Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
5
Stjórn íslensks markaðar ásamt þeim sem hlutu styrki. Óskar H. Gunnarsson formaður stjórnar fslensks
markaðar, Jón Ólafsson styrkhafi, Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen styrkhafar, Gerður Hjörleifsdóttir
framkvæmdastjóri íslensks heimilisiðnaðar, Jón Bergs forstjóri Sláturfél. Suðurlands, Orri Vigfússon forstjóri
Glit og Ófeigur Hjaltested framkvæmdastjóri íslensks markaðar.
íslenskur markaður veitir styrki
ÍSLENSKUR markaður hf. Kefla-
víkurflugvelli veitir nú tvo styrki
að upphæð kr. 70.000.- hvorn, sem
eru ætlaðir til náms eða starfs við
iðnhönnun. Það voru 18 sem sóttu
um, en þeir sem hlutu styrk voru
annars vegar þau Sigrún Einars-
dóttir og Sören Larsen og hinsveg-
ar Jón Olafsson húsgagna- og inn-
anhússarkitekt.
Sigrún og Sören starfrækja
verkstæði fyrir glervörufram-
leiðslu í Bergvík á Kjalarnesi og
ætla að nota þetta fé til að fram-
leiða þriggja glasa sett, en í því
augnamiði hafa þau fest kaup á
vélbúnaði til að framleiða glös á
ódýrari máta en þau gera nú.
Jón er eins og fyrr segir hús-
gagna- og innanhússarkitekt.
Hann hefur fengist við að kenna
í Myndlista og handíðaskólanum
og í iðnskólum og hyggst nú fara
í framhaldsnám í hönnun og
iðnfræðslu. Þess má geta að þau
hafa öll gengið í sama skóla í
Danmörku, en hann heitir Skol-
en for brugskunst og kennir
margskonar nytjalist.
íslenskur markaður var stofn-
aður 1970 og voru aðildarfélög
25, af þeim má nefna Samband
ísl. samvinnufélaga, Álafoss,
Sláturfélag Suðurlands, Osta og
smjörsöluna, Glit, Nóa — Síríus
og Heimilisiðnaðarfélag íslands.
Auk verslunarinnar á Keflavík-
urflugvelli rekur Islenskur
markaður póstverslun og gefur
því út pöntunarlista og dreifir í
130 þús. eintökum. Þá er einnig
rekin verslun um borð í ms.
Eddu. Viðskiptavinirnir eru
flestir Bandaríkjamenn og er
mest sala í ullarvörum eða um
71%, þar á eftir koma svo skinn,
matvæli, skartgripir og minja-
gripir. Salan á síðastliðnu ári
nam 2,2 millj. Bandaríkjadala,
sem svarar til 60 millj. fslenskra
króna á núverandi gengi. Níutíu
af hundraði sölunnar er í erlend-
um gjaldeyrir. Að meðaltali
starfa um 25 manns hjá markað-
inum og lætur nærri að fyrir-
tækið skapi 50 til 60 ársstörf í
framleiðsluiðnaði. Formaður
stjórnar er óskar H. Gunnars-
son og framkvæmdastjóri er
Ófeigur Hjaltested.
tfBWKKlS'fSJK
veúurfregnir
Frétíabréf úr Breiðuvíkurhreppi
Ijiuj{arhrckku, 27. júlí.
VEÐURFAR hefur verið mjög erfitt í
vor og það sem af er sumri, mjög
kalt og úrkomusamt. Við höfum ekk-
ert sumar fengið enn hvað veður
snertir, en allir vona sífellt að veðr-
áttan batni og við fáum sumarveður.
Og vonin lífið glæðir.
Tún hafa víða farið illa. Þau eru
mikið kalin bæði hér í sveit og í
nærliggjandi sveitum. Fá tún hafa
sloppið alveg og sum tún eru
hræðilega illa kalin.
Heyskapur er hafinn á örfáum
bæjum. Á þriðjudag 19. júlí og að-
faranótt miðvikudags rigndi hér
óskaplega mikið. Það var skýfall,
sólarhringsúrkoma mældlst 80 ml
á Arnarstapa og nú eru túnin orð-
in svo blaut, að ekki verður hægt
að fara með vélar á þau, þó þurrk-
ur kæmi, fyrr en eftir marga daga,
svo útlit hvað heyskap varðar er
ískyggilegt.
Sauðburður gekk frekar vel, en
fé var óvenjulega lengi á gjöf og
ekki almennt sleppt fyrr en undir
miðjan júní.
Slæmar gæftir hafa verið og
hafa bátar frá Stapa og Hellnum
sem eru með færi ekki getað róið
nema með höppum og glöppum
vegna ótíðar og afli verið tregur.
Finnbogi.
VERTU MEÐ
Nú framundan er verslunarmannahelgi og allir á leið út úr
bænum og aö sjálfsögöu taka menn kassettutækiö meö í
sveitasæluna. Þá er máliö aö hafa góöar kassettur viö hönd-
ina og af því tilefni bjóöum viö kassettuna „Upp og niöur“
meö stuökörlunum Jolla og Kóla meö 20% afslætti í versl-
unum okkar í dag. En aöeins í dag, svo þaö er vissara aö
bruna til okkar og tryggja sér Jolla og Kóla-kassettuna. Já,
og aö sjálfsögöu allar hinar.
KARNABÆR
Vinsae'ar
kasseUur: __ Fingra,ör
BubbiMortbens^asteH.ö
Grýlurnar _^Kánrtý 2
Ha«b|orn H __ Troe
ssggsr?**
jórundur Lchronlclty
police — yp
09
ut um 'x
SKsa.<>*-
HLJÓMPLÖTUDEILD
Austurstrœti 22. Laugavegi 66. Rauöarárstig 16. Qlœsibœ,
Mars, Hafnarfiröi. Plötuklúbb ír/Póstkröfuaimi 11620.
p.s.
Hvað er unaðslegra en að sitja inni í tjaldi í rigningu og hlusta á góða tónlist?