Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983
3
Deilurnar í Þingvallastræti 22:
Vitnaleiðslur um
birtingu Hæsta-
réttardóms í dag
í DAG verður tekið fyrir í
fógetarétti á Akureyri, hvort
löglega hafi verið staðið að birt-
ingu dóms Hæstaréttar vegna
deilna eigenda hússins Þing-
vallastrætis 22 á Akureyri. Dóm-
urinn var kveðinn upp 25. marz
síðastliðinn, en samkvæmt hon-
um skyidu eigendur íbúðar á
miðhæð hússins, þau Ólafur
Rafn Jónsson og Danielle Som-
ers Jónsson, verða á brott úr
íbúð sinni þann 9. júlí síðastlið-
inn vegna yfirgangs við aðra
íbúa hússins.
Hjónin búa enn í íbúð sinni þar
sem þau héldu þvi fram að úr-
skurður Hæstaréttar hefði verið
ranglega birtur; að aðeins einn
stefnuvottur hafi verið til staðar
við dómsbirtingu. Þetta kærðu
þau en fógetaréttur synjaði þeim
um að taka málið fyrir. Þau kærðu
synjun fógetaréttar til Hæstarétt-
ar, sem úrskurðaði síðastliðinn
þriðjudag, að fógetaréttur skyldi
taka fyrir hvort dómsbirtingin
væri lögmæt eða ekki.
Vitnaleiðslur um hvernig dómur
Hæstaréttar var birtur hjónunum
þann 9. apríl síðastliðinn fara því
fram fyrir fógetarétti á Akureyri í
dag.
Fiskimjölsverksmiðjur:
Orkusparnaður af
hökkun hráefnis
SKLUAKKAVÉL hringormanefndar
hefur að undanfornu verið reynd við
Fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti. Þar
hafa verið gerðar tilraunir með hökk-
un á hráefni til bræðslu, sem að sögn
Jónasar Jónssonar, framkvæmda-
stjóra, spara nokkra orku, sérstaklega
við suðu.
Jónas sagði ennfremur, að hakka-
vélin sem slík hefði reynzt mjög vel,
en virtist ekki heppileg til að hakka
þann fiskúrgang, sem verksmiðj-
unni berst venjulega. Sagði hann, að
nokkuð væri um aðskotahluti í úr-
ganginum, málm og grjót, sem væri
óheppilegt fóður fyrir hakkavélina.
Verksmiðjunni bærist daglega of
mikið magn hráefnis til þess að
hægt væri að hreinsa það af þessum
aðskotahlutum. Hann sagði það
hins vegar ljóst, að um nokkurn
orkusparnað yrði að ræða við hökk-
un hráefnisins og yrði tilraunum í
þá átt haldið áfram.
Að sögn Jóns Reynis Magnússon-
ar, forstjóra Síldarverksmiðja rikis-
ins, hefur hráefni í nokkrum verk-
smiðjum fyrirtækisins verið hakkað
með góðum árangri. Sagði Jón, að
það væri ljóst að minni orku þyrfti, |
einkanlega við suðu, væru hráefn- j
isstykkin smærri. Hefðu Síldar-
verksmiðjurnar sjálfar smiðað
hakkavélar til þessara nota og jafn-
vel selt þær til annarra aðila. Hér
væri um orkusparnað að ræða, hve
mikinn væri ekki fyllilega ljóst, og
því sjálfsagt að reyna þetta.
Blaðberarnir í Dýragarðinum I góðum félagsskap. Þau eru f.v.: EKn úr Garðinum, Hildur frá Þorlákshöfn, Sigurður úr
Kópavogi, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, fréttaritari Mbl. (á bak við), Ríkharður frá Ólafsvfk, Svanfrfður frá ísafirði, Jón úr
Reykjavik, Hafdís frá Hellissandi og Kolbrún úr Vestmannaeyjum. MorgunblaAið/ Viktor Urbancic.
Blaðberar Morgunblaðsins:
Sólin sleikt í 30 stiga hita
í FYRRADAG skein sólin glatt á
blaðbera Morgunblaðsins í heim-
sókn þeirra til Kaupmannahafnar,
enda var þá heitasti dagur sumarsins
í Kaupmannahöfn, 30 stiga hiti. Að
sögn Viktors Urbancic, starfsmanns
Mbl. sem er með krökkunum í ferð-
inni, sleiktu krakkarnir þá sólina á
ströndinni fram eftir degi.
I gær fóru þau í dýragarðinn
með Guðrúnu Láru Ásgeirsdóttur,
fréttaritara Morgunblaðsins, og
skoðuðu hann fram eftir degi. Sfð-
an var farið f búðir og eftir kvöld-
mat fór hópurinn að skoða Sívala-
turninn. Hópurinn er væntanlegur
heim í dag en Viktor sagði að
blaðberarnir skemmtu sér svo vel
að þau vildu helst fá að vera lengur
í Kaupmannahöfn.
Italskt beitiskip í
heimsókn í Rvík
í GÆRMORGUN lagðist
ítalska beitiskipið „Caio Duilio'*
að bryggju í Sundahöfn. Skipið
var sjósett 22. desember árið
1962 og var það fyrsta beitiskip-
ið sem ítalir smíðuðu síðan
seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Það var skýrt í höfuðið á einum
frægasta hermanni Rómverja,
Gaius Duilius, en ekki er vitað
með vissu hvernær hann fædd-
ist.
Áhafnarmeðlimir Caio Duilio
eru 550 talsins og eru þar af 100
sjóliðsforingjaefni. Skipið er
hingað komið frá Gautaborg í
Svíþjóð og héðan fer það til
Skotlands á þriðjudaginn.
Það kom fram á blaðamann-
fundi, sem haldinn var um borð í
skipinu í gær, að yfir sumar-
mánuðina er það notað til þjálf-
unar fyrir liðsforingjaefnin og
áhöfn skipsins í flotaaðgerðum.
Á veturna er það hins vegar með
ítalska flotanum við Miðjarðar-
hafið og þá aðallega við Gíbralt-
ar.
Það mátti heyra á yfirmönn-
um skipsins að þeim fynndist
það mikil viðbrigði að koma
hingað, ekki einungis vegna þess
að hér væri mun kaldara en í
heimahögum þeirra við Miðjarð-
arhafið, heldur einnig vegna
þess að hér væri síbreytilegt
veður. Einnig áttu þeir von á því
að sjá ísjaka á leið sinni en enga
slíka var að sjá!
„Caio Duilio" er engin smá-
smíði, en fullhlaðið vegur það
6.800 tonn. Það er 150 metrar á
lengd og 18 metrar á breiddina.
Hraði þess getur orðið allt að 30
hnútar og er vélarafl þess um 60
þúsund hestöfl. Ekki er beiti-
skipið með öllu án vopna og er
það m.a. búið eldflaugum. Þá eru
einnig tvær þyrlur um borð.
Skipið verður almenningi til
sýnis á sunnudag og mánudag
frá kl. 15 til 17, en það heldur til
Edinborgar á þriðjudag sem fyrr
segir.
er að finna í fleytum
m
Sér inn i brú Caio Duilio og er þar ýmialegt aem ekki
þeim sem við íslendingar síghim.
Einn skipverjanna býr sig undir að blása í lúður spotskur á svip.