Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 39 fólk í (29 fréttum k. Á. + Tennisleikarinn John McEnroe, sem bar sigur úr býtum á Wimble- don-leikunum, hefur nú komist aö raun um, aö spaöinn hans er ekki jafn eftirsóttur og hann sjálfur hélt. Spaðinn var boöinn upp í London nú fyrir nokkru og var taliö víst, aö fyrir hann fengjust a.m.k. 120.000 kr. ísl. Áttu peningarnir aö renna til góðgerðarstarfsemi. Þegar til kom, voru aöeins boönar í spaö- ann 30.000 kr. og var hann þá dreginn til baka. + Farah Diba ásamt Reza heitnum Pahlevi, keisara af íran. Farah Diba á ekki fyrir skuldum Farah Diba, hin 44 ára gamla ekkja fyrrverandi Persakeisara, sem nú býr í Bandaríkjunum, stendur nú uppi slypp og snauð aö eigin sögn og á ekki lengur fyrir skuldunum. „Reikningarnir hellast yfir mig og ég hef ekki lengur efni á aö mennta börnin mín, hvaö þá aö taka þátt í samkvæmislífinu," sagöi Farah Diba í viðtali viö bandarískt tímarit nú fyrir nokkru. Þrjú yngstu börnin eru nú á heimavistarskóla í Englandi en elsti sonurinn Reza, sem eftir dauöa fööur síns lýsti sjálfan sig keisara af iran, býr í Marokkó. „Ég skildi ailt mitt eftir þegar ógnarstjórnin hans Khomeinis komst til valda enda óraöi okkur ekki fyrir atburöarásinni. Sagan mun hins vegar sýkna mann minn og hefur raunar þegar gert þaö. Sjáiö bara hryllinginn og blóöbaö- iö, sem nú ríkir í íran,“ sagöi Farah Diba. + Söngkonan Diana Ross nýtur sín hvergi betur en frammi fyrir stórum áhorfendahópi. Þessi mynd var tek- in af henni í Central Park í New York, þegar hún dró til sín 300.000 manns á tónleikum, sem stóöu í tvo daga. Fyrri daginn varð raunar aö hætta viö allt eftir 45 mínútur, en þá geröi þvílíkt úrhelli aö fólkið átti fót- um sínum fjör aö launa. Seinni dag- inn var hins vegar eins og best verö- ur á kosiö, sólskin og blíða og steikjandi hiti. COSPER „Ösku- karlinn" sló í gegn í Hollywood + H.B. Halicki, sem fyrir átta árum geröi garðinn frægan í myndinni „Horfinn á 60 mínútum“, barðist ekki fyrir frama sínum á fjölum leikhúsanna á Broadway. Hann er „öskukarl“ aö atvinnu, rekur bíla- kirkjugarö og sér um aö veita bíl- flökunum náöarhöggiö, klessa þá saman og koma þeim í bræðslu- pottinn. Halicki er því ekkert upþ- næmur fyrir beygluðum brettum eöa brotnum stuöurum enda sló myndin í gegn og hefur til þessa dags sópaö til sín 98 milljónum dollara. Halicki fékk að sjálfsögöu stórfé í sinn hlut og peningunum hefur hann variö til aö færa út kvíarnar í starfsgrein sinni, að brjóta gamla bíla, og auk þess hefur hann fjár- fest í öörum fyrirtækjum. Halicki hefur nú leikiö í nýrri mynd, sem heitir „The Junkman" eöa „Öskukarlinn“, og leikur þar í raun bara sjálfan sig. Myndin fjall- ar um óvægna samkeppni og moröóöa menn, sem láta einskis ófreistaö til aö ryöja keppinautun- um úr vegi. Halicki lagöi sjálfur til 1350 gamla bíla úr kirkjugarðinum sínum, lakkaöi þá og lagaöi aöeins til, en síöan var þeim öllum gjör- breytt í myndinni. Auglýsing frá Æskulýðsráði ríkisins: Stuðningur við nýjungar og tilraunir í æskulýðsstarfi Æskulýösráö ríkisins auglýsir hér meö eftir umsókn- um um stuðning viö einstök verkefni á sviöi æsku- lýösmála samkv. heimild í 9. gr. III. kafla laga um æskulýösmál. Aö þessu sinni er styrkveitingin ein- ungis miöuö viö nýjungar og tilraunir í æskulýðs- starfi. Landssamtökum æskulýösféiaga hafa veriö send umsóknareyðublöö vegna þessara styrkveit- inga, en eyöublöð er einnig hægt aö fá hjá Æskulýðs- ráöi ríkisins, Hverfisgötu 6. Umsóknir þurfa aö hafa borist Æskulýösráöi fyrir 1. seþtember 1983. Æskulýðsráö ríkisins. ÁVÖXTUNStW VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun sf. annast kauþ og sölu veröbréfa, fjár- vörslu, fjármálaráðgjöf og ávöxtunarþjónustu. Brosið í umferðinni ISLENDINGAR Græddur er geymdur eyrir ef ávaxtaö er rétt! Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 02.08. 83 Ár Fl. Sg./ Ár Fl. Sg./ 100 kr. 100 kr. 1970 2 15.389 1977 2 1.481 1971 1 13.260 1978 1 1.179 1972 1 12.723 1978 2 947 1972 2 10.026 1979 1 821 1973 1 7.749 1979 2 612 1973 2 7.829 1980 1 523 1974 1 4.945 1980 2 396 1975 1 3.945 1981 1 335 1975 2 2.907 1981 2 254 1976 1 2.551 1982 1 236 1976 2 2.075 1982 2 177 1977 1 1.737 Kaupendur óskast að góðum verðtryggðum veðskuldabréfum. Höfum kaupendur að óverðtryggðum veðskuldabréfum. Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. Hringið og kynnið ykkur kjörin. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur / f # AVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10-17 - SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.