Morgunblaðið - 19.08.1983, Side 10

Morgunblaðið - 19.08.1983, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 Kaupmannahafnarpistill eftir Gunnar Stefánsson „Þannig átti ég að kynnast íslandi“ Hvernig líta Danir á ísland, þeir sem á annað borð hafa áhuga á að kynnast því? Varla getur hjá því farið að þessi spurning komi í hugann þegar setið er í íslensku húsi í Kaup- mannahöfn. Nýlega hefur dansk- ur höfundur svarað henni fyrir sitt leyti í ljóðabók sem ég hef nú milli handa og heitir Island set sádan. Bókin kom út hjá for- laginu Rhodos fyrr á árinu og er texti hennar birtur samhliða á dönsku og íslensku. (slenska þýðingu hefur Inga Birna Jóns- dóttir gert, en hún býr hér í Höfn og hefur átt hér heima síð- ustu sex ár. Hans Mölbjerg heitir höfund- ur bókarinnar og mun vera mað- ur á miðjum aldri eða rúmlega það. Hann gaf út skáldsögu fyrir rúmum þrjátíu árum, gerði síðan alllangt hlé á bókmenntaiðju, en hefur í seinni tíð gerst afkasta- mikið ljóðskáld. Nægir að nefna að í vor sendi hann frá sér ekki færri en þrjár bækur í striklotu. Önnur hinna tveggja hefur að geyma ljóðmyndir frá Grikk- landi. íslandsljóðin eiga rætur að rekja til íslandsferðar 1980, en í þeirri för kom hann einnig til Færeyja og hefur gefið út ljóðabók þaðan, Færöiske spejl- billeder; þar var einnig birtur samhliða færeyskur texti. Mölbjerg nálgast (sland með einkar dæmigerðum hætti fyrir rithöfund og gerir nokkra grein fyrir því í ljóði nær bókarupp- hafi, Þannig átti ég að kynnast (slandi, sem hann tileinkar Jóni prófessor Helgasyni. Mölbjerg las Islendingasögur í æsku og hreifst af manngildishugmynd- um þeirra. Á námsárunum taka þær hug hans fanginn: Knúinn af ósjálfríðri andúð á prófessorum mínum hér heima kastaði ég mér yfir forn- íslensku og sneri mér til þess íslendings sem var fulltrúi hennar hér. Sá maður er vitaskuld Jón Helgason. Mölbjerg ber upp við hann hugmynd sína „sem þá var/fjarstæðukennd/að túlka goðsagnir Eddu-kvæða/út frá kenningum Marx“. Kannski hef- ur hugmyndin ekki þótt svo fjar- stæðukennd í seinni tíð. En Jóni leist ekki á hana: „Hann tók þessu vel (í frumtexta stendur raunar pænt)/fannst það þó vera/án alls sambands við text- ann/raunar skildi hann ekkert/- og latti mig eindregið." Jón Helgason snýr svo baki við Mölbjerg, en kennarar hans taka viðfangsefnið gilt. Og kynnin af hinum fornu íslensku bókmennt- um hafa sitt gildi fyrir hann. Árum saman kveðst hann hafa lifað á setningu úr Hávamálum: „margt gengur betur en varir.“ Seinna sér hann að hún var raunar skakkt lesin: margt fer verr en ætla má: Mér fannst ég stnnda andspenis ósýnilegu heðnisbrosi á pergamentsandliti Þannig átti ég að kynnast íslandi. Þegar Mölbjerg kemur til ís- lands sér hann landið í ljósi fornsagnanna. Hér eru komnir á vettvang Gunnar og Njáll, Gísli Súrsson, Egill, Gunnlaugur ormstunga. Höfundi tekst stund- um að nota sagnaminnin skemmtilega í eigin þágu, en annars verður ekki sagt að túlk- anir hans séu nýstárlegar. ís- lendinga samtímans virðist hann ekki hafa séð á ferð sinni, nema hvað hann yrkir um verk myndlistarmanna, höggmyndir og málverk. Fornsögurnar eru viðmiðunin, einnig hin norræna goðafræði. Tökum þessa hugleið- ingu í ljóðinu Endurfundir: Ég þekkti aftur skapgerð bóndans sem er alls staðar í Sögunum nákvæma sívökula smámunasemina sígirni sem var sleitulaust beitt þar til hún olli deilum stöku sinnum stórhug sem einungis leiddi í glötun hreinlyndi sem lyktaði af ull málfar líkast gráu vaðmáli. Býsna smellnar líkingar. — Annars er það ekki íslenskt nú- tímasamfélag sem Mölbjerg leit- ar að. Hann lýsir ferðalögum upp um fjöll og öræfi. Landið sjálft heillar hann, hreinleiki þess og hin svala fegurð. Eins og margir fleiri finnur hann skyld- leika með harðlegu yfirbragði landsins og tærleika fornbók- menntanna; í hvoru tveggja er lífsháski. I Krísuvík skilur hann hvers vegna Sögurnar voru svo nögterne (sem þýðandi kallar jarðbundnar), knöpp tilsvör þeirra eins og verið væri að halda örvæntingunni niðri: l’annig er að ganga á þessari næfurþunnu jarðskorpu og finna hvernig sýður undir manni smáhrösun þarna niðri og maður sogast niður reglurnar skuli haldnar maður er í raun og veru neyddur til að vera jarðbundinn. í síðustu línu stendur í frum- texta „at overleve sagligt", svo að þýðingin verður að teljast hæpin, líka að nota sama orðið og í upphafi ljóðs. Þýðandi hefur því glutrað þessu ljóði niður. Annars eru þýðingar Ingu Birnu oftast trúar frumtexta og hinum einfalda, áreynslulausa tóni textans nær þýðandi mæta vel. Þess gætir á stundum að þýð- andi er ekki nógu handgenginn málfari fornsagnanna sem víða er hér að baki hjá Mölbjerg sem vænta má. Þannig þýðir Inga Birna einatt orðið fredlös beint, friðlaus, í stað útlægur, til að Sjósetningarbúnaður gúmmfbjörgunarbáta, nokkrar athugasemdir — eftir Jón E. Unndórsson verkfrœðing Nú nýverið hafa birst í blaðinu tvær greinar um sjósetningarbún- að gúmmíbjörgunarbáta. Sú fyrri birtist hinn 9. ágúst sl. og er yfir- lýsing frá Sigmund Jóhannssyni. Sú síðari birtist hinn 10. ágúst sl. og er höfundur þeirrar greinar nýkjörinn þingmaður Sunnlend- inga, Árni Johnsen vísnasöngvari. I yfirlýsingum Sigmunds kemur fram, að hann gaf hönnun sína á hinum svokallaða „Sigmunds- gálga“. Jafnframt kemur fram, að hann fól Vélsmiðjunni Þór í Vest- mannaeyjum yfirumsjón með framleiðslu búnaðarins. í dag hafa alls þrjár vélsmiðjur hannað sjósetningarbúnað fyrir gúmmíbjörgunarbáta og hefur hver þeirra sótt um einkaleyfi á hönnun sinni. Umsóknirnar eru um margt ólíkar, en þrátt fyrir það hefur Vélsmiðjan Þór hreyft andmælum við einkaleyfisum- sóknum hinna. Nú vaknar sú spurning, hver á einkaleyfi Sigmunds Jóhannsson- ar? Eru það íslenskir sjómenn, Sigmund eða Vélsmiðjan Þór? Greinin eftir Árna Johnsen er tæknilega mjög villandi og jafn- framt mjög ómakleg árás á sigl- ingamálastjóra (slands. Látið er að því liggja, að skotbúnaður Sig- mundsgálgans, sem er loftflaska og loftbelgur, hafi staðist allar frostprófanir Siglingamálastofn- unarinnar. Þetta er alrangt. Loftbelgurinn hefur rifnað við frostprófanirnar og það, ásamt öðru, er einmitt ástæða þess að Siglingamálastofnunin hefur seinkað leyfisveitingu við upp- setningu á Sigmundsbúnaðinum. Tæknilegur samanburður „OIsens“- og „Sigmunds“- búnaðar Vélsmiðjan 01. Olsen í Njarðvík hefur hannað og þróað svokallað- an „01sens“-sjósetningarbúnað. Búnaður þessi er ólíkur „Sig- munds“-búnaðinum hvað varðar skotbúnaðinn og hvað varðar festi- og læsingarbúnaðinn. í skotbúnaði Olsens-sjósetningar- búnaðarins er notaður þrýsti- gormur í stað loftþrýstibúnaðar Sigmundsbúnaðarins. Mjög góð reynsla hefur fengist af gormi þessum og hefur hann staðist all- ar frostprófanir Siglingamála- stofnunarinnar. Árni Johnsen segir í grein sinni, að „gormar sem eru spenntir af miklu afli í langan tíma, geta hrokkið í sundur við minnsta titr- ing“. Ég get upplýst Árna um að gormar úr mjög hertu stáli geta hrokkið í sundur við langvarandi titring ef rispur eða annar galli eru í efni gormsins. Þetta hefur Vélsmiðjunni Olsen frá upphafi verið ljóst, enda er gormur sá, er notaður er, sérstaklega valinn með tilliti til að þola titring. Læsingarbúnaður „01sens“- sjósetningarbúnaðarins er byggð- ur upp með svokallaðri „hjá- miðju“-læsingu, en með slíku Jón E. Unndórsson fyrirkomulagi nýtist vogarstang- araflið við færslu læsingaröxuls og opnun búnaðarins við sjósetn- ingu. „Sigmunds“-læsingarbúnaður- inn er útbúinn svokallaðri „kúrfu“-læsingu, þar sem opnunarhandfang færist eftir kúrfulagaðri braut. Mjög lítinn kraft þarf til að opna „hjámiðju"- læsinguna, en aftur á móti gengur treglega að opna „kúrfu“-læsingu, þar sem handfangið vill festast í upphafsstöðu. Frumcintak — Vöruþróun Veikleiki Þórs-manna felst í því að hönnuður búnaðarins starfar ekki að þróun búnaðarins hjá vélsmiðjunni. í staðinn fyrir að þróa frumeintak hönnunarinnar að nothæfum búnaði, ætla Þórs- menn að beita pólitískum þrýst- ingi með Árna Johnsen vísna- og þjóðlagasöngvara Vestmanney- inga í broddi fylkingar til að þvinga Siglingamálastofnun ríkis- ins til að samþykkja búnaðinn. Fullyrt er, að siglingamálastjóri sýni tilfinningasemi í máli þessu. Já, spyrja má, hver sýnir tilfinn- ingasemi? Er það siglingamála- stjóri, sem skyldugur er að þrautprófa við verstu aðstæður framkomna sjósetningarbúnaði, eða er það Árni Johnsen, sem geysist fram blindaður af hags- munum Vélsmiðjunnar Þórs í Vestmannaeyjum? Hagsmunir íslendinga Vélsmiðjan 01. Olsen í Njarðvík hefur látið kanna framkomna sjó- setningarbúnaði í helstu við- skiptatöndum íslendinga. Sú könnun leiddi í ljós, að fjórar er- lendar gerðir hafa komið fram, þrjár þýskar og ein ensk. Allar eru gerðir þessar mjög frumstæðar og ljóst er, að íslensk hugmyndasmíð stendur þeim erlendu langtum framar. Mikilvægt er að Siglinga- málastofnunin vinni áfram af þeirri vandvirkni sem hún fram til þessa hefur gert og flýti eins og kostur er rannsóknum snum á hæfni þessara framkomnu sjó- setningarbúnaða. Miklir fjármun- ir eru í húfi og vitað er, að beðið er erlendis eftir niðurstöðum Sigl- ingamálastofnunar íslands. Jón Egill Unndórsson rerkíræðing- ur er iðnridgjafí hji Samtökum sreitarfélaga í Suðurnesjum. Ein gerð Olsens-gálgans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.