Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 35 Slappað af í reyksalnum og eitthvað er við að vera á barnum. Frímann Jónsson varð sjötugur um borð. Starfsfólkið um borð er sérstaklega lipurt og líflegt. Þetta er Þóra. farþega. hæfi. Veröld skipsins er skemmti- leg þegar ferðin gengur vel, börnin léku sér saman, fullorðna fólkið spjallaði saman, gufubað, sund, hressing, matur, hvíld, verzlun, dans, kaffisopinn, gönguferðir um hæðir skipsins og fleira og fleira, en fyrr en varði var skipið í höfn. Brezk þægilegheit Við stöldruðum við í Newcastle, dæmigerðum brezkum bæ, snyrti- legum og hlýlegum eins og Bretum er tamt að skapa í kringum sig. Þar er sitthvað við að vera, góð hótel, góðir matstaðir eins og Calcutta, indverskur matstaður, Jade Garden, kínverskur matstað- ur og Mario’s, ítalskur staður. Ekki má gleyma verzlunarmið- stöðinni Eldon-torgi þar sem 300 verzlanir eru undir einu þaki. Það var skemmtilegt að fylgjast með konunum gera út á þau mið. Skoð- unarferðir eru skipulagðar á þessu svæði en það er einnig auðvelt fyrir hvern sem er að leggja sjálf- ur land undir fót, til dæmis með því að taka hina nýmóðins neðan- jarðarlest til Whitney Bay, ganga um hinn vinalega strandbæ, fara á ströndina eða í tívolí staðarins. Ferðin í neðanjarðarlest tekur um 15 mínútur. Þeir, sem staldra við í New- castle á meðan Edda siglir til Bremerhavnen, hafa nákvæmlega tvo sólarhringa til umráða og þeir nýtast vel ef rétt er á haldið, aðrir möguleikar eru m.a. að dvelja lengur, taka bílinn með eða sigla hringferðina alla. Gallinn er sá að fólk er orðið afvant skipum, en auðvitað er þetta ferðamöguleiki sem sjálfstæður liður i margþættu ferðalagi. Það fer vaxandi að fólk ferðist sjálfstætt, en nýti vel þá möguleika sem upp á er að bjóða hjá hinum ýmsu ferðaskrifstofum. Farþegaskip er fyrst og fremst samgöngutæki, en það er auðvitað misjafnt hvað hvert skip hefur upp á að bjóða. Edda skilaði ánægðum farþegum frá borði, þeir höfðu á orði að þeir vildu fara aft- ur í haust. Það staðfestir góða ferð og þegar allir leggjast á eitt er þetta ferðamáti sem fslendingar eiga að leggja rækt við vegna þess að íslenzkt farþegaskip er fram- tíðarmál. Starfsfólkið um borð í Eddu er einstaklega lipurt og þægilegt, ungt fólk, brosmilt og jákvætt og það skiptir miklu máli fyrir hvern ferðalang að eiga slíkt viðmót víst. Grein: ÁRNI JOHNSEN Teikningar: ÁRNI ELFAR Fréttir úr heimspressunni Berlinske Tidende SUNNY Eyðir minna en CITROEN 2 CV og samt sneggri og hrað- skreiðari en BMW. Hinn þekkti bílamaður Finn Knudstup á Berlinske Tidende varð mjög hrifinn af NISSA SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tœkni og ná- kvœmni í framleiðslu kemur manni sannarlega á óvart. Þú kemst lengra á hverjum bensínlítra á Sunny en á Citroen 2 CV. Engu að stður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. í stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stórvinsælum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánœgju við hvern kílómetra. “ Citroen 2 CV (Citroen braggi) kostar ea. kr. 250.000. Samkvæmt upplýsingum umboðsins er hann ekki fluttur inn. Hann er of dýr midað við aðra bíla í sama verðflokki. BMW 315 kostar kr. 365.500. Hann er 2ja dyra. NISSAN SUNNY 1500 5 gíra 4ra dyra, framhjóladrifinn með allskvns aukabúnaði s.s. útvarpi, klukku, snúningshraðamæli, skott og bensínloki sem hægt er að opna úr ökumannssæti o.m.fl. kostar aðeins kr. 269.000. Munið bílasýningar okkarum helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar LANG-LANG MEST FYRIR PENINGANA E3 NIS5AIVI INGVAR HELGASON s,m, 335,0 SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.