Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Mussolini, 11 Duce, heföi orðið 100 ára... Benito Mussolini, II Duce, eins og hann var jafnan kallaður á Ítalíu á sínum tíma, hefði átt 100 ára afmæli í dag, fostudaginn 29. júlí, ef hann vseri enn á lífi. En svo er ekki, æstur múgur skaut hann og hengdi í aprfl 1945, stríðið var tapað ítölum og Þjóðverjum, en ftalía hafði gerst árásar- aðili í síðari heimsstyrjöldinni, í bandalagi með Adolf Hitler, og mátti þjóðin þola ósigur undir stjórn Mui Þúsundir ftala fara í nokkurs konar pílagrímsför til smábæj- arins Predappio, milli Bolognia og Rimini, en þar fæddist foring- inn sem olli svo miklum straum- hvörfum í lífi ítala. Giorgio Al- mirante, formaður flokks nýfas- ista á Ítalíu sagði í vikunni, að um skipuleg hátíðarhöld væri alls ekki að ræða, hverjum og einum væri frjálst að ákveða hvort haldið væri upp á daginn og þá með hvaða hætti. Flokkur nýfasista hefur vaxið geysilega og í síðustu þingkosningum fyrir nokkrum vikum bætti flokkur- inn við sig 600.000 atkvæðum og er nú fjórði stærsti stjórnmála- flokkur landsins. Er flokkurinn nú álíka sterkur og fasistaflokk- ur Mussolinis var, er hann náði völdum á ftalíu árið 1922. í nokkrum bæjum eru nýfasistar þriðja stærsta stjórnmálaaflið. Eflaust nota margir tækifærið er Mussolinis er minnst og út- húða honum. Iðulega hefur manninum verið lýst sem froðu- snakki og hégómapúka. Hitt er svo annað mál og ekki verður fram hjá því litið, að með ein- hverjum hætti tókst „froðu- snakkinum" að ná algerum tök- um á þjóð sinni og honum tókst jafnframt aðdáunarlega að koma fyrir sjónir sem stór- menni. Sjálfur Winston Churc- hill sagði t.d. árið 1927, að hefði hann verið ítalskur, hefði hann stutt Mussofini með ráðum og dáð. En svo breyttust viðhorfin jafnt og þétt og í minnstu upp- áhaldi var Mussolini líklegast er æstur múgurinn tók hann af lífi árið 1945. linis, en við lát Matteottis var leiðin greið fyrir Mussolini í einræðisherrasætið. En spilling sú sem völdin buðu upp á varð Mussolini að falli. Framagirni hans og skýjaborgir sprengdu af sér alla heilbrigða skynsemi, hann vildi ekki vera hálfdrætt- ingur Hitlers, en til þess að geta staðið honum á sporði varð hann óviljandi handbendi Hitlers og verkfæri. Þannig sveik hann þjóð sína og steypti í tíma- bundna glötun. Og þannig tor- tímdi hann einnig sjálfum sér. Ítalía vann sigur í Abyssiníu- stríðinu 1935—1936 og var það ekki síst vegna linku Þjóðar- bandalagsins. Frammistaða þess varð til þess að Mussolini fékk óbeit á lýðræði, Bretlandi og öðr- um lýðræðislöndum. Varð þetta til þess að hann sá framadrauma sína rætast með því að ganga til liðs við nasista. Mussolini hafði ýmislegt gott gert í heimalandi sínu þó að ávallt hafi verið grunnt á hrottaskapnum. Hann var ekki maður óvinsæll ef litið er á heildina, en ítölum var ekki um samvinnuna við Þjóðverja gefið. Traust þeirra til II Duce fór minnkandi er hann innleiddi kynþáttahatur Þjóðverja og skipaði hermönnum sínum að „marsera" með hinum tilþrifa- miklu háspörkum að hætti þýska hersins. Hann hikaði nokkuð er stríðið braust út, en áttaði sig síðan á því að nú væri möguleik- inn kominn að verða frægur maður. En Mussolini komst snarlega niður á jörðina. ftalski herinn tapaði í Norður-Afríku og fékk hroðalega og háðulega útreið í Grikklandi, er illa þjálfaður og illa búinn herinn var stráfelldur. Alls staðar átti ítalski herinn von bráðar í vök að verjast og óvinsældir foringjans jukust jafnt og þétt. Hann var fangels- aður, frelsaður af Hitler og loks myrtur ásamt hjákonu sinni og hengdur upp öfugur á almenn- ingstorgi í Mílanó. En þetta segir ekki alla sög- una um Mussolini og sagan sýn- ir, að hann var í raun hræðilega afvegaleiddur og á þeim árum sem hann var að brjótast til valda og valdaár hans áður en Mussolini var einræðisherra og sem slíkur sýndi hann allar hliðar slíks alvalds, ekki síst þær dökku. Á braut sinni til valda- stólanna voru Mussolini og fylg- ismenn hans grimmir og óvægn- ir. Þeir pyntuðu og myrtu and- stæðinga sína án þess að depla auga og slík vinnubrögð hafa loðað við fasista æ siðan. í þessu sambandi má geta þess, að eng- inn vafi er talinn leika á, að morðið á sósíalistaleiðtoganum Matteotti árið 1924 hafi verið framið að beinni skipan Musso- • Að aftöku lokinni: Mussolini og ástkona hans Clara Petacci hanga öfug til sýnis í aimenningsgarði í Mflanó. • Mussolini og Hitler, aamstarf sem varð þeim fýrrnefnda að falli. • II Duce, valdsmannlegur á hestbaki I Lfbýu. hann gekk í heimsvaldaflokk Hitlers reyndist hann að mörgu leyti vera hinn prýðilegasti stjórnmálamaður. Hann var ræðusnillingur, snjall blaða- maður og dálkahöfundur, maður sem bar skyn á þjóðfélagsleg vandamál og hafði til að bera gáfur til að notfæra sér þá vitn- eskju. Miðað við það sem gengur og gerist meðal einræðisherra, taldist Mussolini meira að segja til hinna mannlegri, hann var hrotti, en átti einnig sín mann- legu augnablik. Og einræði hans var ekki eins ofsalega formfast og öfgakennt og til dæmis hjá félaga hans Adolf Hitler. „óvin- ir ríkisins" í Þýskalandi á þess- um árum gátu ekki búist við því að kemba hærurnar. Ef þeir voru ekki myrtir umsvifalaust, var þeim varpað í hinar al- ræmdu útrýmingarbúðir og þar beið flestra dauðinn og ekkert annað. óvinir ríkisins á ftalíu áttu mun meiri möguleika á að halda lífi. Víst voru margir myrtir, en fangabúðirnar þóttu til muna vistlegri og þar gátu fangar vænst þess að farið væri skikkanlega með þá, ef þeir þóttu ekki þeim mun hættulegri. En Ítalía var greinilega ekki á réttri braut undir stjórn Musso- linis, vitnisburður þar um er uppbygging Ítalíu eftir strlðið, en að henni stóð ný lýðræðis- stjórn. ítalskar ríkisstjórnir hafa ekki verið langlífar ef á allt er litið frá stríðslokum, nú er verið að mynda 44. stjórnina. En það dregur ekki úr afreki lýð- ræðisins varðandi „ítalska kraftaverkið", uppbygginguna eftir síðara stríð. (Samantekt — gg) Rafeindin — nýtt tímarit komið út Verkamannafélagið Hlíf: Segir upp kjara samningum NÝTT tímarit, „Rafeindin“, er komið út. Hér er um að ræða sérrit um rafeindaiðnað og er þetta fyrsta rit sinnar tegundar hérlendis. í ritinu verður lögð áhersla á hljómtækni, útvarps- tækni og tölvutækni. Hefur verið leitað til sérfróðra manna um efni er „verða mætti öllum al- menningi til gagns og gamans“ eins og segir í frétt frá útgefand- anum. í þessu fyrsta tölublaði eru m.a. eftirtaldar greinar: Digit- al plötuspilarar (laser), eftir Bjarna Ágústsson tæknifræð- ing; Hlustunarherbergið og staðsetning hátalara, eftir ólaf Á. Guðmundsson verkfræðing; Ritvinnsla með tölvum, eftir Pál Theodórsson eðlisfræðing. Þá eru í ritinu skýringar á línuritum fyrir hljómtæki, fjallað um VHS, Beta og V2000 myndsegulbandstæki og út- dráttur úr sögu Bang & Oluf- sen. Einnig eru myndir af gömlum viðtækjum og hljóm- plötugagnrýni sígildrar tónlist- ar og popp-tónlistar. Blaðið fæst bæði í lausasölu og í áskrift og verður dreift um land allt. Útgefandi Rafejndarinnar er útgáfufélagið Rafeind hf. Rit- stjóri er Steinþór Þóroddsson. Á FUNDI í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarflrði, flmmtudaginn 21. júlí sl., var samþykkt að segja upp kaup- og kjarasamningum við atvinnurekendur þannig að þeir falli úr gildi 31. ágúst nk. f fréttatilkynningu frá Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarflrði, segir að fundur félagsins 21. júlí hafl samþykkt að segja upp kaup- og kjarasamning- um við atvinnurekendur, og einnig hafl fundurinn ályktað eftirfarandi: „27. maí 1983 gaf ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar út bráðabirgðalög um efnahagsmál þar sem samningsréttur launþega er af- numinn fram til 1. febrúar á næsta ári og enn fremur er bannað að semja um vísitölubætur á laun fram til 1. júní 1985. Með þessum aðgerðum, ásamt gengissigi og gengisfellingu er augljóst að kaupmáttur launa fer hraðminnkandi og mun á tímabilinu frá 1. júní sl. til 31. desember nk. rýrna um 25 —30% ef ekkert verður að gert. Þess vegna skorar Verkamanna- félagið Hlíf á verkalýðshreyfinguna að standa einhuga saman og brjóta á bak aftur þau öfl sem ætla sér, með mannréttindabrotum, að rýra nú enn meir lág laun verkafólks."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.