Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGtJST 1983 Kvennaat- hvarf flutt í nýtt húsnæði FYRR í sumar efndu Samtök um kvennaathvarf til fjársöfnunar til að standa straum af húsnæðiskaupum sem gekk mjög vel. Um næstu mín- aðamót verður kvennaathvarfið flutt í nýtt húsnæði sem samtökin festu kaup á fyrr í sumar. Samtökin hafa notið mikils stuðnings einstaklinga og fyrir- tækja við að koma því húsi í gott horf og hefur vinna við það verið unnin af sjálfboðaliðum að mestu. Nokkurt starf er þó eftir við máln- ingu og annan frágang í húsinu og er það von forsvarsmanna sam- takanna að einhverjir velunnarar athvarfsins geti lagt þeim lið við þá vinnu. Um átta mánuðir eru frá því að kvennaathvarfið opnað í Reykjavík og hefur reynslan á þessum tíma sýnt fram á verulega þörf fyrir rekstur slíkrar aðstöðu, sem kvennaathvarfið býður upp á. „Á hjara veraldar“ sýnd á ný ÍSLENSKA kvikmyndin Á hjara ver- aldar verður tekin til sýninga í Regn- boganum kl. 7 og 9 dag hvern vegna fjölda áskorana. Myndin var sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í vor og í París við afbragðs góðar undirtektir og hefur það nú þegar m.a. haft þær afleiðingar að virt franskt dreif- ingarfyrirtæki gerði samning um umboðssölu og dreifingu í nokkrum löndum Vestur-Evrópu; sömuleiðis var hún valin ein af örfáum mynd- um hvaðanæva úr heiminum til sýn- inga á alþjóðakvikmyndahátíðinni f Montreal í Kanada í nóvember, en hún er mikilvæg fyrir dreifingu og kynningu kvikmynda vestanhafs. Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir og Þóra Friðriksdóttir, með aðal- hlutverkin og fleiri leikarar koma einnig við sögu svo sem Rúrik Har- aldsson, Pétur Einarsson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Hjalti Rögnvaldsson. Nokkrir íslenskir söngvarar syngja, svo sem Kristján Jóhannsson, Sieglinde Kahmann, Sigríður Ella, Garðar Cortes, ólöf Kolbrún Harðardóttir og Engel Lund. Af íslenskum tónskáldum eiga Hjálmar Ragnarsson, Jón Leifs og rokkhljómsveitin Oxzmá tónlist í myndinni. Höfundur handrits og leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. (llr fréttatilkynningu) Kjördæmisráð sjálfstæð- ismanna á Vestfjöröum: Aðalfundur um helgina AÐALFUNDUR kjördæmisráós sjálfstæóisfélaganna á Vestfjörðum verður haldinn að Núpi í Dýrafirði nú um helgina. Fundurinn hefst föstu- dagskvöldið 19. ágúst kl. 19.30. Þá um kvöldið verður ávarp formanns kjördæmisráðs, Engilberts Ingvars- sonar, og ávörp þingmanna, þeirra Matthíasar Bjarnasonar og Þorvaldar Garðars Kristjánssonar. Á laugardaginn verða umræður um atvinnumál. Frummælendur verða þeir Eyjólfur Konráð Jóns- son, Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri og Ólafur Hannibalsson bóndi. Eftir hádegið á laugardag verður aðalfundar- störfum haldið áfram. Fundinum lýkur síðdegis á laugardag. Það skal tekið fram að setningarfund- urinn á föstudagskvöldið er opinn öllum sjálfstæðismönnum. ER HÆGT AÐ GERA REYFARAKAUP Á SUMARÚTSÖLUNNI OKKAR SEM ER í 6 VERSLUNUM SAMTIMIS er bara aö drífa sig og kíkja á herlegheitin eins og litli snáöinn á myndinni m --------------------AFSLATTUR ið viljum minna alla landsmenn á sannleiksgildi ágústbatamerkisins: „ÍSLENSKUR IONAOUR“ KJÖLFESTA KOMANDI KARNABÆR KYNSLÓÐA LAUGAVEGI 66 — GLÆSIBÆ — AUSTURSTRÆTI 22 SIMI FRÁ SKIPTIBOROI 85055 GARBO BONANZA BONAPARTE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.