Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 7 Ýsunet nú fyrirliggjandi á lager. Garn 0.52 (no. 10), 6 tommu möskvi, 120 yds. x 32 md. Sérstakur stór fellimöskvi. JAPÖNSK viöur- kennd gæðanet. Einnig nýkomin JAPÖNSK GRÁSLEPPUNET. JÓN ÁSBJÖRNSSON, heildv., Grófinni 1, Reykjavík. Símar: 11747 og 11748. GARÐASTÁL Þrautreynt efni í hæsta gæóaflokki á þök og veggi utan sem innan. Allir fylgihlutir fyrirliggjándi einnig slétt efni. Sérsmíði eftir óskum. = HÉÐINN = STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ SÖLUSÍMI 5 29 22 Hringið, komið eóa skrifið os- og kostnaöaráætlun - Raforkusamningurinn við Alu- suisse hefur skaðað þióðina | Athugasemd frá Orkustofnun — vegna k jallaragreinar Ragnars Ámasonar hagfræðings í DV f gær Forsendusmiður og Orkustofnun Hin nýja stétt Alþýðubandalagsins leit svo á þegar ráðherrar henn- ar sátu í ríkisstjórn að opinberar stofnanir og embættismenn ættu ekki að sinna öðrum störfum en þeim sem samrýmdust sérvisku stéttarbræðranna. Sá sem gekk lengst á þessari braut var Hjörleif- ur Guttormsson og sérfræðingahirð hans. Hún skipaði mönnum heima og erlendis að reikna og reikna á alþýðubandalagsforsend- um. í Staksteinum í dag er rætt um grein eins af forsendusmiðum Hjörleifs og athugasemdir Orkustofnunar við hana. Forsendu- smiður skrifar Kram hefur komirt að eftirlætisiðja Hjörleifs Guttormssonar á meðan hann var iðnaðarráðherra var að láta opinberar stofn- anir og embættismenn stunda alls kyns útreikn- inga á alþýðubandalagsfor- sendum sem ávallt leiða til rangrar niðurstöðu. Er nauðsynlegt að upplýst verði um alla slíka útreikn- inga svo að menn geti var- að sig á þeim, hvort heldur þeir voru gerðir á vegum erlendra aðila (Coopers & Lybrand) eða innlendra (Orkustofnun o.fl.). Einn af forsendusmiðum Hjörleifs Guttormssonar var Ragnar Árnason sem síðast var minnst á hér í Staksteinum þegar Þjóðviljinn lagði for- síðuna undir það, að Ragn- ar var ekki endurskipaður í gjaldskrárnefnd ríkis- stjórnarinnar, stuðpúðann innan stjórnkerfísins á leið umsókna um opinberar hækkanir. Ragnar er einn- ig góðkunningi lesenda Staksteina af þeirri ástæðu að hann tók við gullkistu- vörslu innan Alþýðubanda- lagsins þegar Svavar Gestsson gerði Inga R. Helgason að _ forstjóra Brunabótafélags íslands. Ragnar Árnason ritaði grein í Dagblaðið-Vísi á mánudag sem hét „Raf- orkusamningurinn við Alu- suisse hefur skaðað þjóð- ina“ og segist þar byggja á greinargerð Orkustofnunar um áhrif rafmagnssamn- ingsins við álverið í Straumsvik á raforkuverð til innlendra aðila, en þessi greinargerð var einmitt samin á alþýðubandalags- forsendum eftir að Hjör- leifur Guttormsson hafði vísað greinargerð um sama efni aftur til Orkustofnun- ar þar sem niðurstöður hennar samrýmdust ekki áróðri Alþýðubandalagsins. Grein Ragnars Árnason- ar er þannig skrifuð að les- andinn getur ekki álitið annað en að höfundur þræði skýrslu Orkustofn- unar og birti úr henni orð- rétta kafla eins og til dæm- is niðurstöður og línurit. Þetta efni verður forsendu- smið Hjörleifs Guttorms- sonar síðan tilefni til að álykta í greinarlok: „Öll þessi atriði og mörg fleiri hníga að einni niðurstöðu. Óverjandi er að krefjast minna en 20 mills á kfló- vatt stund fyrir raforku til núverandi álbræðslu f Straumsvík." 6. maí 1982 gerði Hjör- leifur Guttormsson Alu- sulsse það tilboð að raf- orkuverðið hækkaði úr 6,45 mills eins og það er enn f 9,5 mills — nú telur forsendusmiður Hjörleifs hins vegar 20 mills algert lágmark og rökstyður þá niðurstöðu með skýrslu Orkustofnunar. Orkustofnun mótmælir Grein Ragnars Árnason- ar birtist í Dagblaðinu Vísi á mánudag en á miðviku- dag birtist í sama blaði at- hugsaemd frá Orkustofnun vegna greinar Ragnars. Þar kemur þetta helst fram: 1. Kaflinn í grein Ragn- ars Árnasonar sem ber yf- irskriftina Niðurstöður Orkustofnunar og skiptist f þrjá töluliði er þannig úr garði gerður að „textinn í þessum þremur töluliðum er ekki tekinn úr“ greinar- gerð Orkustofnunar að sögn stofnunarinnar „held- ur er hann saminn af höf- undi, Ragnari Árnasyni", eins og Orkustofnun bend- ir einnig á. 2. Orkustofnun sýnir fram á í athugsemd sinni, að Ragnar Árnason ber í „niðurstöðum" sínum sam- an það sem ekki er sam- bærilegt. 3. Orkustofnun bendir á að Ragnar segi í grein sinni „meðfylgjandi línurit úr skýrslu Orkustofnunar" en gerir síðan athugasemdir sem sýna að línuritið er ekki eins í skýrslu stofnun- arinnar og Ragnar birtir það. í lok athugasemdar Orkustofnunar segir: „Hvorki textinn (í grein Ragnars Árnasonar, innsk. Staksteina) undir fyrir- sögninni „helstu niðurstöð- ur Orkustofnunar eru sem hér segir“, né heldur myndin, sem vitnað er til sem „linurits úr skýrslu Orkustofnunar", hafa ver- ið tekin rétt upp úr greinar- gerð stofnunarinnar. Stofnunin gerir ekki at- hugasemd við það, að menn dragi aðrar ályktanir af skýrslum hennar og greinargerðum en hún sjálf gerir, en hún frábiður sér rangar eöa villandi tilvitn- anir í þær.“ Það er óvanalegt að opinber stofnun eins og Orkustofnun sjái sig til þess neydda að gera at- hugasemd við blaðagrein með þeim hætti sem hér hefur verið lýsL Hitt er þó enn óvanalegra að háskóla- kennari eins og Ragnar Árnason hefur verið og ráðgjafi fleiri en eins ráð- herra skuli fara jafn óvar- lega með efni í opinberri skýrslu og kalla yfir sig at- hugasemdir vegna brota á einföldum grundvallarregl- um um meðferð slikra skjala. En þessi vinnu- brögð Ragnars eru því mið- ur dæmigerö fyrir þá starfshætti sem félögum í hinni nýju stétt Alþýðu- bandalagsins eru kærust og niðurstöðurnar eru því I miður í samræmi við það. I.jósmynd Mbl.Ó.K.M. Vörumarkaðurinn opnar bráð- lega verslun á Seltjarnarnesi BRÁÐLEGA verdur opnaður nýr Vörumarkaður, og verður hann staðsettur í nýja miðbæ Seltjarnarness við Eiðistorg. Verið er að leggja síðustu hönd á innréttingar á fyrstu hæð og þegar framkvæmdum við stórt upphitað bflaplan við verslunina lýkur verður hún opnuð. Húsið á að vera á þrem hæðum en enn hefur ekki verið byggt nema kjallari og jarðhæð, og eru það til samans 1.800 fermetrar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.