Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 3 Þýzki matreiðslumeistarinn Fridolin Ditterich mundar hmTinn í eld- húsi Nausteins. Morgunbla&ið/ RAX. Rínardagar í Naustinu VEITINGAHÚSIÐ Naust gengst þessa dagana fyrir „Rínardögum". I því tilefni hefur Naustið ásamt Arnarflugi fengið hingað til lands þýzka matreiðslumanninn Fridolin Ditterich og mun hann ásamt matreiðslumönnum Naustsins sjá matreiðslu meðan á Rínardögun stendur. Þá munu hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson syngja þýzk lög fyrir matargesti. Tízkuverzlunin Assa sýnir á Rín- ardögum þýzkar tízkuvörur frá Laurél. „Nú eru um 30 ár síðan Naust- ið bryddaði upp á þeirri nýjung kynna matargerð annarra þjóða og hefur þessi liður í starfsemi Naustsins notið mikilla vinsælda meðal gesta hússins. Rin hefur stundum verið kölluð lifæð Þýzkalands og Rínardalur verið nefndur dalur hinna átta árs- tíða. Margir réttir frá þessum stað verða hér á boðstólum og má meðal annars nefna létt- reyktan silung, jarðeplasúpu með skinku eða beikoni, súrsteik, léttsteiktan svínahrygg og ým- islegt fleira. „Kynning á matarsiðum ann- arra þjóða er snar þáttur í starf- semi Naustsins. Með þessu auk- um við fjölbreytni fyrir gesti okkar, starfsfólkinu gefst kostur á að læra ýmislegt nýtt og við Hjónin Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson syngja þýzk lög fyrir matargesti. lærum ýmislegt varðandi mat- reiðslu. í þessu sambandi get ég nefnt, að í sumar var hjá okkur sænski matreiðslumeistarinn Steier Öster. í samvinnu við hann mun Naustið standa fyrir íslenzkri sælkeraviku í Svíþjóð," sagði ómar Hallsson, veitinga- maður í Naustinu m.a. í samtali við Morgunblaðið. Kvendávaldur með sýningar á íslandi KVENDÁVALDURINN Gail Gord- on kemur til landsins á fimmtudag, 1. september, og heldur fyrstu sýn- ingu sína i Háskólabíói á fostudag, 2. september. Gail er eini kvenmað- urinn í heiminum í dag sem sýnir dáleiðslu fyrir almenning. Dáleiðslu- atriði hennar hafa ekki áður sést á íslandi að sögn Atla Sigurðssonar, sem stendur fyrir komu Gail Gordon hingað til lands. Gail Gordon er yngsti meðlimur í félagi breskra dávalda og jafn- framt eina konan. Atli vitnaði til umsagnar Peters Cassons, sem oft er nefndur „meistari dávaldanna", en hann er formaður FESH (skammstöfun fyrir: „The Feder- ation of Ethical Stage Hypnot- ists“). Hann hefur sagt um Gail Gordon, að hún hafi óvenju gott vald á „fórnarlömbum" sinum og að hún hafi greinilega erft hæfi- leika sina af frænda sínum dr. Charles Dunning, sem á sinum KvendávaMurinn Gail Gordon. tíma var einn þekktasti dávaldur Breta. Sfnir toghlera í Ástralíu DAGANA 1.—4. september tekur J. Hinriksson hf. vélaverkstæði þátt í Seaday-sjávarútvegssýningu í Mel- bourne í Ástralíu og sýnir þar Poly- ís toghlera sína. Til Ástralíu hefur fyrirtækið selt toghlera til 20 tog- skipa. Toghlerar fyrirtækisins eru seldir einnig til Færeyja, Eng- lands, Skotlands, Shetlandseyja, Orkneyja, Nýfundnalands, Amer- iku, Grænlands, Svíþjóðar og Nor- egs. Einnig eru á döfinni sölur til annarra landa. Útflutningur fyrir- tækisins hefur verið um og yfir 40% af framleiðslu þess. í dag skín sól á Costa del Sol Á Costa del Sol eru 326 sólardagar á ári og verðlag hefur nánast verid óbreytt í heilt ár, það kostar ekkert meira á Costa Del Sol — ferðaparadís Spánar. Brottför: 1., 8., 15. og 29. september — ein, tvær eða þrjár vikur. Verð frá aðeins kr. Greióslukjor 12.900. Hin ljúfa Lignano Sídasta brottför sumarsins 30. ágúst, nokkur sæti laus. Verð frá aðeins kr. DQnOQB m lllflll "ai 14.900. Mallorca mælir með sér sjálf í 2 vikur, góð greiðslukjör. Síðasta brottfdr sumarsins 6. september, sæti laus. Verð frá aðeins kr. 16.900 Feróaskrifstofan Reykjavík: Austurstraeti 17, sími 26611 og 20100. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. í 3 vikur, góð greiðsiukjör. Látið ekki happ úr hendi sleppa — nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér toppferð á toppafslætti. Hafið samband við okkur strax á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.