Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 1
 48 SIÐUR OG LESBÓK 171. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gleðilega verslunarmannahelgi Ullsten hættir Stokkhólmi, 29. júlí. AP. OLA ULLSTEN, leiðtogi Frjálslynda flokksins, fyrrverandi forsætisráð- herra og utanrfkisráðherra Svíþjóð- ar, tilkynnti í dag að hann muni segja af sér flokksformennsku í október næstkomandi í kjölfar stöð- ugt minnkandi kjörfylgis flokksins. Talið er líklegt, að við formennsku taki Bengt Westerberg fv. aðstoðar- utanríkisráðherra, sem er 39 ára. „Ég hef áttað mig á göllum mín- um,“ sagði Ullsten, hinn 52 ára leiðtogi Frjálslynda flokksins, á Gotlandi að lokinni ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni innan flokksins, og þess hefur margsinn- is verið krafist að hann segði af sér, einkum af vngri mönnum. Ullsten tók við flokksfor- mennsku árið 1978. Hann var for- sætisráðherra í minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins 1978 til 1979, og utanríkisráðherra í stjórn borgaraflokkanna 1979 til 1982. Frá því Ullsten varð leiðtogi Frjálslynda flokksins hefur kjör- fylgi flokksins hrunið úr 11 pró- sentum í 5,9 prósent í kosningun- um í fyrra. Og samkvæmt skoð- anakönnunum frá síðustu kosn- ingum hefur fylgi flokksins hrap- að enn frekar og er nú undir fimm prósentum, og flokkurinn því orð- inn minni en flokkur kommúnista. Þannig var umhorfs í götunni f íbúðarhverfinu í Palermó, þar sem Mafían sprengdi öfluga bílsprengju með þeim afleiðingum að dómari, tveir lífverðir hans og dyravörður, týndu Iffl. Sprengjan var það öflug að talsvert tjón varð á nærliggj- andi húsum og bifreiðum. AP-símamynd. Maffan drepur dómara á Ítalíu Palermó, 29. júlí. AP. Vel metinn dómari, lífverðir hans tveir og dyravörður týndu lífi þegar öflug fjarstýrð bílsprengja sprakk fyrir utan heimili dómarans í dag. Talið er nær öruggt að mafían beri ábyrgð á verknaðinum. Tíu aðrir særðust, og mikið tjón varð á íbúðarhúsum í næsta nágrenni við heimili dómarans. Dómarinn, Rocco Chinnici, hef- ur stýrt mörgum málum sem snerta eyturlyfjasmygl bófahópa milli Sikileyjar og Bandaríkjanna. Hann tók við af dómara, sem mafían myrti 1979. Mikil reiði greip um sig í kjölfar sprengingarinnar, og meðal þeirra sem urðu til að fordæma mafíuna fyrir verknaðinn var Sandro Pert- ini forseti. Hann hét því að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við mafíuna fyrr en tekist hefði að út- rýma henni. Nýjar tilraunir til að afstýra stríði Xew York, 29. júl!. AP. ÞRÁTT FYRIR harða baráttu Ronald Reagans forseta til þess að fá þing- menn til fylgis við stefnu sína í málefnum Mið-Ameríku, samþykkti fulltrúa- deild Bandaríkjaþings fyrir sitt leyti í nótt, eftir beiskar umræður, að hætta öllum stuðningi við sveitir stjórnarandstæðinga í Nicaragua með 228 atkvæð- um gegn 195. Utanríkisráðherrar níu ríkja rómönsku Ameríku freista þess nú að fínna lausn deilunnar í Mið-Ameríku, og Richard Stone sendifulltrúi Bandaríkjanna í Mið-Ameríku er einnig þar á ferð sömu erinda. Búist er hins vegar við því að andstæðingar Reagans í þessum málum muni ekki eiga jafn auð- velt uppdráttar þegar málið kem- ur til kasta öldungadeildarinnar, þar sem repúblikanar, flokksmenn forseta, eru í meirihluta. Um er að ræða 19 milljón doll- ara aðstoð við sveitir stjórnar- andstæðinga í Nicaragua, og veita í staðinn 80 milljónir dollara til vinveittra Mið-Ameríkuríkja til að uppræta vopnaflutninga frá Nicaragua til skæruliðasveita í sömu rikjum. Frá því hefur verið skýrt í Washington að bandariska leyni- þjónustan, CIA, hyggi á aukin um- svif í Nicaragua, en að sögn sjón- varpsstöðvarinnar CBS ríkir þó klofningur í röðum æðstu manna CIA um áætlanir þar að lútandi. Óttast sumir þeirra að aukin leynileg umsvif verði aðeins til að kynda undir enn frekari ófrið, og nær væri að reyna að beita her- stjórn sandinista til undanláts- semi. Utanríkisráðherrar níu ríkja rómönsku Ameríku freista þess nú í Panamaborg að finna lausn deil- unnar í Mið-Ameríku. Búist er við að fundi þeirra ljúki á morgun. Ráðherrarnir leggja til að allir Blóði úthellt á Sri Lanka ('olombo, Sri Lanka, 29. júlí. AP. TÍU MANNS fórust á Sri Lanka í dag og einn hermaður lét lífíð vegna áverka, sem hann veitti sjálfum sér af vangá. Mannfallið átti sér stað eftir að átök brutust út á útimarkaði í höfuðborginni, að sögn stjórnarinn- ar. Skip flutti í dag fyrsta tamila- hópinn frá höfuðborginni til norð- urhluta eyjarinnar þar sem tamil- um er ætlað að búa. Átökin byrjuðu er ókunnir menn köstuðu handsprengju aí herlögreglu af þaki húss í Tettha- hverfi Colombo. Ekki hefur komið fram hvort sprengjan olli mann- tjóni, en hermennirnir munu hafa svarað með skothríð í áttina að sökudólgunum og drepið tvo en sært hinn þriðja. Einn hermann- anna skaut sjálfan sig óvart og lést hann síðar af völdum sára. Sagt er að tugir þúsunda hafi fljótlega tekið á flótta frá mið- borginni og að lögreglan hafi lok- að öllum leiðum. Fréttamenn, sem reyndu að komast til miðborgar- innar, voru hraktir burt með byssuvaldi. Nokkrum þeirra sem undan komust bar saman um að öfga- menn úr hópi tamila hafi staðið að árásinni á herlögregluna. Einnig var skotið á „þjófa og brennuvarga" í öðrum hverfum borgarinnar, þar sem að minnsta kosti átta manns létu lífið. erlendir hernaðarráðgjafar verði kallaðir heim frá Mið-Ameríku, að deiluaðilar leggi niður vopn og mynduð verði vopnlaus belti þar. Brasilíumenn buðu í dag aðstoð sína við að finna friðasmlega lausn á deilumálunum í Mið- Ameríku. Til nýrra átaka kom milli stjórnarhersins og sveita stjórn- arandstæðinga í námunda við landamæri Honduras, sex stjórn- arhermenn féllu, þar af einn liðs- foringi, að sögn talsmanna stjórn- arinnar. Sagði í tilkynningu herstjórnar- innar að sveit 60 stjórnarandstæð- inga hefði gert áhlaup á stjórn- arhermenn. Hefði einn árásar- manna verið felldur og margir særst. Þá skýrði sjónvarpið í Nicar- agua frá því að óvæntir liðsflutn- ingar Honduras-hermanna ættu sér nú stað meðfram landamærum Nicaragua. Sagði sjónvarpið að búist væri við „nýrri öldu“ sveita stjórnarandstæðinga frá búðum þeirra í Honduras. Yfirvöld í Nic- aragua saka stjórnvöld í Hondur- as um aðstoð við þúsundir stjórn- arandstæðinga, sem hafast við þar. Að minnsta kosti sex sovésk vöruflutningaskip komu til Nú ar- agua í síðustu viku og þrjú eru væntanleg á næstu dögum. Yfir- maður hafnarmála í Managua sagði þau öll flytja almenna vöru en ekki hergögn, eins og yfirvöld í Washington halda fram. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.