Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1983 25 Þórður Markús- son — Minning mörg trúnaðarstörf. Árið 1977 var stofnaður nýr skóli fyrir yngri börn í Garðabæ, Hofsstaðaskóli, og veitti Guðrún honum forstöðu fyrstu þrjú árin. Vann hún þar brautryðjandastarf með miklum myndarbrag. Hún hafði ákveðnar skoðanir og fylgdi skoðunum sín- um eftir af rökvísi og festu. Haustið 1980 fylgdi hún bekknum sínum og kom aftur til starfa við Flataskóla. Guðrúnu var margt til lista lagt. Hún var fagurkeri, ljóðelsk, mikill tónlistarunnandi og hafði góða söngrödd. Hún starfaði með Pólýfónkórnum um margra ára skeið, var félagslynd og naut þess að gleðjast í hópi góðra vina. Guðrún var mjög glæsileg kona og hafði óvenjulega fágaða og heillandi framkomu. Kurteisi og tillitssemi voru hennar aðals- merki. Hún lét sér annt um sam- ferðafólk sitt og hafði einstakt lag á að miðla öðrum af þeirri góðvild og hlýju sem hún bjó yfir í svo ríkum mæli. Engan óraði fyrir því við skóla- slit í vor að svo skammt yrði til hinstu kveðju. Við sem nú kveðj- um góðan félaga og vin þökkum ógleymanlega samveru. Við vott- um ástvinum Guðrúnar einlæga samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk. Kveðja frá samstarfsfólki. Þegar ég minnist Guðrúnar Guðjónsdóttur, samkennara míns, sem i dag verður til moldar borin, sakna ég vinar í stað. Fyrir tæpum fimm árum ákvað ég að sækja um kennarastarf. At- vikaðist það svo, að mér bauðst staða við Hofsstaðaskóla í Garða- bæ, sem þá tilheyrði Flataskóla. Yfirkennari Hofsstaðaskóla var Guðrún, svo að það kom í hennar hlut að annast ráðningu mfna. Ég man hve kvíðafull ég gekk á fund hennar, með þrettán ára gamalt kennarapróf upp á vasann, en alls- endis reynslulaus í starfi. Eftir stutt viðtal var bundið fastmæl- um, að ég kæmi til starfa daginn eftir. Ég gekk mun léttstígari af þessum fundi en ég hafði komið þangað, og fannst mér ég hafa hreppt hina mestu gæfu. Átti Guðrún ekki síst þátt þar í með sinni ljúfmannlegu framkomu. Þetta voru mín fyrstu kynni af Guðrúnu, en þau áttu eftir að verða nánari, þar sem við kennd- um sama aldurshópi. Höfðum við mikið saman að sælda, fyrstu tvö árin í Hofsstaðaskóla og hin þrjú síðari í Flataskóla, en þar starfaði Guðrún aftur sem almennur kenn- ari. Aðrar burtverur Jóns frá Maríubakka voru þessar helstar: Hann fór til vers bæði í Höfnum og Höfn í Hornafirði, en hélt því ekki áfram. Vinnan og veran við sjávarsíðuna átti ekki við hann. Þá ber þess að geta, að um sex ára skeið - 1935-1940 - dvaldi Jón við smíðar o.fl. á þrem bæjum á Brunasandi og Síðu. Eftir þær fjarvistir hélt hann aftur heim að Maríubakka og hafði þá með sér konuefni sitt, Margréti Magnús- dóttur. Upp frá því yfirgaf Jón ekki Maríubakka fyrr en hann fór að Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hann andaðist 1. júní 1981. Kona Jóns, Margrét Magnúsdóttir, er ættuð úr Meðallandi. Þau giftust 10. júní 1946. Margrét var mikil iðju- og dugnaðarkona, sem var Jóni styrk stoð í lífinu og vann Maríubakkaheimilinu af mikilli atorku og ósérhlífni. Margrét hef- ur nú um allmörg ár dvalið á Sól- vangi. Jón Sigurðsson var maður vel verki farinn, t.d. smiður ágætur, bæði á tré og járn, en vann minna að því en skyldi, m.a. vegna heilsu- bilunar. Þó skal þess getið, að hann smíðaði a.m.k. 4 íbúðarhús: Á Núpstað, Maríubakka, Prests- bakkakoti og Kálfafellskoti. Jón las mikið og fylgdist með í mörgu, því að hann mundi vel það sem Frá fyrstu stundu bar ég traust til Guðrúnar og leitaði til hennar með margvíslegan vanda, sem oft steðjar að nýgræðingi í starfi. Alltaf var Guðrún reiðubúin til að hlusta, miðla mér af reynslu sinni og þekkingu og gefa góð ráð. Þetta var mér ómetanlegt, einkum fyrstu árin. Slíkur stuðningur og hvatning, sem Guðrúnu var svo eiginlegt að veita, er mikill styrk- ur þeim sem nýtur, og getur ráðið úrslitum um framhaldið. Næstkomandi haust áttum við Guðrún enn á ný að hefja sam- starf. Áður en við kvöddumst síð- astliðið vor, höfðum við uppi ýms- ar bollaleggingar varðandi kennsl- una næsta kennsluár, fegnar hléinu eftir langan vetur, en þó ekki lausar við tilhlökkun. Það verður erfitt að koma til starfa í haust, og ég mun sakna Guðrúnar sárt. Minning um kær- an samkennara, sem ég stend í mikilli þakkarskuld við, mun verða mér hvatning í áframhald- andi störfum. Fjölskyldu Guðrúnar, ættingj- um og þeim, sem henni stóðu næstir, votta ég mína dýpstu sam- úð. Ragnheiður Friðjónsdóttir Það var fyrir 23 árum sem sonur okkar kom með unga og elskulega stúlku í heimsókn til okkar. Fljót- lega hafði hún unnið hug og hjörtu fjölskyldunnar með elskulegri framkomu sinni og hjartahlýju. Árin liðu og alltaf var ánægjulegt að hittast og sjá börnin þeirra tvö vaxa og þroskast og nú síðustu tvö árin, litla elskulega dótturson þeirra. Síðast komu þau til okkar svo ánægð og hamingjusöm með sól í sinni, sonur okkar og tengdadótt- ir. En andvaralaus skyldi enginn vera, tveimur dögum seinna kom reiðarslagið sem erfitt var að trúa, en allir verða að sætta sig við, Hún Gunna okkar er dáin. Ung og elskuleg kona í blóma lífsins yfirgefur þennan heim. Eins og hendi væri veifað er hún komin á tilverustig ofar öllu amstri þessa heims. Þar sem vinir bíða með opna arma og huggandi hönd. Hjá okkur sem eftir stöndum, lifir minningin um elskulega konu, sem öllum vildi gott gera, alltáf tilbúin að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Okkur hjónun- um reyndist hún sem dóttir, og er hennar sárt saknað af okkur og öðru venslafólki. Guð blessi minningu hennar og veiti ástvinum hennar styrk. Tengdaforeldrar hann las. Og hann var vel ritfær, hefði hann iðkað það að ráði. Það sýna frásagnir hans í Goðasteini, m.a. er hann lýsir viðureign sinni við meinvættina Hólmsá, brúar- lausa eftir Kötluhlaupið 1918 (Goðasteinn 7.1.). Sigurður á Maríubakka var þremur árum yngri en Jón, bróðir hans. Hann tók við búi af foreldr- um sínum 1931, ásamt Sólveigu, systur sinni, og Bjarna, manni hennar, en kvæntist árið 1937 Margréti Kristófersdóttur frá Þverá. Hún er mikil ágætiskona, bæði sem móðir og húsfreyja, og reyndist Sigurði skjöldur og skjól, er heilsu hans fór mjög að hnigna, þegar á ævina leið. Hér skulu talin börn þeirra: Guðni, bóndi Maríu- bakka, kvæntur Önnu Ólafsdóttur, Kristófer, bóndi Maríubakka, ókvæntur, Edda, húsfreyja Reykjavík, lést 18. okt. 1971. Mað- ur hennar var Haukur Hannesson. Guðbergur, bóndi Lækjarbakka í Mýrdal, kvæntur Ragnhildi Gísla- dóttur. Lovísa, húsfreyja Reykja- vík, gift Axel Sveinssyni. Jón, bíl- stjóri Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Pálsdóttur. Sigurður bjó snotru búi á Maríubakka, miðaði stærð þess við hæfi jarðarinnar, en fylgdist þó með í öllum nýjungum án þess að ofbjóða gjaldþoli sínu, enda varkár í útgjöldum og hinn áreið- Fæddur 23. september 1940. Dáinn 19. júlí 1983. Að morgni 20. júlí barst mér sú harmafregn að Þórður væri lát- inn. Þrátt fyrir langvarandi veik- indi hans kom þessi fregn eins og reiðarslag yfir mig. Þórður var fæddur 23. septem- ber 1940 í Stykkishólmi. Hann var sonur hjónanna Laufeyjar Bjarna- dóttur og Markúsar Þórðarsonar og ólst hann upp ásamt systrum sínum í föðurhúsum. Haustið 1961, hinn 23. septem- ber, kvæntist Þórður eftirlifandi konu sinni, Svölu Þyri Stein- grímsdóttur, er alin var upp á Dagverðará á Snæfellsnesi. Éign- uðust þau þrjú börn, öll hin elsku- legustu. Þau eru: Lilja, f. 30. okt. 1962, Laufey, f. 7. maí 1965 og Markús f. 16. júlí 1973. Svala og Þórður hófu búskap í Reykjavík en fluttust síðan vestur á Hellissand í október 1965 og rúmu ári síðar að Lóranstöðinni á Gufuskálum. Síðla sumars árið 1967 flutti ég ásamt fjölskyldu minni að Lóranstöðinni á Gufu- skálum og kynntist ég Svölu og Þórði þar mjög fljótlega. Þau kynni áttu eftir að verða mjög mikil síðar, þar sem Alfreð, maðurinn minn og Þórður unnu saman á vöktum í áraraðir. Einnig unnum við Svala saman við leik- skóla Hellissands. { ársbyrjun 1976 fluttumst við öll suður, þau í Hafnarfjörð, við í Garðabæ. Hélst þeirra samstarf áfram við Lóranmonitorstöðina á Keflavíkurflugvelli. Við Svala héldum einnig okkar samstarfi áfram, en nú við Dagheimili Víf- ilsstaðaspítala. Samstarf þeirra Þórðar og Alfreðs gekk í alla staði mjög vel og störfuðu þeir saman þar til Alfreð lést í september 1979. Þórður var í ársleyfi frá störf- um frá Lóranmonitorstöðinni á Keflavíkurflugvelli er hann lést, þar sem vaktavinnan var farin að reynast honum of erfið vegna veikinda. Síðastliðið ár bjó hann vestur á Snæfellsnesi ásamt fjöl- skyldu sinni og stundaði þar önn- ur störf. Þórður var vinur vina sinna, það fann ég best er ég missti manninn minn. Hann var boðinn og búinn til að aðstoða mig hvenær sem ég þurfti á að halda. Hjónaband Svölu og Þórðar var einstaklega gott og voru þau mikl- ir félagar og mjög samhent Þau mátu fjölskyldu sína og ættingja anlegasti í öllum viðskiptum. Af framkvæmdum hans á jörðinni skal þessa getið: Árið 1932 byggði hann með Bjarna, mági sínum, rafstöð fyrir heimilið, sem reynd- ist prýðisvel, og til þess tekið, að henni var komið upp án þess að stofna til skulda. Þegar áveiturn- ar, sem faðir hans hafði gert, fóru að ganga úr sér og grasið hætti að spretta, kom túnrækt í staðinn til að heyöflunin héldist í horfi. Og þegar timburhúsið, sem Jón, bróð- ir hans, smíðaði, fullnægði ekki lengur nútímakröfum, var annað stærra reist úr steinsteypu. Sig- urður lagði ekki fyrir sig ritstörf frekar en títt er um aðra bændur nú til dags, en geta má þess, að hann skrifaði greinargóðan for- mála að „Minningum frá liðnum dögum“ eftir föður sinn, sem birt- ist í ritinu Sagnagesti III h. 1958. Sigurður andaðist í Landspítal- anum 24. júní sl., en þangað hafði hann verið fluttur að heiman dag- inn áður. Hér verður látið lokið þessum fáu minningarorðum um bræð- urna á Maríubakka. Þau eru rituð í viðurkenningarskyni fyrir góð og ánægjuleg kynni í gamla daga á samveruárunum eystra, og til að senda samúðar- og þakkarkveðju til allra aðstandenda. G.Br. mjög mikils og sat fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi. í desember á síðasta ári eignaðist Lilja dóttir þeirra dóttur, sem var skírð Svala Þyri. Var hún afa sínum einkar kær. Söknuður Svölu og barnanna er því mikill við fráfall Þórðar, sem var þeim allt. Ég og fjölskylda mín vottum því Svölu minni, börnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja þau til að komast yfir þá miklu sorg, sem það hefur í för með sér að missa Þórð. Enginn mun nokkru sinni fylla það skarð. En tíminn mun sefa sárasta söknuðinn. Oddný S. Gestsdóttir. í dag fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju útför Þórðar Markússon- ar. Þann 19. júlí varð bráðkvaddur vinur minn og tengdasonur Þórð- ur Markússon aðeins 42 ára gam- all, þar var sannarlega hrifinn burt duglegur og vel gerður at- gervismaður í blóma lífsins, ekki þar fyrir að hann og hans sam- stillta fjölskylda vissu ekki að hverju stefndi, því Þórður var um 13 ára skeið búinn að berjast við hjartasjúkdóm sem að lokum varð honum að aldurtila. Ég ætla hér að stikla á stóru um hvernig hans kynni við mig og mína voru. Þórð- ur var sonur sæmdarhjónanna Markúsar Þórðarsonar skipstjóra og konu hans Laufeyjar Bjarna- dóttur. Markús, faðir Þórðar fæddur í Hnífsdal og uppalinn á Ingjaldssandi, flytur ungur til Stykkishólms, kynnist þar Lauf- eyju og býr þar til 1958 er þau flytjast að Rifi við Hellissand og búa þar enn. Þau eignast 7 mann- vænleg börn, 6 stúlkur og einn dreng, drengurinn næstelstur sem sé Þórður heitinn, sem hér skal minnst. Eins og gefur að skilja verða strax miklar mætur með feðgunum, og sveinninn vel gerð- ur. Hann fer ungur að fylgja pabba á sjóinn, er orðinn vélstjóri hjá pabba aðeins 15 ára. Sagt er að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, en eitt er víst, að hvað sem Þórður tók sér fyrir hendur, leysti hann af hendi með prýði. Þórður byrjaði ungur í bif- vélavirkjun, sem snerist í bifreiða- smíðanám hjá Bílasmiðjunni, lauk þaðan prófi með sæmd. Eftirlif- andi konu sinni, Svölu Þyrí, kynntist Þórður kornungur eða 17 ára, hún tveim árum yngri. Þau / ^ _ / giftu sig 1960, og ég held ég megi segja að samstilltari hjón sem sneru bökum saman í blíðu og stríðu væri ekki hægt að hugsa sér. Eftir nám fyrir sunnan fara þau vestur á Snæfellsnes og Þórð- ur gerist starfsmaður á lóran- stöðinni í Gufuskálum, starfar þar frá 1966—1976 og á sama tíma lærir hann símasmíði, byggði nokkra bíla og báta og stórkapp- samur við allt er laut að uppbygg- ingu og fegrun heimilisins. 1970 fær hann stóra hjartaáfallið, sem hann bar með svo einstæðum hetjuskap þar til yfir lauk. Árið 1976 flytjast þau hjón frá Gufu- skálum til Hafnarfjarðar að Breiðvangi 24, í ibúð sem þau voru búin að kaupa áður, og setjast þar að. Fer Þórður til starfa á lóran- stöðina á Keflavíkurflugvelli, starfar þar þangað til fyrir tæpu ári að hann fékk ársfrí frá störf- um, fór svo vestur á Arnarstapa á æskustöðvar konu sinnar, og naut þess vel að fá hvíld frá störfum til ánægju og heilsubótar. Ég get ekki skilið svo við þessi fátæklegu minningarorð að færa ekki Svölu minni, börnum þeirra, Lilju, Lauf- ey og Markúsi, hjartans þakkir fyrir mig og mína fjölskyldu, fyrir allar ánægjustundir sem við höf- um átt saman og við geymum öll saman f hjarta okkar minningu um góðan, heilsteyptan heimilis- föður, sem dáði og elskaði eigin- konu sína og börn og barnabarn. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að njóta þess að vera við skírn barnabarnabrans míns, Svölu Þyríar, sem Þórður hélt undir skírn, það var stórkostleg stund og þori ég að ábyrgjast að þar tala ég einnig fyrir hönd Þórð- ar heitins. Ég bið fjölskyldu hans, foreldrum og vinum allrar bless- unar, við sem lifum eigum minn- ingarnar um góðan dreng, hann var til ferðar búinn. Blessuð sé minning hans. Steingrímur Nikulásson SVAR MITT eftir Billy Graham Kærastinn brást Kærastinn minn hefur lokið grunnskóla og menntaskóla. Hann gerði sér lítið fyrir og sleit trúlofun okkar, af því að hann álítur, að eg sé ekki nógu vel menntuð. Á slíkt að vera ásteytingarefni meðal kristinna manna? Mjög er erfitt að svara spurningu þinni. Ef piltur og stúlka eru hvort öðru innilega hjartfólgin, vinnur kær- leikur þeirra venjulega bug á slíkum erfiðleikum. Úr því að svo er komið, að munur á menntun hefur orðið til þess að trúlofun ykkar fór út um þúfur, býður mér í grun, að þetta verði þér til góðs. Kærastinn þinn lætur sér auðsjáanlega meir umhugað um samfélagsmál og efnisgæði en ástina sem hann átti að bera til þín. Þú segist vera kristin. Eg hvet þig til að biðja Guð að leiða þetta mál til lykta fyrir þig. Taktu til hendinni og blandaðu geði við annað fólk, en leggstu ekki í sút. Mundu hið dásamlega fyrirheit í Róm. 8, 28: „Vér vit- um, að allt samverkar þeim til góðs, sem elska Guð.“ Þetta kann að vera þér mikið áfall um stundarsakir. En ef þú elskar Guð, skaltu samt þakka honum fyrir það, sem hefur borið að höndum. Hann hefur einhverj- ar fyrirætlanir í huga, þér til heilla. Sá dagur rennur upp, ef þú gerir þér grein fyrir, að hann er að leiða þig. Þá þakkar þú honum aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.