Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 3 Vegurinn á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar: Varla fær nema fuglinum fljúgandi NeskaupsUð, 28.júlí. Ljósm. Árni Helgason. í vor hefur verið unnið að því að reisa flugvallarskýli við flugvöllinn í Stykkishólmi og er þetta stór og vönduð bygging, þegar miðað er við skúrana sem þar voru fyrir. Við þessa byggingu batnar mikið aðstaðan, bæði fyrir farþega og afgreiðslufólk. Ekki er þessari byggingu lokið og hefir byggingin verið hægfara nú seinustu vikur og má ef til vill rekja það til erfiðleika á fjárútvegun. Dagpeningadeilan: Gerðardómur staðfestir ákvörð- un ferðakostnaðarnefndar AÐ UNDANFÖRNU hefur veður hér verið afar gott, stillilong og sól- Stefnumótun vegna fjárlagagerðar: Ráðherranefnd falin tillögugerð MIKLAR umræður urðu um fjár- lagagerð og stefnumótun ríkisstjórn- arinnar hvað hana varðar á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Ákveðið var að skipa ráðherranefnd með tveimur ráðherrum úr hvorum stjórnarflokkanna og væntanlega einum fulltrúa frá hvorum þing- flokkanna til að vinna að tillögu- gerð. Fjárlagafrumvarp er fyrsta málið sem lagt er fyrir hvert löggjafarþing og hafa ráðuneyti nú lagt fram óskir sínar varðandi fjárlagagerðina. Ríkisstjórnin bíð- ur lokaskýrslu um stöðu þjóðar- búsins frá Þjóðhagsstofnun, ennfremur er Seðlabankinn með skýrslu um stöðu fjármála í vinnslu. Ráðherranefndinni er ætlað að vinna að tillögugerð sem síðan verður lögð fyrir þingflokk- anna. skin og hitinn rokkað frá 15 og uppí 24 stig. Heyskapur er langt kominn í Norðfjarðarsveit og eru hey bæði góð og mikil. Færabátar hafa aflað mjög vel að undanlornu og eru dæmi um að menn hafi dregið allt upp í eitt tonn á færi yfir daginn. Einnig hafa togararnir aflað vel. Þegar veðrið leikur svona vel við okkur Austfirðinga kemur hér fjöldinn allur af ferðamönnum og flestir á eigin bílum. En nú er svo komið að þeir sem vilja aka á bíl sínum til Neskaupstaðar eiga i miklum vandræðum, því vegurinn á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er varla fær nema fuglinum fljúg- andi, þvílíkt þvottabretti, holur og grjót sem vegurinn er. Ekkert virðist gert fyrir þennan vegar- spotta þó að þetta sé sá tími sem flestir eru á ferðinni. Hefur um- dæmisverkfræðingur Austurlands sem situr á Reyðarfirði ekkert eft- irlit með þessum vegarkafla? Væri ekki hægt að fá hann yfir Oddskarð eins og einu sinni til að líta á þessi ósköp og láta lagfæra þetta? Það er krafa okkar að veg- urinn verði lagfærður nú þegar, svo að flestar tegundir bíla komist þarna yfir, en ekki eins og nú er, aðeins torfærubílar. GERÐARDÓMUR sá sem skipaður var í deilu fjármálaráðuneytisins og BSRB og BHM um hækkun dag- peninga ríkisstarfsmanna hefur skilað niðurstöðu. Að sögn Unn- steins Bech hrl., formanns gerðar- dómsins, varð niðurstaða dómsins sá að auglýsing ferðakostnaðar- nefndar um dagpeninga ríkisstarfs- manna á ferðalögum innanlands frá 30. maí 1983, skal hafa fullt gildi og skulu dagpeningarnir eins og þeir eru þar ákveðnir gilda frá og með 1. júní 1983. Upphaf þessa máls má rekja til þess að fjármálaráðuneytið sætti sig ekki við umrædda ákvörðun ferðakostnaðarnefndar um hækkun dagpeninga. Ráðuneytið taldi að ákvæði í bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar um há- markshækkun kaupgjalds tæki til dagpeninga sem væru launa- tengd gjöld. Gar ráðuneytið út sína eigin gjaldskrá, þar sem dagpeningarnir voru hækkaðir um 8% eins og laun, frá gjald- skránni sem gildir fyrir 1. júní, en hækkun ferðakostnaðarnefnd- ar hafði verið um 30%. Þessu vildu BSRB og BHM ekki una og var þá ákveðið að setja deilumálið í gerðardóm sem yfir- borgardómarinn í Reykjavík skipaði. Voru Skúli J. Pálmason hrl. og ólafur Nilson, lögg. endur- skoðandi, skipaðir í dóminn auk Unnsteins Beck. Unnsteinn sagði í samtali við Mbl. að niðurstaða gerðardómsins hefði oltið á því hvort dagpeningar teldust launa- tengd gjöld eða ekki, þar sem ekki var sérstaklega tekið fram um þá í bráðabirgðalögunum. Niður- staða gerðardómsins hefði verið sú að svo væri ekki, enda dagpen- ingarnir reiknaðir út frá raun- verulegum kostnaði, en ekki út frá breytingum á kaupgjaldsvísi- tölu, og þess vegna hefði niður- staða gerðardómsins orðið sú að ferðakostnaðarnefnd hefði farið að lögum með ákvörðun sinni. — Ásneir. Evrópumótið í bridge: Þriðji íslenski sigurinn í röð Wiesbaden, 28. júlí. Frá Arnóri Kagnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKA bridgelandsliðið vann öniggan sigur á Spánverjum í 18. umferð Evrópumótsins sem fram fór í dag. Endaði leikurinn 19—'h en Spánverjarnir voru sektaðir fyrir að spila of hægt. Þetta er þriðji leikur- inn í röð sem liðið vinnur, þvf í gærkvöldi gersigruðu okkar menn Rúmena, 20—3, og um daginn unnu þeir Jógóslava. fslenska liöið er nú komið í 15. sæti af 24 þátttökuþjóð- um. Leikurinn við Spánverja var jafn f fyrri hálfleik, en okkar menn tóku góðan sprett í þeim síðari og sigruðu. Jón og Símon spiluðu allan leikinn en hin pörin sinn hvorn hálfleikinn. Frakkar vinna alla sfna leiki. f dag urðu Belgar fyrir barðinu á þeim en töpuðu „aðeins", 9—11. Ekkert getur lengur komið í veg fyrir sigur Frakka, en keppnin um næstu sæti er gífurleg eins og sjá má af stöðu efstu þjóða, sem er þessi: Ítalía 231,5, Noregur 230,5, Þýskaland 226, Austurrfki 216, Bretland 210, Belgía 209,5, Dan- mörk 209 og Svíþjóð 207,5. Mjög skemmtileg og spennandi keppni er í kvennaflokkum. Þar hafa hollensku konurnar forystu með 114 stig eftir 8 umferðir af 11. Ítalía og Frakkland hafa 101 stig. Pólland hefur 99 stig og Bretland 98 stig. 1 kvöld spilar fslenska liðið gegn Norðmönnum og annað kvöld verður leikið gegn Finnum. Síðasti leikurinn á mótinu verður svo á laugardaginn gegn Hollendingum. Á laugardagskvöldið verður síðan lokahóf og verðlaunaafhending. Veðrið hér í Wiesbaden hefur lagast nokkuð ef svo má að orði komast. Hitinn f dag er aðeins 25—30 gráður og gola, en í gær hrundi fólk hér niður eins og flug- ur, eins og starfsstúlkan á hótel- inu okkar orðaði það. fiÍáAftAS&fiZXttft Jafnmikið efni og á tveimur kassettum, en verðið einfalt V Þá eru það kassetturnar í helgarferðina Fjórar nýjar BÍLAKASSETTUR, nr. 9, 10, 11 og 12. Á hverri þeirra er helmingi meira efni en á venjulegum kassettum. Samt kostar hver kassetta nærri því helmingi minna en venjuleg kassetta eöa aðeins kr. 250.- Allir vinsælustu söngvararnir og bestu hljómsveitir síöari ára — gamanefni er aö finna á hverri kassettu á milli hverra þriggja-fjögurra laga. Þaö muna allir eftir BÍLAKASSETTUNUM nr. 1—8, sem nú eru ófáanlegar — þessar nýju BÍLAKASSETTUR eru enn skemmtilegri. Fást í söluskálum, bensínsölum og hljómplötuverslunum um land allt. Getum bætt viö nýjum útsölustööum. Hringiö! Ármúli 38. Sími 84549.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.