Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 23 Stuttí'réttir Pólskir flýja enn í sæluna Kaupmannahöfn, 29. júlí. AP. FJÓRIR 19 ára menn af pólsku kaupskipi stukku fyrir borð á Kíl- arskurði, syntu til lands og báðu um hæli sem pólitfskir flótta- menn. Eiginkona og dóttir pólsks sendiráðsstarfsmanns í Kaup- mannahöfn hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Danmörku. Eiginmaðurinn, Zygmunt' Idczakowski, var fluttur í sjúkra- hús haldinn þunglyndi. Þau hjón eiga 22ja ára gamlan son í Pól- landi. 120 drukknuðu Bogota, Kolombíu, 29. júlí. AP. HUNDRAÐ og tuttugu verka- menn fórust, þegar stíflugarður í byggingu í vesturhluta Kolombíu brast. Julio Cesar Sanchez, land- stjóri í Cundinamarca-fylki, skýrði frá þessu í dag og sagði at- burðinn hafa gerst seint í gær- kvöldi, fimmtudag. Aftökur á Taiwan Tapei, Taiwan, 29. júlí. AP. ÁTTA bankaræningjar, sem réð- ust inn í ýmsa banka á Tapei í desember sl. og höfðu upp úr krafsinu jafnvirði 550 þúsunda Bandaríkjadollara, voru leiddir fyrir aftökusveit á Taiwan í morg- un og skotnir. Ekki höfðu allir ræningjarnir náðst fyrr en nýlega og tveir þeirra komust síðan úr fangelsi með aðstoð varða og sam- fanga. Skógareldar Cagliari, Sardínu, 29. júlí. AP. TVÆR Hercules-flugvélar úr ít- alska flughernum vörpuðu niður slökkviefnum á norðurhluta Sard- ínu, þar sem miklir skógareidar hafa geisað. Á þeim slóðum hafa sex manns látið lífið í eldunum. Mörg þúsund hermenn og óbreytt- ir borgarar hafa barizt við að slökkva eldana að undanförnu. Eldar eru einnig á vesturströnd eyjarinnar og í grennd við Cagli- ari. Alvaran BANDARÍKIN hafa aukið og styrkt herafla Honduras og stjórnarandstæðinga El Salva- dor að undanfórnu og hafið um- fangsmiklar flotaæfingar úti fyrir ströndum Nicaragua. Sov- ésk vopnaflutningaskip stefna hraðbyri til Nicaragua fullhlað- in. Þessi mynd minnir á alvör- una sem þarna er á ferðinni, það er mál margra að stríð geti vart annað en brotist út. Meira korn til Rússíá Vín, 29. júlí. AP. BANDARÍSKI landbúnaðarráðherr- ann John R. Block tilkynnti í Wash- ington í dag, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu í aðalatriðum komist að samkomulagi um korn- sölu til Sovétríkjanna til fimm ára. Sagði í tilkynningunni, að Sov- étmenn skuldbindu sig til kaupa á 9 milljónum kornlesta árlega og gætu farið fram á kaup frekari 3 milljóna tonna. Fyrri samningur landanna hljóðaði upp á 6 milljón- ir kornlesta. Undirrita á hinn nýja samning í ágústlok. Samningamenn landanna neit- uðu að gefa út nokkrar yfirlýs- ingar að loknum fundi sínum í morgun í Vínarborg. Sýrlendingar á brott frá Tripoli Beirut, Tel Ariv, 29. júlí. Al*. SÝRLENZKAR hersveitir sem hafa haft bækistöðvar í líbanska bænum Tripoli voru fluttar þaðan á brott í morgun, og kom það á óvænt. í borg- inni búa aðallega múhammeðstrúar- menn. Talsmenn líbönsku lögregl- unnar virtust álíta að Sýrlendingarn- ir hefðu ákveðið að fara frá Tripoli til að sýna að þeirra væri meiri þörf við friðargæzlu annars staðar í land- inu. Sýrlendingar fóru þó ekki langt, en settu upp varðstöðvar í grennd við borgina. í Bekaa-dalnum brutust síðdeg- is út bardagar enn einn daginn milli flokka uppreisnarmanna gegn Arafat studdra af Sýrlend- ingum og manna sem trúir eru Arafat. Um mannfall var ekki vit- að. Þetta var sjöunda daginn í röð sem bardagar milli þessara aðila brjótast út á þessu svæði. Hinn nýi sáttasemjari Banda- ríkjaforseta í málefnum Miðaust- urlanda, Robert McFarlane, fer til höfuðborga ýmissa arabalanda um helgina, en hann hefur þegar rætt við ráðamenn í ísrael varð- andi brottflutninga herja frá Lib- anon. George Schultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagði í Washington eftir fund hans og Reagans með ísraelsku ráðherrun- um Arens og Shamir, að þeir hefðu fullyrt, að allir ísraelskir hermenn yrðu smám saman flutt- ir frá Líbanon. I dag var gerð í Hebron útför þriggja arabískra stúdenta sem voru myrtir þegar grímuklæddir menn ráðust inn á lóð arabíska háskólans þar í bæ og skutu af vélbyssum og köstuðu hand- sprengjum. Mikið fjölmenni fylgdi til grafar og ísraelsher hafði mik- inn viðbúnað ef til tíðinda drægi, en allt fór fram með friðsemd. Atök í Sahara Algeirsborg, 29. júlí. AP. SKÆRULIDAR Pólisarío tilkynntu í gærnótt, að þeir hefóu undanfarna scx daga vegid 225 hermenn Mar- okkóhers í bardögum nærri borginni Lemseyed í suóurhluta landsins. Þá hafi 32 herflutningabflum verió grandaó. Hart hefur verió barist á svæóinu umhverfis borgina sl. 17 daga. Skæruliðar Pólisaríó tilkynntu 12. júlí sl., að 326 hermenn hefðu farist í átökum nærri Lemseyed og hundruð manna særst. Mar- okkóher tilkynnti hins vegar í gær, að Pólisaríó hefði verið greitt „þungt högg". Blaðamönnum er ekki heimill aðgangur að bardagasvæðinu og því er torvelt að meta sannleiks- gildi yfirlýsinga ófriðaraðila. Afganistandeilan: Kínverjar vilja ganga í ábyrgð Islamabad, Pakistan, 29. júlí. AP. KÍNVERSK stjórnvöld tilkynntu í gær, aö þau væru tilbúin að ganga í ábyrgð hvaóa pólitískrar lausnar í Afganistanmálinu sem væri, ef Sov- étmenn gæfu til kynna að þeir myndu kaíla herlið sitt heim frá Afg- anistan. Það var utanríkisráðherra Kína, Wu Xieqian, sem lýsti þessu yfir er hann var í þann mund að stíga um borð í farþegaþotu á leið til Bangkok í Thailandi, þar sem hann verður í opinberri heimsókn næstu daga. Sovétmenn hafa ein- mitt krafist þess að eitthvert stór- veldanna gangi í ábyrgð með þess- um hætti, en Wu sagði jafnframt að hann liti svo á að þar með væru Rússar að setja vagninn fyrir framan dráttarhrossið. Hann sagði jafnframt, að væntanlegar Afganistanviðræður Sameinuðu þjóðanna væru dæmdar til að fara út um þúfur ef Sovétmenn sýndu þess engin merki að þeir ætluðu að hafa sig á brott frá Afganistan. Og hann sagðist ekki reikna með því að Sovétmenn hefðu slík plön á prjónunum. LI ENGLANDI TVÆR MEÐ ÖLLU BROTTFÖR 17. ÁGÚST BROTTFÖR 24. ÁGÚST r DONINGTON PARK ^ Laugardag 20.ágúst • WHITESNAKE • MEAT LOAF • ZZ TOP • DIAMOND HEAD O.FL. TJALDFERÐ í EINA VIKU Kr. 5.040 - Farir þú sem dekkfarþegi með skipinu Verð, sé búið í klefa í skipinu: kr. 8.800.- Afsláttur veittur fyrir börn. THE READING FESTIVAL 26.— 28.ágúst • BLACK SABBATH • SUZI QUATRO • STEVE HARLEY • THIN LIZZIE O.FL. TJALDFERÐ í EINA VIKU Kr. 5.040 - Farir þú sem dekkfarþegi með skipinu Verð, sé búið í klefa í skipinu: kr. 8.800.- Afsláttur veittur fyrir börn. Hálfsmánaðar ferð á báðar hátíðir Farið með MS.EDDU frá Reykjavík að kvöldi miðvikudags 17. ágúst og komið heim með hennihálfum mánuði síðar. Ferðast með rútum til hátíðasvæða frá Newcastle og milli þeirra, semog til baka til Newcastle Kr. 6.900 (farir þú sem dekkfarþegi með skipinu) Verð, sé búið í klefa í skipinu kr. 10.760. Afsláttur veittur fyrir börn. VERÐIN GILDA FYRIR ALLT.NEMA MAT OG DRYKK, þ.e.: Allar ferðir, fararstjórn, tjaldstæðagjöld og aðgangseyri að hátíðunum. CC 5 > O Fararstjórar: Sigurður Sverrisson og Pétur Kristjánsson /Ifbragðsgóð greiðslukjör FARSKIP Gengi 26.7’83 AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.