Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Allur þessi sandur, sandur og aftur sandur, vatnasvæði sem er ámóta langt á báöa kanta og Keflavíkurvegurinn eins og hann leggur sig og það sem rammar þetta magn- aða svæöi af er Vatnajökull annars vegar og Atlantshafíð hins vegar. Þó er það ævin- týralegast af þessu öllu að mönnum skuli hafa dottið í hug að sigra þetta landsvæði, veita ánum að eigin geðþótta, leggja veg niður hinn al- ræmda Seiðarársand til þess að sækja þangað flaggskip Hollands niður á 10—15 metra dýpi í sandinum á fjörukambinum. Gullskips- mennirnir eru engum líkir, þeir hafa tekið ástfóstri við það óleysanlega, og sjá fyrir endann á því. Margir hafa brosaö í kampinn yfír hug- myndum þeirra, þolinmæði, þrautsegju og áræði, en ósjálfrátt hafa menn hrifíst með. Ofurhugurinn laðar alltaf fram aðdáun og Gullskipsmenn eru dæmi- gerðir ofurhugar. Að koma stórvirkustu véltækjum landsins niður vatnasvæði Seiðarár, 700 tonnum af stál- þili og ramma þar af eins konar höfn á hafnlausum fjörunum, það framkvæma aðeins menn sem vita, vilja og þora. Þessir leikreyndu menn hafa marga hildi háð við erfíðar aðstæður, en þeir hafa verið svo lánsamir að sigrast á þeim öllum, fram- kvæma það á ströndum landsins sem flestir hafa tal- ið óframkvæmanlegt. Nú stefna þeir að Gullskipinu, Het Wapen van Amsterdam, og spennan eykst. Hvað kem- ur í Ijós þegar sandinum verður rutt til, gryfjan innan stálþilsins opnast? Þriggja mánaða törn á sandinum Um síðustu helgi fóru Gull- skipsmenn í viku leyfi eftir þriggja mánaða törn á sandinum. Það var kærkomið leyfi því sand- urinn er ógnvekjandi, auðnin svo mikil og víðáttan þar sem sandur og vatn berjast upp á líf og dauða. Krafturinn í vatnasvæði Skeiðar- ársands er gífurlega mikill og slík- ur kraftur reynir á menn til lengd- ar, tekur í þegar sandstormurinn drynur, þegar hafið tryllist við strönd og árnar taka í taumana. Við dvöldum með Gullskips- mönnum áður en þeir fóru í fríið. Það var létt yfir mannskapnum, markvisst unnið og það er seiglan sem gildir á sandinum. Það er slegið á létta strengi, talað um skipið langþráða eins og það biði undir fullum seglum á sínum stað í sandinum. Búðir Gullskips- manna eru á miðjum Skeiðarár- sandi, um 15 km sunnan við Skaftafell. Áður en maður sér trjónu kranans bera við himinn er unnt að heyra hamarshöggin, dyn- inn í stálinu sem mjakast þuml- ung fyrir þumlung með ógnar- höggum hamarsins, 15 metra langir renningar, eins metra breiðir, skríða ofurhægt ofan í sandinn og mynda nýja höfn fyrir Het Wapen van Amsterdam, möguleika til þess að aftur fljóti undir kjöl. Skeiðará tekin á sálfræðinni „Við tókum Skeiðará á sálfræð- inni í dag,“ sagði Gísli Sveinsson, einn af hinum eitilhörðu Gull- skipsmönnum. Áin þandi sig og allt var að fara úr böndunum, Stálþilið á fjörukambi Skeiðarársands, en það nær 15 metra niður f sandinn. Eftir er að loka einum enda þilsins, sem er 60x22 metrar á kant. Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson Hjá gullskipsmönnum á Skeiðarársandi „Spenningurinn er að aukast“ varnargarðar að falla, áin að ryðja öllu um koll og skapa mikinn vanda fyrir búnaðinn niðri á ströndinni. Með augum vatna- mannanna og stærstu ýtum lands- ins sáu þeir við henni, tóku hana á sálfræðinni, sefuðu hana svo hún ylli þeim ekki tjóni. í búðum Gullskipsmanna við Lækjarbakka á miðjum sandinum sér Anna um kallana sína, og í návist hennar kemst enginn upp með leiðindi þótt feginn vildi. Hún er eins og sólargeisli á sandinum, jafnvel þótt sótsvartur sandbylur- inn sé í sínum versta ham. Þær láta engan bilbug á sér finna, dæt- ur Skaftafells. Það var gestkvæmt daginn þann, 15 vinnandi menn i mat og slatti af gestum, sendiherra Hol- lands með fríðu föruneyti, og allir léku við hvern sinn fingur. Krist- inn Guðbrandsson hafði rásað með mannskapinn á vatnadreka Gullskipsmanna, þeyst eftir ströndinni og skipti engu hvort sandur eða vatn var fyrir, drekinn óð áfram, byltist út í mikilúðlega ósana án þess að hika, hjólin og skrúfan snerust í senn og síðan rann þetta ferlíki upp bakkann hinumegin eins auðveldlega og það væri skipulagt af almættinu. „Það er gríðarlegt vatnsmagn í Skeiðará“ En allt mannlíf á sitt ankeri og eitt af þeim ankerum Gullskips- manna er kempan Bergur Lárus- son frá Klaustri, upphafsmaður- inn að ævintýrinu, rólegur, athug- ull og yfirvegaður eins og sá sem er alinn upp við öfl náttúrunnar til allra átta. Enginn þekkir sand- inn eins vel og hann og sá sem kynnist sandinum í öllu sínu veldi veit best sjálfur um þá háskóla- menntun sem hann hefur. í bar- áttu við sandinn og vatnið er ekki hægt að læra eins og páfagaukur, taugar skynseminnar titra þar af átökum. „Spenningurinn er að aukast," sagði Bergur og brosti, „þetta er svolítið að færast nær markinu. En það er mikið verk eftir að reka niður, þetta er óvenjulega mikill rekstur. Það sér þó fyrir endann á því. Mesta jobbið er að koma járn- inu niður og víst er þetta búið að vera töluverð törn. Fyrst var þetta vegarlagningin, síðan að veita Skeiðará frá okkur og haida vatnasvæðinu í skefjum. Það þarf að hafa vakandi auga yf- ir Skeiðará og Skaftá og ef Skeið- ará sækir á leiðina niður eftir, þarf að veita henni frá einn gang- inn enn og útbúa eitthvað af görð- um. Það er gríðarlegt vatnsmagn í Skeiðará, hið mesta á Suðurlandi og mest er það í ágúst, svo við megum fara að vara okkur. Oft hefur það komið fyrir að 45 tonna ýta sem við notum meðal annars til þess að stjórna vatnsfallinu, hefur verið nær hálf á kafi við verkið. Einn daginn hækkaði til dæmis snarlega um 50 sentimetra í ánni, og þá voru góð ráð dýr, snör handtök skiptu öllu máli.“ Þilið stjórað af Það þarf að fylgjast með ánum einu sinni til tvisvar á dag svo að vatnið nái ekki að leika á Gull- skipsmenn. Nú styttist í að þilið lokist og þá liggur fyrir að stjóra það af svo að það leggist ekki saman þegar graf- ið verður innan úr. Stjórað verður af með stórum sandfylltum rörum og teinum þar á milli. f sumar hafa menn unnið að jafnaði frá klukkan átta að morgni til tíu á kvöldin og stundum lengur, en þótt ekki hafi alltaf verið hægt að vinna niðri á sandinum vegna veð- urs hafa menn getað sinnt öðrum verkefnum svo sem að lagfæra járnið i þilið, rétta og gera klárt en meira en helmingur járnsins í þilið var notað áður og þurfti mik- illar lagfæringar við. „Það er samtaka lið hérna," sagði Bergur, „léttur andi í mannskapnum og allir mjög Þ* Þilið rammar af svæði sem er eins og meðalstór höfn úti á landsbyggðinni, enda var Het Wapen van Amsterdam ekki af minni gerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.