Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1983 33 angurvært í hljóðnemann“. uppleiö ar tali „Góðar,“ segja dúkkulísurnar, „a.m.k. hafa strákarnir tekið okkur vel, en sumar stelpur hafa e.t.v. verið hálf skrýtnar út í okkur." „Þær eru nú bara afbrýðisam- ar,“ skýtur rótari hljómsveitar- innar, Karl Guðni Grlingsson, inní. „Hins vegar höfum við á vissan hátt notið þess að vera stelpur," halda dúkkulísurnar áfram, „okkur hefur áreiðanlega verið veitt meiri athygli þess vegna." Hvað er það sem gerir hljómsveit vinsæla? „Fyrst og fremst tónlistin, tón- listarvalið og flutningurinn," svara dúkkulísurnar að bragði, „og persónustyrkur flytjendanna. T.d. hefur sterkur persónuleiki Egils Ólafssonar, Bubba Morthens og Ragnhildar Gísladóttur áreið- anlega átt stóran þátt í vinsæld- um þeirra og frama.“ En hvað um ytri búnað, föt, máln- ingu og þess háttar. Hefur það ekki áhrif? „Það getur haft það, vissulega, en við leggjum ekki kapp á skrautlegan klæðnað, sérstakt málfar eða stríðsmálningu. Kannski erum við heldur ekki nógu miklar auglýsingamanneskj- ur enn sem komið er.“ Er hörð samkeppni í hljómsveita- bransanum? „Gífurlega, sérstaklega fyrir hljómsveitir úti á landi, en þó hef- ur það verið að breytast síðustu ár. T.d. varð hljómsveit úr Reykja- vík að hætta við dansleik hér fyrir austan núna um daginn vegna fá- mennis, meðan Aþena lék fyrir troðfullu húsi. Þetta hefði ekki gerst fyrir nokkrum árum.“ Hver er ástæðan? „Ætli hljómsveitirnar úti á landi séu bara ekki að batna, verða samkeppnishæfari. Það er vonandi. Þær eru líka að öðlast meiri reynslu í bransanum. En á þessu sviði er það reynslan sem gildir, kunnáttan og þrotlaus vinna." Hver er uppáhaldshljómsveitin ykkar? „Engin sérstök öðrum fremur, þær eru margar mjög góðar." „Nú hafa kvennahljómsveitir ver- ið stofnaðar víða um land á tiltölu- lega stuttum tíma. Hver er ástæða þess, haldið þið? „Það er ugglaust áhrif frá frægð og frama Grýlanna og vinsældum þeirra, ekki nokkur vafi.“ Hvað kostar svo svona hljómsveit- arútgerð? „Okkar græjur kosta líklega rúmlega 100 þúsund krónur, en sjálfsagt er auðvelt að tvöfalda þá upphæð ef peningar eru á annað borð fyrir hendi." Stefnið þið að plötuútgáfu? „Ætli við reynum nú ekki að ljúka stúdentsprófi fyrst," segja dúkkulísurnar brosandi og líta kankvísar hver á aðra. — Ólafur Læknastöðin Glæsibæ Hef opnaö læknastofu í læknastööinni Gæsibæ, Álf- heimum 74. Tímapantanir mánud,—föstud. frá kl. 9—17, í síma 86311. Friðrik Páll Jónsson læknir, Sérgrein: Háls-, nef- og eyrnasjúkdómar. Ég þakka kvennadeild Slysavamafélagsins á Akureyri og öllum öðrum sem gerðu mér ógleymanlegan 90 ára afmœlisdaginn. Guð þakkarfyrir mig. SESSEUA ELDJÁRN SHELL- þjónusta umalltland! Starfsfólk Skeljungs óskar öllum landsmönnum góðrar og ánægjulegrar verslunarmannahelgar. Við minnum á að Shell-stöðvarnar verða til þjónustu alla helgina um allt land. Auk bensíns og olíu höfum við á boðstólum fjölbreytt úrval af ferða- og bifreiðavörum og ýmislegt fleira. Lítið inn á næstu Shell-stöð. Góða ferð. Skeljungur h.f. Fjölmargt fleira en bensín! OOTT TÖLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.