Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Drottinn, hvílík dverga- smíð, dögg á hverju blómi Afmæliskveðja til Guðmundar Frímanns skálds Guðmundur Frímann skáld er áttræður í dag. Auðvit- að gat maður sagt sér það sjalfur, að hann væri fæddur í júlí um hásumarið, þegar sólin skín heitast. I Fiðlara- kvæði hans talar hann um fjóra strengi í fiðlunni sinni sem allir hrukku nema þessi eini, sem söng um gleðina og unað vorsins — „ekkert gat slitið strenginn þann. Síðan bæri eg bogann bara um hann“, segir skáldið. Og það fer ekki hjá því að mér finnist mörg stef í söngvum hans frá sumarengjum meðal þess fallegasta og hreinasta sem hann hefur sungið: Eg hitti þig við iækinn í Ijóma sumarnætur, litla Gullinkolla. Þú leikur þér og buslar berfætt kringum polla, brún af vori og sól. Þitt skart er fífilfesti við fagurrauðan kjól. en sumarnóttin bjarta syngur í ungu hjarta — þú sinnir varla gesti. Eða: Leika sér síglöð sílisbörn saman í ferginspytti. Stendur í grænni stekkjartjörn störin vot upp í mitti. Sama stefið í nýjum tilbrigðum kemur fram í Gam- alli haustmynd: Senn standa sumarengin sönglaus í Langadal. f þessum hendingum hitti skáldið á óskastundina. Nálægð haustins verður ekki betur lýst. Þögn og myrk- ur er í vændum í staðinn fyrir líf, lit og ljós. Það er kannski bíræfni að teygja þessa líkingu og toga og segja sem svo um skáldið sjálft: Sá, sem les ljóð Guðmundar Frímanns án þess að heyra sönginn og skynja hrynj- andina, leggur upp í vetrargöngu um engin í Langadal. Ljóð hans verða ekki lesin í hljóði né skilin af því einu sem stendur á pappírnum svart á hvítu. Til þess er hljómfallið of ríkur þáttur í tjáningunni. Hvort sem lesin eru frumortu ljóðin eða þýðingarnar. Ég tek sem dæmi erindi úr Áköllun eftir Bertel Gripenberg: Veglegt er hlutskipti dropans er hnígur að síðustu í hafið, og hlutskipti blaðsins, sem rotnar f legstað skógarins grafið. Odauðleik kynstofnsins djúpt inn í deyjandi hjarta eg ber, að dauðinn sé vís, en lífið þó eilíft síðasta huggun mín er. Á öðrum stað í þessu ljóði segir: „... ég sjálfur er ekkert, en för mín,/ rót mín og kynstofn er allt." Guð- mundur Frímann getur að sönnu gert þessi orð skáld- bróður síns á framandi grund að sínum með fullum rétti. Hann er fæddur á Hvammi í Langadal og eyddi þar æsku- og unglingsárum sínum. f „Undir lyngfiðlu- hiíðum, úrvali á áttræðu," sem út kemur í dag honum til heiðurs hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri segir Gísli Jónsson menntaskólakennari m.a. í inngangi: „Nærri má geta að Guðmundur Frímann biðji um vorið. Leitun mun vera á öðru eins náttúrubarni meðal ís- lenskra skálda. Þótt hann hafi áratugum saman átt heima í kaupstað, móar ekki fyrir margbýlinu í verkum hans. Um húsaraðir og steinlögð stræti hefur hann engan óð að syngja. Frá barnæsku er hann fullkomlega samgróinn íslenskri sveit og íslenskri náttúru, í senn hluti þess og áhorfandi. í langri fjarvist hefur hann að nokkru þjónað moldarþrá sinni og blómþrá í garði sín- um við Hamarsstíg á Ákureyri. Þar hefur náttúrubarn- ið og bóndasonurinn átt ofurlítinn griðareit. En menn þeir, sem gengu framhjá honum við Ham- arsstíg, komu honum minna við en fólkið á bökkum Blöndu. Yrkisefni sín hefur hann ekki sótt til Akureyr- ar. Móðir hans hefur vafalaust fylgt honum á götu, en Húnaþing, byggt sem óbyggt, farið með honum alla leið. Þaðan eru myndir hans og skáldsýnir, þaðan er boginn sem knúið hefur fiðlu hans til ódauðlegra söngva." Fyrir fimm árum komu út „ósamstæðir minningar- þættir um lifandi menn og dauða“ eftir Guðmund Frí- mann, — „Þannig er ég — viljirðu vita það“. Sú bók, svo glettin, fróðleg og skemmtileg sem hún er, er samt sem áður fyrst og síðast staðfesting á orðum Gísla. Á enginu græna: „Nú er ferginssíkið horfið, þar sem hornsílin léku sinn endalausa feluleik, blessaður fífuflóinn er líka horfinn; nú get ég ekki framar sagt: Mýksta lokk í fífullá fæ ég einn að greiða. En ekkert í tímanna rás hefur getað stöðvað lækina í fjallshlíðinni; þarna eru þeir, blessaðir, hver með sína eilífðarsögu að baki. Þeir virðast vera í sama hátíðar- skapinu og forðum, þegar ég var að kveðast á við þá.“ Fólkið og náttúran við Blöndu. Sagan Mýrarþoka er sönn að stofni til og lýsir því, þegar litla stúlkan berkla- veika er höfð úti í tjaldi um sumarið, svo að hreina loftið skoli burtu tæringunni sem það auðvitað ekki gerir. Systir hennar hafði verið send burt til að deyja um vorið, — og um haustið eru þær báðar dánar. — Þarna er líka mállausa stúlkan, sem var svo bækluð, að hún lá rúmföst allt sitt líf, hendur krepptar og fætur skældir, en foreldrar hennar snauðir og gæfulausir: „Það var eitthvað vetrardapurt við þetta fólk,“ segir skáldið í Gamalli krossmessusögu og I Svörtum skógi kemur sama líkingin upp í hugann: Hví beið þín, veslings skógur, regn og rok, sem runna þínum kræklihendur bjó, og breytti í heljarblómstur hverri rós? Samt sem áður var hvergi meira sólskin en í kringum þetta fólk og það sólskin kom innan frá og lýsti skamm- degið. Hjá því leið Hvammskrökkunum vel. — Árni gamli í Skyttudal verður boðberi gleðinnar í auðnuleysi sínu. „ ... okkar vegna mátti hann vera fullur, draug- fullur. Hann mundi, hvort sem heldur var, fylla bæinn framandlegri birtu og þeim framandlega söng sem eng- um gleymist að eilífu ... “ : Mörg var för í regni og roki raunaþung og efnin smá. Breytti þá í gull og glitskóg gráa hversdagsieikans þytskóg fiðlan fagurgljá. Og í hverju strengjastroki straumar bláir kváðust á. Vor með gliti og glóðafoki geymt í strengjum lá. Úr Kiðlaranum á Vagnbrekku. Mörgum fannst að sorg og gleði söng hans uppi bæru, að seiður jökulánna byggi ( kvæðalögum hans, — að örlög Skyttudalsins og vonir allar væru í vísum þessa drykkfellda bónda og kvæðamanns. Guðmundur Frímann er alvörumaður í sínum skáld- skap en eins og oft er um slíka menn á hann auðvelt með að slá á létta strengi, jafnvel þegar síst skyldi. í Vísum Grenjadals-Tobba, sem brenndur var á Alþingi 1677 „fyrir fordæðu", en hafði áður verið kaghýddur heima í héraði fyrir gripdeildir, kynnumst við húmor- istanum vel. Og í Kvæðinu um Jón óttarsson, sem for- drukkinn fórst í Blöndugljúfrum, anno 1664: Loksins Blanda bauð þér vist, bjó þér veislu hugumþekka; ( hennar vota faðmi fyrst fékkstu um síðir nóg að drekka. Bók Guðmundar Frímanns, Undir lyngfiðluhliðum, var mér kærkomin. Hún lýsir vel helstu eðliskostum míns gamla vinar og samkennara fyrir norðan, prýdd myndum hans og teikningum. Auðvitað velja engir tveir menn sömu ljóð og sögur í úrval þegar af nógu er að taka. En mér finnst valið hafa vel tekist og veit raunar, að þessi bók á eftir að verða mér kær og handhæg. Hafi þeir allir heila þökk fyrir, sem að henni hafa unnið. Ljóðaþýðingar Guðmundar Frímanns eru af ýmsum og ólíkum toga. Stundum hrein gamansemi eins og Kvæði um stöðuval eftir Frank Jæger: Húsgangur vildi eg vera, — gatan sæng mín og sess, — einmana, útúrdrukkinn. Ég þarf ekki að óska mér þess. Það er nú svo um vísnaleik, að oft lætur maður eftir sér að slá botninn í hann á þessum nótum eða svipuðum. En til þess þykir mér Kvæðið um Kofahlíð of gott að ég láti þess í engu getið heldur gríp fjórar hendingar og geri þær að mínum afmæliskveðjum til skáldsins: Skartaðu lengi, lengi, leiktu sem forðum ómunabli'ð Ijóð þín á lægstu strengi, lyngfiðluhlíð. Haildór Blöndal Því sem ég vil muna gleymi ég Finnska skáldið Bo Carpelan (f. 1926) er meðal kunnari skálda á Norðurlöndum. Nokkur ljóð eru til eftir hann í íslenskum þýðingum og athygli vakti þegar hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1977 fyrir ljóðabók sína I de mörka rummen, i de Ijusa (1976). Carpelan hefur líka fengist við prósaskáldskap með góðum ár- angri og þykja einkum unglinga- sögur hans mikil listaverk. Ein þeirra, Boginn, kom út í fyrra í þýðingu Gunnars Stefánssonar. Ljóðabækur Carpelans eru nú orðnar þrettán, séu úrvalssöfn. ljóða hans meðtalin. Nýjasta bók- in kom út á þessu ári: Dagen vand- er, útg. Schildts Helsingfors. Er hún þegar orðin meðal rómaðri finnskra bóka síðustu ára og ekki að ástæðulausu. Dagen viinder sýnir ekki nýja hlið á Bo Carpelan. Hann er enn trúr miðleitinni ljóðagerð þar sem einstaklingurinn og náttúran eru í aðalhlutverkum. En eins og verð- launabókin og fleiri bækur hans eru til vitnis um er Dagen vánder einnig viðleitni til að túlka hversdagslegan heim, hið daglega umhverfi skáldsins í ljósi skáld- skapar. Milli daglegs lífs og hins undursamlega er engin hyldýp- isgjá. Skáldið yrkir am ástina sem birtist honum oftast sem minning og ekki síst um það hve áliðið er orðið í lífi þess sjálfs. Hver dagur tekur við af öðrum, en hver er öðr- um líkur. í lokaljóði bókarinnar, Um daga, er ort um það hve dagarnir eru þreytandi. Skáldið segist þrá dag hinnar útbreiddu birtu sem ekkert felur og setur ekkert á svið. Hann minnist leikritaskáldsins Tsékovs í því sambandi, hins eðli- lega og áreynslulausa svipmóts verka hans. Skáldið segist snúa sér til einhvers annars sem ekki sé alltaf að spyrja hvers virði sýn- ingin sé. I þessu viðhorfi felst von. Það er semsagt oft viðhorf gagnrýninnar sem kemur fram f ljóðum Bo Carpelans. Sú gagnrýni beinist oft gegn honum sjálfum, gegn þeim sem haldnir eru óþoli gagnvart lífinu, njóta þess ekki eins og það er. Dæmigert fyrir þetta viðhorf þykir mér ljóðið Andvaka: Þaft sem ég vil muna gleymi ég. Það sem ég vil gleyma man ég, ligg andvaka eins og fyrir löngu og ásaka lífift. Gefst upp, rís á fætur og geng að [glugganum: í morgunsárinu er enginn á ferli, nema vindurinn, nokkrir körkulegir vorboðar. Dagen vánder sem bókin dregur nafn af og er ljóðabálkur og nokk- ur löng ljóð er að finna í bókinni. En flest eru Ijóðin stutt, örstutt. Meðal styttri ástarljóðanna er Höndin: Höndin, þín hönd sem byrjar samtal okkar. Hinn miðleitni skáldskapur er eins og fyrr segir mest áberandi hjá Bo Carpelan. Þó eru „óhrein" ljóð inn á milli. Ég nefni sérstak- lega ljóðið um embættismennina sem allir hafa lesið Kafka og glotta að eigin athöfnum. Þjóðfé- lagsbyggingunni verður ekki haggað þótt þeir sem stjórna henni séu meðvitaðir um gallana. Það er sjaldan sem ádrepa af þessu tagi stendur í ljóðabók eftir Bo Carpelan, en kannski er hún tímanna tákn. Bo Carpelan er góður fulltrúi hins finnska-sænska módernisma í ljóðlist og sýnir hvernig hann þróast á okkar dögum. Hann er í raun framhald skálda eins og Edith Södergran, Elmer Diktonius og Gunnars Björlings, en um hinn síðastnefnda skrifaði hann dokt- orsritgerð sína. öll þessi skáld hafa haft mikil áhrif á norræna ljóðlist. Þess má geta að talið er að ekkert sænskumælandi skáld hafi haft jafn mikið gildi fyrir nýjan skáldskap í Svíþjóð og Gunnar Björling, að Gunnari Ek- elöf slepptum. Það sem einkum hefur valdið áhrifum Björlings er það hvernig hann beitir málinu, rannsakar það sífellt og reynir á þanþol þess, lætur það tjá hug sinn með óvæntum hætti. Jóhann Hjálmarsson Bo Carpelan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.