Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLl 1983
Gengur illa að ná endum saman
— viðtöl við
verslunarfólk
Frídagur verslunar-
manna er á mánudag-
inn, en verslunar-
mannahelgin er fyrir
iöngu orðin ein helsta
ferðahelgi allra lands-
manna, hvort heldur
verslunarmanna eða
annarra. En hvað segir
verslunarfólk sjálft um
líf og starf? Mbl. rabb-
aði stuttlega við
nokkra félaga í Versl-
unarmannafélagi
Reykjavíkur um kaup
og kjör og sjálfan frí-
daginn.
Guðlaugur Pálsson,
afgreiðslumaður
„Mér líkar vel við starfið og
það er ágætt að vera í V.R., þótt
ég geti nú ekki sagt að ég taki
mikinn þátt í félagsstarfinu þar.
Ég er hins vegar ekki ánægður
með samningana við verslunar-
fólk, og finnst þeir mættu vera
betri. Endar ná alls ekki saman,
og eina lausnin er að vinna auka-
vinnu annars staðar. Ég er samt
sem áður bjartsýnn á lífið og til-
veruna og trúi því að úr fari að
rætast fljótlega."
En hvað með helgina?
Guðrún Gísladóttir
„Mér finnst ég eiga helgina
fremur en annað launafólk og
ætla að gera mér glaðan dag og
stefni á að fara í Galtalæk."
Brynjar Harðarson
„Við vinnum hér frá níu til sex
og er það ágætur vinnutími, og
engum vandkvæðum bundið að
komast frá, ef þess þarf. Samn-
ingana líst mér ekkert á , og ég
held að fólk sé ekki búið að átta
sig á því að í október verður
meiri kjaraskerðing en nú er
þegar orðin. Þetta er sérstaklega
slæmt fyrir ungt fólk, sem
margt stendur í húsbyggingum.
Það á í erfiðleikum með að
greiða aftur verðtryggð lán þeg-
ar kaup hækkar ekki að sama
skapi. Þetta á eftir að koma við
marga, bæði verslunarfólk og
aðra. Mér gengur ágætlega að ná
endum saman eins og er, enda
Brynjar Harðarson
vinnur konan líka úti. En hvað
verður, veit maður ekki.“
Hvernig leggst helgin í þig?
„Ja, ég held að það hafi skap-
ast hefð með þessa helgi og hún
sé fríhelgi allra landsmanna,
ekkert frekar okkar verslunar-
manna. Ég hef hug á að bregða
mér út fyrir borgarmörkin í frí
um helgina með regngallann!"
Guðrún Gísladóttir,
skrifstofustúlka
„Þetta er ágætis vinna, og nú
yfir sumartímann er unnið frá
klukkan átta til fjögur. Ég er fé-
lagi í V.R. en tek ekki mikinn
þátt í féiagsstarfinu, en það er
bara sjálfri mér að kenna. Um
samningana veit ég í raun ekki
mikið, en mér finnst alveg af og
frá að allt skuli hækka nema
launin. Ég er að byggja og það
Kagnar Laufdal
gengur erfiðlega, en verður
sjálfsagt ennþá erfiðara innan
tíðar þegar verulega fer að
kreppa að. Þetta væri allt í lagi
ef þeir skæru niður allt, en að
hækka allt nema launin er ótækt
og ef þeir halda þessu áfram,
hættir maður að horfa björtum
augum á framtíðina.
Það er ágætt að fá frí um
þessa helgi, en mér finnst ég þó
ekkert eiga neitt frekar í henni
en annað fólk. Ég held að ég fari
samt ekki út úr bænum um helg-
ina.“
Ragnar Laufdal,
sölumaður
„Starf mitt byggist að miklu
leyti á hlaupum um bæinn og
kann ég ágætlega við það og lík-
ar starfið vel. Maður er auðvitað
aldrei ánægður með kaup og
kjör, en sættir sig við það eins og
Guðlaugur Pálsson
annað. Ég býst ekki við því að
fólk hafi efni á því að fara í
verkfall, þótt samningarnir séu
ekki samkvæmt óskum. Það
verða væntanlega átök þegar
samningar verða lausir, og ef-
laust erfitt að semja, en það þýð-
ir ekkert annað en að vera
bjartsýnn. Mér finnst fólk vera
orðið bjartsýnna en áður, hvern-
ig sem á því stendur, en ástandið
á sjálfsagt eftir að versna.
Kjaraskerðingar bitna alltaf á
sama fólkinu, þeim sem lægst
eru launaðir og aukavinna er oft
Iausnin til að fá enda til að ná
saman, og maður tekur þá vinnu
sem býðst.
Helgin leggst vel í mig og það
er ágætis tilbreyting að gefa öll-
um landsmönnum frí í eihn dag.
Ég býst við að fara út úr bænum
og vona að menn geti gert sér
glaðan dag, þrátt fyrir slæmt
veður."
Keflavíkurflugvöllur:
NATO tekur í notkun nýja
fullkomna fjarskiptastöð
Ný rjarskiptastöö, í eigu Nato, var
formlega tekin í notkun á Keflavík-
urvelli á fimmtudaginn. Tekur hún
viö af bráðabirgðafjarskiptastöð í
eigu varnarliðsins, en undirbúningur
að byggingu varanlegrar fjarskipta-
stöðvar hófst fyrir tíu árum.
Ford Aerospace Corporation
hannaði stöðina og var hún byggð
af íslenskum aðalverktökum, og
var kostnaður 10 milljón dollarar.
Að sögn Phil Howard yfirmanns
stöðvarinnar er þetta ein full-
komnasta fjarskiptastöð af þessu
tagi sem til er í heiminum í dag,
en á næstunni munu álika stöðvar
verða teknar í notkun í öllum
aðildarlöndum Atlantshafsbanda-
lagsins. Stöðin er tölvustýrð og
sendir hún skeyti og talað mál á
augabragði með tvítöiutáknum i
gegnum gervihnött milli NATO-
ríkja og -stöðva. Á móttökustöð er
svo tvítölutáknið þýtt aftur, sam-
stundis, en óviðkomandi aðilum er
útilokað að komast inn í þessar
sendingar.
Phil Howard sagði að með til-.
komu þessara stöðva væri verið að
tryKftja hraðara og öruggara fjar-
skiptasamband miíli NATO-landa
en hefði áður verið. Stöðin er knú-
in rafmagni og eru tvær kraft-
miklar vararafstöðvar sem taka
sjálfkrafa við orkuframleiðslu ef
rafmagnslaust verður. Tölvueftir-
lit er með öllum bilunum og vara-
kerfi tilbúið að taka við þannig að
samband milli stöðva slitnar aldr-
ei.
Verkalýðsfélag Akraness:
Sjómenn á atvinnuleysisskrá en
margir bátar bundnir við bryggju
„ÞAR SEM komið hefur í ljós, að
atvinnuleysi hefur aukist all veru-
lega hér á Akranesi í sumar og eru
nú skráðar atvinnulausar milli
50—60 manneskjur og hluti þeirra
eru sjómenn. Á sama tíma liggja
hér margir bátar bundnir við
bryggju og eru ekki gerðir út,“
segir í ályktun sem Mbl. hefur
borist frá Verkalýðsfélagi Akra-
ness. I ályktuninni segir einnig:
„Því vill fundur í Verkalýðsfélagi
Akraness, haldinn 21. júlí 1983,
skora á Atvinnumálanefnd bæjar-
ins og atvinnurekendur á Akra-
nesi, að vinna að því, að lagt verði
kapp á það, að láta atvinnutæki
bæjarbúa ganga, svo þær launa-
skerðingar, sem bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar hafa lagt á
launafólk, komi ekki til viðbótar
auknu atvinnuleysi og almennum
vandræðum sem virðist stefna að í
hér í bæ ef fram heldur sem horfir
með atvinnuástandið."
Egilsstaðir:
Skemmtileg vinna
þrátt fyrir álagið
segja Margrét Þórarinsdóttir og Guðrún
Jónsdóttir í söluskála KHB
f söluskála Kaupfélags Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum er oft þröngt á
þingi og mikið verslað, einkum um
helgar þegar margir eru á faralds-
fæti og vegmóðir orðnir. Þá getur
verið freistandi að staldra við og fá
sér hressingu, jafnvel þótt biðraðir
reyni oftast verulega á þolrif ferða-
langsins.
í söluskála KHB vinna þær
stöllur Margrét Þórarinsdóttir og
Guðrún Jónsdóttir. Margrét er
nemandi í ME, en hefur unnið 1
söluskálanum undanfarin sumur,
en Guðrún hefur starfað þar í
tæpt ár.
„Það er ágætt að vinna í sjoppu,
en við ætlum nú samt ekki að gera
það að ævistarfi," segja þær stöll-
ur.
Er kaupið gott?
„Það er bærilegt, um 15 þúsund
krónur á mánuði. En þetta getur
verið mikið puð, sérstaklega yfir
háferðamannatímann."
Þið vinnið á vöktum, er það
ekki?
„Já, og kunnum vel við vakta-
vinnufyrirkomulagið. Við erum
yfirleitt fjórar til fimm á vakt
hverju sinni nema um verslun-
armannahelgina auðvitað, þá er-
um við helmingi fleiri og veitir
ekki af.“
Verðið þið að vinna um helgina?
„Já,“ segir Margrét, „ég verð að
vinna mest alla helgina og hvíli
mig svo við heyskap milli vakta."
„Ég er að byrja í sumarfríi nú
um verslunarmannahelgina," seg-
ir Guðrún, „kannski fer ég eitt-
hvert norður í land.“ — Ólafur
Guðrún Jónsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir í söluskála KHB.
Morgunbladið/ ólafur