Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 3 Sigurey SI 71 togari Hraðfrystihúss Patreksfjarðar þar sem hann lá bundinn við bryggju á Patreksfirði í síðustu viku. MorgunblaðiA/HBj: Patreksfjörður: Togarinn „FRAMTlÐARLAUSN á vanda fyrirtækisins er ekki fundin en unn- ið er hörðum höndum að því að finna hana, en það tekur lengri tíma. Stefnt er að því að búið verði að leysa málið fyrir septemberlok," sagði Jón Kristinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf., í samtali við Mbl. síðdegis í gaer. Jón sagði að allar líkur væru á því að Sigurey, togari fyrirtækis- ins, færi til veiða þá um kvöldið. Verið væri að greiða sjómönnun- til veiða? um laun og byrjað að dæla olíu á skipið. Togarinn hefur legið bundinn við bryggju á Patreksfirði á tólfta sólarhring en eftir að skipið kom til Patreksfjarðar úr góðri þorsk- veiði til að landa hefur það ekki komist aftur til veiða vegna olíu- og launaskulda útgerðarinnar. Jón sagði að hráefni væri tryggt til vinnslu í frystihúsinu fram eft- ir næstu viku, væri það bæði afli línubáta og eins væri fiski ekið frá Bíldudal til vinnslu í frystihúsinu. Veidin í rénum í Norðurá „VEIÐIN hefur minnkað nokkuó aó undanrórnu, veður hefur verió leiðinlegt og áin vatnsmikil. Þá hafói gengió óvenjulega lítið af laxi upp fyrir Laxfoss allt fram til 20. júlí, eða aóeins um 200 fiskar," sagói tíðindamaður í veiðihúsinu við Norðurá í gær. Þá voru komnir um 1150 laxar á land af aðalsvæði árinnar, 84 laxar til viðbótar af Munaðarnessva'ðinu og nokkrir laxar fyrir ofan Króksfoss. Mikill lax hefur verið í ánni fram að Laxfossi og óvenjulega mikið við Munaðarnes það sem af er sumri, þar veiddist síðast 26. júlí og þá 3 laxar. Stærsti laxinn í sumar veiddist þar. 18 punda lax sem Jakob Hafstein veiddi á græna Frances nr. 6. Síðustu dagana hefur laxinn ver- ið að taka við sér og ganga upp fyrir Laxfoss, þannig höfðu milli 500 og 600 stykki „skráð sig“ í teljaranum í Laxfossi í gær. Lít- ið veiðist nú af nýrunnum laxi og yfirleitt er hann smár sem á land kemur nú orðið, 3—6 pund. Vænni var hann þó framan af og meðaiþunginn er nálægt 6 pund- um. Það bar til tíðinda fyrir nokkrum dögum, að selur var að spóka sig á laxveiðum í Stekkn- um, neðarlega í Norðurá. Menn voru fengnir til að vinna varg- inn, en hann hafði séð sig um hönd og horfið sjónum. Má búast við því að hann sé að hrella laxa og laxveiðimenn í Hvítá þessa dagana. Annars hefur verið óvenjulega mikið um seli í lax- veiðiám hérlendis í sumar og því einu um að kenna að laxgengd hefur verið með meira móti. Sel- ur var unninn í Þverá- fyrir skömmu og allt að fimm stykki hafa þreytt kappsund við laxa í Soginu að undanförnu. Hörkugott í Hrútu Veiðin í Hrútafjarðará hefur tekið mikinn kipp, þannig voru um miðja vikuna komnir milli 110 og 120 laxar á land á tvær stangir og er það miklu meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Veiðin hefur farið í hátt á þriðja tug laxa á tveimur dögum og margt af þessu er stórlax. Sá stærsti til þessa var 18 punda, en all margir 14—16 punda fiskar hafa náðst á land, ekki síst að undanförnu og er mál manna að laxinn hafi verið óvenjulea fal- legur að undanförnu. Nokkuð hefur borið á sel í ósnum, en þeir hafa látið vera að synda upp ána. Lignan Sabbiadoro? Látíu ekki tilviljun ráða ferðavali þínu. Öllum, sem til þekkja ber saman um að Lignano sé sumardvalarstaður í hœsta gœðaflokki. Af hendingu tókum við nokkra farþega tali í Lignano 26. júlí sl.: Viö höfum áöur komið til Ítalíu, en þetta er yrsta dvölin okkar hér. Okkur finnst Lignano rábær staður aö öllu leyti, og betri gististaö en DLIMPO gætum viö ekki kosið. Umhverfiö hér er -ndislegt og hreinlæti og smekkvísi í sérflokki. •lér er allt af öllu til aö tryggja dýrlegt sumar- eyfi. Vonum bara aö viö komumst aftur meö Jtsýn sem fyrst. Guölaugur Long, trésm.meistari og frú Svanhildur Geirarósdóttir, Reykjavegi 70, Mosfellssveit. ,Viö höföum heyrt aö Lignano væri bara jölskyldustaður og lítið skemmtanalíf, en jað er skrýtið fólk, sem heldur því fram. Dkkur finnst staöurinn æöislegur í alla staöi, fullt af ungu fólki, diskótekin frábær, ströndin sú bezta, maturinn algjört namm- íamm, stórgóöar verslanir og allt svo fal- egt og skemmtilegt." Mjöll Daníelsdóttir, 18 ára nemi og Guðrún Klara Sigurbjörnsd., 17. ára nemi, Reykjavík. „Þetta er fyrsta feröin mín, og hún er stór- kostlegt ævintýri. Ítalía er unaöslegt sumar- leyfisland vegna feguröar sinnar og listar. Hér hjá Útsýn í Lignano hefur allt staöist hundraö prósent, og kynnisferðirnar til Feneyja og Austurríkis veröa ógleymanlegar. Farþegar mega vera þakklátir Útsýn fyrir þá frábæru aöstööu sem þeir njóta hér meö bestu kjör- um. Oddný Aðalsteinsdóttir, frú, Dísarási 11, Reykjavík. „Ég hef áöur veriö í sumarleyfi á Mallorca, sem var ágætt. En þessi staöur býöur upp á allt, hér er allt miklu vandaöra, ferskara og hreinna og nóg viö aö vera á nóttu sem degi. Hér er maturinn frábær, vín og bjór ódýrt. Hér eru allra handa diskótek, jazzklúbbar, næt- urklúbbar, músík á kvöldin undir beru lofti, sirkus og skemmtigaröur og allt iöandi af lífi, ef maöur bara ber sig eftir því. Staöurinn er frjálslegur og opinn meö fullt af nýjungum og ungt fólk finnur hér nóg viö sitt hæfi. Lignano er staöur fyrir þá sem velja þaö bezta.“ Stefán Magnússon, nemi, Garðsenda 13, Reykjavík. Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611 og 20100. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. 16. ágúst — uppselt 23. ágúst — 2 eöa 3 vikur 30. ágúst — 2 vikur 2. ágúst — 1 eöa 3 vikur uppselt í 2 vikur 9. ágúst — 2 eöa 3 vikur mM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.