Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 25

Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Landsvirkjun: Lækkar rekstrarhall- ann um 132 milljónir „ÉG ER að sjálfsögðu ánægður með þessa afgreiðslu á hækkunar- beiðni Landsvirkjunar, sagði Hall- dór Jónatansson forstjóri fyrirtæk- isins í samtali við Mbl., en ríkis- stjórnin ákvað á fundi sínum í gær að veita Landsvirkjun umbeðna verðhækkun um 31%. „Það er greinilegt að ríkis- stjórnin er samþykk þeirri stefnu Landsvirkjunar að heilla- vænlegast sé að líta raunsætt á fjárhagsvanda fyrirtækisins og vinna beri markvisst að því að það verði rekið hallalaust. Þann- ig gæti Landsvirkjun þegar fram í sækir skilað greiðsluafgangi til fjármögnunar nýrra virkjunar- framkvæmda án þess að lántök- ur vegna þeirra verði meiri en góðu hófi gegnir. Slík stefna yrði til hagsbóta fyrir almenning og mundi leiða til lægra verðs en ella þegar litið er til lengri tíma,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvað þessi 31% hækkun hefði í för með sér fyrir rekstur fyrirtækisins sagði Halldór: Hækkunin þýðir að fyrirsjáan- legur rekstarahalli Landsvirkj- unar í ár lækkar úr 300 millj. kr. í um 168 millj. kr. og þá er miðað við óbreytt verð til stóriðju, en öll hækkun á stóriðjuverði síðar á árinu yrði að sjálfsögðu til að draga enn meir úr hallanum og búa í haginn fyrir framtíðina. En vonandi ber afgreiðsla ríkis- stjórnarinnar á þessari hækkun- arbeiðni vitni um stefnubreyt- ingu þannig að þörfin fyrir er- lend lán vegna rekstrarhalla verði ur sögunni og fari minnk- andi vegna framkvæmda, sagði Halldór að lokum. Póstur og sími: Stofngjald síma hækkar um rúmlega 500 krónur „RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að veita okkur 18% gjald- skrárhækkun, en í upphafi fórum við fram á að hún yrði 25%,“ sagði Jón Skúlason, póst- og símamála- stjóri í samtali við Mbl. „í hækk- unarbeiðni okkar var gengið út frá ákveðnum forsendum í samræmi við áætlanir á fjárlögum á sínum tíma, en það er ekki þar með sagt að þær eigi við nú. Það fer allt eftir því hvort árangur náist í barátt- unni við verðbólgu á þessu ári hve lengi þessi hækkun mun duga okkur," sagði Jón. Aðspurður um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að veita ekki frekari gjaldskrárhækkanir fyrr en 1. febr. 1984 svaraði Jón því til að nægði þessi 18% hækkun ekki til að sinna þeirri þjónustu sem Póstur og sími nú veitir, væri hugsanlegt að grípa þyrfti til niðurskurðar á framkvæmd- um fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar fékk Póst- og símamálastofnun heimild til 18% gjaldskrárhækkunar og gildir ný gjaldskrá fyrir síma- þjónustu frá 1. ágúst, en fyrir póstþjónustu frá 1. september nk. Helstu breytingar á sím- gjöldum verða sem hér segir: Stofngjald fyrir síma hækkar úr 2.982 kr. í 3.500 kr. og símnot- andi greiðir fyrir talfæri og upp- setningu tækja. Gjald fyrir um- framskref hækkar úr 1,14 kr. í 1,35 kr. og ársfjórðungsgjald fyrir heimilissíma hækkar úr 484 kr. í 575 kr. Venjulegt flutn- ingsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækkar úr 1.491 kr. í 1.750 kr. Við þessi gjöld bætist svo söluskattur. Hitaveitan: Verð á vatnstonni hækkar í 12 krónur „VIÐ fengum þá hækkun sem farið var fram á eða 43,9% og 20% af tengigjöldum," sagði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri í samtali við Mbl. „Með þessari hækkun fer verð á vatnstonni í 12 kr. en í okkar áætlunum var gert ráð fyrir hækkunum gjaldskrár í tvennu lagi vegna þess hve lítil hækkun fékkst fyrri hluta ársins. Því þyrfti tonnið að hækka upp í 15 kr. í nóvember, en þá er miðað við verðlagsspá sem fyrir lá í júlí,“ sagði Jóhannes. Hann var næst spurður álits á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að leyfa ekki frekari hækkanir á gjaldskrá fyrr en 1. febrúar á næsta ári. JNNLENT „Mér þykir það miður að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að ekki verði um frekari hækkun að ræða næsta hálfa árið, hvað sem kostnaðarhækkunum hitaveit- unnar á þessu tímabili líður. Því hefur engin grundvallarbreyting á því fyrirkomulagi sem verið hefur undanfarinn áratug, átt sér stað, því að ríkisstjórnin en ekki borgarstjórn ákveður enn verðlag á þjónustu hitaveitunn- ar,“ sagði Jóhannes Zoega að lok- um. Kristján Thorlacius formaður BSRB um gjaldskrárhækkanir: Ljósmynd Leifur Magnússon. Þrátt fyrir langvarandi rigningartíð sunnanlands hafa þó komið einstaka sólskinsstundir, eins og meðfylgjandi mynd af Kristjáni og Pálu ber með sér, en myndin var tekin í Borgarfirði sl. laugardag. Skatturinn á ferða- mannagjaldeyri felldur niður í gær Afgreiðsla með einni skráningu hófst þegar í gær í gjaldeyrisdeildunum HANDHAFAR forsetavalds, þeir Jón Helgason, forseti sameinaðs Al- þingis, núverandi dómsmálaráð- herra, Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, undir- rituðu bráðabirgðalög í gærmorgun sem fjármálaráðherra gaf út, þess efnis að niður var felldur 10% skatt- ur á gjaldeyri til ferðamanna. Gjald- eyrir var afgreiddur í gjaldeyris- deildum bankanna eftir hádegi í gær samkvæmt nýju lögunum. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu, sem barst Mbl. í gær vegna bráðabirgðalaganna segir, að viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefði farið þess á leit við fjármálaráðherra að unnið yrði að því að fella niður skatt þennan þar sem hann sam- rýmdist ekki stofnskrá Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og hefði því sjóðurinn veitt tímabundna und- anþágu fyrir ákvæðinu um bann við fjölgengi. Þá segir einnig: „Með því að fella nú niður ferðaskattinn geta íslendingar lýst yfir að þeir fylgi í einu og öllu reglum gjaldeyris- sjóðsins um frjáls gjaldeyrisvið- skipti. Tillaga viðskiptaráðherra um afnám skattsins byggist þó ekki síður á þeirri skoðun hans, að skatturinn væri óréttlátur og álagning hans oft ósanngjörn." Ljósm. Mbl. RAX. Albert Guðmundsson fjármálaráóherra og Jón Helgason dómsmálaráðherra undirrita bráðabirgðalögin í gærmorgun, en dómsmálaráðherra undirritar sem forseti sameinaðs Alþingis, en því embætti gengdi hann á síðsta lög- gjafarþingi. „Stór áfangi í ferðamálum“ Vísvitandi verið að safna efniviði í verðbólgusprengju „ÞESSAR 17—43% verðhækkanir sem rfkisstjórnin samþykkti á fimmtudaginn sanna það auðvitað að efnahagsúrræði ríkisstjórnar- innar eru eingöngu í því fólgin að lækka kaupmátt launa. Allar aðrar hækkanir eru samþykktar og koma harkalega við almenning," sagði Kristján Thorlacius, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, er Mbl. spurði hann álits á hækkunum á gjaldskrám orku- veitufyrirtækja og Pósts og síma. Kristján sagði ennfremur: „Það er engu líkara en að stjórn- völd séu vísvitandi að safna efni- við í enn eina verðbólgusprengju. Með efnahagsráðstöfunum þeim, sem gerðar voru um leið og núverandi ríkisstjórn var mynd- uð var lýst yfir stríði við launa- fólk í landinu. Það veltur á miklu fyrir launamenn að víðtæk sam- staða náist í röðum þeirra um viðbrögð við árásunum á lífs- kjörin. BSRB og aðildarfélög þess hafa sagt upp samningum frá 1. október nk. Við munum hafa samband við okkar félagsmenn á fundum fyrir þann tíma. Þar verður mótuð afstaða samtak- anna og viðbrögð." — segir Ingólfur Guðbrandsson um niður- fellingu skatts á ferðamannagjaldeyri „ÞETTA er stór áfangi í íslenskum ferðamálum vegna þess að afnám skattsins felur í sér opinbera viðurkenningu á því, að ferðalög eru ekki munaður heldur jafn nauðsynleg og önnur neysla fólks,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri ferðskrifstofunnar Útsýn, í viðtali við Mbl. vegna niðurfellingar sérstaks álags á ferðamannagjaldeyri. „Auk þess gerir þetta fólki mun auðveldara að ferðast, þar eð ferðakostnaður lækkar samsvar- andi að fárgjöldum undanskildum, sem .seld hafa verið á normal- gengi, Ferðalög fara sívaxandi um allan heim, enda þyleir fátt eftir- sóknarverðara til aukinnar lífs- nautnar og betra mannlífs. Á það ekki síst við um eyþjóð eins og íslendingar sem býr við nöturlegt loftslag eins og sannast í sumar. Gjaldeyrisskatturinn var frels- isskerðandi, ranglátur og fól í sér mismunun og spillingu. Afnám hans var tímabært og það mun gleðja marga og örva ferðalög. Við þurfum svona stjórnmálamenn sem þora að taka af skarið,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.