Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 • Siguröur T. Sigurösson stangarstökkvari setti nýtt fslandsmet í sumar, stökk 5,25 metra. Viö góöar aðstæöur á hann aö geta bætt um betur. Sigurður T. „Hef verið 5,30 m á „MÉR líst vel á sjö landa keppn- ina í Edinborg, hún ætti að geta oröið spennandi og skemmtileg og er verðugt verkefni fyrir lands- lið okkar. Ég geri mór góöar vonir um að bæta árangur minn veröi allar aöstæöur uppá þaö besta,“ sagði stangarstökkvarinn Sigurö- ur T. Sigurösson, í spjalli við Mbl. Sigurður bætti íslandsmetið í stangarstökki fyrr í sumar stökk þá 5,25 metra. „Ég hef verið aö stökkva 5,30 metra á æfingum og ætti því hæg- lega aö geta gert þaö í keppninni Sigurðsson: að stökkva æfingum“ ytra, ef mór tekst vel upp. Þaö hef- ur verið leiöinlegt aö æfa hér heima aö undanförnu í þessari veöráttu sem veriö hefur, en það er ávallt erfitt aö æfa stökk í rign- ingu. Þaö veröur því góð tilbreyt- ing aö komast í gott veöur og von- andi veröa allar aöstæöur upp á þaö besta, þá ætti árangurinn aö geta oröiö góöur. Þaö eina sem svekkir mann er aö maður skildi ekki ná lágmarkinu fyrir heims- meistarakeppnina sem fram fer í Finnlandi, þar heföi veriö gaman aö keppa," sagöi Siguröur. _ þr. Knattspyrna um helgina í KVÖLD verður einn leikur í 1. deild og er þaö leikur Víkings og ÍBK en honum var frestaö fyrr í sumar vegna bleytu á Laugar- dalsvelli. Leikurinn hefst kl. 20. Á laugardaginn er landsleikur í kvennaknattspyrnu og leika ís- lensku stelpurnar viö þær norsku á Kópavogsvelli og hefst leikur- inn kl.14 og loks á þriöjudaginn leika í 1. deild á Kópavogsvelli Breiðablik og KR og hefst sú viö- ureign kl. 19. Fótboltadagskráin um helgina lítur annars þannig út: Föstudagur 29. júlí: 1. deild Laugardalsvöllur — VíkingunÍBK kl. 20.00 3. deild A Melavöllur — Ármann:Grindavík kl. 20.00 3. deild A Stykkish.v. — SnæfelhVíkingur kl. 20.00 4. deild A Suðureyrarv. — Stefnir:Reynir kl. 20.00 4. deild B Keflavíkurvöllur — Hafnir:Lóttir kl. 20.00 4. deild B Háskólavöllur — ÍR.Grótta kl. 20.00 4. deild C Hverag.v. — Hverag.:Stokkseyri kl. 20.00 4. deild E KA-völlur — Vaskur:Árroöinn kl. 20.00 4. deild E Ólafsfj.v. — Leiftur: Svarfdælir kl. 20.00 Laugardagur 30. júlí: Kvennalandsleikur Kópavogsvöllur — ísland:Noregur kl. 14.00 Þriöjudagur 2. ágúst: 1. deild Kópavogsvöllur — UBK:KR kl. 19.00 íslenska frjálsíþróttalandsliðið utan í dag: Sjö landa keppnin í frjálsum íþróttum hefst á morgun í Edinborg í Skotlandi ÍSLENSKA frjálsíþróttalandsliðió hélt utan í morgun til Skotlanda. En um helgina tekur líöiö þátt i sjö landa keppni sem fram fer í Edinborg. Landslió frá Skotlandi, Wales, Noróur-írlandi, Grikklandi, Lúxemborg, og ísrael auk íslands taka þátt í þessari keppni. Þaó verður fróölegt aó sjá hvernig ís- lenska frjálsíþróttafólkinu tekst til í keppni þessarí en sjaldan hefur breiddin hjá körlum og konum veriö jafnmikil og núna í frjálsíþróttum. Nú nýveriö vann íslenska frjálsíþróttalandsliöiö frækilegan sigur í Kalott-keppn- inni og þaö bendir allt til þess aö frammistaðan í keppninni í Edinborg geti oröið góð. íslenska landsliöið er skipaö eftirtöldum keppendum. Einn keppandi er frá hverju landi í hverri grein. Karlar: 100 m: Jóhann Jóhannsson ÍR. 200 m: Oddur Sigurösson KR. 400 m: Oddur Sigurösson KR. 800 m: Guömundur Skúlason Á. 1.500 m: Jón Diöriksson UMSB. 5.000 m: Gunnar Páll Jóakimsson iR. 10.000 m: Siguröur Pétur Sigmunds. FH. 3.000 m hindrun: Jón Diðriksson UMSB. 110 m grind: Þorvaldur Þórsson iR. 400 m grind: Þorvaldur Þórsson ÍR. 4x100: Oddur Sigurösson, Þorvaldur Þórsson, Jóhann Jóhannsson, Hjörtur Gíslason. 4x400: Oddur Sigurösson, Þorvaldur Þórsson, Egill Eiösson UlA, Guömundur Skúlason. Hástökk: Kristján Hreinsson UMSE. Langstökk: Kristján Haröarson Á. Þristökk: Kári Jónsson HSK. Stangarstökk: Siguröur T. Sigurðsson KR. Kúluvarp: Óskar Jakobsson ÍR. Kringlukast: Vésteinn Hafsteinsson HSK. Spjótkast: Einar Vilhjálmsson UMSB. Konur: 100 m: Oddný Árnadóttir ÍR. 200 m: Oddný Árnadóttir ÍR. 400 m: Helga Halldórsdóttir KR. 800 m: Ragnheiöur Ólafsdóttir FH. 1.500 m: Ragnheiöur Ólafsdóttir FH. 100 m grind: Helga Halldórsdóttir KR. 400 m grind: Sigurborg Guömundsdóttir Á. Langstökk: Bryndís Hólm ÍR. Hástökk: Þórdís Gísiadóttir iR. 139 kepptu hjá Keili UM síðustu helgi fór fram Toyota-keppnin í golfi hjá Golfklúbbnum Keili. Þátttak- endur voru margir eöa alls 139 manns. Úrslit uróu þessi: M.fl. Högg Magnús Jónsson GS 73 Páll Ketilsson GS 75 Sveinn Sigurbergsson GK 75 1.fl. fvar Hauksson GR 72 Björn Morthens GR 74 Sigurjón R. Gíslason GK 74 2.n. Jón V. Karlsson GK 81 Siguróur Hólm GK 83 Rúnar Valgeirsson GS 84 3.fl. Siguróur P. Ottarsson GOS 81 Rúnar Sigursteinsson GK 83 Ingibergur Helgason GR 83 Kvennafl. Þórdís Geirsdóttir GK 81 Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 87 Kristín Pétursdóttir GK 91 Kv. m/f. Híldur Þorsteinsdóttir GK 69 Lóa Sigurbjörnsdóttir GK 76 Guóbjörg Sigurðardóttir GK 76 Óldungafl. Hafsteinn Þorgeirsson GK 78 Lárus Arnórsson GR 85 Ólafur Þorvaldsson GOS 85 Öld. m/f. Hannes Ingibergsson GR 71 Eyjólfur Bjarnason GR 71 Aóalsteinn Guólaugsson GR 71 Kúluvarp: Guórún Ingólfsdóttir KR. Kringiukast: Guórún Ingólfsdóttir KR. Spjótkast: íris Grönfeldt UMSB. 4x100 m boöhlaup: Oddný Árnadóttir, Bryndís Hólm, Þórdís Gísladóttir og Helga Halldórsdóttir. 4x400 m boöhlaup: Oddný Árnadóttir, Helga Halldórsdóttir, Sigurborg Guö- mundsdóttir og Valdís Hallgrímsdóttir KR. Varamaóur: millivegalengdir og boðhlaup: Hrönn Guömundsdóttir ÍR. HIN árlega hjóna- og parakeppni var haldin hjá Golfklúbbi Suöur- nesja, föstudaginn 22. júlí 1983. Olíufélögin 4 á Suöurnesjum gáfu öll verðlaun í þessa keppni og er þetta annaö árið í röö sem keppnin er haldin meö þessu sniöi. Það varö aö samkomulagi milli olíufélaganna og GS á sl. ári, aö verölaunin skyldu tengd listum eöa listaverkum og var Elínrós Eyj- ólfsdóttir, listakona úr Keflavík, fengin til þess aö handmála á postulín fyrir þessa keppni. Þátt- takendur voru 86, 43 pör, og hefur keppni þessi aldrei veriö eins fjöl- menn. Þarna gat aö líta hjón og alls konar „pör" svo sem feögin, mæögin og voru kannski afi og amma meö? Elsti þátttakandi var 68 ára, sá yngsti 10 ára. I einu oröi sagt, þá var dúndurfjör og ekki hægt aö sjá annaö, en aö allir skemmtu sér konunglega. Ungt upprennandi golfstjörnu- par úr Golfklúbbnum Keili sigraði í þessari keppni, Kristín Pétursdótt- ir og Guöbrandur Sigurbergsson, léku þau á 62 höggum nettó. Næst urðu: högg Lóa Sigurbjörnsdóttir og Siguröur Héöinsson GK 72 Hrafnhildur Eysteinsdóttir og Jónas Ftagnarsson 72 Kristín Sveinbjörnsdóttir og Þorgeir Þorsteinsson 72 Þetta veröur síðasta stórmótiö sem frjálsíþróttafólkiö fær áöur en Heimsmeistaramótiö fer fram í Helsinki en þar munu fimm kepp- endur frá islandi spreyta sig. En þess má geta aö dagana 2. og 3. ágúst fer fram kastlandskeppni viö ítali á Laugardalsvellinum, og þá fara Reykjavíkurleikararnir líka fram. — ÞR Glæsileg Lancome-kvenna- keppni í Leiru Frábært golfveöur, góöur andi og 35 konur geröu þetta mót sér- lega glæsilegt. Mótsstjórinn, Vil- hjálmur Skarphéöinsson puntaöi upp á selskapið, klæddur eins og breskur lord. Þarna sáust m.a. andlit frá Akureyri og Vestmanna- eyjum; velkomnar í Leiruna stelp- ur. Rolf Johansen og Co gaf glæsi- leg verölaun í keppnina og þarf ekki aö kvíöa, aö golfskvísurnar „lykti illa" næsta áriö. Þaö er mikiö gleöiefni fyrir golfíþróttina aö alltaf bætast nýjar konur í keppnirnar. Aö vísu mæta þær sumar glærar af svefnleysi og skjálfta í sitt fyrsta mót, en þaö lagast allt stúlkur mín- ar, svona byrjuðum viö allar. Þaö er um aö gera aö gefast ekki upp. Ýmis aukaverölaun voru veitt svo sem fyrir aö vera næst holu á 7. braut. Inga Magnúsdóttir GA var 10,06 m frá holu. Margrét Guö- jónsdóttir GK púttaöi aöeins 30 sinnum. Úrslit uröu annars sem hér segir: Án forgjafar: högg Sólveig Þorsteindóttir GR 77 Sjöfn Guöjónsdóttir GV 83 Þórdís Geirsdóttir 85 Meö forgjöf: högg Guöfinna Sigurþórsdóttir GS 72 Hildur Þorsteinsdóttir GK 73 Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 75 ...... ... -.—_— • Siguröur Pétur Sigmundsson FH keppir í 10 km hlaupi. Hann er í mjög góöri æfingu um þessar mundir og er ekki ólíklegt aó hann geri atlögu aö íslandsmetinu í hlaupinu, takist honum vel upp. Hjónakeppni GS: Kristín og Guðbrandur fóru með sigur af hólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.