sauð loks upp úr árið 1915. Tyrkir áttu þá í styrjöld við Rússa og grunuðu Armena um að styðja ættbræður sína handan landa- mæranna. Stjórn ungtyrkja ákvað þá af fádæma hörku að reka 1,75 milljónir varnarlausra Armena úr landi. Lífslíkur Armenanna, sem m.a. urðu að berjast við erki- óvini sína, Kúrda, á leiðinni frá landsvæði sínu, voru ekki mikl- ar. Enda fór svo, að flestir þeir, sem ekki voru skotnir til bana strax, létu lífið örmagna í kjöl- far langrar göngu án matar og húsaskjóls yfir hrjóstrug fjalla- héruðin. Dánartalan var geysi- lega há samkvæmt lýsingu þeirra, sem lifðu hörmungarnar af. I lok síðari heimsstyrjaldar- innar lýsti ríkisstjórn Kemal Aturk því yfir, að ásakanir Breta um skipulögð fjöldamorð af Tyrkja hálfu væri uppspuni. Þegar tyrkneskir ráðamenn eru í dag spurðir um sannleikann 1 málinu vísa þeir alfarið á skjöl utanríkisráðuneytisins. Þar seg- ir, að vissulega hafi eitthvert manntjón orðið, en það megi að verulegu leyti rekja til styrjald- arástands og aðgerða stiga- manna á þeim svæðum er Arm- enarnir fóru um á umræddum tíma. Fórnarlömb aðstæðna I skjölunum segir ennfremur, að flutningarnir hafi átt sér stað á sama tíma og keisaradæmið átti í erfiðleikum vegna skorts á eldsneyti, mat, lyfjum og ýmsum öðrum varningi. Segir í skjölun- um, að þessi skortur hafi leitt til dauða 90.000 manna úr her keis- aradæmisins á austurvígstöðv- unum. Á meðan á styrjöldinni stóð hafi jafnframt 3—4 milljón- ir þegna keisaradæmisins af ýmsum trúarflokkum látið lífið sem fórnarlömb þeirra sömu að- stæðna og urðu Armenunum að falli. Tölum um fjölda þeirra Arm- ena er létu lífið í „helförinni" ber engan veginn saman. Sjálfir segja Armenar allt að 1,5 millj- ón úr ættflokkinum hafa verið N-írlandi. Jafnvel enn takmark- aðri þegar þess er gætt að það er ekki lengur á færi einnar þjóðar að veita Armenum fyrra land- svæði sitt á ný, þar sem það er að hluta til innan landamæra Sovétríkjanna og að hluta innan Tyrklands. Hér er því verið að berjast fyrir óraunhæfum mark- miðum, sem nánast er útilokað að náist nokkurn tímann. Kraf- an um fyrra landsvæði er enn- fremur veikari en ella fyrir þá sök, að Armenar voru þar aldrei í meirihluta, og geta því í raun ekki gert sérstakt tilkall til þess. Verkfæri annarra? En í þágu hvers eru þá þessi hryðjuverk? Tyrknesk yfirvöld hafa um langa hríð grunað grískumæl- andi Kýpurbúa um græsku. Fjöl- miðlar í Tyrklandi gagnrýndu f fyrra harkalega þá ákvörðun Kýpurstjórnarinnar að leyfa neðanjarðarhreyfingu þjóðfrels- isfylkingar Armena, sem rekin var brott frá Beirút, að setjast að á eynni. Hreyfingin er ábyrg fyrir dauða a.m.k. 14 þeirra 27, sem drepnir hafa verið undan- farinn áratug. Hinir hafa fallið fyrir kúlum frá hreyfingu sem nefnir sig boðbera réttlætis í þágu helfarar Armena. Franska leyniþjónustan telur sig hins vegar hafa sönnur fyrir því að Sýrlendingar séu að baki fyrrnefndu hreyfingunni. Þeir séu þó í raun aðeins handbendi Sovétmanna og hlutverk þeirra sé að skapa ólgu í Tyrklandi, sem leitt geti til upplausnarástands. í Tyrklandi eru nefnilega mikil- vægar herstöðvar Bandaríkja- manna og NATO, sem Sovét- menn líta hýru auga. Andrew Wilaon starfar sem blada- maður hjá Obnerver News Service. Sýning Ásgeirs Smára Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er háttur ungra framsækinna listamanna, að láta fátt fram hjá sér fara, sem er að gerast í heimslistinni á hverjum tíma. Þetta er rétt afstaða en þó ekki nema að um leið sé tekið fullt tillit til þess er hinir eldri hafa afrekað á umliðnum árum. Þá fyrst er hægt að tala um frumlegan neista, hafinn yflr skammvinn tízkufyrir- bæri er verða svo óttalega lúin er eitthvað nýtt tekur við. Ásgeir Smári Einarsson, sem fram að helgi sýnir 25 myndir í Ásmundarsal við Mímisveg, virð- ist vera einn þeirra er hafa eitt- hvað að segja frá eigin brjósti og meðtaka ekki allt, sem efst er á baugi sem hinn eina og hreina sannleik. Myndir hans eru í senn í hæsta máta nútímalegar og í ætt við nýbylgjumálverkið svo sem hin stóra mynd á endavegg, „Elfur tírnans" (25), — og um leið hreinar stemmningarmyndir svo sem myndirnar „Sakleysi" (15), „Rom- ance IT (17) og „Mar“ (19). Aðrar myndir eru fullar gáska líkt og Leikskólar og gæsluvellir — eftir Erlu Magnúsdóttur I Þjóðviljanum miðvikudaginn 13.7. hefur Margrét Pála ólafs- dóttir stór orð um þá þjónustu sem gæsluvellir borgarinnar eru og kallar hana tímaskekkju og arfleifð þess tíma er fullnægjandi var að bjóða örugga gæslu ein- hvern hluta dagsins. Það fer ekkert á milli mála að hún vill ekkert frekar en að þessi þjónusta verði lögð niður og telur að kostnaður við hana sé á kostn- að uppbyggingar annarra dag- vistarstofnana. Mikið er gert úr því hve gæsluvellir séu dýrir. Eðli- lega eru þeir það, 90% af framlagi borgarinnar til þeirra er launa- kostnaður, sama hlutfall og til annarra dagvistarstofnana. Þetta eru rökin sem málsvarar þeirra er vilja þessa þjónustu feiga bera fram, og þeim hefur bara miðað nokkuð vel. Á síðustu tveim árum hafa þrír gæsluvellir verið lagðir niður og umræða er um tvo til viðbótar á næstunni. Áf fjárframlagi til gæsluvalla var fyrir nokkrum árum endur- byggður leikvöllurinn við Grett- isgötu, svo og húsið að Njálsgötu 9, sem átti að nýta sem aðstöðu í starfsemi vallanna. Meðan á þess- ari endurbyggingu stóð var allur kostnaður við aðra velli í lágmarki og dæmi voru þess að gæslukonur keyptu sjálfar leikföng til þess að hafa eitthvað að starfa með. Þessi völlur við Grettisgötu var aðeins rekinn skamman tíma sem slíkur, þá fékk Grænaborg þar inni, til bráðabirgða, að því að okkur var sagt. Síðan skeður það að Dagvist- un er afhent húsið og er Græna- borg flytur er ákveðið að þarna skuli áfram rekinn leikskóli. Upp- byggður af því fjármagni sem veitt var til gæsluvalla. Þar með er sá völlur einnig úr sögunni. Margrét Pála dregur í efa að rétt sé að uppeldi barna eigi að vera einkamál foreldra, heldur beri því opinbera skylda til ábyrgðar og að dagmæður séu fyrirbæri sem „látið sé viðgang- ast“ vegna þess að samfélagið hafi brugðist börnunum. Einnig talar hún um neðanjarðarstarfsemi dagmæðra, og á þá við þær sem gæta barna án þess að hafa til þess leyfi frá Dagvistun. Hvað á Margrét Pála við? Það er sama hver uppbygging dag- vistarstofnana verður, það verða alltaf til ömmur, vinkonur eða aðrir sem gæta barna og líta þannig á að það komi engum opinberum aðilum við. En það mun vera neðanjarðarstarfsemi ... Gæsluvelli og dagmæður kallar hún ódýra lausn. Þetta er í raun draumurinn um alsósíalískt þjóð- féiag. Uppbygging barnaheimila var í raun ódýr lausn hjá millj- ónaþjóðfélögum (s.s. Kína og Rússlandi), sem þurftu á öllum Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Næsta ferð 6. ágúst Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands efnir ekki til náttúruskoðunar- ferðar um verslunarmannahelgina, en haldið verður áfram að kynna fyrirhugað Náttúrugripasafn íslands næstu laugardaga til 10. sept. Þær ferðir verða sem hér segir: 6-ágúst Skordýr og skordýrafána skoð- uð. Erling ólafsson, dýrafræðing- ur. 13. ágúst: Skordýr og garðagróður, skoðað verður samspil skordýra og gróð- urs. Jón Gunnar Ottósson, dýra- fræðingur. 20. ágúst: Skoðaðar verða lágplönturnar mosar, sveppir og fléttur. Hörður Kristinsson, grasafræðingur. 27. ágúst: Kynnt verður jarðfræði Reykja- víkur og nágrennis. Sveinn Jak- obsson, jarðfræðingur. 2.-3. september: C7 « I JAFiCFRÆOI Farin verður einstæð skoðunar- ferð. Nánar kynnt seinna. 10. september: Gróður og dýralíf í fjöru, farið verður í fjöru á Kjalarnesi. Karl Gunnarsson, þörungafræð- ingur. Farið verður í ferðirnar frá Norræna húsinu alla laugardaga kl. 1.30. Verð 150 kr., frítt fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.