Morgunblaðið - 30.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
31
Tryggvi Gunnarsson
Akureyri - Minning
Fæddur 16. október 1917
Dáinn 17. júlí 1983
Þriðjudaginn 2. ágúst verður
jarðsettur frá Akureyrarkirkju
Tryggvi Gunnarsson, eiginmaður
Lóu móðursystur minnar.
Svo langt sem ég man aftur í
bernsku mína, eru sumardvalirnar
hjá Tryggva og Lóu á Krónustöð-
um sem árviss fagur punktur í
minningu minni, þar sem staða
Tryggva er ekki einungis að vera
eiginmaður móðursystur minnar,
heldur frekar elskulegur frændi
og fóstri, byggð á þeim tryggðar-
böndum sem tengja saman tilveru
barnsins og hins ábyrga velvilja
fullorðins manns.
Sem borgarbarn, fávíst um hina
gjörólíku tilveru sveitalífsins,
minnist ég Tryggva sem hins sí-
vakandi góðviljaða og umburðar-
lynda leiðbeinanda sem ávallt var
til taks til að leysa úr þeim vanda-
málum sem í því nýstárlega um-
hverfi birtust. Úr því leysti hann
af alúð og ómeðvitaðri rósemi,
þannig sem af myndaðist sam-
band sem skapaði gælunafn mitt á
honum, sem var „pabbi minn á
meðan" sem ég notaði fram eftir
barnsaldri og oft sfðan rifjaði upp.
Eftir að Tryggvi og Lóa fluttust til
Akureyrar fluttust sumarheim-
sóknir mínar einnig þangað, og
naut ég þar áfram sömu umönn-
unar og góðvilja sem áður hafði
verið. Aðnjótandi sömu hlýju og
gestrisni sem ég hafði áður þekkt.
Eftir að ég eignaðist fjölskyldu
hafa heimsóknirnar til Akureyrar,
sem sakir fjarlægðar hafa verið
allt of fáar, verið tilhlökkunarefni
allrar fjölskyldunnar í heild, og
hún notið þar hvlldar og vináttu
sem nú af heilum hug er þökkuð.
Tryggvi fæddist á Helgastöðum
í Eyjafirði hinn 16. dag október-
mánaðar 1917, sonur Albínu
Kristjánsdóttur og Gunnars Sig-
fússonar sem síðar bjuggu á Hrís-
um og þannig ólst Tryggvi upp f
fegurð og kyrrð þessa héraðs, sem
vafalaust hefur mótað hugarfar
hans og viðhorf hans á lffsleiðinni
og má segja að Eyjafirðinum hafi
hann helgað starfskrafta sína.
Þann 18. desember 1941 kvæntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ólöfu Ragnheiði Helgadóttur,
fósturdóttur hjónanna Guðbjarg-
ar Friðriksdóttur og Magnúsar
Hólm á Krónustöðum hinum meg-
in Eyjafjarðarár, og hóf hann þar
búskap á móti tengdaforeldrum
sínum, þar til hann mestmegnis
vegna heilsubrests fluttist til Ak-
ureyrar árið 1967 og hóf störf hjá
efnaverksmiðjunni Sjöfn, þar sem
hann starfaði óslitið þar til fýrir
rúmum 2 árum að hann varð að
hætta sakir hratt þverrandi
heilsu. Tryggvi var maður elju-
samur alla sína tíð og féll lítt verk
úr hendi. Auk sinna föstu starfa
stundaði hann þá aukavinnu sem
til féll og sást oft lítt fyrir hvort
hún félli við heilsu hans eður ei.
Þannig að þá er kraftar höfðu nær
horfið kunni hann illa iðjuleysi og
fékkst þá aðallega við bókband
heima hjá sér, og vann einnig þau
störf af þeirri vandvirkni og
trúmennsku sem honum var töm.
Enda þótt gestsauganu og hin-
»4» • Í
SfatgtmMiifrife
Metsölublad á hverjum degi!
Framdrlfslokur - Aflstýrl - Utað gler - Rúllubeltl •
upphltuö afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á
afturrúðu - o.m.fl.
Verð frá kr. 514.000
(Gengi 31.5. ’83)
m
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
um aðvífandi kunni að þykja feg-
urð heimahaga Tryggva heitins
mikil, þá er sömuleiðis innbyggj-
endunum þar lífsbaráttan oft jafn
hörð, svo varð og þeim Tryggva og
Lóu, þrátt fyrir gott land verður
alltaf vinnutími bóndans ómældur
og hvíldardagarnir af skornum
skammti og bæði urðu að vinna
eftir þeim lögmálum.
Barnahópurinn varð stór, alls
tíu börn, af þeim eru átta á lífi:
Gunnar Hóím, bílasali; Júlíana
Helga, húsfreyja og verslunar-
maður; Magnús Þór, bílstjóri; Jak-
ob Sigfús, verkstjóri á Bjargi;
Ragnar Aðalsteinn, verkstjóri í
Sana; María Ingunn, húsmóðir;
Guðbjörg Ragnheiður, tækni-
teiknari og Helgi Hólm, prent-
nemi. Látin eru Guðbjörn Albert
og stúlkubarn er dó í frum-
bernsku. Tryggvi átti til að bera
hógværa glaðværð og ríka kímni-
gáfu. Hann var músíkalskur og
söngmaður góður og vel hagmælt-
ur, en flíkaði því lítt. Hann var
maður mikillar stillingar og kom
það sér vel fyrir fjölskylduna þá er
snöggir og harðir stormbyljir
dundu yfir, þá sérstaklega við hið
snögga og óvænta lát sonar hans,
Guðbjarnar, fyrir 7 árum. Einnig
varð hann að horfa á eftir 4
barnabörnum sínum á vit eilífðar-
innar og finnst mér viðhorf
Tryggva til eilífðarmálanna koma
vel fram í eftirfarandi Ijóðlinum
þá er hann kvaddi i hinsta sinn
dótturson sinn, Tryggva, er lést
eftir langvarandi veikindi:
„Glaður og reifur
gekkst þú á enda
götuna þína
Hljómur í hverju spori
lifandi minning um liðnar stundir
Ég læt mig dreyma um endurfund.”
Og nú eru endurfundirnir við
hina horfnu upprunnir.
Lát Tryggva aðfaranótt 26. júlí
kom ekki á óvart. Við höfum fylgst
með honum heyja langt, erfitt og
hægfara dauðastríð sem hann hef-
ur háð með stillingu. Ég kveð
Tryggva með þakklæti fyrir sam- •
fellda góðvild og gestrisni og vin-
áttu við mig og fjölskyldu mína og
óska honum guðs blessunar og
góðrar heimkomu. Ég færi Lóu,
börnum hennar, tengda- og barna-
börnum innilegustu samúð mína,
eiginmanns míns og dætra og
óskum við þeim blessunar og
styrktar hins almáttuga.
Helga Kristín Jónsdóttir
8 daga ævintýr afer ðir
14.—21. ágúst
með ARNARFL UGI
Flogið verður til ZURICH með ARNARFLUGI.
Flutningur til ogfrá KLOTTENFLUG VELLI við Zurich.
Gisting á 3ja stjömu hóteli með bálfu fœði.
Gönguferðir með leiðsögumanni.
Aðgangur að sundlaug.
Frjáls aðgangur að ALPINE-FJALLAKLÖFUNUM.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
Sviss er
þess virði
FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633