Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 9 ÖitaOsS wM Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 202. þáttur Enn langar mig til þess að koma að orðinu forvörn, eink- um í samsetningum eins og for- varnarstarf. Menn hafa reynt að koma í veg fyrir margs kon- ar meinsemdir í stað þess að reyna að lækna þær eftir á. Um þetta hafa enskumælandi menn notað sögnina to prevent og lýsingarorðið preventive. Á íslensku hefur þetta verið þýtt hvað eftir annað með sögninni að fyrirbyggja og lýsingar- hættinum fyrirbyggjandi. Ég hef ekki á móti sögninni, þótt gott væri að hafa þar tilbreyt- ingu, en ég hef síður kunnað við lýsingarorðið fyrirbyggj- andi. Lausn mín á þessum vanda hefur verið sú, að búa til áður nefnt orð, forvörn, og hafa svo af því samsetningar eins og forvarnarstarf og forvarnar- aðgerðir. Þessi orð áttu á sín- um tíma greiða leið að Félags- málaráði Akureyrar, svo og orðið dagvist (höfundur Hall- dór Halldórsson) í staðinn fyrir langlokuna dagvistar- stofnun. Á uppvaxtarárum mínum heyrði ég oft talað um radíóið = útvarpið. Ég hef áður, oftar en einu sinni, í þessum þáttum greint frá tilurð orðsins útvarp og sleppi því núna, en það ágæta orð útrýmdi býsna fljótt orðinu radíó úr daglegu tali. Það orð lifir nú aðeins í mjög fáum samsetningum, svo að ég viti, eins og t.d. Siglufjarð- arradíó, Gufunesradíó. En því rifja ég þetta upp, að mér þykir sem óþarflega margir tali um vídeóið. Þetta er skrípislegt orð í íslensku, og ég hélt að menn hefðu verið sáttir að kalla á orðið mynd- band í staðinn, eftir að margar smellnar uppástungur aðrar höfðu komið fram. Myndband er stutt og þjált, meira að segja einu atkvæði styttra en vídeó. Það fer vel í samsetn- ingum eins og myndbandaleiga og myndbandsefni, og nú hvet ég menn til þess að gera það átak sem þarf til þess að festa orðið myndband og útrýma latneska orðinu vídeó. Nema menn vilji gera smásprell. Víd- eó merkir nákvæmlega (ég) sé. Kannski mætti þýða þetta beint og kalla fyrirbærið sé og breygja orðið eins og tré frem- ur en fé! Jökull Guðmundsson á Ak- ureyri hringdi til mín og hafði margt að athuga við auglýs- ingamál, einkum í sambandi við ferðalög, tók sem dæmi ódýr verð og góð gæði. Fleir- töluáráttan situr um orðið verð um þessar mundir, og ég tala fremur um hátt verð eða lágt en dýrt eða ódýrt. Ekki megum við þó gleyma því að ýmislegt hefur verið, og er, dýru verði keypt. En gæði eru mikil eða lítil eftir atvikum, hvorki góð né vond, þótt kjör þau, sem mönnum eru boðin, séu misgóð. Þá fór einnig í taugarnar á Jökli hversu for- setningin gegnum (eða í gegn- um) er notuð mikið í tíma- merkingu, sbr. gegnum tíðina og gegnum árin eða aldirnar. Ég er sammála honum að þessu leyti. I staðinn fyrir að segja gegnum aldirnar er hægt að komast að orði á margan laglegri hátt: Öldum saman, öld eftir öld, í aldanna rás o.s.frv. í símtali við Velvakanda þessa blaðs er haft eftir Freyju Jónsdóttur á Akureyri (frá Olafsfirði): „Að þessu athuguðu getur Þórunn fort um talað, að landsbyggðarmenn „tími ekki“ að byggja yfir aldrað fólk eða veita því þá þjónustu sem þarf.“ Hér kemur fyrir orða- samband sem mig aðeins rám- aði í. Þetta er eins og að hitta gamlan kunningja eftir langan aðskilnað. Þú getur fort um tal- að merkir eftir málskyni okkar Freyju: Þér ferst (eða hitt þó heldur). Þetta er sem sagt haft í niðrandi merkingu. Auðvitað lærði Freyja þetta af ömmu sinni, eins og fólk lærði út um allt land. En þar sem ég finn þetta ekki í orðabókum og þeir, sem ég hef spurt á götunni, kannast ekki við það, langar mig til þessa að biðja lesendur fróðleiks í þessu sambandi. Ég hef áður í þessum þátt- um skrifað sitthvað um þágu- fall og ýmsar merkingar þess. Ein þeirra er staðarmerkingin. Ég vil gjarna árétta það sem Benjamín Eiríksson í Reykja- vík skrifar um þetta efni hér í blaðið fyrir viku. Við notum að gömlum og góðum sið þágufall, þegar við gerum þess grein, hvar við erum stödd, t.d. þegar við skrifum bréf, gerum skýrslu o.s.frv. Einnig notum við þágufall í heiti þess staðar, þar sem viðtakandi bréfs frá okkur á heima. Undir ritgerð- um í tímaritinu íslenskt mál stendur Háskóla íslands, þar sem það á við, ekki Háskóli ís- lands. Þessar rannsóknir og ritgerðir hafa verið unnar í Háskóla íslands. Mér finnst al- veg fráleitt að hafa slíkar „staðsetningar" í nefnifalli, eins og stundum vill brenna við í tölvuðu máli, vonandi ekki töluðu máli. Maður í Hafnar- firði skrifar: Hafnarfirði 3. ágúst 1983, ekki Hafnarfjörður o.s.frv. Við eigum heima á sveitabæjum og skrifum Hóli, Brekku og Bæjum þennan og þennan mánaðardag. I guð- anna bænum ekki Hóll, Brekka og Bæir. Sama þykir mér eiga að vera, þegar skrifað er utan á bréf. Staður viðtakanda á að vera í þágufalli, ekki nefnifalli. Hvernig fyndist ykkur þetta: Hr. Jón Jónsson Hæll, Gnúp- verjahreppur, Árnessýsla. Eða Hr. Jón Jónsson Dunkur Hörðudalshreppur, Dalasýsla? Nei, auðvitað skrifum við Hr. Steinþór Gestsson Hæli, Gnúp- verjahreppi, Árnessýslu og þannig áfram. Ef þið skrifið mér t.d., þá er bað Ásvegi 23 Akureyri, ekki Ásvegur 23 né heldur Ásveg. Mikla gát þurfum við að hafa um meðferð orðtaka og orðasambanda. Ekki má stundum miklu muna, svo að allt fari til spillis. Starfsmað- ur Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri lét mér í hendur hluta af blaðinu Hlyn og var ekki hress yfir málfarinu. Hann tók sem dæmi þetta lesmál undir mynd: „Að gera mjólk í mat og ull í fat var sagt hér áður fyrr. Og enn gerir samvinnuhreyfingin þetta og hefur bætt við feld í flík.“ Starfsmaðurinn gagnrýndi málfarið réttilega. Menn töl- uðu um að breyta mjólk i mat og ull í fat, ekki gera. Það skiptir ekki litlu. Og ekki gera menn feld í flík, heldur þá að flík. Aðalatriði er að sögnin að gera á hér alls ekki heima, og má snúa út úr þessu á hinn herfilegasta hátt. „Að gera ull í fat“. Ef menn á annað borð „gera í fat“, ætli það yrði þá ekki eitthvað annað en ull? Rétt hjá þessum myndtexta í Hlyn var þessi leiðaraklausa: „Þá vegur einkaeignarpóli- tík meirihlutaflokksins í Reykjavík í meira en hálfa öld hér miklu. 1 þeim herbúðum hefur félagseign á húsnæði nánast verið bannorð og aðeins fyrir aumingja. En nú er draumurinn brost- inn ... “ Eitthvað vegur mikið eða þungt, ekki miklu eða þungu. Hins vegar geta menn ráðið miklu, ef svo ber undir, þótt þeir vegi ekki miklu, og miklu skiptir þá líka að mál þeirra sé gott. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF J^skriftar- síminn er 830 33 Blaðburdarfólk óskast! Úthverfi Austurbrún 8 JHoirmw hlmíib *\ V- \i ' ,da<3SíiSsC' 'P,Ödd^í>Q^Öt^ \cÆ >$. °a FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi L-SOO MINI BUS 9 MANNA verð kr. 371.000 (Cengl 5.7/83)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.