Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 47 • Kristján Hreinsson, hinn snjalli hástökkvari, veröur fjarri góöu gamni er landsliö fslands keppir í sjö landa keppninni. Kristján á viö smávægileg meiösl aö stríöa og treystir sór ekki til aö fara til Skotlands meö landsliöinu sem keppir þar í dag. Baráttan á milli Skotlands og Grikklands: Ekki ólíklegt að nokkur íslandsmet verði slegin Frá Þórarni Ragnarssyni blaðamanni Mbl. í Edinborg. ÍSLENSKA landslióið í frjáls- um íþróttum kom til Edin- borgar á hádegi á föstudag. Liðíó býr í heimavistarhús- næði skammt frá leikvangin- um sem keppt verður á, en það er hinn stórglæsilegi frjálsíþróttavöllur Medow Bank. Þar eru allar aðstæöur á heimsmælikvaröa og allt er til reiðu fyrir keppnina sem hefst kl. 14.00 í dag aö skosk- um tíma. Tvenn forföll eru í íslenska liö- inu. Hástökkvarinn stórefnilegi Kristján Hreinsson treysti sér ekki til þess að fara utan til þess að keppa, þar sem hann á viö smá- vægileg meiösl að stíöa. I hans staö var valinn Stefán Þór Stef- ánsson ÍR. Þá gaf Erlendur Valdi- marsson ekki kost á sér til keppni í sleggjukasti og Eggert Bogason forfallaöist. Það verða því annaö hvort Vésteinn Hafsteinsson eða Óskar Jakobsson sem koma til með að kasta sleggjunni í keppn- inni. Þaö er álit flestra hér aö barátt- an um sigurinn í sjö landa keppn- inni standi á milli Skotlands og Grikklands, en báöar þessar þjóðir hafa mjög sterku liöi á aö skipa bæöi í kvenna- og karlagreinum. En baráttan um næstu sæti veröur afar hörö milli ísrael, íslands, Wal- es, N-írlands og Luxemborg. Sam- anlögö stigatala í keppni karla og kvenna ræöur úrslitum í keppninni. Mjög góöur andi var í íslenska hópnum og allir ætluöu aö leggjast á eitt um aö árangur yröi sem bestur og landsliöshópurinn yrði þjóö sinni til sóma. Ekki er ólíklegt aö nokkur ís- lensk met verði sett hór í dag og á morgun. Siguröur T. Sigurösson ætlar aö reyna viö nýtt met í stangarstökkinu. Siguröur P. Sig- mundsson gerir atlögu aö metinu í 10 km hlaupinu og Einar Vil- hjálmsson er til alls líklegur í spjót- kastskeppninni. En hann setti stór- glæsilegt met á dögunum í Stokkhólmi er hann kastaöi fyrstur íslendinga yfir 90 metra eða 90,66 m. Og skipaöi hann sér þá á bekk meö 10 bestu spjótkösturum í heiminum í dag. Kristján Haröarson hefur átt góöar tilraunir viö met í langstökk- inu og það er aöeins timaspursmál hvenær hann bætir metið þar. Kvenfólkiö hefur líka sýnt mikla breidd í sumar, þær Bryndís Hólm, Ragnheiður Ólafsdóttir og Oddný Árnadóttir eru allar í góöri æfingu og geta allar bætt árangur sinn, gangi þeim allt í haginn. Forsala aögöngumiöa aö sjö- landa-keppninni hér í Edinborg hefur gengiö mjög vel og forráöa- menn mótsins sögöu mér í dag aö þær ættu allt eins von á þvi aö hinn glæsilegi leikvangur yrði þéttsetinn og jafnvel yröi uppselt siöari keppnisdaginn. Þar réöi aö vísu mikiö frammistaöa skoska liösins fyrri daginn, en ef þeim gengi vel þá yröi uppselt. Hluta af mótinu veröur svo sjónvarpaö hér í Skotlandi. Fararstjóri íslenska hópsins er Hreinn Erlendsson en þjálfari er hinn góökunni Guömundur Þórar- ! insson ÍR. — ÞR. Opinhús fyrir sumardvalargesti Flugleiða í sumar! OberHambach Vikugisting í 2ja til 4ra manna eöa 6 manna húsum í mjög skemmtilegu sumarhúsahverfi við Móseldalinn, sem er einhver fallegasti dalur í Evrópu. Aðeins 2ja klukkustunda akstur frá Luxemborg. Leiga á sumarhúsi frá 10.673,- krónum á viku. Svartlskógur Ævintýrabókaumhverfi Svartaskógar gerir dvölina ánægjulegri, enda varla völ á fallegra umhverfi. Vikggisting í fallegum íbúðum í Alpahúsum. 2ja manna stúdíó eða 2-4ra manna íbúðir. Leiga á sumarhúsi frá 4.940 - krónum á viku. Elfel í nágrenni Móseldalsins bjóðast 2ja til 4ra manna íbúðir í stórglæsilegu sumarhúsahverfi með sundlaug, tennisvöllum, billjard, minigolfi, vínstofu, bjórkrá, barbequekofa, útitafli, og hvers konar aðstöðu. Leiga á sumarhúsi frá 7.685,- krónum á viku. Aðrlr staðir Við bjóðum einnig 3-5 manna íbúðir á fallegum stað við Bayaraskóg, að ógleymdum húsunum i Lochanully við Inverness í Skotlandi, en það er nú önnur saga. Leyfðu okkur að segja þér allt um sumarhúsaferðirnar. Komdu, hringdu, skrifaðu. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi P.S. Það á ekki að Þurfa að taka fram, að sumarhúsum og íbúðum Flugleiða i Þýskalandi fylgir allur nauðsynlegur búnaður án aukagreiðslu, handklæði. borðbúnaður, útvarp og jafnvel litasjónvarp er innifalið i verði, einnig rafmagn hiti og vatn í Svartaskógi og OberHambach Nánarl upplysingar fást hja söluskrlfstofum okkar. urnOoSs mönnum og ferðaskrtfstofum Cengi 13/7 '83

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.