Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 21 ©rlendrwr myntar Frida Bjorn „MacDonald“, fjall- kona íslands í Seattle í Bandaríkj- unum. Fjallkona í Seattle FKIDA Bjorn „MacDonald“ er fjall- kona íslands á Stór-Seattle svaóinu í Bandaríkjunum. A dansleik sem haldinn var í sænska klúbbnum 18. júní sl. kom Frida fram á skautbún- ingi sem tákn íslands. Foreldrar Fridu fluttust búferl- um til Norður-Dakota-fylkis seint á 19. öld, en þau voru bæði fædd og uppalin á Norðurlandi. Frida var fyrirsæta í mörg ár, og starfaði mikið í tískuheiminum á yngri árum, en hún hefur einnig í gegnum árin ort töluvert af ljóð- um. Hún hefur m.a. ort ljóð um ísland, en hún kom í heimsókn hingað til lands árið 1962. 17. ágúst — 2 vikur 1 vika sigling með EDDU — 1 vika gisting í Hamborg m/morgunmat. HAMBORG SKOTLAND 24. ágúst — 2 vikur Rútuferð um „Lake Distict" upp til Invemess í Skotlandi 5 daga sigling með *Vs EDDU - 9 daga rútuferð með íslenskri rútu. Gisting á viðkomustöðum með hálfu fæði. LONDON 31. ágúst - 2 vikur 5 daga sigling með ^Vs EDDU — 9 daga gisting með morgunmat, þar af 7 í London. R GOLF í SKOTLANDI 14. september — 1 vika 3ja daga sigling með EDDU — 4 daga gisting með hálfu fæði í Skotlandi. „Greenfee'1 allan tímann. Flogið tilbaka frá Glasgow. WvÍ'SP?: r V«föla «m noíduð viö gistingu 1 tvvbyli og g«ngi 27,7.1983 og mmlela alla flutnínga til og fra hotehrm. Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Stúdentaleikhúsið Á vegum Stúdentaleikhússins var haldið músíkkvöld um síð- ustu helgi og komu þar fram ungir tónlistarmenn er fluttu söngva úr leikritum eftir Shake- speare og tónlist eftir Beethov- en, Schubert, Stravinsky, Moz- art, Schumann, Mendelssohn og Hilmar Þórðarson. Kristín Anna Þórarinsdóttir las þýðingar á söngtextum. Uppsetning leik- sýninga og tónleikahald Stúd- entaleikhússins nú í sumar hefur vakið nokkra athygli, meðal ann- ars vegna þeirrar nýbreytni sem minnir á erlenda kaffihúsa- menningu, að bjóða upp á létt- vínsdrykkju, en bindindis- mönnum upp á vínlykt og vindlareyk. Húsnæðið í Félagsstofnun stúdenta er einkar óhentugt og ónæðissamt. Fyrir utan túrista- ráp og hurðaskelli er þvílíkur niður af loftræstivélum að nær ótækt er að hlusta þar á tónlist. Á tónleikum sem haldnir voru nokkru fyrr en þeir sem nú er fjallað um, var ekki tekið til við menningarathöfnina en fyrr en gestir höfðu birgt sig upp með vínföngum og nam sá tími rúm- um hálftíma, er vínleysingjar máttu húka og kyngja aðeins reyk og vínlykt. Nú brá hinsveg- ar svo við að tónleikarnir hófust á réttum tíma, en frammi í and- dyrinu, því meðan leikið var Div- ertimento eftir Mozart upp á „balkoni", gátu gestir verslað við vínbarinn, heilsað upp á kunn- ingjana með einni og einni merkingarlausri setningu, rétt eins og átti sér stað í garðveisl- um aðalsins í Evrópu fyrir tvö Tónlist Jón Ásgeirsson hundruð árum. Sér er hver nýj- ungin. Hvað sem líður þessu naggi, bætti það þó verulega um að tónleikarnir í heild voru sér- lega elskulegir og fallega upp- færðir. Þarna kom fram ungt listafólk, sumt enn í námi, en þó það kunnandi í list sinni að vel má merkja efni í góða listamenn. Tónleikarnir hófust á söngvum eftir Shakespeare úr Hamlet og Óþelló, en efnilegur söngnemi, Ingveldur Ólafsdóttir, flutti söngvana með undirleik Snorra Sigfúss Birgissonar. Ingveldur hefur góða rödd, er tónviss og „músíkölsk", en vantar enn nokkra þjálfun til að geta beitt röddinni að vild. Jóhanna Linnet söng því næst söngva eftir Beet- hoven og Schubert. Jóhanna er þegar orðin nokkuð góð söng- kona þó hún sé enn ekki full- numa. Guðni Franzson er enn í námi, en þegar orðinn sleipur klarinettuleikari. Hann lék þrjú stykki eftir .Stravinsky og ný- smíði eftir Hilmar Þórðarson. Tónverk Hilmars minnir að nokkru á Rómönsu eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson enda ekki óeðlilegt, því „akademían" skal standa og henni ber að hlýða. Klarinettukvintett eftir Mozart var næst á dagskrá, en auk Gúðna Franzsonar léku Sigur- laug Eðvaldsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðs- dóttir og Örnólfur Kristjánsson með á strengi. Það mátti glögg- lega heyra að Guðni Franzson er orðinn býsna slyngur klarinettu- leikari og það sem meira er, að hér er á ferðinni efnilegur lista- maður í túlkun. Þó kvintettinn væri ekki hnökralaus með öllu var heildarsvipurinn mjög fal- legur Mozart. Tónleikunum lauk svo með því að stöllurnar Ing- veldur Ólafsdóttir og Jóhanna Linnet sungu dúetta eftir Schu- mann og Mendelssohn. Eins og fyrr sagði voru tón- leikarnir í heild mjög elskulegir og fallega uppfærðir, enda stóð að þeim efnilegt og vel skólað tónlistarfólk, sem óhætt er að spá góðu gengi í framtíðinni. Jón Ásgeirsson. VAIKOSTTR með Atlantik og Eddu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.