Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 Hallsteinn Sigurðsson við eitt verka sinna sem hann sýnir að Kjarvalsstöð- um um þessar mundir. Hallsteinn sýnir að Kjarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning Hallsteins Sigurðssonar, myndlistarmanns. Sýningin hófst 6. ágúst og mun henni ljúka 28. ágúst. Hallsteinn hóf nám í myndlist árið 1963 við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands en síðan hélt hann til London árið 1966 þar sem hann nam við St. Martin’s Scool of Art. Hallsteinn hefur áður haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Nýja bíó frumsýnir Risafílinn NÝJA BÍÓ tekur i dag til sýningar myndina Kisafíllinn Tusk. Myndin er sögð ævintýramynd gerð af Alexandro Jodorowsky. Handrit er gert eftir sögunni Poo Lom of Elephants eftir Reginald Campell. Myndin er öll tekin í Bang- alore-héraði í Indlandi. Aðalhlut- verk eru leikin af Cyrielle Claire, Anton Diffring og Chris Mitchum. I frétt frá bíóinu segir að þetta sé mynd jafnt fyrir unga sem aldna. 7 íslensk verk á Nor- ræna tónlistarhátíð nefndinni var Guðmundur Emilsson, stjórnandi ís- lensku hljómsveitarinnar. Til dómnefndarinnar bárust mörg hundruð verk sem úr var valið og hefur hlutur Is- lands aldrei verið stærri en nú. Sjö íslensk verk voru valin til flutnings á hátíðinni. Musik- drama verður helsta viðfangs- efnið á hátíðinni og ber þar hæst verk Atla Heimis Sveins- sonar „Silkitromman". Þá voru valin fjögur íslensk hljómsveit- arverk, „Sónans" eftir Karólínu Eiríksdóttur, „Tvísöngur" eftir Jón Nordal, óbókonsert eftir Leif Þórarinsson og klarinett- konsert eftir Pál P. Pálsson. Síðan voru tvö kammerverk val- in „You will hear thunder" (Þú munt heyra þrumur) eftir Haf- liða Hallgrímsson og „Gloría", kórverk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. DÓMNEFND fyrir Norrænu tónlistarhátíðina, sem haldin verður í Kaupmannahöfn á næsta ári, hefur nú valið verk þau sem flutt verða á hátíðinni. Var nefndin skipuð fulltrúum frá hverju Norður- landanna en þeir voru valdir af tónlistarfélögum hvers lands. Fuiltrúi íslands í Eigendur verslunarinnar „Myndin“. Frá vinstri: Gudjón Gudmundsson og Jóhannes Norðfjörð. Sérverslunin „Myndin“ opnuð í Hafnarfirði Sérverslunin „Myndin" opnaði nýlega að Dalshrauni 13 í Hafnar- firði . Eigendur verslunarinnar eru þeir Guðjón Guömundsson og Jó- hannes Norðfjörð. Bjóða þeir upp á 500 mismunandi gerðir innramm- aðra eftirprentana og veggspjalda, sem eru allt að tíu fermetrar á stærð. Þá fást í versluninni svokölluð „Art Poster", þ.e. eftirprentanir af auglýsingaspjöldum sem gerð hafa verið fyrir frægar sýningar. Verslunin er opin alla daga vik- unnar. Á virkum dögum frá kl. 9.00—18.00 og á laugar- og sunnu- dögum frá kl. 13.00—16.00. Þegar trúin verð- ur sér til skammar Dr. Gunnlaugi Þórðarsyni svarað — eftir Halldór Kristjánsson Mér finnst rétt að biðja Morg- unblaðið fyrir nokkur orð sem svar við grein dr. Gunnlaugs Þórð- arsonar vegna greinar hans 6. þ.m. Bein fölsun hjá doktornum Fyrst og fremst verð ég mis- kunnarlaust að benda á beina föls- un hjá dr. Gunnlaugi. Hann vitnar í Minningar Bernharðs Stefáns- sonar og segir þá: „Er Halldór flutti tillögu sína hóf hann ræðu sína á þessa leið: Ég hef aldrei bragðað vín á ævi minni" o.s.frv. í Minningum Bernharðs segir hins vegar: „Einn bindindismaður varð þó til þess að hengja bjölluna á kött- inn í þessu efni. Bar hann fram breytingartillögu, sem gerði í rauninni hina upphaflegu tillögu að engu. Ræðu sína hóf hann á þessa leið: Ég hef nú aldrei bragð- að vín á ævi minni, nema um dag- inn hjá honum Eysteini, þá saup ég óvart á whiskyglasi" o.s.frv. Hver ósköp eru á dr. Gunnlaugi að segja að þetta hafi verið upphaf á minni ræðu? Þetta var auðvitað ræða þess sem flutti breytingar- tillöguna við mína tillögu. Það ættu allir að geta skilið. Bernharð fer rétt með þetta. En þetta er fölsun hjá dr. Gunnlaugi, hvort sem honum er það sjálfrátt eða ekki. Það eiga lesendur okkar að vita. Þar sem dr. Gunnlaugur víkur að viðhorfum mínum til samherja og vina þykir mér ástæða til að spyrja hvort hann telji það merki um siðferðsþroska að finna aldrei að neinu hjá flokksbræðrum? Stundum hefur slíkt verið talið til spillingar. Eru áhrifin ill eöa góð? Fyrir mér hefur það aldrei verið aðalatriði, hversu vel eða illa ég kynni að þola áfengi, heldur hitt, hvort áhrif mín og dæmi yrðu fremur til að auka áfengisneyslu eða minnka. Svo að ég noti orðalag Brynjólfs Péturssonar úr Fjölni vil ég heldur „veita þeim sem færri eru og betri hafa málstað- inn“. Vínyrkjan er ekki jarðræktin öll Það er talið að þáttaskil hafi orðið í menningarsögunni þegar menn tóku sér fasta bústaði og stunduðu jarðrækt. Það er ekki sérstaklega bundið við vínyrkju. Fjarri fer því að öll vínyrkjulönd séu samfelldur blómi. Nefna má bæði Grikkland og Gyðingaland sem vínyrkjulönd, þar sem örfoka berangur er þó áberandi, hversu sem dr. Gunnlaugur kann að sjá þau í hillingum. Píslarvottar trúar sinnar Vissi ég það fyrir að Jónas bað menn að láta „vínið andann hressa" og það með að sjálfur dó hann drykkjumannsdauða innan við fertugt. Eitt efnilegasta skáld 19. aldar annað en hann drakk sig í hel 27 ára. Veit ég vel að Einar Benedikts- son orti lof um áfengi: Hann sagði m.a.: „í vínheimi lít ég ljós míns dags, til Ijómandi sjóna ég vakna.“ 1. Hins vegar sagði Aðalbjörg Sigurðardóttir mér að Einar myndi hafa sofnað sinn siðasta blund í skafli á Reykjavíkurgöt- um, ef Hlín hefði ekki veitt honum eftirför og flutt hann heim í Laug- arnes til Aðalbjargar. Hann var sofnaður í skaflinum. Þannig varð honum veruleiki vínheimsins. Um sálm Hannesar Hafsteins yfir víni segi ég það eitt að ekki eru vínberin áfeng þar sem þau spretta. Til er annar jarðargróður eitraður á sinni rót. Eii vera má að Hannes Hafstein hefði enzt betur hefði hann verið bindindismaður. Önnur vitni Ekki hafa öll skáld verið sam- hljóða í vitnisburði um vínið. Séra Jón á Bægisá kvað: „Aldrei hefur músa mín mynnst við Bakkus sér til gagns. Hún varð múta og missti sín meðan ég neytti skemmdaragns “ Og einhver besta staka snill- ingsins Páls Ólafssonar er þetta raunsæja erindi: „Ég hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldar auð og vera drykkjumaður." Margur vaskur maður hefur lot- ið því óláni að láta sinn yngra Rauð vegna þess að hann var drykkjumaður. Trú og reynsla læknanna Ekki mun dr. Gunnlaugur segja ofsögum af þeim áfengisáróðri sem rekinn hefur verið í Banda- ríkjunum og ýmsir læknar hafa tekið þátt í. Vonandi lánast mér innan tíðar að gera nokkur skil vitnisburði frá reynslu og skoðun- um lækna sem standa í fremstu röð sem vísindamenn við rann- sóknir áfengismála. Auðvitað er það rétt að svo hóf- lega má fara með áfengi að ekki komi að sök. Það á líka við um öll önnur eiturefni. Það er fræðilegur möguleiki. Hins vegar er það stað- reynd að af þeim sem venjast áfengi er nokkur hluti sem ekki gætir hófs. Eftir því sem tóm- stundum fjölgar, frjálsræði vex og fjárráð aukast, magnast sú hætta að sá hlutinn fari vaxandi. Hvar eru röksemdirnar? Mér finnst heldur lítið af rök- semdum í grein dr. Gunnlaugs. Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli. Ekki skýrir hann orðið „saupsátt- ur“. Ekki færir hann rök að því að þeir sem verða vínhneigðir um of myndu „bregðast samfélaginu á annan hátt“ ef áfengið kæmi ekki til. Hins vegar talar hann um sam- fylgd með Jónasi frá Hriflu, fóstur og vatnsdrykkju og foreldra sína. En þegar hann talar um „danskan kultur" og þá skoðun að farsælast sé að venjast áfengi sem yngsur ætti hann að kynna sér gang þess- ara mála í Danmörku, fjölda áfengissjúklinga innan við tvítugt og varanlegar heilaskemmdir fólks á þrítugsaldri. Þá er komið að röksemdum veruleikans. Bindindi og kristindómur Dr. Gunnlaugur telur það reg- inhneyksli og óhæfu að boða bind- indi í kirkju. Ég hirði ekki að svo komnu máli að fjölyrða um það en þetta töldu þeir Haraldur prófess- or Níelsson og sr. Sigtryggur Guð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.