Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
17
fttorgtsiiÞIiifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö.
Svíar í minnihluta
Enn einu sinni hafa orðið
orðaskipti milli ráðherra í
ríkisstjórnum Norðurland-
anna um kjarnorkuvopnalaust
svæði. Enn einu sinni eru þau
um óljósar hugmyndir, í þetta
skipti frá Svíum. Á bak við
tjöldin hefur nefnd á vegum
sænska utanríkisráðuneytis-
ins unnið að tillögusmíð um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndunum undir for-
ystu Pierre Schori sem er
handgenginn Olof Palme í
sænska jafnaðarmannaflokkn-
um og hefur haft afskipti af
alþjóðamálum á vegum flokks-
ins og Alþjóðasambands jafn-
aðarmanna. Pierre Schori
gegnir nú embætti æðsta emb-
ættismanns í sænska utanrík-
isráðuneytinu en vegna póli-
tískrar fortíðar hans er ljóst
að nefnd undir hans for-
mennsku leggur línur sem
hafa úrslitaáhrif á stjórnar-
stefnuna.
Forveri Pierre Schori í hinu
háa embætti í sænska utanrík-
isráðuneytinu, Leif Leifland,
nú sendiherra Svía í London,
sagði fyrir nokkrum misserum
eftir för til Moskvu, að um-
ræður um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndun-
um lægju í láginni af því að
engin ríkisstjórna Norður-
landa vildi hafa frumkvæði í
málinu en Sovétmenn væru að
bíða eftir því að Norðurlöndin
legðu enn fram hugmyndir
sem þeir gætu hafnað eða
samþykkt eða bæði hafnað og
samþykkt. Var það stefna rík-
isstjórnar borgaraflokkanna í
Svíþjóð að af hennar hálfu
yrði ekkert frekar aðhafst í
þessu máli. Finnska stjórnin
vildi ekkert frumkvæði hafa
og ríkisstjórnir borgaraflokka
í Noregi og Danmörku hafa
ekki áhuga á norrænu einka-
framtaki í þessu máli. Eftir að
jafnaðarmenn náðu völdum í
Svíþjóð var hins vegar ákveðið
í Stokkhólmi að þar yrðu
smíðaðar tillögur um leið að
því marki að Norðurlöndin
verði kjarnorkuvopnalaust
svæði.
Farið var leynt með tillögu-
gerðina en í byrjun þessarar
viku birtust um hana fréttir í
Svenska dagbladet og síðan
hafa ráðamenn annars staðar
á Norðurlöndunum en í Sví-
þjóð látið í ljós lítinn áhuga á
þessu sænska frumkvæði svo
ekki sé meira sagt. Sænskir
jafnaðarmenn semja tillögur
sínar auðvitað af alkunnu lít-
illæti vinstrimennskunnar.
Þar er meðal annars mælt
fyrir um dagsetningar á þeim
skrefum sem þeir telja að
stíga beri á beinni leið inn í
kjarnorkuvopnalaust svæði.
Umburðarlyndi þeirra kemur
líka fram í því að þeir telja að
ísland megi vera með í slíku
svæði, þótt ekki sé það nauð-
synlegt.
Nú er það svo að miðað við
pólitíska stöðu í norrænu sam-
starfi þá eru sænskir jafnað-
armenn í miklum minnihluta.
Hvort heldur rætt er um
kjarnorkuvopnalaust svæði
eða annað er mikilvægt að
þannig sé haldið á málum út á
við þar sem Norðurlöndin
standa sameiginlega að til-
lögugerð að þessi sérstaða
sænskra jafnaðarmanna verði
ekki til þess að þeir ráði ferð-
inni heldur skipi þann sess
sem þeim ber miðað við eðli-
legan skilning á lýðræðisleg-
um stjórnarháttum. í þessu
ljósi ber auðvitað að meta
áhrifin af þeim leynilegu til-
lögum sem nú hafa verið smíð-
aðar í sænska utanríkisráðu-
neytinu um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndun-
um.
Háir skattar
aðalverktaka
Islenskir aðalverktakar sem
vinna að framkvæmdum í
þágu varnarliðsins á íslandi fá
að þessu sinni hæstu álögð
gjöld íslenskra fyrirtækja eða
rúmar 62,5 milljónir króna.
Fram hefur komið að ein skýr-
ingin á þessum háu sköttum sé
sú, að framkvæmdir íslenskra
aðalverktaka hafi verið miklar
á síðasta ári, raunar aldrei áð-
ur verið meiri, hefðu þær auk-
ist um nær 100% að sögn for-
stjóra fyrirtækisins, Thors Ö.
Thors. Nam velta fýrirtækis-
ins 34 milljónum dollara.
Um þetta stórfyrirtæki hef-
ur jafnan staðið nokkur styrr
og það má sjá af skýrslum
Bandaríkjaþings að þing-
mönnum þar þykir dýrt að
skipta við það. Hvað sem um
þá hlið mála má segja sýna
þær tölur sem hér hafa verið
nefndar, að allt raus alþýðu-
bandalagsmanna um að þeir
hafi með setu í ríkisstjórn ís-
lands haldið aftur af varnar-
liðsframkvæmdum er út í
hött. Hið eina sem kommún-
istum tókst í síðustu ríkis-
stjórn var að tefja fyrir smíði
nýrrar flugstöðvar. Á árinu
1982 meðan Svavar Gestsson,
Hjörleifur Guttormsson og
Ragnar Arnalds sátu í ríkis-
stjórn voru varnarliðsfram-
kvæmdir meiri en nokkru
sinni fyrr.
Úr kjúklingasláturhúsi ísfugls í Mosfellssveit Sláturhúsið er búið fullkomnum vélum og kemur manns-
höndin lítið við sögu í framleiðsluferlinu. MorgunbiaM/EBB.
Athyglisverðar kjúklingakynbætur hjá ísfugli:
Alfreð Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísfugls, sýnir
nýslátraða kjúkHnga. Til hægri á myndinni er kjúklingur
af nýja stofninum en til vinstri er kjúklingur af þeim
eldri. Munurinn er mikill, lappirnar eru mun styttri og
kjötmeiri á kjúklingum af nýja stofninum, og þeir allir
kjötmeiri.
Nýjir stofiiar hafa stytt
vaxtartímann um fjórðung
„Á UNDANFÖRNUM þremur
árum hafa orðið gífuriegar fram-
farir í kjúklingakynbótunum hjá
okkur. Við höfum flutt inn nýja
stofna og þessir nýju stofnar
hafa náð sláturþyngd mánuði
fyrr en gömlu stofnarnir," sagði
Alfreð Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri kjuklingaslátur-
hússins ísfugls í Mosfellssveit í
samtali við Mbl. ísfugl slátrar
og selur kjúklinga fyrir nokkra
stóra kjúklingaframleiðendur.
Hafa fyrirtækið og kjúklinga-
bændurnir náð góðum árangri í
að kynbæta kjúklingana, en það
er Jón Guðmundsson á Reykj-
um, sem flytur inn egg af þess-
um stofnum frá búgarði í Nor-
egi, ungar þeim út og selur unga
til bændanna. Vegna sjúkdóma-
hættu er þessi búgarður í Nor-
egi eini staðurinn sem heimilt
hefur verið að kaupa egg frá.
Aðspurður um hvernig árang-
urinn lýsti sér, sagði Alfreð:
„Þessi stutti vaxtartími gerir það
að verkum að fóðurkostnaðurinn,
sem er um helmingur kostnaðar
við uppeldi kjúklinganna, minnk-
ar stórlega og við náum því betri
nýtingu á fjárfestingunni í búun-
um. Þetta hefur orðið til þess,
ásamt með stórbættri aðstöðu á
búunum, að verð á kjúklingum
hefur hækkað lítið á undanförnu
ári og ekki nema brot af því sem
aðrar landbúnaðarafurðir hafa
hækkað. Þetta er þróun sem einn-
ig hefur átt sér stað í nágranna-
löndunum og hefur nú skilað sér
hingað til lands. En aðalávinning-
urinn er samt sá að við fáum betri
vöru. Kjötið af kjúklingum af
þessum nýja stofni verður betra,
það er meyrara, safaríkara og
þarf styttri steikingartíma.
Greinilegur munur er á þessum
kjúklingum og kjúklingum af
eldri stofninum, þeir eru lappa-
styttri en lærin mun holdmeiri.
Fuglinn er aliur mun kjötmeiri."
— Hver er munurinn á vaxtar-
hraða stofnanna?
„Fuglar af gamla stofninum eru
12 vikur að ná sláturþyngd, sem
er um 1200 grömm. Við náum
þessari þyngd í dag á 7 til 8 vikum
og stefnum að því að ná vaxtar-
tímanum niður í 5 til 6 vikur eins
og er í nágrannalöndunum."
— Hvernig gengur að selja
framleiðsluna?
„Það vottaði fyrir offramleiðslu
í vor. Við brugðumst við því með
því að minnka framleiðsluna ann-
ars vegar og lækka verðið hins-
vegar. Það varð til þess að salan
jókst mikið þannig að sú hættu-
lega birgðasöfnun sem byrjað var
að verða vart við hvarf á skömm-
um tíma. Núna er markaðurinn í
jafnvægi, við eigum nokkurra
vikna birgðir en þær eru nauðsyn-
legar til að geta mæ+t óvæntri
eftirspurn og árstíðabundnum
sveiflum."
ísfulg slátrar kjúklingum fyrir
fjóra stóra kjúklingabændur sem
framleiða undir Isfugls-nafninu.
Framleiðslan er 30.000 fuglar á
mánuði að meðaltali sem gerir 30
til 35 tonn á mánuði. Isfugl kaupir
alla framleiðsluna af bændunum
og sér alfarið um að selja hana.
Hluthafar í fyrirtækinu eru bæði
kjúklingabændur og ýmsir ein-
staklingar og fyrirtæki, um 60 að-
ilar. ísfugl hefur lagt í mikla fjár-
festinu í vélakosti sláturhússins
og fer slátrunin fram við færi-
band, þar sem vélar vinna flest
störfin. Sagði Alfreð að slátur-
húsið væri orðið eins fullkomið og
best gerist erlendis.
Aðspurður um nýjungar í fram-
leiðslunni sagði Alíreð: „I undir-
búningi hjá okkur er að fara út í
ýmsar nýjungar. Þar á meðal má
nefna úrbeinaða kjúklinga sem
væntanlegir eru á markaðinn í
sumar. Þá erum við að vinna að
því að geta boðið upp á endur og
við erum þeir einu sem verðum
með kalkúna á boðstólum fyrir
jólin. En því miður gengur illa að
fá leyfi til að flytja þá inn og
verður magnið því ekki mikið.“
Dýrbíturinn
orðinn gjald-
eyrisskapandi
Hvítu útflutningsyrðling-
arnir heimsóttir að Holti
YRÐLINGAR af hvíta heim-
skautarefakyninu, sem Samband
íslenskra loðdýraræktenda er að
safna saman fyrir danska og
norska loðdýraræktendur, dafna
vel í fjárhúsunum í Holti í
Stokkseyrarhreppi, þar sem þeir
eru geymdir. Átján yrðlingar eru
þegar komnir að Holti en búist
er við tíu yrðlingum til viðbótar
en við óskum erlendu kaupend-
anna um 160—170 yrðlinga verð-
ur ekki hægt að verða við á
þessu ári. Þeir yrðlingar sem
nást í ár verða að öllum líkind-
um sendir til Noregs í næstu
viku.
Sigurgrímur Vernharðsson í
Holti, sem hirðir um yrðl-
ingana ásamt Snorra Stefáns-
syni, sagði í samtali við Morg-
unblaðsmenn, er þeir skoðuðu
yrðlingana í Holti fyrir
skömmu, að þeir væru orðnir
mjög gæfir, allir nema einn
sem sennilega hefði hvekkst í
flutningunum af Ströndum, en
þeir hefðu flestir verið upp-
undir hálfan mánuð að jafna
sig eftir ferðalagið, enda við-
brigðin hjá þeim gífurleg frá
því þeir voru í grenjunum. „En
það er gaman að þesu," sagði
Sigurgrímur, „og skemmtilegt
að fjandans dýrbíturinn sé nú
orðinn gjaldeyrisskapandi."
Jón Ragnar Björnsson,
framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra loðdýraræktenda,
Sigurgrímur Vernharósson í Holti tekur einn yrölinginn upp úr búri sínu meö
fagmannlegum handtökum.
sagðist í samtali við Mbl. búast
við að 25 til 30 yrðlingar næð-
ust í allt í ár en ástæða þess að
ekki hefði verið hægt að ná
fleiri sagði hann að væri meðal
annars sú að gotið hjá villi-
refnum virtist hafa gengið illa
í vor vegna kulda og fæðuleysis
og einnig hefðu eitthvað fleiri
náðst ef byrjað hefði verið fyrr
í vor að safna þeim. Sagði
hann að þar sem mórauðir og
hvítir yrðlingar hefðu verið
saman í greni hefðu veið-
imennirnir ekki tekið þá lif-
andi í þessum tilgangi því þeir
væru ekki arfhreinir, þeir
væru undan hvítu og mórauðu
pari. Sagði hann að mórauðu
og hvítu refirnir pöruðu sig al-
veg eins saman eins og innan
hvors stofns fyrir sig. „En þó
ekki hafi gengið betur í ár en
þetta, þá ætla ég að flytja
marga út á næsta ári,“ sagði
Jón Ragnar.
„Morgunblaösyrölingarnir" sem þeir kalla í Holti bregða á leik í búri sínu.
Nafniö fengu þeir vegna myndar sem birtist í Mbl. með viðtali við Þórarinn
refaskyttu í Vogsósum fyrr í sumar. Eins og sjá má á myndinni þá eru
yrðlingarnir farnir aö lýsast mikið, en fæðingarhár þeirra eru dökk. Þeir
verða orðnir alhvítir í haust, eins og þeir eiga kyn til.
Frændurnir, Vernharður Reynir Sigurðsson „vinnumaður og refahirðir“, til
vinstri og Sigurgrímur Jónsson „bóndi“ í Holti til hægri á myndinni við búr
„Morgunblaðsyrðlinganna“. Morgunbiaðið/ KEE
Jens Valdimarsson kaupfélagsstjóri á Patreksfirði:
Vorum þvingaðir út í
sláturhússbygginguna
— kavíarframleiðsla í undirbúningi til að létta reksturinn
„VIÐ vorum þvingaöir til að fara út í
tessa sláturhúsbyggingu. Sláturhúsa-
nefnd gerði áætlun fyrir landið og
skipulagði hvar sláturhús ættu að vera
og hvar ekki og varla var hægt fyrir
okkur að skorast undan því að taka
þátt í þessari uppbyggingu,“ sagði
Jens Valdimarsson, kaupfélagsstjóri á
Patreksfirði, í samtali við Mbl. er
hann var spurður að því af hverju
Kaupfélag Vestur-Barðastrandarsýslu
hefði farið út í að byggja sláturhúsið,
en eins og nýlega kom fram í Mbl. þá
á kaupfélagið í miklum erfiðleikum
með þessa fjárfestingu vegna þess að
það fjármagn, sem byggja átti fyrir
hefur aldrei skilað sér þrátt fyrir að
búið sé að slátra í húsinu í tvö ár og
leikur þess vegna vafi á aö hægt verði
að slátra þar í haust nema úr þessum
málum rætist.
Jens sagði einnig: „Kaupfélagið á
þetta sláturhús alfarið. Svona lítið
kaupfélag getur ekki staðið undir
þetta mikilli fjárfestingu hjálpar-
laust, en brunabótamatsverð hús-
sins er núna um 20 milljónir króna."
— Hvaðan átti það fjármagn,
sem þú talar um, að koma?
„Reiknað var með að stofnlána-
deild landbúnaðarins fjármagnaði
50% byggingarkostnaðarins, Fram-
leiðnisjóður 30—33% og einnig átti
að koma til einhver aðstoð Byggða-
sjóðs. Þetta hafa mörg önnur slát-
urhús fengið, en í flestum tilfellum
hafa þau einnig tekið eitthvað af
sauðfjárinnleggi bændanna upp í
fjármagnskostnað. Ekki er stætt á
að gera slíkt hér því svæðið er ákaf-
lega viðkvæmt byggðarlega séð og
gæti það því orsakað stórfellda
byggðaröskun."
Jens Valdimarsson, kaupfélagsstjóri, í aðalvinnslusal sláturhússins á Patreksfirði.
Morgunblaöiö/ HBj.
Úr kjötvinnslunni sem kaupfélagió hefur komið upp í sláturhúsinu.
— Hvernig hafið þið tekið á
þessu máli?
„Við höfum snúið okkur til Fram-
leiðsluráðs. Það hefur verið allt af
vilja gert til að gera það í þessu
máli, sem það hefur aðstöðu til. Það
hefur skrifað þingmönnum kjör-
dæmisins og beðið um fund með
þeim um þessi mál og einnig hefur
það haft samband við þá sjóði sem
þarna eiga hlut að máii, en þeir
segjast ekki geta fjármagnað þetta
vegna þess fjármagns sem þeim
hefur veriðð skammtað af hinu
opinbera."
— En hvað hafið þið sjálfir gert?
„Við höfum reynt að nýta hús-
næðið til annars en slátrunar til að
skapa grundvöll til að þetta hús geti
staðið undir fjármagnskostnaði og
öðrum rekstri, en þeir aðilar sem
fjármagna eiga bygginguna verða
að standa við sitt, annars gengur
dæmið ekki upp. Við höfum komið
upp kjötvinnslu í húsinu. Það hefur
orðið til þess að salan á kjöti hefur
aukist stórlega á heimamarkaði og
höfum við því ekki þurft að flytja í
burtu nema lítið af kjöti. Þetta hef-
ur skapað stóraukin umsvif hjá
kaupfélaginu og kemur betur út
fyrir bændurna. Við höfum einnig
keypt grásleppuhrogn af sjómönn-
um í sumar og saltað þau hérna í
húsinu.
Einnig erum við með það í undir-
búningi að hefja niðurlagningu í
sláturhúsinu, framleiða kaviar úr
þorskhrognum á túpur, svo og laxa-
pasta og síldarpasta. Er von á vél-
um til þessarar framleiðslu á næst-
unni. Þorskhrogn hafa til þessa ekki
verið nýtt hér heima, en þau falla til
hér á staðnum. Þessi framleiðsla er
ný af nálinni hér á landi þannig að
við verðum að þróa hana algerlega
upp sjálfir, en við ætlum að fara
hægt og rólega af stað þannig að
þetta standist allt hjá okkur, enda
reiknum við með að tilraunafram-
leiðslan verði það dýrasta í þessu.“
— Verður slátrað hérna í haust?
„Eins og þú sérð þá erum við að
gera klárt fyrir slátrun í haust,
hvort sem slátrað verður eða ekki.
En engin ákvörðun hefur verið tekin
um það enn sem komið er.“