Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 BILL HINNA VANDLATU [ulHEKLA 2 " Laugaveqi 170 * 172 Sír HF Sími 21240 „Frjáls eins og fugl“ 6.—27. september Ferðin sem farin verður til Mallorca með kátt fólk á besta aldri. Dvalið verður á íbúðabótelinu JARDIN DEL SOL í Santa Ponsa. Hermann Ragnar Stefánsson verður farþegum til halds og trausts á staðnum allan tímann. Dagskrá er þegar skiþulögð. Hermann fer í stuttar gönguferðir, befur daglega samverustund, beldur kvöldvökur, sþilakvöld og margt fleira. ■j I "• ' Tveir íslenskir listamenn í Kaupmannahöfn Svo sem frá hefir verið skýrt í fréttum, stendur nú yfir sýning i myndverkum Ásgríms Jónssonar listmálara. Ásgrímur var einn hinn mikilvirkasti í hópi brautryðjenda ís- lenskrar myndlistar. Um Ásgrím og störf hans hefir margt verið rætt og ritað. Um ferðir hans um fjöll og skóga, ist hans i nittúru landsins, yndi hans af sígildri tónlist, vist hans í Húsinu i Eyrarbakka, nims- dvöl í Kaupmannahöfn og kynni af listamönnum. Um þi er vilja fræðast um Ásgrím vísast til bóka Tómasar Guðmundssonar og Björns Th. Björnssonar til frekari fróðleiks og skemmtunar. Þi má minna i, að frænka Ásgríms, Bjarnveig Bjarna- dóttir, vann af alúð og einlægni að varðveislu mynda hans og muna. Er nú séð fyrir því að skólanemendur eigi greiðan aðgang að safni Ásgríms og safn hans er einnig opið almenn- ingi. Myndin sem birtist með línum þessum er tekin í Kaupmannahöfn þá er Ásgrímur dvaldist þar við nám. Með Ásgrími er ungur Vest- manneyingur, sem var þar við nám um þær mundir. Engilbert Gislason, sem stendur við hlið Ás- gríms, var sonur Gísla Engilberts- sonar, verslunarstjóra í Vest- mannaeyjum. Jón Torfabróðir, er svo var nefndur, skáld gott á lið- inni öld, vissi um löngun Gisla, föður Engilberts, til þess að læra að draga til stafs, eins og það var kallað. Gaf hann Gísla forskrift, skrifaði á laust blað: „Leiki þér í lyndi lukka, friður, yndi alla ævitíð.” Þótti það rætast. Gisli veitti forstöðu Tangaversl- un í Eyjum, og kom viða við sögu Eyjanna. Kona hans var Ragn- hildur Þórarinsdóttir, ættuð frá Eyvindarmúla. Engilbert, sonur Gísla, gerði meira en að læra að draga til stafs. Hann lauk námi í húsamálun og braust síðan til frekari menntunar. Nam hann í Kaupmannahöfn, en kom síðan til starfa heima. Stundaði hann iðn sína, húsamálun, en vann jafn- framt að listmálun, er var hans helsta hugöarefni. Munu Vest- manneyingar minnast margra mynda hans. Systkini Engilberts voru Guð- finna, kona Halldórs raffræðings Guðmundssonar, Katrín, kona Páls Ólafssonar verslunarmanns, Þórarinn, gjaldkeri á Lundi í Vestmannaeyjum og Elínborg, kona Þorsteins útvegsbónda og formanns í Laufási. Pétur Pétursson þulur Kjörorð ferðarinnar og lag verður: „ÉG KÝS AÐ FLAKKA UM HEIMINN OG FARA MÍNA LEIÐ:“ „FiyÁLS EINS OG FUGL.“ Vélstjórafélag Suðumesja: Mótmælir bráða- birgðalögunum Á ALMENNUM fundi í Vélstjórafé- lagi Suóurnesja, sem haldinn var 16. júlí sl., voru samþykkt mótmæli við bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 27. maí sl. 1 ályktun sem Mbl. hefur borist frá Vélstjórafélagi Suðurnesja, segir m.a., að stjórnvöldum megi vera ljóst, að launþegahreyfingin geti ekki unað við þá mannrétt- indaskerðingu sem í þessum lög- um felist og einnig teldi fundur- inn, að ríkisstjórnin ætti nú þegar að afnema þessi lög, en hefja síðan viðræður við verkalýðshreyfing- una um leiðir út úr þeim efna- hagsvanda sem fyrir hendi er. í ályktuninni segir einnig, að eigi verkalýðshreyfingin að standa undir nafni, bæri að bregðast við þessum lögum á markvissan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.