Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 19 f menningarmiðstöAinni við Gerðuberg verða tvennir tónleikr, fyrirlestur og sögustundir fyrir börn um helgina, auk sýningar á listaverkum úr safni ASÍ. t Arbsjarsafni er fyrirlestur um fólkvang, ganga um Eiliðaárdal, auk kaffi- veitinga og sýningar á gömlum Reykjavíkurkortum í Eimreiðarskemmu. Dagskrá Reykjavíkuryiku um helgina Á vegum Reykjavfkurviku veröa í dag, föstudag, tónleikar í Gerðubergi, er það ungt tónlistarfólk úr Reykjavík sem syng- ur og leikur. Fram koma Ásthildur Haraldsdóttir, Haukur Tómasson, Elísabet F. Eiríksdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Nína Margrét Grímsdóttir, Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir og Laufey Sigurðardóttir. Hefjast tónleikarnir kl. 20.00. Þá verða haldnir unglingadansleikir á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur í samvinnu við SATT í félagsmiðstöðvum borg- arinnar. „Reykjavík fyrr og nú“, dagskrá í tali og tónum verður flutt rfiorg- un kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum. Á dagskránni verður m.a. samlestur úr bókum, söngur og píanóleikur. Flytjendur eru þau Anna Einars- dóttir, Emil Guðmundsson, Val- geir Skagfjörð og Þórunn Páls- dóttir, en stjórnandi er Helga Bachmann. Þá hefst kl. 14.00 úti- hátíð við Þróttheima, en hún er haldin af félagsmiðstöðinni og knattspyrnufélaginu Þrótti. Verð- ur á skemmtuninni m.a. sýnt fall- hlífastökk og leikrit, auk þess sem knattspyrnufélagið „Augnablik“ kemur í heimsókn og geta gestir farið í ýmsar knattspyrnuþrautir. Um kvöldið verður síðan dansleik- ur og flugeldasýning um miðnætti. Reykjavíkurmót barna hefst á sunnudag kl. 14.00, en það er Fjórir bæklingar, vegna Reykjavíkurvikunnar Reykjavíkurborg hefur gefið út, f tengslum við Reykjavfkurviku, fjóra bæklinga til kynningar á ýmiskonar starfsemi sem er á vegum borgarinn- ar. Nefnast bæklingarnir „Vatns- veitan“, „Borgarbókasafnið" „Gerðuberg” og „Umferðin". I bæklingnum um Vatnsveituna er stuttlega rakin saga Vatnsveitunn- ar, en vatni var fyrst hleypt á Vatnsveituna í Reykjavík árið 1909. Einnig er í bæklingnum sagt frá mismunandi vatnsþörf Reyk- víkinga, hverjir nota mest vatn og ýmsar aðrar upplýsingar. Saga og þróun Borgarbókasafns- ins er rakin frá 1923 í bæklingnum um það og greint frá ýmiskonar þjónustu sem safnið veitir. „Umferðin" nefnist sá bæklingur sem að mestu fjallar um ráðstaf- anir í þágu öryggis í umferðinni. Þá er bæklingurinn um félags- og menningarmiðstöðina Gerðuberg sem Reykjavíkurborg rekur. Húsið var tekið í notkun 1983 og er í bæklingnum greint frá margvís- legri starfsemi sem rekin er í þess- ari menningarmiðstöð borgarbúa. Umdæmisþing hjá Kiwanis og K-dagur DAGANA 19. til 21. ágúst verður haldið í Vestmannaeyjum 13. um- dæmisþing Kiwanishreyfingarinnar á íslandi. Kiwanishreyfingin er þjónustuhreyfing, sem beinir kröft- um sínum til aðstoðar við þá, sem hjálpar eru þurfi. Stærstu verkefni íslenskra Kiwanismanna eru svo- nefndir K-dagar og rann ágóði af síðustu K-dögum til styrktar geð- sjúkum. K-dagur verður haldinn nú í haust, 29. október, og er það eitt af verkefnum þessa umdæmisþings að ákveða til hvaða málefnis ágóði af K-degi í haust renni. Reikna má með miklu fjölmenni á þessu þingi eða á milli 5—600. Einnig munu nokkrir erlendir gestir koma til þingsins. Svo sem Donald Williams frá Kiwanis International og Willy östholt umdæmisstjóri Norden. Samhliða umdæmisþinginu halda Sinawik-konur, en þær eru konur Kiwanismanna, sinn sjö- unda landsfund. Forseti evrópusambands Kiw- anismanna mun heimsækja þing- ið, en hann er íslendingur, Eyjólf- ur Sigurðsson. Umdæmisstjóri ís- lenska umdæmisins er Hörður Helgason og mun hann stjórna þinghaldi. skátafélagið Árbúar sem stendur fyrir mótinu í Hljómskálanum. Á dagskránni verða m.a. barna- íþróttir, þrautabráutir, flugdreka- keppni, siglingar á tjörninni, hljómleikar og skemmtiatriði. Lýkur dagskránni með verðlauna- afhendingu. Á sunnudaginn verð- ur opinn fundur Umferðarnefndar Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Verður m.a. rætt um hraðatak- markanir í þéttbýli. Framsögu- maður verður Guttormur Þormar, forstöðumaður Umferðardeildar. Fundurinn hefst kl. 14.00. í Gerðubergi verður á sunnu- daginn haldinn fyrirlestur um Vatnsveituna og farið í Heiðmörk og víðar að honum loknum. Tón- leikar verða síðan kl. 20.30 í Gerðubergi og syngur þar Krist- inn Sigmundsson við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Einnig verður í Gerðubergi sögustund fyrir börn á morgun og sunnudag kl. 15.00. f Árbæjarsafni stendur yfir sýning á gömlum Reykjavíkur- kortum í Eimreiðarskemmu. Sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00 flytur Elín Pálmadóttir erindi um fólkvang í Eliðaárdal. Að erindinu loknu verður Elliðaárdalsganga á vegum safnsins. Leiðsögumaður verður Salvör Jónsdóttir. Auka- ferðir verða frá Hlemmi að Ár- bæjarsafni á vegum SVR laugar- daginn 20. ágúst kl. 14.00 og til baka kl. 16.00 og sunnudaginn 21. ágúst kl. 13.30 og til baka kl. 16.30. Árbæjarsafn er opið kl. 13.30—18.00. Þá verður kvikmynd- in „Reykjavíkuræfintýri Bakka- bræðra" sýnd kl. 16.00 í Iðnó á sunnudag. Tvær ferðir verða farnar á morgun, laugardag, á vegum Reykjavíkurviku, útsýnisferð í Bláfjöll undir leiðsögn Einars Þ. Guðjohnsen. Verður lagt af stað kl. 10.00 frá Kjarvalsstöðum og kl. 10.15 frá Gerðubergi. Kl. 14.00—15.00 verður siglt úr Sundahöfn og farin Viðeyjarferð undir leiðsögn þeirra Sigurðar Líndals, prófessors, og örlygs Hálfdánarsonar. Kaffiveitingar verða á vegum Viðeyingafélagsins. Ifenan.... 3636 hringir ....ein af n£ju Eagnarsvörunum IÐNSYNM£|j^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.