Morgunblaðið - 13.08.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.08.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 19 \?/ ERLENT Guðstrú í Kína eflist New York, 12. áfníst. AP. GUÐSTRÚ virðist um þessar mundir glædast nýju lífi í Kína aö því er hópur bandarískra áhuga- manna um trúmál sagði í dag. Virðist trúin haldast hönd í hönd við dvínandi áhrif Menningarbylt- ingarinnar undir núverandi vald- herrum. í skýrslu hópsins, er kennir sig við áhrifavald samvizkunnar, seg- ir að aðstæður til trúariðkana hafi stórum batnað í Kína að undan- förnu og hafi helgistaðir kaþól- ikka, múhammeðstrúarmanna og búddista verið endurreistir. Kín- verjar hafa einnig fallizt á að senda tvo fræðimenn til Banda- ríkjanna til að kynna sér trúar- bragðafræði á kostnað ákveðinna hópa innan Bandaríkjanna. Lítið er vikið að ágreiningi Páfagarðs og yfirvalda í Peking í skýrslunni, en kommúnistar í Kína viðurkenna ekki vald Páfa- garðs yfir kaþólskum mönnum þar í landi. V-Þýskaland Atvinnulaus- um fjölgaði um 75.000 ATVINNULAUSUM fjölgaði um 75.000 í Vestur-Uýzkalandi í júlímán- uði sl. og voru samtals 2,2 milljónir manna án atvinnu í lok mánaðarins. Það jafngildir um 8,9% af mannafla, samkvæmt upplýsingum vestur-þýzku hagstofunnar. Til samanburðar má geta þess, að í júlímánuði á síðasta ári voru sam- tals 1,8 milljón manna án atvinnu í Vestur-Þýzkalandi, sem jafngildir um 7,2% af mannafla. Atvinnuleysi hefur því aukizt milli ára um liðlega 22,2%. Atvinnuleysi hefur verið á undan- haldi í Vestur-Þýzkalandi frá því í febrúar í vetur, þegar það náði há- marki frá stríðslokum, en þá voru 2,5 milljónir manna án atvinnu. Talsmaður hagstofunnar sagði, að gert væri ráð fyrir, að atvinnuleysi myndi heldur fara minnkandi í land- inu á næstu mánuðum, Craxi vinnur traust á þingi Uám 19 im.ai (P Kóm, 12. á^úst. AP. HINN NYI forsætisráðherra Ítalíu, Bettino Craxi, bar í dag sigur úr být- um í atkvæðagreiðslu ítalska þings- ins um traust á stjórnina eftir há- værar deilur við kommúnista um utanríkismál. Craxi vann embættiseið 4. ágúst og er fyrsti forsætisráðherrann úr röðum sósíalista í sögu ítalska lýð- veldisins. Hann hefur látið svo um mælt að hans helzta baráttumál verði að ná niður verðbólgu í land- inu, sem nú er 15% á ári. Kommúnistar, sem eiga ekki sæti í samsteypustjórn Craxis hafa gagnrýnt forsætisráðherr- ann fyrir að andmæla ekki stefnu Bandaríkjamanna í Mið-Ameríku. Craxi sagði í ræðu á ítalska fylltrúaþinginu: „Þetta eru engan veginn sambærilegir hlutir — nærvera bandaríska flotans með- fram ströndum Nicaragua og vopnuð innrás Sovétmanna í Afg- anistan, sem kostað hefur hundr- uðir þúsunda manna lífið og kom- ið meira en tveimur 'milljónum manna á hrakhóla." Fulltrúar kommúnista og bandamenn þeirra mótmæltu ummælum Craxis með upphrópunum, en meirihluti þingsins klappaði honum lof í lófa. Vék Craxi þá máli sínu til komm- únista og sagði: „Mig undrar að sjónarmið ykkar virðist öfga- kenndara en afstaða kúbönsku stjórnarinnar." Craxi þarf einnig að fá trausti lýst á stjórn sína í ítölsku öld- ungadeildinni til að hún geti starf- að. Enn magnast of- drykkja í Sovét í BREZKA blaðinu Daily Tele- graph segir frá því að vestrænir sérfræðingar áætli að um það bil helmingur sjúkrarúma í Sovétríkj- unum sé lagður undir fólk, sem á við áfengisvandamál að stríöa. Tveir læknar í Síberíu munu hafa lagt til að drykkjumenn verði látnir greiða fyrir sjúkra- húsvist upp á eigin spýtur. Kynni það að verða til þess að menn hugsuðu sig um tvisvar áð- ur en þeir lentu á fylleríi, að mati læknanna. Heilbrigðisþjón- usta í Sovétríkjunum er ókeypis en fylliraftar eiga ekki skilið þá fyrirgreiðslu að sögn læknanna sem tjáðu sig um málið í blaðinu TRUD. Ekki er vitað um tölur yfir áfengissjúklinga í Sovétríkjun- um, en árið 1976 létust 39.800 af áfengiseitrun á móti 400 í Bandaríkjunum. Sovétríkin hafa gert töluvert átak á allra síðustu árum til að draga úr áfengis- neyzlu, en árangur enginn orðið. Huliðsblæju lyft af hvarfi Gellis Tilkynnt hver verð- ur ríkisarfi Swaza Lobamba, Swazilandi, 12. áfpíst. AP. ÁRI EFTIR að Sobhuza kóngur í Swazilandi lést eftir aö hafa stýrt þessu afríska fjallaríki í 61 ár, hefur þjóö hans loks fengið að vita hver ríkisarfi landsins er: Makhosetive prins, 15 ára piltur sem kóngurinn átti meö einni af eitt hundraö konum sín- um — þar af lifðu hann rösklega helm- ingur. Hins vegar hefur umheimi verið kunnugt um aö Makhosetive hinn ungi hafi átt að taka við konungdómi, en hann er einn af 400 sonum hins þróttmikla Swazi-kóngs. Það var forsætisráðherra lands- ins, Bhekimpi prins, sem kunngerði þetta þjóðinni eftir að valdarán hafði verið framið í höllinni: Dzeliwe drottning varð að víkja fyrir ríkis- arfamóðurinni og mun hún ráða iandinu uns ríkisarfinn verður tutt- ugu og eins árs og hefur sannað færni sína í að geta börn. Ekki hefur verið greint nánar frá því hvernig að þeim könnunum verður staðið. Áfengi er á boðstólum í öllum helztu verzlunum, en nú eru uppi raddir um að gera mönnum örðugra um vik að nálgast vín ef það mætti verða til að áfengisneyzla minnkaði. Cenf 1 Sviss, 12. ágúst. AP. ENDI VAR í dag bundinn á getgátur um hvarf ítalska fjárplógsmannsins Licio Gelli úr svissnesku fangelsi, er lögregla hafði hendur í hári fangavarð- ar, sem hjálpaði Gelli til að flýja. Að sögn yfirvalda var þrítugur fangavörður, Edouard Ceresa, handtekinn sakaður um mútu- þægni og önnur brot. Vörðurinn játaði að hafa komið Gelli, sem er fyrrverandi yfirmaður P-2 regl- unnar á ftalíu, út úr Champ- Dollon fangelsinu og yfir landa- mæri til Frakklands. Lögfræðingur Gellis í Genf, Dominique Poncet, er sagðist áður vera sannfærður um að honum hefði verið rænt, brást við tilkynn- ingu lögreglunnar með því að skila lögfræðilegu umboði sfnu fyrir Gelli. Rannsóknardómari, Jean-Pierre Tremblay að nafni, sagði að Cer- esa hefði skýrt frá því í yfirheyrzl- um að hann hefði sleppt Gelli út úr klefa sínum og ekið honum í flutningavagni gegnum aðalhlið fangelsisins eftir að hann lauk næturvakt sinni klukkan sjö að morgni miðvikudags. Gelli mun hafa verið falinn undir teppi á gólfi vagnsins. Tremblay sagði að Ceresa hefði fengið um tuttugu þúsund svissn- eska franka fyrir vikið, sem er jafnvirði um tvö hundruð sextíu og tveggja þúsunda íslenzkra króna. Vörðurinn mun þó hafa fallizt á að hjálpa Gelli að hluta til vegna þess að hann „heillaðist af persónuleika Gellis". Flótti Gellis átti sér stað aðeins tíu dögum áður en fyrirhugað var að Hæstiréttur Sviss fjallaði um beiðni ttala um að Gelli yrði fram- seldur til að sæta réttarhöldum fyrir njósnir, fjárdrátt, svik og aðra glæpi. Gelli var handtekinn í banka í Genf 13. september sl., er hann reyndi að taka peninga út úr reikningi, sem á voru meira en fimmtíu milljón dollarar. Sagt er að fjármunir þessir hafi verið í eigu Banco Ambrosiano, stærsta einkabanka Italíu. Licio Gelli DAGLEGT LÍF í CHAD — Hermaður í einkennisbúningi gengur um niður- nítt hlið hjarðmannahverfis f N’djamena, höfuðborg Chad. Óbreyttir borgar- ar fylgjast með t.v. Sovézkan dreng langar ekki heim Wa.shington, 12. ágúst. AP. SONUR sovézks sendiráðsstarfs- manns í Washington hefur beðið Ronald Reagan hjálpar til að hann fái að dveljast í Bandaríkjunum áfram. Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur farið þess á leit aö það fái að ræða við drenginn. Blaðafulltrúi utanríkisráðuneyt- isins, Robert Williams, sagði að sovézka sendiráðið hefði verið beð- ið að lofa drengnum að vera áfram í Washington um sinn svo starfs- menn ráðuneytisins gætu gengið úr skugga um óskir hans. Drengur- inn reit bandarísku dagblaði bréf þar sem sagði: „Ég hata landið mitt og reglurnar, sem þar gilda, en ég ann landinu ykkar." Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gærkveldi, að Reagan hefði fengið bréf frá drengnum, en neitaði að gefa upp nafn hans eða stöðu föð- urins í sendiráðinu. Fulltrúi sovézka sendiráðsins sagðist ekkert vita um bréfið eða tilkynningu utanríkisráðuneytis- ins. f útgáfu „New York Times" í dag er hins vegar sagt að drengur- inn, sextán ára gamall, beri heitið Andrei V. Berezhkov, og sé hann sonur Valentins M. Berezhkovs, fulltrúa. Bandaríkin: Kornframleiðsla mun minni nú vegna þurrka Washington, 12. ágúst. AP. FLEST bendir til að maísupp- skeran í Bandaríkjunum verði langtum minni en sl. ár, vegna langvinnra þurrka þar sem mest er ræktað af maís. Er búist við að framleiðslan verði um 140 milljónir tonna og er það 38% minna en í fyrra sem var að vísu metár, en þá varð maísuppsker- an 224 milljónir tonna. Frá þessu sagði talsmaður landbún- aðarráðuneytisins í Washington í dag. Bændur settu maís niður í 24,5 milljónir hektara lands á sl. vori, eða mun minna en í fyrra. Þá seg- ir í fréttum ráðuneytisins að sojabaunauppskeran verði að lík- indum 19% minni en í fyrra, hveitiframleiðslan verði 67 millj- ónir tonna sem er 14% minna en í fyrra. Þá segir að bómullarfram- leiðslan verði líklega þrjátíu og fimm prósentum minni en árið 1982. Þó svo að tekið sé fram í fréttum, að árið 1982 hafi verið framúrskarandi gott ár allri ræktun, er minnkunin milli ára óeðlileg og getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.