Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 ísland og stefna Sovétríkjanna í öryggismálum: Samræmd áætlun tækifærissteftia? Eina heimsókn íslensks forsætisráðherra til Sovétríkjanna. Mjndin er tekin þegar þeir hittust á fundi í Kreml í september 1977, Geir Hallgrímsson og Alexei Kosygin. eftir Björn Bjarnason Hernaðarlega séð eru máttur Sovétmanna og markmið gagnvart íslandi flókin. Augljóst er aö í lofti og á legi hafa sovéskar vígvélar verið að náigast ísland jafnt og þétt hin síðari ár. í því samhengi má rifja upp, að frægi bandaríski blaðamaðurinn John Reed sagði kommúnistum frá fslandi frá þvf í Moskvu, að á þingi sovéska kommúnistaflokksins 1920 hefði Lenín vakið máls á þýðingu ís- lands ef til ófriðar kæmi milli Bandarikjanna og Evrópu. Og hafði Lenín þá taiað um hern- aðarlegt gildi íslands í framtíðarstyrjöld, sér- staklega með tilliti til kafbáta- og lofthernað- ar. Síðari heimsstyrjöldin staðfesti sem sögulegt lögmál, að sérhvert ríki í Evrópu sem leitar út fyrir meginland álfunnar og hefur sókn á Atlantshafi hlýtur að líta til fslands við mótun öryggisstefnu sinnar. Þetta á augljóslega við um Sovétríkin. Á Kóla-skaganum eru stærstu sovésku flota- stöðvarnar og þaðan verður hvorki sótt á sjó né í lofti suður á Atlantshaf nema fram hjá fslandi. Varnaraðgerðir í þágu íslensku þjóðarinnar byggjast og á því að fæla hugsanlegan árásaraðila frá hættu- legum áformum sínum með gagnkafbáta- aðgerðum og loftvörnum. I þessu yfirliti mun ég lýsa samskiptum Sovétmanna og íslendinga í stórum drátt- um og draga fram þær staðreyndir sem að mínu mati sýna, að ákvarðanir sovéskra stjórnvalda um málefni er snerta fsland byggjast á þvi að þau leitast við að færa sér í nyt hvert tækifæri sem þeim gefst til að hafa áhrif á þróun íslenskra mála. Ég hef ekki fundið neina sönnun fyrir því að Sovétmenn fylgi fyrirfram gerðri áætlun um markvissar og skipulagðar aðgerðir til að ná íslandi inn á sovéskt áhrifasvæði. Viðskiptasamningur 1946 Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar var fsland mikilvægur áningarstaður fyrir skipalestir á leið frá Norður-Ameríku til Murmansk og annarra hafna á Kóla-skag- anum. Eftir styrjöldina eða á árinu 1945 fóru Bandaríkjamenn þess á leit við ís- lendinga að þeir leigðu þeim land undir þrjár herstöðvar til langs tíma. Þetta varð mikið pólitískt átakamál sem lyktaði með því að tilmælum Bandaríkjamanna var hafnað 1946. Um þessar sömu mundir leituðu fslend- ingar ákaft eftir mörkuðum fyrir sjávaraf- urðir eins og jafnan endranær og á þessum tíma var utanríkisverslun háð beinum af- skiptum stjórnvalda og leyfum þeirra. ís- lensk stjórnvöld sneru sér meðal annars til Sovétríkjanna 1945 en fengu neitun við til- mælum um viðskipti. Afstaða Sovétstjórnarinnar breyttist þó strax á árinu 1946 og þá barst tilkynning um það frá Moskvu að vilji væri til við- skipta við ísland, yrði um vöruskipti að ræða en Sovétmenn myndu greiða í dollur- um fyrir það sem þeir keyptu umfram. Þegar fréttir bárust af sinnaskiptum í Moskvu er sagt að ólafur Thors, forsætis- ráðherra, hafi mælt: „Nú, þeir ætla ekki að láta Kanana fá okkur ókeypis, Rússarnir!" Viðskiptatilboðið var sem sé talið mótleik- ur við herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna. Var viðskiptasamningur gerður við Sov- étríkin í maí 1946. Á það hefur verið bent af þeim sagn- fræðingi sem best hefur kannað þessi mál, dr. Þór Whitehead, að þessi viðskipta- samningur hafi verið með ólíkindum, því að Sovétmenn jöfnuðu hallann á viðskipt- unum með milljónum dollara sem þá skorti mjög til innkaupa í Bandaríkjunum. Þessum viðskiptum við Sovétríkin lauk á árinu 1947. Árið 1949 gerðist ísland stofn- aðili Atlantshafsbandalagsins og á grund- velli aðildarinnar var síðan gerður tvíhliða varnarsamningur við Bandaríkin 1951. Dr. Þór Whitehead telur að Sovétmenn hafi séð það þegar íslendingar gerðust þátttak- endur í Marshall-áætluninni 1947, að inn- kaup þeirra og gjaldeyrisfórnir megnuðu ekki að halda aftur af smáþjóðinni ís- lensku. Og þá var ekki að sökum að spyrja, viðskiptunum var slitið Viðskiptasamn- ingurinn 1953 Á árinu 1952 leiddi útfærsla íslensku fiskveiðilögsögunnar í 4 sjómílur til al- varlegrar deilu við Breta. Hún leystist ekki fyrr en 1956. Breskir útgerðarmenn og fiskkaupendur ákváðu eftir að yfirmenn á togurunum höfðu hótað verkföllum að setja löndunarbann á íslensk skip í bresk- um höfnum. Þar með var íslendingum í fjögur ár bannaður aðgangur að mikilvæg- asta fiskmarkaði sínum. Þegar deilurnar við Breta stóðu sem hæst opnaðist íslendingum aftur markað- ur í Sovétríkjunum. Gerðist það með þeim hætti, að vorið 1953 var haldinn alþjóða- fundur í Genf um viðskipti milli ríkja í austri og vestri. Stalín var nýlega allur og arftakar hans vildu auka verslun við Vest- ur-Evrópulönd, sem dregist hafði saman á síðustu árum Stalíns. íslensku og sovésku fulltrúarnir á fundinum hittust að máli og var ákveðið að efna til frekari viðræðna í Moskvu. Lauk þeim á þann veg að ríkin gerðu með sér viðskipta- og greiðslusamn- ing í ágúst 1953. Eftir þá samningsgerð áttu aðeins tvö Evrópuríki hlutfallslega meiri viðskipti við Sovétríkin en ísland. Þetta voru Austurríki, sem hernumið var af Sovétmönnum, og Finnland. Samningurinn 1953 var gerður í öðru andrúmslofti en 1946. Hins vegar er ljóst að Sovétmenn sáu sér pólitískan hag af því að ná efnahagsítökum á íslandi þegar hinn mikilvægi fiskmarkaður í Bretlandi var lokaður og sölutregða í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Vafalaust hefur Sovét- stjórnin talið að með viðskiptunum gæti hún knúið íslendinga til að taka meira tillit en áður til sjónarmiða sinna. Þetta gat jafnvel haft hernaðarlegan ávinning í för með sér fyrir Sovétríkin. Bandarikja- menn töldu á þessum tíma nauðsynlegt að auka herstyrk sinn á íslandi og stóðu I samningum um það við ríkisstjórnina. Þróun viðskiptanna Viðskipti milli Sovétríkjanna og íslands hafa staðið óslitið síðan 1953. Til Sovét- ríkjanna flytja fslendingar einkum sjávar- afurðir en kaupa megnið af olíu til eigin nota þaðan. Síðan olíuverð tók að hækka frá því fyrir 10 árum hefur verið halli á viðskiptunum íslendingum í óhag og skulda íslendingar að jafnaði töluverðar upphæðir á olíureikningunum. 1982 komu 7,5% af útflutningstekjum íslendinga frá viðskiptunum við Sovétrikin. Að frumkvæði Sovétmanna var á árinu 1982 undirritaður efnahagssamvinnu- samningur við íslendinga. Honum svipar til þeirra samninga sem Sovétríkin hafa gert um efnahags- og tæknisamvinnu við önnur vestræn ríki síðan 1970. fslensk stjórnvöld stóðu gegn því að gera samning um þetta efni þar til á síðasta ári, þegar þeim rökum var beitt af embættismönnum í Moskvu, að það myndi auðvelda þeim að fá fjárveitingar og gjaldeyri til að kaupa íslenskar vörur, ef samningurinn yrði gerður. Allsnarpar deilur urðu um samninginn á íslandi og héldu andstæðingar hans því fram, að gerð hans sannaði að Sovétmenn notuðu verslunarviðskiptin til að ná póli- tískum markmiðum og ætlun þeirra væri að geta á grundvelli hins nýja samnings hlutast til um virkjanaframkvæmdir á Is- landi og uppbyggingu orkufreks iðnaðar, sem ætti ekkert skylt við sölu á sjávaraf- urðum. Sendiherra íslands í Sovétríkjun- um hefur síðan skýrt frá því, að á grund- velli samningsins hafi embættismönnum í sovéska stjórnkerfinu verið falið það sér- staklega að fylgjast með framvindu orku- mála á íslandi en margir telja að á þvi sviði sé að finna framtíðarauð þjóðarinn- ar. í stuttu máli er það skoðun mín að bæði 1946 og 1953 hafi Sovétmenn talið sig hafa pólitískan ávinning af því að hefja við- skipti við íslendinga. I bæði skiptin gripu þeir tækifæri sem þeim gafst. Síðan 1953 hafa verslunarviðskiptin verið „lögmæt" leið Sovétmanna, ef svo má segja, til að hafa áhrif á gang mála á íslandi. Þeir íslendingar sem trúa á þá hugmyndafræði sem í orði kveðnu að minnsta kosti ræður sovéskri utanríkisstefnu hafa lýst við- skiptunum við Sovétríkin sem „líftaug" og þau séu til mótvægis við ýmsa óvænta og óæskilega ásókn frá auðvaldsríkjunum. í viðræðum við íslenska stjórnmálamenn og embættismenn hika sovéskir erindrekar ekki við að blanda saman viðskiptum og pólitík telji þeir það samræmast hagsmun- um sinum. Þeir vekja jafnvel máls á því að viðhorf í garð Sovétríkjanna í íslenskum blöðum sem þeir telja neikvæð geti haft alvarleg áhrif á viðskiptin. Ekki hefur ver- ið látið undan kröfum af því tagi. Að mínu mati er engin ástæða fyrir ís- lendinga að taka tillit til krafna sem ekk- ert eiga skylt við verslun þegar samið er um viðskipti við Sovétmenn, þar sem Sov- étmenn hafa mikinn áhuga á því að þessi viðskipti haldi áfram. Aðeins með því að vísa til viðskiptanna geta Sovétmenn til dæmis réttlætt nauðsyn þess að 38 starfsmenn séu í sendiráði þeirra í Reykjavík. Til samanburðar má geta þess að starfsmenn í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík eru 26. I þessu sambandi vil ég jafnframt leggja áherslu á það, að þeir samningamenn Islands sem mesta reynslu hafa af gerð viðskiptasamninga við Sov- étmenn eru þeirrar skoðunar, að Sovét- mönnum hafi aldrei tekist að ná neinu óeðlilegu fram í viðskiptaviðræðum við ís- lendinga. Tengslin við Vesturlönd Aðild íslands að Atlantshafsbandalag- inu er forsendan fyrir því að hættulaust er fyrir íslenskt efnahagslíf að eiga jafn mik- ið undir viðskiptunum við Sovétríkin og raun ber vitni, þó væri skynsamlegt að draga úr olíuinnflutningi þaðan með því að huga nánar að viðskiptum við nágranna okkar sem eiga Norðursjávarolíu. ísland er aðili að EFTA og hefur viðskiptasamn- ing við Evrópubandalagið (Efnahags- bandalag Evrópu). Þá ber einnig að hafa hugfast að mikilvægasti fiskmarkaður Is- lendinga er í Bandaríkjunum. Sovétmenn geta ekki breytt þessum staðreyndum og kæmi til þess að þeir krefðust þess að Is- lendingar drægju úr samskiptum sínum við Vesturlönd, hefði sú krafa öfug áhrif. Síðan deilt var harkalega um aðild Is- lands að Atlantshafsbandalaginu og gerð varnarsamningsins við Bandaríkin hefur myndast breið samstaða um þá megin- stefnu sem að baki þessum ákvörðunum bjó og enn býr, og meirihluti. íslendinga telur ekki æskilegt að breyta sambandinu við vestrænar þjóðir. Sovétmenn gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki hróflað við þessum hornsteinum íslenskrar utanrík- isstefnu með hótunum. Hins vegar geta þeir ekki látið undir höfuð leggjast að færa sér þau tækifæri í nyt sem gefast til að lýsa samstöðu með íslendingum þegar þeir lenda í útistöðum við bandamenn sína innan Atlantshafsbandalagsins. Þetta hafa Sovétmenn til dæmis gert I þau fjög- ur skipti sem Islendingar hafa fært út fiskveiðilögsögu sína í andstöðu við sjón- armið Breta og Vestur-Þjóðverja. Nú eru fiskveiðideilurnar vonandi úr sögunni og þess vegna geta Sovétmenn tæplega fært sér þær oftar í nyt til að skapa óeiningu innan Atlantshafsbanda- lagsins. Síðast létu Sovétmenn til sín taka í þessu efni, þegar Norðmenn og íslend- ingar deildu um Jan Mayen og lögsöguna umhverfis hana. Þá studdu Sovétmenn ís- lendinga ef til vill vegna þess að þeir eiga enn í deilu við Norðmenn út af markalín- unni í Barentshafi. Rétt er að minna á, að tilmælum Sovétmanna um veiðiheimildir innan fiskveiðilögsögu Islands hefur jafn- an verið hafnað. Kjarnorkuvopnin Um þessar mundir eru kjarnorkvopn lík- lega besta tækið sem Sovétmenn geta not- að til að hafa áhrif á almenning á Vestur- löndum. I samræmi við það hafa þeir not-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.