Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 15 Frá vinstri: Kristinn Guðbrandsson ein aðaMriffjöður gnlbkipsmanna, sendiherra Hoilands í Bretiandi og á íslandi, F.L.R. Huydeioper, Árni Kristjánsson aðairsðismaður Hollands á íslandi, C.W. Andreaé sendifulltrúi, Einar Benediktsson sendiherra íslands í Bretlandi og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður og einn guilskipsmanna. Hið vígaiega lið á fjörukambinum. Frá vinstri: Hörður Harðarson, Guðmundur Karlsson, Hannes Rútsson, Þórir Daviðsson, Magnús Magnússon og frans Arason. Gullskipsmenn eru gamansamir og á fjörukambinum hafa þeir safnað saman ýmsu rekagóssi til v«ntanlegrar minjagripasölu. Konurnar í leiðangrinum voru fljótar að festa hönd á gripunum og alþingismaðurinn virðist spenntur einnig. Frá vinstri: Eyjólfur Konráð, Gyða Þórarinsdóttir, Elsa Pétursdóttir, Guðbjörg Benediktsdóttir og Kristín Eige. Um borð í Larkinuts, vatnadreka gullskipsmanna. Kristinn við stýrið að leggja út í einn ósa Skeiðarár, en í fjarska sést búnaður björgunarmanna á ströndinni. Það eru engin smátæki sem þarf til verka hjá gullskipsmönnum. Hollenzki sendiherrann, J.L.R. Huydeloper. áhugasamir. Þegar búið verður að gera þilið klárt liggur næst fyrir að ýta eins miklum sandi út úr þilinu og unnt er, krabba eitthvað af sandi einnig, en síðan verður að dæla vatni inn í þilið til þess að koma sanddælunum í gang. Þetta eru stórvirkar dælur, og ráðgert er að hreinsa burtu sandinn niður að skipinu og helst nokkuð niður fyrir þilfar, en þvi næst verður tekið til við það að dæla innan úr skipinu með minni dælum og þá þarf að sía allan sand út úr dælun- um.“ „Eftir öllum sólar- merkjum að dæma ...“ „Það er að sjálfsögðu stefnt að Bergur Lárusson lyktar af sýni úr skipinu. þvi að ná skipinu upp i haust, en hvort það vinnst tími til þess áður en vetrarveður hamla starfi, er ómögulegt að segja til um og þá verður skipið geymt i sandi og vatni í vetur, þótt það verði þá allavega komið eitthvað ofar í gryfjunni. Ég hef sjálfur þá trú að skipið sé mikið til heilt undir dekki. Samkvæmt annálum hefur það sokkið strax inni í lóni nokkur hundruð metra frá ströndinni. Við slíkar aðstæður fyllist það strax af sjó og sandi og í því er fólgin mikil vörn. Þetta var flatbotna skip og sjórinn hefur vaðið yfir það og fyllt uns það sökk af sand- rifinu sem það strandaði á. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti það því að vera heillegt neðan þilja, en það sem stóð upp úr hefur hafið brotið niður. Lónin þarna eru yfirleitt um 20—30 metra djúp, en það eru miklir straumar með landinu sem virðast halda lónunum við að nokkru. Þarna er alltaf vesturfall og svo sterkur straumur stundum að það er eins og harðasti árstraumur." „Eins og að þræða saumnál með skjálfandi hendi“ „Það er ánægjulegt hvað þetta mjakast þokkalega og ekki hefði þetta gengið svona vel nema af því að við höfum úrvals mannskap, úrvals krana og kranamann, því það er erfitt að fást við sandinn, erfitt að berja niður í hann, því það er eins og hann vilji alltaf flækjast fyrir og fáir eru þeir bor- arnir sem lifa hann af. Annars hefur það verið einna verst að þræða stálplöturnar ef það hefur verið hvass vindur. Þetta eru 15—20 metra langar stálþilsplöt- ur, eins metra breiðar og þegar kraninn þarf að hífa þær upp í öllu sínu veldi, getur verið erfitt að láta þær hitta í fölsin á þeim plötum sem búið er að reka niður, það er eins og að þræða saumnál með skjálfandi hendi." Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson og Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.