Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
Stuttfréttir
NÁMUSLYS
Quetta. 28. júlf. AP.
ÓTTAST er, að átta verka-
menn hafi farist er kolanáma
féll saman nærri borginni Qu-
etta í Pakistan. 13 manns voru
í námunni er hún fylltist af
regnvatni. Fimm þeirra tókst
að komast út, en hinir lokuð-
ust inni er þak námunnar
hrundi. Ofsaregn var á svæð-
inu.
LÍKAMSLEIF-
ARNAR
FUNDNAR
Chur. 28. júlí. AP.
PUTTAFERÐALANGUR á
ferð um svissnesku alpanna
nærri þorpinu Silvaplana
fann í síðustu viku beinagrind
vestur-þýsks ferðalangs, sem
hvarf sporlaust í júlí 1978.
Vegna þess hve bakpoki og
skór voru vel varðveittir, var
unnt að nafngreina Þjóðverj-
ann sem Josef Gehrt frá
Wuppertal, vanan fjallgöngu-
mann.
NÝTT SKÓG-
ARDÝR
Assísí, 28. júlí. AP.
UNGUR viðskiptafrömuður,
Osvaldo Micheli, varð fyrir því
óláni, að buxnaverksmiðjan
hans varð gjaldþrota. Frekar
en ekki kvaddi Osvaldo for-
eldra sína og hljóp síðan inn í
skóg nærri Assísí, þar sem
hann hefur dvalist frá því í
byrjun mars. Yfirvöld hafa
ekki gefið skýringu á þessari
fremur óvenjulegu hegðan
mannsins.
EYÐIMERK-
URSTRÍÐ
Rabat, 28. júlí. AP.
YFIRVÖLD í Marokkó segjast
hafa greitt skæruliðum Pólis-
arío þungt högg, er hinir síð-
arnefndu réðust á stöðvar
hers landsins í vesturhluta
Sahara.
Fregnir herma, að herinn
hafi grandað þrem skriðdrek-
um skæruliðanna auk 41 ann-
ars fereykis. Þá hafi fjöldi
skæruliða fallið í viðureign-
inni, en 5 hermenn féllu og 22
særðust.
HVEITI-
BRAUÐSDAGAR
Vín, 28. júlí. AP.
VIÐRÆDUR Bandaríkja-
manna og Rússa um hveitisölu
til Sovétríkjanna héldu áfram
í dag í Vínarborg. Þetta er
þriðji dagur viðræðnanna,
sem upphaflega áttu að
standa degi skemur. Fregnir
herma, að Bandaríkjamenn
vilji selja Rússum meira af
hveiti og korni, en þær 6 millj-
ónir tonna, sem Sovétmenn
kaupa nú.
LANDHELG-
ISBROT
Bangkok, 28. júlí. AP.
UM 500 thailenskir sjómenn
eru nú í fangelsi á Burma,
ákærðir fyrir veiðar innan
landhelgi eyjarinnar. Þeirra
bíður 12 til 18 mánaða fang-
elsi. Thailand hefur marg-
sinnis reynt að ná samkomu-
lagi við Burma, en ekki tekist
það enn.
RÖDDIN BRAST
( larkston, 28. júlí. AP.
SÖNGKONAN Bette Midler
var nýbúin að hefja söng sinn
á tónleikum í Clarkston,
Michiganríki, er hún hætti
skyndilega og fór af sviðinu.
Var ungfrúin haldin svima, en
fékk síðan taugaáfall og var
lögð inn á sjúkrahús. Út-
varpsstöð í Detroit kvað
söngkonuna á batavegi.
Menn úr röðum kristinna Líbana efndu tíl mótmælaaðgerða í námunda við Sídon í Suður-Líbanon í kjölfar
tilskipunar ísraelshers um að sveitir kristinna falangista yfirgefi stöðvar sínar í suðurhluta Líbanon.
Búist við samþykki um
brottflutning í áfongum
Beirút, Tel Aviv, Wuhin^on, 28. júlí. AP.
Bandarískir embættismenn sögð-
ust í dag eiga von á því að ísraelar
myndu fallast á að draga heri sína á
brott í áföngura, og jafnvel að hægt
yrði að skýra frá því hvernig brott-
fiutningi yrði hagað eftir fund Reag-
ans forseta með utanríkis- og varn-
armálaráðherrum ísraels, Yitzhak
Njósnari
lætur af
störfum
London, 28. júlí. AP.
Yfirmaður stöðvar bresku leyni-
þjónustunnar í Cheltenham, Sir Bri-
an Tovey, lætur af störfum í septem-
berlok eftir fimm ára starf. Utanrík-
isráðuneytið hefur neitað að afsögn
hans standi í einhverju sambandi
við njósnahneykslið í fyrra er starfs-
maður stofnunarinnar, Geoffrey
Prime, varð uppvís að njósnum fyrir
Rússa.
Sir Brian er 58 ára, en venjulega
láta embættismenn af störfum við
65 ára aldur. Stjórnskipuð nefnd,
sem fjallar um öryggismál, komst
að þeirri niðurstöðu um njósna-
hneykslið í Cheltenham, „að
ómögulegt væri að útiloka þann
möguleika" að aðrir starfsmenn
stöðvarinnar létu Rússum í té
ríkisleyndarmál. Jafnframt gagn-
rýndi nefndin yfirmenn stofnun-
arinnar mjög fyrir slaka öryggis-
vörlsu í stöðinni.
Shamir og Moshe Arens, í Washing-
ton.
Búist er við nýjum tilraunum
Bandaríkjamanna til að fá Sýr-
lendinga til að fallast á að flytja
her sinn á brott frá Líbanon á
sama tíma og ísraelar hverfa það-
an.
ísraelska útvarpið hafði það eft-
ir háttsettum embættismanni að
yfirvöld hefðu ekki útilokað þann
möguleika að gert verði samkomu-
lag um brottflutning allra út-
lendra herja frá Líbanon og tíma-
setningu þeirra.
Embættismaðurinn sagði að
samkomulagslíkur fælust í því að
ísraelar tímasettu brottflutning
eigin hers og síðan yrði það undir
Sýrlendingum komið hvort þeir
féllust á að draga her sinn sam-
tímis til baka.
Israelsher sakaði sveitir hægri
manna um skort á samstarfsvilja
og skipaði sveitunum að yfirgefa
stöðvar nærri Sídon og efndu
stuðningsmenn sveitanna til mót-
mælaaðgerða af þeim sökum víða í
suðurhluta Líbanon í dag.
ísraelar sögðu að ekkert væri
hæft í fréttum útvarpsstöðvar
kristinna hægrimanna þess efnis
að hægrimönnum hafi verið gefin
frestur til að hypja sig. Stöðin sem
ísraelar reka hægri menn frá er í
þorpinu Kfar Falous, sem er 10
kílómetra austur af Sídon, en tals-
maður líbanska hersins sagði að
hægrimönnum hefði einnig verið
skipað að yfirgefa stöðvar sínar í
borgunum Maghdoushe og Sarba.
Hægrimönnum er gert að yfir-
gefa stöðvarnar, sem reistar voru
á áhrifasvæði ísraela, þar sem
þeir hafa ekki uppfyllt skilyrði um
samstarf við ísraelsher.
Sveitir múhameðstrúarmanna,
sem ýmist styðja Sýrlendinga að
málum eða eru andsnúnar þeim,
börðust í dag um yfirráð mikil-
vægra stöðva í miðborg hafnar-
borgarinnar Trípóli í norðurhluta
Líbanon, í kjölfar þess að sveitir
Sýrlendinga færðu sig frá mið-
borginni til útjaðars hennar fyrir-
varalaust.
Sett var að nýju útgöngubann í
borginni Hebron vegna árása
araba á öryggissveitir í borginni.
Útgöngubann var sett á þriðjudag
í kjölfar átaka við palestínskan
háskóla, þar sem þrír féllu og 33
særðust.
Berlmarmúrinn:
Tekinn
á flótta
Berlfn, 28. júlí. AP.
VÖRUBÍLSTJÓRI gerði misheppn-
aða tilraun til að fiýja í gegnum Berl-
ínarmúrinn til Vestur-Berlínar, þar
sem bifreið hans hafnaði á steyptum
vegg er hann ók í gegnum hvern
vegartálmann af öðrum.
Atvikið átti sér stað klukkan
fjögur að morgni við landamæra-
hliðið í Heinrich Heine-götu. Bíl-
stjórinn var leiddur á brott af
landamæravörðum og virtist hann
ekki hafa slasast við áreksturinn.
Kínverskur
kjarnorku-
kafbátur
Tókýó, 28. júlí. AP.
KÍNVERSKI sjóherinn hefur
hleypt fyrsta kjarnorkuknúna
kafbáti sínum af stokkunum og
annar sambærilegur er í smíð-
um, að því er segir í frétt í jap-
anska dagblaðinu Asahi Shimb-
un í dag.
Blaðið hafði jafnframt eftir
John E. Moore hjá breska sjó-
hernum, sem ennfremur er
ritstjóri bókarinnar Jane’s
Fihgíting Ships, að Kínverjar
hygðu á byggingu sex slíkra
kafbáta til viðbótar.
Vitneskju sína byggir
Moore á heimsókn sinni til
Kína, þar sem fram kom í við-
ræðum hans við foringja kín-
verska fiotans og skipaverk-
fræðinga, að fyrsti kjarnorku-
knúni kafbáturinn hefði þegar
verið reyndur. Smíði hans
lauk í fyrra.
Kínverskir embættismenn
neituðu alfarið að gefa upp-
lýsingar um kafbátinn, en
Moore telur að hann sé
svipaður að gerð og kafbátur-
inn George Washington, fyrsti
kjarnorkuknúni kafbáturinn í
eigu Bandaríkjamanna, sem
búinn var kjarnorkuflaugum.
EBE svikið
um stórfé
Ixindon, 28. júlí. AP.
Komið hefur verið upp um stórtæka
fölsun á afurðaskýrsíum á Ítalíu þar
sem 1,3 milljarðar dollara hafa verið
sviknir út úr sjóðum Efnahags-
bandalagsins út á ólívuolíu, sem
aldrei var til.
Fölsun þessi hefur átt sér stað í
a.m.k. áratug. Á afurðaskýrslum
var framleiðsla sögð meiri en en
raun var á, og þannig falsaðar
stórar upphæðir, en fyrir hvert
tonn af ólívuolíu fæst framleiðslu-
styrkur upp á jafnvirði 638 doli-
ara.
Samkvæmt upplýsingum Efna-
hagsbandalagsins er nær útilokað
að fylgjast með því að rétt sé skýrt
frá, því að á Suður-Ítalíu er ein
milljón framleiðenda, um 200
milljónir ólívutrjá og 8.000 olíu-
verksmiðjur. Til þess að halda
uppi nægu eftirliti þyrfti 50 þús-
und manns, sem væru að allan sól-
arhringinn í þrjá mánuði.
Vicki Morgan var
ekki undir áhrifúm
Los Angeles, 28. júlí \P.
Krufning hefur leitt í Ijós að Vicki
Morgan var ekki undir áhrifum
áfengis þegar hún var myrt, þrátt
fyrir framburð morðingja hennar
um hið gagnstæða.
Við rannsókn kom í ljós að
áfengismagn í blóði ungfrúar-
innar var langt undir því marki
sem leyfilegt er til aksturs, og
því útilokað að hún hafi verið
ölvuð.
Morgan var myrt í íbúð sinni í
Hollywood 7. júlí síðastliðinn og
hefur sambýiismaður hennar,
Marvin Pancoast, verið sakaður
um ódæðið, en Morgan var lamin
til ólífis.
Pancoast hélt því fram við yf-
irheyrslur að ungfrú Morgan,
sem var fyrrverandi fyrirsæta,
hafi drukkið stift áður en hún
dó. Hafi hún drukkið flösku af
víni og mörg glös af koníaki,
ásamt því að innbyrða margar
róandi töflur, kvöldið sem hún
dó.
Morgan var fyrrum ástkona
auðkýfingsins Alfred Blooming-
dale, sem nú er látinn, en hann
var náinn vinur Ronald Reagans
Bandaríkj af orseta.