Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Minning: Guörún Hrefna Guðjónsdóttir Fædd 12. febrúar 1943 Dáin 22. júlí 1983 Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálitinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðst við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðmundsson.) Þótt enn sé sumar samkvæmt almanakinu hefur haustið og kuldinn náð heljartökum á hugum okkar vinanna, sem í dag kveðjum elskulega vinkonu, Guðrúnu Guð- jónsdóttur. Fyrir fáeinum dögum áttum við saman yndislega kvöld- stund, þar sem við glöddumst yfir nýrri og bjartari framtíðarsýn. Þá var sól úti og sól í sinni. En eins og rósin, sem fölnar í haustkuldanum er Guðrún nú horfin svo skyndi- lega frá okkur. Það er komið skarð í vinahópinn og þótt minningin um góða vinkonu muni sefa sár- asta söknuðinn verður skarðið vandfyllt. Margvíslegar tilfinningar leita á hugann. Tilfinning um söknuð við missi góðrar vinkonu. Tilfinn- ing um þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum saman. Fjölskylduferðir á Stapa á Snæ- fellsnesi, börn og fullorðnir í leik, söngur og dans, sameiginleg mál- tíð, sem grillmeistararnir sáu um. Guðrún var einn af ómissandi hlekkjum þessarar keðju og sagði oft: „Mikið eigum við gott að eiga svona grúppu." Þessar stundir ásamt minningu um fallegt bros og hlýlegt viðmót munum við varðveita í hugum okkar alla tíð. Söngurinn var ríkur þáttur í lífi Guðrúnar og ljóð Tómasar, sem að framan er ritað, við lag Gylfa Þ. Gíslasonar, var henni sérlega hug- leikið. Það sungum við saman sérhvert sinn er við hittumst. Þá réði gleði og kátína ríkjum. En nú þegar Guðrún er horfin er eins og ljóðið hafi fengið allt aðra og dýpri merkingu. Hin mikla umhyggja og umönn- un, sem Guðrún veitti móður sinni í löngum og erfiðum veikindum sýndi vel hvern mann hún hafði að geyma. Hún var ein af þeim, sem gefur tíma sinn, kærleika og um- hyggju án þess að ætlast til nokk- urs í staðinn. En Steindór stóð við hlið henn- ar, og þegar heilsan bilaði studdi hann Guðrúnu f nálægð og fjar- lægð, reiðubúinn að fórna öllu til þess að hún næði heilsu aftur. Við vinirnir í „grúppunni" send- um Steindóri, börnunum og ást- vinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja í sorg þeirra. Anna Stína og Þórarinn, Ingveldur og Einar Geir, Pálina og Björgúlfur, Sigrún og Jóhann. Fregnin barst á föstudegi í júlí, hún Guðrún mágkona var dáin. Hvílík harmafregn, það dimmir á þeirri stundu á þessum sumardegi sem hafði verið bjartur og hlýr. Alltaf kemur dauðinn jafn mik- ið á óvart, þó maður viti að víst er að hann sækir alia heim fyrr eða síðar. Guðrún var fædd í Reykjavík 12. febrúar 1943. Dóttir hjónanna Ólafar Bjarnadóttur og Guðjóns Guðmundssonar, bifreiðasmiðs. Hún ólst upp í foreldrahúsum í hópi fimm systkina. Kennaraprófi lauk hún frá Kennaraskóla íslands 1962. Hún hóf kennslu við Laugalækj- arskóla í Reykjavík, en flutti sig síðan um set til Garðabæjar og kenndi þar fyrst við Flataskóla og síðan við Hofstaðaskóla. Guðrún var frábær kennari, elskuð og virt af nemendum sínum. Árið 1962 giftist Guðrún eftir- lifandi manni sínum, Steindóri Guðjónssyni kennara, og eignuð- ust þau tvö börn, Margréti, fædd 1%2, hún hefur stofnað heimili með Jóni Sverri Sverrissyni, og eiga þau einn son, Steindór, og Guðjón Snæ, fæddur 1966, sem enn er í foreldrahúsum. Guðrún var hlý og tilfinninga- næm, hún tók innilega þátt í gleði og sorg vina sinna. Með henni átt- um við margar góðar stundir. Hún hafði stórt hjarta, sem rúmaði mikla ástúð og elsku. Til hennar var ætíð gott að leita ef eitthvað bjátaði á, hún hafði tíma til að hlusta, ástúð til að miðla og hlýju til að hugga. Frá henni kom mað- ur léttari í lund og leit bjartari augum á framtíðina. Erfitt er að sætta sig við að okkar kæra vinkona sé fallin frá í blóma lífsins. Hugurinn leitar til áranna að baki, og ljúfar minn- ingar létta sáran trega. Guð styrki aldraðan föður, eig- inmann, börnin, litla ljósið dótt- ursoninn, sem gaf henni svo mik- ið. Bryndís og Jófríður Guðjónsdætur Kveðja frá bekkjarsystur úr Kennaraskóla íslands Snemma júnímánaðar í sumar hittumst við nokkur bekkjarsystk- ini og rifjuðum upp skóladagana. Nú voru liðin 20 ár síðan við út- skrifuðumst 25 félagar með kenn- arapróf frá Kennaraskóla íslands. Við úr þessum hópi höfðum mörg ekki hist síðan vorið 1963, er við lögðum út á kennslubrautina og lífsbaráttuna uppfull af hugmynd- um um hvernig við ætluðum að verða góðir kennarar og uppalend- ur. Gunna var ein úr hópnum, líka ein af þeim sem öll árin höfðu kennt af fullum krafti. Vegna ná- innar vináttu á skólaárunum og nálægðar höfðum við haldið nánu sambandi alla tið. Vinátta okkar hófst fyrsta daginn í Kennara- skólanum, er ég kom inn í skóla- stofuna og kannaðist ekki við neinn. Vinaleg stúlka úr hópnum bauð mér sæti og sagði: „Ég heiti Guðrún Hrefna, en kallaðu mig bara Gunnu." Vinátta okkar hélst ætíð siðan. Árin okkar fjögur i KÍ sátum við alltaf saman í skólan- um, fórum í ferðalög og sóttum skemmtanir innan skólans og utan. Ef til vill tengdumst við sterkari böndum vegna þess að bekkjarsystkini okkar voru frekar sundurleitur hópur, fólk á ýmsum aldri og frá ýmsum stöðum lands- ins. Þar sem ég átti heima í öðru bæjarfélagi kom oft fyrir að ég þurfti að bíða nokkrar klukku- stundir eftir að komast í leikfimi og tók Gunna mig þá heim til sín og þar lásum við saman. Hjá ólöfu móður Gunnu á Laugateig 46 var mér ætíð tekið opnum örmum, sýnd sama hlýjan og hjá vinkonu minni. Er kennaraprófi lauk, fór hópurinn til kennslustarfa víðs- vegar um landið og hóf Gunna kennslu í Laugalækjarskóla. Fljótlega kom þó í ljós að nú þurfti ekki síður að ræða saman en á skólaárunum. Besta leiðin til þess var að stofna „saumaklúbb- inn“. Hittumst við nokkrar úr bekknum öðru hvoru og ræddum kennslumál og önnur sameiginleg vandamál yfir handavinnunni. Fljótlega tvístraðist hópurinn aft- ur, sumar fóru út á land og ég erlendis. Við Gunna slitum þó aldrei böndin. Við skrifuðumst á og ég fékk fréttir af nýjum hug- myndum og framkvæmdum í kennslumálum heima. Þegar ég hóf kennslustörf aftur hafði vega- lengdin milli okkar styst. Gunna var þá kennari í Garðabænum, en ég í Hafnarfirði. Heimili, börnin, kennslan, við höfðum alltaf meira en nóg að gera, en öðru hvoru gafst þó stund til að ræða saman. Kennslumálin urðu okkur alltaf efni í langar umræður. Gunna var vaxandi kennari. Hún hafði lif- andi áhuga á kennslunni og vel- ferð þeirra einstaklinga sem hún átti þátt í að móta. Samkennarar hennar sýndu best hug sinn til hennar með því að fela henni mörg túnaðarstörf innan skólans. Er Hofstaðaskóli tók til starfa þótti sjálfsagt að Gunna stjórnaði þeim skóla sem yfirkennari meðan sá skóli var útibú Flataskóla. Úr Hofstaðaskóla fór hún aftur sem kennari í Flataskólann og þar var hún kennari í vor er skólaárinu lauk. Okkur óraði ekki fyrir því bekkjarsystkinin úr KÍ ’63 er við hittumst í júní að svo skjótt yrði höggvið skarð í hópinn. Hópurinn saknar góðs skólafélaga og vin- konu. Hjördís Gudbjörnsdóttir Minning Maríu- bakka-brœðra Síðla sumars árið 1936 gerðu ferð sína um Vestur-Skaftafells- sýslu þeir sr. Árni Sigurðsson og Sigurbjörn Á. Gíslason. Komu þeir á alla kirkjustaði, fluttu þar messur og héldu samkomur. Voru þær yfirleitt vel sóttar, t.d. komu 50 manns af 110 manna söfnuði til Kálfafellskirkju í Fljótshverfi. Þar lauk Sigurbjörn Á. Gíslason máli sínu með því að minnast síns kæra vinar, Sigurðar Jónssonar á Maríubakka, sem þá var nýlátinn. Síðar barst Kálfafellskirkju að gjöf stór, innrömmuð Kristsmynd frá Sigurbirni til minningar um Sigurð vin hans. Sigurður á Maríubakka var son- ur sr. Jóns Sigurðssonar, sem var prófastur Vestur-Skaftfellinga og prestur á Kálfafelli í Fljótshverfi, Mýrum í Álftaveri og Prestsbakka á Síðu árin 1852—1883. Dauða Jóns prófasts bar að með syrgi- legum hætti: Það var viku fyrir jól árið 1883, að sr. Jón var að koma, ásamt fylgdarmanni sinum, neðan úr Landbroti frá barnsskírn í Hraunkoti. Ætluðu þeir yfir Skaftá hjá Asgarðshálsum. Frost var á, hreinveður með norðan- stormi og veikur ís á ánni. Svo slysalega vildi til, að ísinn brast og féll prófastur í ána. Fylgdar- maður fékk bjargað honum upp á vakarbarminn og skundaði heim að Ásgarði til að sækja hjálp. En áður en hægt var að koma prófasti til bæja var hann látinn. Kona sr. Jóns var Sólveig Ein- arsdóttir, stúdents Högnasonar í Skógum. Voru þau hjón systkina- börn. Þau eignuðust tvo syni — Jón, sem andaðist 12 dögum eftir fæðingu, og Sigurð, sem getið er í upphafi þessa máls. Hann var fæddur 1859, ólst upp hjá foreldr- um sínum á fyrrgreindum prests- setrum, og fylgdi síðan móður sinni að Kálfafelli, er hún fékk áb- úð á þeirri jörð að manni sínum látnum. Árið 1891 kvæntist hann Guðrúnu Hans-víumsdóttur frá Keldunúpi. Þau fluttust að Maríu- bakka árið 1901 og bjuggu þar í 30 ár. Sigurður dó 17. júní 1936 en Guðrún 17. maí 1958. Sigurður Jónsson var meira fyrir bóklestur en búskap, en hann var vel gefinn maður bæði til munns og handa. Hann bætti jörð sna með áveitum, var ágætur smiður bæði á tré og járn, stund- aði nokkuð lækningar, a.m.k. um tíma. Guðrún, kona hans, var myndarhúsfreyja, góð búkona bæði innan bæjar og utan. Á Maríubakka var því hið mesta myndarheimili, efnahagur traust- ur og bæjarbragur til fyrirmynd- ar. í þessu umhverfi og andrúms- lofti ólust börn þeirra upp. Þau voru fjögur — auk þess ein fóst- urdóttir. Skulu þau talin hér í ald- ursröð: Jón, f. 25. 10. 1892, Sigurð- ur, f. 3. 8. 1895, Sólveig, f. 17. 12. 1898, kona Bjarna Pálssonar frá Seljalandi, Guðrún Lovísa, f. 31. 10. 1906 - d. 25. 6. 1944. Hún var Guðrún Guðjónsdóttir er látin. Hún var dóttir hjónanna ólafar Bjarnadóttur, sem er nýlátin, og Guðjóns Guðmundssonar bifreiða- smiðs, Laugateigi 46, Reykjavík. Guðrún lauk prófi frá Kennara- skólanum tvítug að aldri. Kenndi hún síðan í nokkur ár við Lauga- lækjarskólann, en flutti síðan i Garðabæinn og kenndi þar hin síðustu 13—14 ár við Flata- og Hofsstaðaskóla. Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman fyrir um það bil 15 árum er hún kom til liðs við Pólýfónkór- inn. Upp frá þeirri stundu notaði hún krafta sína og fallegu sópr- anröddina í þágu kórsins. Hún var einnig i stjórn kórsins um árabil. Guðrún hafði óvenju næma til- finningu fyrir hinu góða og fagra og tónlistarsmekkur hennar var af háum staðli. Hún var kona full samúðar og miðlaði af gæsku sinni til þeirra sem bágt áttu. f dag kveðjum við Guðrúnu með trega, en um leið þökkum við henni samfylgdina. Eiginmanni hennar, Steindóri Guðjónssyni og börnunum Mar- gréti og Guðjóni Snæ, vottum við innilega samúð. Nú er silfurþráðurinn slitinn og gullskálin brotin, eftir er skilið duftið eitt, hið jarðneska dust er hverfur til jarðarinnar. En andinn er farinn til Guðs, sem gaf hann. Kvcðja frá Pólýfónkórnum Friðrik Eiríksson Sem bliknar fagurt blóm á engi svo bliknar allt sem jarðneskt er. (Vald. Briem.) Guðrún er fallin frá í blóma lífsins. Stórt skarð er höggvið í hóp okkar, starfsfólks Flataskóla. Guðrún Guðjónsdóttir var fædd í Reykjavík 12. febrúar 1943, dótt- ir hjónanna ólafar Bjarnadóttur og Guðjóns Guðmundssonar. Hún giftist árið 1962 Steindóri Guð- jónssyni kennara. Þau eignuðust tvö börn, Margréti og Guðjón Snæ, og barnabarnið Steindór, son Margrétar. Guðrún tók kennarapróf vorið 1963 og kenndi síðan við Lauga- lækjarskóla í nokkur ár. Haustið 1969 hóf hún kennslu við Barna- skóla Garðahrepps, nú Flataskóla. Guðrún var mjög hæfur kennari, gegndi starfi sínu af alúð og var góður vinnufélagi. Hún hafði ein- lægan áhuga fyrir velferð hvers einstaks nemanda. Ekki er ofmælt að hún hafi átt óskipta ást og að- dáun nemenda sinna. Innan skólans voru henni falin gift Stefáni Þorvarðssyni frá Dalshöfða. Fósturdóttir þeirra Maríubakka-hjóna er Sigríður Sigurðardóttir, f. 23. 12. 1911. Maður hennar var Sigurjón Krist- jánsson á Brautarhóli. Það er í þakklátri minningu um góð kynni við þá bræður, Jón og Sigurð á Maríubakka, sem þessar línur eru skrifaðar. Þeir voru órjúfanlega bundnir Maríubakk- anum. Sigurður dvaldi þar alla sína ævidaga, eftir að hann flutt- ist frá Kálfafelli, en Jón hvarf þaðan um tíma öðru hverju til stuttrar fjarveru aðeins til þess að koma aftur heim. Þegar Jón var 16 ára var keypt orgel í Kálfafells- kirkju. Þá vantaði spilarann. Réðst svo, að Jón var sendur út að Höfðabrekku til Lofts Jónssonar til að læra að leika á hljóðfærið. Ekki átti námið að taka meira en 18 vikur. Samt vildi Jón komast heim um jólin svo sem eðlilegt var. Hann fór á tveim jafnfljótum yfir stórvötn og eyðisanda og segir skemmtilega ferðasögu í Goða- steini (4. árg. I). Vel líkaði Jóni vistin hjá Lofti, sem „var í senn góður organisti og ágætur söng- maður". Og jafnan minntist Jón þessarar námsdvalar sinnar á Höfðabrekku af hlýjum hug. All- mörg ár spilaði Jón síðan við messur í sóknarkirkju sinni á Kálfafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.