Morgunblaðið - 13.08.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.08.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 15 Frá Hólum í Hjaltadal, en Hólahátíð verður haldin á morgun, sunnudag. Sr. Vigfús Þór Árnason Menningarmiðstöðvar kirkjunnar legum rétti þeirra, með því að verkföll megi samþykkja með at- kvæðagreiðslu á almennum fé- lagsfundi í verkalýðsfélögunum. Allir vita að slíkir fundir, svo sem flestir aðrir fundir, eru lítið sóttir. Ljóst er að þetta fundarform er fyrir löngu gengið sér til húðar. Engu að síður er það staðreynd að slíkur fundur hefur úrslitavald um boðun svo afdrifaríks máls sem verkfall óneitanlega er. Það er staðreynd að aðstæður launþega hafa breyst svo gífurlega á síðustu árum að verkföll geti nú riðið fjárhag launþega að fullu, miklu frekar en áður. í dag er það viðtekinn venja að fólk getur keypt hvað sem er með „hag- kvæmum greiðsluskilmálum". Þetta leiðir af sér að ef farið er í verkfall hætta tekjurnar að koma inn, en afborganirnar hrannast engu að síður upp. Hér er ég ekki að segja að verkföll geti ekki átt rétt á sér, og að verkfallsrétturinn hafi e.t.v. fært launþegum betri kjör en þeir hefðu náð ella. Þó rík- ir spurning í huga mínum hvort, þegar á heildina er litið, verkföll hafi nokkurn tíma borgað sig fjár- hagslega fyrir launþegana. Vitað er að þjóðfélagslega séð geta verk- föll aldrei borgað sig, og aldrei hefur tekist að bæta þann skaða sem verkföll hafa leitt af sér, heldur hafa þau verið dýr fórn sem þjóðin og þjóðarbúið varð að bera. Það er því margt sem bendir til að með þeirri vinnulöggjöf sem við búum við sé, eins og nú er komið, beinlínis unnið á móti hag hins almenna launþega, svo ekki sé talað um hversu mjög sé troðið á lýðræðislegum rétti þeirra í þessu máli með því að vilji þeirra sé ekki kannaður ýtarlegar en löggjöfin heimilar. Á tillits til þess hver útkoman yrði, þá eiga launþegar í landinu þá sjálfsögðu kröfu á hendur löggjafarvaldinu, að sú breyting verði gerð á vinnulöggjöfinni að réttur þeirra sé betur tryggður með því að verkföll megi því að- eins boða að viðhöfð sé leynileg allsherjaratkvæðagreiðsla innan hvers félags, á sama hátt og með sömu skilyrðum og lög, sem heim- iluðu ríkisstarfsmönnum verk- fallsboðun, kváðu um. Með þessum hætti einum er hægt að tryggja lýðræðislegan rétt meðlima launþegasamtakanna, að lýðræð- islegum sjónarmiðum sé fullnægt og að lýðræðið sé virt. Nú hafa einmitt verið miklar umræður í þjóðfélaginu um að lýð- ræðið hafi verið fótum troðið með afnámi samningsréttarins. Ætla ég því að þeir, sem hafa fordæmt það sem harðast, séu fúsir til að skoða víðari sjónarmið og taki undir gagnrýni mína á vinnulög- gjöfinni, og séu reiðubúnir að vinna að því að breyta þessum ólögum þannig að lýðræðisleg vinnubrögð verði tekin upp í þessu máli. Ég álít að ég eigi mér margar skoðanasystur og -bræður í þessu máli. Af e-m ástæðum hefur þetta fólk ekki gert sér grein fyrir að aðeins með því að knýja fast á um breytingar á vinnulöggjöfinni í lýðræðisátt, getum við vonast til að löggjafarvaldið taki málið til endurskoðunar. Svo lengi hefur mál þetta verið í ólestri að ekki verður unað lengur við slíkt. Allir lýðræðissinnar, hvar í flokki sem þeir standa, hljóta að sjá hversu lýðræðislegur réttur er fótum troðinn með þeirri vinnulöggjöf sem við búum við. Brýna nauðsyn ber því til að lagfæra hana þannig að allir launþegar landsins öðlist rétt til að taka sjálfir ákvörðun í svo afdrifaríku máli sem verkfall er. Á þann hátt einan er hægt að tryggja lýðræðislega afgreiðslu í þessu mikilvæga máli. Ég vil því að lokum hvetja hæstvirta ríkisstjórn til að eiga forgöngu að því að þessu mikils- verða máli verði gerð skil á við- hlítandi hátt, á hinu hæstvirta Al- þingi, með samstarfi allra lýðræð- islega hugsandi manna og flokka. Jóhanna E. Sveinsdóttir er einka- ritari hjá Eimskip og stjórnarmaö- ur í VR. — eftir sr. Vigfiis Þór Árnason Mikiivægasti þáttur í starfi kirkj- unnar á öllum tímum er sá að koma „orðinu", hinu lifandi orði, þannig til skila að það nái að móta allt líf manna. Öld fram af öld hefir því verið komið til skila á margvíslegan hátt, en einkum og sér í lagi hefir það haft áhrif í sjálfri guðsþjónust- unni og fyrir áhrif hennar náð að móta allt líf. Vissulega nær það einnig til manna í gegnum hið ritaða mál og í dag eru notaðir fjölmiðlar, út- varp, sjónvarp og dagblöð til að dreifa því út um gjörvalla heims- byggðina. Ánægjulegt er að heyra um það á hverju ári að fleiri og fleiri skulu fá að heyra það og meðtaka, en fréttir um aukna út- gáfu og dreifingu biblíunnar færa okkur heim sannindin um það. Á Vesturlöndum hefir kirkjan verið virk í því að leita leiða til að útbreiða orðið. Hefir hún notfært sér nútíma tækni fjölmiðlunar og segja má að íslendingar geti haft orðið um hönd með því einu að kveikja á útvarpi, lesa dagblöð eða horfa á sjónvarp. Ráðstefnuhald Eitt af einkennum nútímans á hinu félagslega sviði, er ráðstefnu- hald. Um allan heim er efnt til ráðstefna þar sem fjallað er um hin ólíklegustu málefni, skoðanir og stefnur, menn og málefni. Ekki eru allir á eitt sáttir um mikilvægi slíkra ráðstefna. Bent hefir verið á að þar sé ráðið ótrúlega mikilvæg- um málefnum. Ályktanir ráð- stefna og þinga um allan heim móta og skapa viðhorf sem oft geta haft veruleg áhrif. Guðfræðilegar ráðstefnur Lútersku kirkjunni í Þýskalandi varð fljótt ljóst mikilvægi þinga og ráðstefnuhalds. Þegar stríðinu lauk bauðst henni aðstaða til að halda slík þing eða ráðstefnur í gömlum og myndarlegum höllum aðals fyrri tíma. Var tekin ákvörðun um að efna til ráðstefna sem brátt leiddi af sér að stofnað- ar voru svonefndar menningar- miðstöðvar kirkjunnar, eða „evangelískar akademíur" eins og þær eru nefndar. í fyrstu var að- eins um eina og eina ráðstefnu að ræða, en brátt var starfsemin rek- in á ársgrundvelli með föstu starfsliði. Hér ber þó að geta þess að lúterska kirkjan í Þýskalandi stendur mjög vel fjárhagslega, fær ákveðna prósentu af tekju- skatti þjóðarinnar til eigin afnota, án nokkurra afskipta ríkisvalds- ins. Evangelíska akademían í Tutzing Árið 1975—76 kynntist undirrit- aður starfsemi einnar slíkrar menningarmiðstöðvar þýsku kirkjunnar. Sú var evangelíska akademían í Tutzing, sem er lítill bær rétt fyrir utan Miinchen. Þar var aðstaðan sérstaklega góð, húsakynnin vönduð og vel til þess fallin að efna til ráðstefna. Allt umhverfið var og aðlaðandi, miklir og fagrir skógar með göngustígum þar sem hægt var að ganga með ráðstefnugestum og ræða málin í fundarhléum. Rétt við menningarmiðstöðina var vatn þar sem þægilegt var að fá sér sundsprett í kaffi- og matartím- um. Ráðstefnurnar eru byggðar þannig upp, að fólk komi til fund- arstaðarins og dvelji þar. Skilji eftir heima spennu og streitu sem kunna að vera til staðar í hvers- dagslífinu. Áhersla er lögð á að ráðstefnufulltrúar kynnist inn- byrðis, en þannig skapast oft tengsl og vinátta sem er varanleg. Við upphaf hvers árs er gefin út vönduð dagskrá í bókarformi, sem listamenn eru fengnir til að mynd- skreyta og tjá sig um viðfangsefn- in á sinn hátt, en þar er greint frá ráðstefnuhaldi ársins. Þar er einn- ig sagt frá viðfangsefnum, ræðu- mönnum og leiðtogum námskeiða. Leitast er við að fá ólíka hópa til að ræða saman um viðfangs- efnin. Ég sótti tvær slíkar ráð- stefnur í Tutzing, önnur fjallaði um trú og vísindi, en hin um vinn- una og vinnustaðinn og þau sið- ferðilegu og félagsiegu norm sem mótuðu afstöðu þeirra sem störf- uðu á vinnustaðnum. Þar fjölluðu um málið verkamenn, forstjórar, félagsfræðingar og guðfræðingar. Á ráðstefnunni um trú og vísindi flutti próf. dr. Wolfhart Pannen- berg inngangsræðu. Vakti hug- leiðing hans mikla athygli, en hann er einn virtasti guðfræðing- ur í Þýskalandi í dag, prófessor við guðfræðideildina í Múnchen. Þetta ár voru einnig haldnar margar ráðstefnur um viðfangs- efni allsherjarþings Alkirkjuráð- sins í Genf, en það var haldið í Nairobi í Kenya þetta ár. Segja má að íslenska kirkjan sé einmitt að gera það sama þessa dagana með því að gefa út það efni á ís- lensku sem er fjallað um á fundi Alkirkjuráðsins í Vancouver í Kanada nú þessa dagana. í „akademíunum" er ávallt lögð áhersla á að spyrja hvað kirkjan geti gert gagnvart þeim vanda- málum eða umræðuefnum sem tekin hafa verið fyrir og krufin til mergjar. Hvað segir trúin, hvað segir kirkja Krists um trú og vís- indi, um vinnuna og vinnustaðinn o.s.frv. Áberandi er að leitast er við að fá, eins og áður sagði, ólíka hópa til að koma saman og ræða málin. Einnig er þeim sem eru gegn kirkjunni og jafnvel trúnni, boðið til þátttöku og hlustað á þeirra sjónarmið. Hér er ekki um að ræða ráðstefnur þar sem aðeins prestar eða starfsfólk kirkjunnar koma saman heldur oftast hópar sem kunna að vera ólíkir að upp- lagi, menntun og skoðunum. Ein ráðstefna vakti sérstaklega athygli mína þetta ár, en það var ráðstefna guðfræðinga og lækna, þar sem fjallað var um líf, dauða og trú. Skálholt, Hólar og Langamýri sem menningar- miðstöðvar kirkjunnar Segja má að í raun sé hafið slíkt starf, ráðstefnuhald, hjá íslensku kirkjunni. Efnt hefir verið til ráð- stefna um „Kirkjuna og myndlist- ina“, „Kirkjuna og tónlistina" og „Kirkjuna og stjórnmálin". Hér hefir verið haldið inn á rétta braut og halda mætti áfram að fjalla um m.a. trú og læknavísindin, fjöl- skylduna og kristilega siðfræði, biblíuna, trúflokka og trúarskoð- anir, málefni fatlaðra, kirkjuna og hina öldnu o.s.frv. Nú væri t.d. eðlilegt að boða til ráðstefnu um fóstureyðingar. Til slíkrar ráðstefnu ætti að bjóða læknum, félagsfræðingum, sál- fræðingum, guðfræðingum og prestum og mæðrum sem gætu talað út frá reynslu. Aðstaðan er til staðar í Skálholti, að Hólum og einnig á Löngumýri. Á liðnu sumri hefir starfsemin verið fjölþætt. Þar má nefna svonefndan „Leikmannaskóla kirkjunnar" sem haldin var á Hól- um, en þar var fjallað um starf sóknarnefnda kirkjunnar, „Kyrrð- ardaga“, samvera presta með dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, þar sem hann fjallaði um líf og trú. Á komandi hausti verður fjallað um fjölmiðlun, en sú ráðstefna eða námskeið er einkum ætlað starfs- fólki kirkjunnar, einnig verður fjallað um ferminguna, en sú ráðstefna er haldin á vegum Æskulýðsstarfs kirkjunnar. Þess- ar ráðstefnur eða námskeið verða í Skálholti. Ekki má gleyma kóra- móti sem verður haldið þar í lok mánaðarins á vegum Hauks Guð- laugssonar söngmálastjóra kirkj- unnar, en þau mót hafa tekist mjög vel síðastliðin ár. Vissulega er ekki hægt að hafa sömu framkvæmd á og í Þýska- landi, þar sem fjöldi manns vinn- ur að því allt árið að byggja upp ráðstefnur, fá frummælendur og auglýsa efnið. En þeirra reynsla á þessu sviði á að geta bent okkur á, að við gætum reynt að fram- kvæma hluta af því sem þeir hafa verið að vinna að, allt frá stríðs- lokum. Ráðstefnurnar eru ár eftir ár fullbókaðar. Oftast komast færri að en vilja. Hér má geta þess að möguleiki er á að prestar, guð- fræðingar eða þeir sem áhuga hafa, geta sótt slíkar ráðstefnur þó að þeir séu ekki búsettir í land- inu. Þessi þáttur í starfi þýsku kirkj- unnar er svo sannarlega verður eftirbreytni. Hér er um að ræða einn þátt í starfi Kirkju Krists en tilgangurinn er sá að koma hinu lifandi orði, sem kristallast í Jesú Kristi, til skila í nútímanum. Vigfús Þór Árnason Séra Vigfús /*ór Árnason er sókn- arprestur í Siglufirði. Sendiherra íra á tslandi, OHiordan, ásamt Davíð Scheving Thor- steinssyni, ræðismanni írlands á tslandi, Þóri Ragnarssyni, háskóla- bókaverði og Guðmundi Magnússyni, háskólarektor, við afhendingu bókagjafarinnar í Háskólabókasafninu á miðvikudag. Háskólanum þerst bókagjöf frá írum HÁSKÓLA íslands hefur borist vegleg bókagjöf frá stjórn írlands. Um er að ræða 100 bækur sem fjalla um sögu, bókmenntir og tungu íra. Sendiherra fra á fslandi, hr. O’Riordan, sem staddur er hér á landi um þessar mundir, afhenti gjöfina formlega sl. miðvikudag í Háskólabókasafni. Milligöngu um gjöfina hafði Davíð Scheving Thorsteinsson, ræðismaður íra á fslandi. Bækurnar verða varðveittar í Háskólabókasafni og eru þær til sýnis í handbókasal safnins til 17. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.