Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
ÓLAFURJÓHANNSSON
AFINNLENDUM
VETTVANGI
Allt bendir til að
laxveiðin verði mun
betri í ár en í fyrra
ALLAR Ifkur benda til þess að
laxveiðin í sumar verði mun betri
en í fyrra og þar með er útlit fyrir
að laxveiðin hér á landi sé að kom-
ast upp úr þeim öldudal, sem hún
hefur verið í undanfarin þrjú ár, þó
heimsins gæðum sé misskipt á milli
landshluta í þessum efnum sem
öðrum. Laxveiðin batnar einkum
sunnanlands og vestan, en á Norð-
ur- og Austurlandi hefur veiðin lítið
eða ekki batnað frá síðasta ári.
Útlit er fyrir að árið í ár geti
orðið í heild mjög gott veiðiár,
þrátt fyrir það að veiðin batni
lítið á Norður- og Austurlandi,
en það á rót að rekja til þess að
um 75% heildarveiðinnar á land-
inu er á Suður- og Vesturlandi.
Meðaltal nokkurra ára sýnir að
hlutdeild Vesturlands í heildar-
laxafla landsmanna er um 41%,
Suðurland er með um 24% og
Reykjanes með um 12%. Ef dreg-
in er lína frá Vestfjörðum til
Hornafjarðar, má segja að góð
veiði sé vestanmegin línunnar, en
lakari austanmegin. Hins vegar
er alls ekki útséð með laxveiðina
nyrðra og eystra, því góðar smá-
laxagöngur gætu breytt þar
miklu um.
Eins árs fiskur hefur verið
sterkur í laxagöngunum í ár og
er þar um mikinn bata að ræða
og bendir það til þess að á næsta
sumri verði ástandið á tveggja
ára laxinum gott, en enn er ekki
vitað hvert stefnir með göngur
eins árs fisks næsta sumar. Um
það er enn of snemmt að spá, en
starfsmenn Veiðimálastofnunar
munu stunda rafveiðar á laxa-
seiðum í ágústmánuði næstkom-
andi, en slíkt hefur verið gert
undanfarin ár.
Margir velta því nú fyrir sér
hvað valdi því að veiðin fer batn-
andi á Suður- og Vesturlandi, á
meðan tiltölulega lítil breyting
hefur orðið á Norður- og Austur-
landi. Morgunblaðið leitaði til
Árna ísakssonar fiskifræðings
hjá Veiðimálastofnun varðandi
þetta atriði og sagði hann að
engin einhlít skýring væri á því,
en hins vegar kvaðst hann telja
að árgangarnir sem gengu úr án-
um í fyrra hafi verið almennt
betri en undanfarin ár og það
hefði einnig haldist í hendur við
betri uppeldisskilyrði í sjónum.
Þetta á við um Suður- og Vestur-
land.
Hvað laxagöngur í hafbeitar-
stöðvar varðar, þá hafa þær víða
verið allgóðar, en nú er talið að
um 7.500 laxar hafi gengið það
sem af er sumri. Sem dæmi um
góðar göngur má nefna hafbeit-
arstöðina í Kollafirði, en þangað
eru komnir yfir 4.000 laxar, en í
fyrra var sleppt úr stöðinni um
60.000 laxaseiðum. Endurheimtu-
hlutfallið er því nú þegar komið
upp í um 6,7%, en ekki er ólíklegt
að yfir 5.000 laxar gangi í stöðina
í sumar. Hvað allt landið varðar
er ekki ólíklegt að heildaraflinn í
hafbeitarstöðvunum verði 9.000-
10.000 laxar. Hins vegar er at-
hyglisvert að þrátt fyrir afla-
brest undanfarin ár í laxveiðián-
um, þá hefur slíks ekki orðið telj-
andi vart í hafbeitarstöðvunum,
sem aftur kallar á þá spurningu
hvort grunsemdir um veiðar
Færeyinga á íslenskum laxi í sjó
eigi við rök að styðjast. Sem
dæmi má nefna að aflabrestsárið
1981 fékk hafbeitarstöðin við
Það eru hreint ekki mörg orð - enda er London
einstök meðal borga.
Flestir hressustu listamenn og menningar-
frömuðir heimsins líta á þessa fjölskrúðugu
heimsborg sem sína einu sönnu heimsborg:
Tónleikar, leiksýningar, óperur, ballettar,
myndlistasýningar og götulistin hrein og klár
fyilir hvern krók og kima og allt er í sumarskrúða.
Þó er hausttískan byrjuð að ryðja sumrinu úr vegi í
búðargluggunum og karpið hafið á kránum um úrslitin
í 1. deildinni á vetri komanda. Þannig er lífið í London -
risaskammtur af list, verslun og leik allan ársins
hring.
Og nú átt þú kost á líflegum ferðum í lífsborgina -
bæði 5 daga dvöl og vikureisu á verði sem varla
sæmir jafn einstökum áfangastað.
Brottför alla föstudaga - sú fyrsta
8. ágúst. Verð frá: kr. 10.700.-
Innifalið: Flug og gisting með morgunverði.
huod rfmar
Pantið tímanlega
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Kristján Jóhannsson söngvari:
Útnefndur
tenór ársins
af alþjóðlegri listanefnd í Flórens á Ítalíu
„ÞAÐ ERU fulltrúar úr listráðum borganna Flórens og Siena, og einnig frá
litlum stað sem heitir Talla, sem eru í nefndinni sem sér um útnefninguna,“
sagði Kristján Jóhannsson söngvari í samtali við Mbl., en hann var um
síðustu helgi útnefndur tenór ársins af nefnd á Ítalíu sem kennd er við
ítalska tónskáldið og stjórnandann maestro Guido Monaco. „Einnig eru í
þessari útnefningarnefnd útlendingar t.d. Þjóðverjar, Frakkar, Austurríkis-
menn, Búlgarar og Rúmenar. Nefndin sér um að útnefna listamenn á sviði
söngs, balletts og hljóðfæraleiks. Tveir dansarar, karl og kona, fengu útnefn-
ingu, píanóleikari og fiðluleikari, og svo fengu þrír söngvarar útnefningu, ég
og tvær konur.
Þessi nefnd hefur verið starf-
rækt síðan 1970 og hefur hún á
hverju ári síðan séð um að útnefna
eða heiðra þá listamenn fyrir
frammistöðu þeirra á árinu.
Nefndin heiðrar þó ekki einungis
upprennandi listamenn heldur
jafnframt ýmsa frammámenn í
listum og það eru þá yfirleitt
gamlir og grónir frammámenn
lista í heiminum sem verða þess
heiðurs aðnjótandi. Að þessu sinni
fékk t.d. maestro Ferrara,
hljómsveitarstjóri í Róm, þessa
viðurkenningu en hann er marg-
frægur."
Aðspurður um hvort útnefning-
in hefði komið honum á óvart
sagði Kristján: „Bæði og, því ég
hef ekki sungið svo mil ð á Ítalíu
að undanförnu. Ég hei að mestu
sungið utan Ítalíu en það verður
að segjast eins og er að söngur
minn í Spoleto, þar sem ég söng í
Madame Butterfly, vakti geysi-
mikla athygli og ég hugsa að það
sé að stórum hluta þaðan runnið,
að ég fékk þessa útnefningu sem
tenór ársins. Annars veit ég ekki
hvað það er, sem þeir leggja til
grundvallar útnefningunni en það
hlýtur bara að vera söngur minn í
Félag___________
Járniönaðarmanna
Skemmtiferð
1983
fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra
veröur farin laugardaginn 20. ágúst nk.
Feröast veröur um Kjós. til Þingvalla og
Laugarvatns og víöar um Suöurland.
Lagt veröur af staö frá skrifstofu félags-
ins kl. 9 f.h. Tilkynnið þátttöku til
skrifstofu félagsins, sími 83011.
Stjórn félags járniðnaðarmanna.