Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
Helgarpósturinn:
Dregur til baka greiu
um „okurlánastafsemi“
HELGARPÓSTURINN hefur
dregið til baka grein um „okur-
lánastarfsemi“, sem birtist í síð-
Ný útiskemmt-
un - Gaukurinn
Héraðssamböndin IIMSK og HSK,
sem eru stærstu ungmennasamtökin á
landinu, gangast um Verslunarmanna-
helgina fyrir samkomu í Þjórsárdal,
sem ber heitið Gaukurinn ’83. Boðið
verður upp á skemmtun frá föstu-
dagskvöldi fram á mánudag og fjöldi
skemmtikrafta kemur fram.
Þessi sambönd hafa ekki áður
haldið samkomu af þessu tagi, en að
sögn Gunnars Baldvinssonar, fram-
kvæmdastjóra UMSK, er þessi
skemmtun fyrst og fremst haldin í
fjáröflunarskyni vegna landsmóts
sem nú er í undirbúningi og mikilla
framkvæmda sem eru í gangi.
Að sögn Gunnars verða haldnir
dansleikir á föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld og dansað verð-
ur á tveimur pöllum, þar sem fjórar
hljómsveitir skiptast á um að íeika.
Þetta eru hljómsveitirnar Kaktus,
Lótus, Deild 1 og Kikk. Þessar
hljómsveitir verða með tónleika á
laugardeginum og á sama tíma
verður leikjadagskrá annars staðar
á svæðinu. Síðdegis á laugardag
verður einnig heimsmeistarakeppni
í diskódansi og verður keppt í Suð-
urlandsriðli.
Sérstök hátíðardagskrá verður á
sunnudeginum, sem hefst með því
að formaður HSK og mótsstjóri,
Guðmundur K. Jónsson, setur hátíð-
ina. Að því búnu taka við skemmti-
atriði þar sem m.a. koma fram
Magnús Þór Sigmundsson, Jörundur
og Laddi, leikflokkurinn Svart og
sykurlaust, Jazzsport-flokkurinn og
fleiri.
asta tölublaði, og beðist afsök-
unar á birtingu hennar.
I yfirlýsingu ritstjóra Helg-
arpóstsins, sem er í nýjasta
tölublaðinu, segir m.a., að þær
„ávirðingar sem bornar voru á
lögmennina Jón Magnússon og
Sigurð Sigurjónsson" í um-
ræddri grein séu „algjörlega til-
hæfulausar". Þar segir einnig:
„... staðhæfingar í greir..,ini um
fjárhagslega stöðu fyrirtækisins
Böðvar S. Bjarnason sf. og að-
dróttanir og staðhæfingar um
persónu Böðvars Böðvarssonar
eru rangar." I yfirlýsingu rit-
stjóranna kemur fram, að þeir
sem skrifuðu greinina, blaða-
maður og afleysingaritstjóri,
hafi „tekið afleiðingum þessa
sjálfir og tekið ákvörðum um að
láta þegar í stað af störfum". í
nýjasta tölublaði Helgarpósts-
ins er einnig birt yfirlýsing frá
lögmönnunum Jóni Magnússyni
og Sigurði Sigurjónssyni, þar
sem afsökunarbeiðni ritstjór-
anna er tekin til greina. Þar seg-
ir ennfremur, að lögmennirnir
hafi fallið frá fyrirhugaðri
málssókn á hendur blaðinu.
INNLENT
Útlán bóka
í Keflavík
BLAÐINU hefur borist eftirfarandi
athugasemd:
Við undirritaðir viljum að gefnu
tilefni lýsa yfir því, að fréttatil-
kynning um talningu útlána í bæj-
arbókasafni Keflavíkur var ekki
send fjölmiðlum að tilhlutan Fé-
lags íslenskra rithöfunda.
Hið rétta er að félagsmenn hafa
ólíkar skoðanir á því, hvernig
greiðslu fyrir útlán bóka í söfnum
skuli hagað, hvort greiða skuli
samkvæmt útlánum eða eintaka-
fjölda. Til þess að auðvelda mönn-
um að gera upp hug sinn var kosin
fjögurra manna nefnd sem skyldi
kanna á marktækan hátt, breiðum
grundvelli, hver væri gangur þess-
ara mála í almenningsbókasöfnum.
Nefndin kom ekki saman, skil-
aði engri sameiginlegri skýrslu á
aðalfundi FÍR snemma í vor. Hins
vegar flutti einn nefndarmanna
skýrslu um talningu útlána í bæj-
arbókasafni Keflavíkur, mánaðar-
tíma á þessu ári. Tekið var fram á
fundinum, ekki að ástæðulausu, að
þessa takmörkuðu skýrslu mætti
ekki birta í nafni félagsins. Birt-
ing hennar er því einkaframtak og
verður ekki bendluð við FÍR.
Þetta mega undirritaðir gjörst
vita, þar sem þeir sitja í stjórn
félagsins, en vilja ekki sitja undir
ófögnuði.
27. júlí 1983.
Baldur Óskarsson,
Ingimar Erlendur Sigurðsson.
Leiðrétting á frétt um skatt-
lagningu í Austurlandsumdæmi
í FRÉTT Mbl. í gær um álagningu
í Austurlandsumdæmi slæddust
þessar prentvillur: í fyrsta lagi
var hækkunarprósenta tekju-
skatts einstaklinga sögð 47,9%, en
á að vera 40,79%. í öðru lagi er
fjórði hæsti skattgreiðandi ein-
staklinga Guðmundur, læknir á
Seyðisfirði, Sverrisson en ekki
Sveinsson eins og ranglega var
sagt í blaðinu í gær. I þriðja lagi
segir að aðstöðugjald félaga séu
182.268.670 kr. en á að vera
18.268.670 kr. í fjórða og síðasta
lagi greiðir Hraðfrystihús Eski-
fjarðar 2.030.348 kr. í opinber
gjöld á þessu ári en ekki 2.300.348
kr.
Finnsku nemendurnir frá garðyrkjudeild háskólans { Helsinki, en þeir komu hingað í náms- og kynnisferð. Með þeim
á myndinni er Grétar Unnsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins (t.v.).
Hveragerði:
Nemendur frá garðyrkjudeild
háskólans í Helsinki í kynnisferð
hjá Garðyrkjuskóla ríkisins
Finnsku fararstjórarnir talið frá vinstri: Tuomas Kostianen, Arto Vuollet og
Tarja Niemela, ásamt Grétari Unnsteinssyni, skólastjóra Garðyrkjuskólans.
Hveragerði, 21. júlí.
HÉR Á landi eru staddir 16 nemendur
frá garðyrkjudeild háskólans í Hels-
inki í Finnlandi. Þeir komu hingað í
náms- og kynnisferð, en það er hluti af
starfi nemendafélags skólans. Aðal-
lega er ferðast um Finnland, en einnig
til annarra landa, t.d. hafa þau heim-
sótt Ungverjaland, Eistland, Dan-
mörku og nú sfðast ísland. Hafa þau
ferðast um Suður- og Suðvesturland
og hyggja á lor norður á bóginn, en
þau segjast mjög heilluð af íslenskri
náttúru.
Fréttaritari Mbl. hitti fararstjór-
ana, þau Arto Vuollet, Toumoas
Kostiainen og Tarja Niemela, ásamt
Grétari Unnsteinssyni, skólastjóra
Garðyrkjuskóla ríkisins, og spurði
þau um ferðina og garðyrkjubúskap
í Finnlandi. Sögðu þau svo frá:
„Við fengum áhuga á þessu norð-
læga landi og ræktunaraðstöðu hér,
sem e.t.v. gæti verið áþekk aðstæð-
um í okkar heimalandi.
Finnland er norðlægasta land-
búnaðarland heims og þar eru
nyrstu vaxtarmörk margra jurta.
Garðyrkja er mikilvæg atvinnu-
grein, um 10% af heildarframleiðslu
landbúnaðarafurða. Alls eru 425
hektarar undir gleri eða plasti.
Helstu tegundir eru tómatar og
gúrkur. En af blómum er mest
ræktað af rósum, chrisantemum og
nellikum.
Útiræktun er á u.þ.b. 600 ha
lands, aðaltegundir eru hvítkál,
gulrætur, laukar og ertur, sem fara
í niðursuðu. Þá er berjaræktun á
4.000 ha, aðallega jarðarber.
Berjaræktun er verulega tækni-
vædd, t.d. eru vélar mikið notaðar
til að tína sólberin. Aðal ávaxtatrén
eru eplatré.
Finnar leggja mikla áherslu á
byggðastefnu og dreifingu garðyrkj-
unnar sem víðast um landið. Berja-
ræktun er víða stunduð sem auka-
búgrein að ógleymdum finnsku
skógunum.
Aðalmarkmið er að vera sjálfum
okkur nóg um ræktun garðyrkju- og
landbúnaðarafurða.
Innflutningur blóma og grænmet-
is er ekki frjáls í Finnlandi, heldur
háður leyfum og er aðeins leyfður
þegar innlenda framleiðslan getur
ekki fullnægt eftirspurninni.
Finnskir neytendur vilja frekar
kaupa innlenda framleiðslu, enda er
hún betri og ferskari. Mjög strangt
eftirlit er með notkun lyfja og ann-
arra úðunarefna.
íbúatala Finnlands er um 4,7
milljónir en um 50 þúsund manns
stunda garðyrkjustörf. Framleiðslu-
verðmæti garðyrkjunnar er um 1%
af heildarþjóðartekjum.
Til upphitunar er aðallega notuð
svartolía og mór. Einnig nota
nokkrar stöðvar jarðgas, aðflutt frá
Sovétríkjunum. Nokkrir garðyrkju-
skólar eru í Finnlandi, enda fer
áhuginn ört vaxandi hjá okkar unga
fólki. En framhaldsnám er aðeins
við háskólann í Helsinki. Okkur
sýnist að garðyrkjubændur í báðum
löndunum eigi að ýmsu leyti við
sömu vandamál að stríða, langan og
dimman vetur og stuttan vaxtar-
tíma að sumrinu. Vegna þessara
sérstöku skilyrða verður að leggja
áherslu á að þróa eigin ræktunarað-
ferðir. Öflug tilraunastarfsemi er
því mikilvæg."
„En hvað viljið þig segja um
íslenska garðyrkju?"
„Það sem hefur komið okkur mest
á óvart er sá fjöldi tegunda sem
ræktaður er hér, nánast allar þær
sömu og við ræktum í Finnlandi. Og
hér höfum við séð ræktun, sem er
sambærileg því allra besta, sem við
þekkjum.
Þá er áhugavert að sjá, hvernig
íslenskir garðyrkjubændur nýta
jarðhitann og hina fullkomnu tækni
í því sambandi.
Ræktunarvandinn er áþekkur því
sem er hjá okkur. Við verðum að
leggja mikla áherslu á endurbætur
gróðurhúsanna vegna hinnar dýru
orku, sem við búum við í Finnlandi.
Við byggjum stærri gróðurhús til að
minnka kæliflöt húsanna og notum
jafnvel tvöfalt plast í klæðninguna.
Okkur líst vel á þá tilhögun hér, að
hafa miðstöð fyrir garðyrkjuna á
einum stað, þar sem fram fer
menntun garðyrkjumanna og end-
urmenntun, námskeiðahald, til-
raunir og leiðbeiningarþjónusta.
Garðyrkjumenntun hér virðist sam-
bærileg því besta sem þekkist hjá
okkur, nema hér virðast gerðar
meiri kröfur við verklegt nám og
eftirlit með því.
Að lokum viljum við koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
Grétars skólastjóra fyrir frábærar
móttökur og leiðsögn á ferð okkar
um Suður- og Vesturland, sem hefur
í alla staði verið hin ánægju-
legasta."
Grétar Unnsteinsson sagði: „Það
var gaman að taka á móti þessum
ágætu frændum okkar frá Finn-
landi, en Garðyrkjuskóli ríkisins
leggur mikla áherslu á samskipti við
erlenda garðyrkjuskóla, einkum á
Norðurlöndunum. Árlega eru nokkr-
ir erlendir nemendur í verklegu
námi í skólanum. Þá eru oft íslensk-
ir nemendur í framhaldsnámi við
erlenda skóla fyrir milligöngu Garð-
yrkjuskóla ríksins.
Nemendur garðyrkjuskólans
áamt kennurum hafa farið náms- og
kynnisferðir til Noregs, Svíþjóðar
og Danmerkur. Til Finnlands fóru
þeir fyrir tveimur árum. Slík gagn-
kvæm samskipti eru mjög gagnleg
fyrir alla aðila. Mikill fjöldi gesta
heimsækir skólann á ári hverju og
eru þeir af hinu ólíkasta þjóðerni.
Að lokum þakka ég finnsku gest-
unum komuna og óska þeim góðrar
heimferðar." Sigrún.