Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
Jón Páll Grétarsson og Ingi Grétarsson:
„Við ætlum með flugi á þjóðhátíðina í Eyjum. Þar er alltaf
skemmtilegast og þetta leggst vel í okkur, við eigum mikið af
skyldfólki í Eyjum og svo eru líka allir á leið þangað."
Fær í flestan sjó
— að minnsta
kosti rigningu
Verslunarmannahelgin, mesta ferðahelgi ársins, er runnin upp og brá
blm. Mbl. sér út á flugvöl) og Umferðarmiðstöð í gær til að kanna hvert
fólk hyggst leggja leið sína. Það kom fljótlega í Ijós að í ár liggur
straumurinn ekki í eina heldur í allar áttir, enda hefur sjaldan verið um
eins marga staði að velja.
Gígja Sigurðardóttir eg Lanfey Viðarsdóttir
„Við ætlum í Húsafell eins og í fyrra. Það var æðislega gaman.
Þaíð er alltaf svo dýrt að fara í Þjórsárdalinn. Við erum vel útbúnar
og færar f flestan sjó, eða a.m.k. í rigninguna."
Arnar Gunnlaugsson og Davíð Svava Þórarinsdóttir og Hrafnhild
Traustaaon: ur Magnúsdóttir:
„Við ætlum í Þjórsárdal, það „Við förum í Þjórsárdal um
verða góðar hljómsveitir þar og helgina, okkur langar á Gaukinn
svo ætla líka allir vinir okkar til að skemmta okkur. Þetta er
þangað." að vísu svolítið dýrt en við von-
um bara að það verði gaman."
Bergur Bergsson og Elfn G.L. Gísladóttir:
„Við förum í góða veðrið í Skaftafelli, og leggjum snemma af stað
til að losna við traffíkina í Atlavík. Við erum búin að fá alveg nóg
af rigningunni í Reykjavík og ákváðum að elta sólina."
Axel Eiríksson og Inga Birna Úlfarsdóttir:
„Okkur fannst of stutt að fara á Þingvöll og of langt í Atlavík svo
við ákváðum að fara milliveginn og treystum á að það verði sól í
Þórsmörk. Leggjum núna af stað á puttanum að Skógum og göng-
um þaðan yfir Fimmvörðuháls."
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra um gjaldskrárhækkanirnar:
„Erum að fást við
þrotabúsmálin“
— Niðurgreiðslur á raforku til húshitunar auknar um 84,6%
„VIÐ ERUM að fást hér við þrota-
búsmálin og þessi þáttur sem að mér
snýr er með þeim Ijótari. Mér er
með öllu óskiljanlegt hvað vakað
hefur fyrir mönnum varðandi þá
ráðdeild sem sér ofan í vegna skip-
ana orkumála og á ég þá við verð-
lagningu orkunnar. Ég fæ ekki betur
séð en að það hafi verið viljandi
stefnt að upp undir 400 millj. kr.
hallarekstri á Landsvirkjun á þessu
ári,“ sagði Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra m.a. á blaðamanna-
fundi í gær, þar sem hann kynnti
gjaldskrárhækkanir til orkuveitufyr-
irtækja.
Sverrir sagði, að á árinu 1982
hefði Landsvirkjun verið rekin
með 152 millj. kr. halla. Þrátt
fyrir ákvörðun um 31% heildsölu-
verðshækkun nú, þá stefni rekst-
urinn samt sem áður í 168,3 millj.
kr. halla á árinu.
Sverrir upplýsti einnig á fund-
inum að niðurgreiðslur á raforku
til húshitunar hefðu verið auknar
um 84,6%. Til niðurgreiðslna
hefðu 150 millj. kr. verið teknar
frá sérstaklega. Á fjárlögum eru
29 millj. kr. vegna olíustyrksnið-
urgreiðslna og 35 millj. vegna
niðurgreiðslna á raforku. Með
hækkun nú hefði þegar verið
ráðstafað 163 millj. kr. Hann
sagðist gera ráð fyrir að auka yrði
niðurgreiðslurnar eitthvað í nóv-
ember ef olíuverðshækkanir yrðu
að marki.
Skildi skó
sinn eftir á
innbrotsstað
INNBROTSÞJÓFUR nokkur gerði sig
heimakominn í húsi nokkru í Hafnar-
firði aðfaranótt föstudagsins. Ekki
hafði hann mikið upp úr krafsinu því
húsráðandi kom að honum og gerði sér
lítið fyrir og henti honum út. Þó hafði
„gesturinn" á brott með sér eitt par af
skóm húsráðanda en skildi annan sinn
eftir í sárabætur.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar f
Hafnarfirði mun maðurinn hafa
komist inn um glugga. Húsráðandi,
sem er á miðjum aldri, varð manns-
ins var um klukkan þrjú og hafði
engin umsvif, heldur henti mannin-
um út. Hann hringdi síðan á lögregl-
una, en þá var maðurinn á brott.
Eins og áður sagði hafði þjófurinn
ekki annað en skó húsráöanda upp
úr krafsinu og lét annan sinn eftir.
Maðurinn hafði ekki náðst síðdegis í
gær, en lögreglan hefur ákveðinn
mann grunaðan.
Dagvistargjöld
hækka um 10%
Menntamálaráðuneytið hefur ákveð-
ið 10% hækkun dagvistargjalda frá og
með I. ágúst næstkomandi. Gildir sú
hækkun fyrir þrjá næstu mánuði.
Samkvæmt því verða leyfileg há-
marksgjöld á dagvistum frá og með
1. ágúst sem hér segir: Leikskóli,
fjórar stundir á dag 1.210 krónur;
Leikskóli fimm stundir á dag 1.510;
Dagheimili fyrir forgangshópa 1.980;
Dagheimili annarra 2.970 krónur. Er
hér um mánaðargjöld að ræða.
INNLENTV
Sverrir sagði í lokin að gjald- eðið hefði verið að ekki yrði um
skrárverðhækkanirnar hefðu ver- frekari hækkanir að ræða fyrir 1.
ið sér ákaflega þungbærar, en ákv- febrúar 1984.
Kristinn K. Albertsson,
bakarameistari látinn
Kristinn K. Albertsson, bakara-
meistari, lést í Reykjavík þann 28.
júlí sl. 56 ára að aldri, eftir að hafa
átt við vanheilsu að stríða um nokk-
urt skeið. Kristinn lét jafnan mál-
efni stéttar sinnar til sín taka og var
m.a. lengi í stjóm Landssambands
bakarameistara og formaður þess í
mörg ár. Auk þess var hann lengi
fulltrúi bakarameistara hér á landi í
norrænum samskiptum.
Kristinn setti á stofn Álfheima-
bakarí og rak til dauðadags, jafn-
framt því sem hann ásamt fjöl-
skyldu sinni starfrækti eitt
stærsta bakarí hér á landi, Brauð
hf., þar sem nú starfa um 70
manns. Eftirlifandi eiginkona
Kristins heitins er Dýrleif Jóns-
dóttir, og áttu þau fjögur börn.
Kristinn Albertsson
Magnús Pétursson
tónlistarmaður látinn
MAGNÚS Pétursson, tónlistarmað-
ur er látinn 53 ára að aldri. Hann
varð bráðkvaddur síðastliðinn
fimmtudag.
Magnús var fæddur á Akureyri
12. febrúar 1930 og var sonur Rósu
Þorsteinsdóttur og Péturs Jónas-
sonar. Magnús ólst upp hjá móður
sinni á Akureyri og lauk gagn-
fræðaprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri. Síðan lá leið hans í
Tónlistarskólann í Reykjavík, þar
sem hann stundaði nám og lauk
hann söngkennaraprófi þaðan.
Hann stundaði síðan söngkennslu
við Melaskólann í Reykjavík til
dauðadags.
Magnús er sennilega þekktastur
fyrir undirleik sinn í morgunleik-
fimi útvarpsins, sem þeir Valdi-
mar Örnólfsson sáu um í meira en
tvo tugi ára. Þá lék Magnús tals-
vert í ýmsum hljómsveitum á
yngri árum sínum.
Eftiriifandi kona Magnúsar er
Magnús Pétursson
Ragnheiður Hannesdóttir og áttu
þau tvö börn, Rósu og Hannes.
Eiríkur Ormsson
fr.kv.stj.
EIRÍKUR Ormsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri í Keykjavík er látinn,
% ára að aldri. Hann lést í Reykja-
vík í gær.
Eiríkur fæddist 6. júlí 1887 og
var sonur hjónanna Orms Sverris-
sonar bónda á Efri-Ey í Meðal-
landi og Guðrúnar Olafsdóttur.
Eiríkur lauk trésmíðanámi í
Austur-Skaftafellssýslu og annað-
ist síðan byggingu rafstöðvarinn-
ar í Vík í Mýrdal undir stjórn
Halldórs Guðmundssonar, raf-
magnsverkfræðings. Hann var
síðan stöðvarstjóri rafstöðvarinn-
ar til 1918 er hann fluttist til
Reykjavíkur eftir námsferð til
Danmerkur og Þýskalands og
stofnaði fyrirtækið Bræðurnir
Ormsson ásamt Jóni bróður sínum
og rak hann fyritækið síðan, þar
til veikindi komu í veg fyrir það.
Eiríkur annaðist uppsetningu
fjölda vatns- og vindaflsstöðva
víða um land fyrr á öldinni.
Eiginkona Eiríks var Rannveig
látinn
Eirfkur Ormsson
Jónsdóttir frá Kirkjubæjar-
klaustri í Álftaveri, en hún er lát-
in. Þeim varð fjögurra barna auð-
ið, þriggja dætra og eins sonar og
áttu auk þess eina kjördóttur.