Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 27 sem ég dvaldi þar til ég var látinn laus. Hefndarráðstafanir lögregl- unnar voru látnar ná til fjölskyldu minnar, sem var stöðugt ógnað. í apríl 1981 fluttu þeir mig til Las Celdas del Castigo sem hafði að geyma 67 dauðadæmda menn, er sendir voru þangað bæði vegna stjórnmálaskoðana, svo og vegna brota á almennum hegningarlög- um. Ég sá unglinga og verkamenn, sem fluttir voru á aftökustaðinn fyrir að hafa verið andstæðir stjórninni, þó ávallt friðsamlega. Fjórum mánuðum síðar voru að- eins 13 þeirra á lífi. I ágúst sama ár létu yfirvöldin byggja sérstakt útihús, sem gerði kleift að halda mér í algerri ein- angrun. Veggirnir og loftið voru máluð skjannahvít og fyrir ofan höfuð mér hengdu þeir upp 10 neonljósaperur, sem voru einn og hálfur metri að lengd hver. Það logaði stanslaust á þeim, og þær gáfu blindandi lýsingu, sem breytti sjón minni varanlega. Við hlið einkadýflissu minnar var komið fyrir leikfimisal, þar sem fyrir hendi voru öll tæki sem þurfti til endurhæfingar, borð, trissur, samsíða rimlar o.s.frv., og nú var ég settur í hörkuþjálfun. Gæslan var ströng og verðirnir valdir af kostgæfni. Stjórnvöld höfðu þegar ákveðið að leysa mig úr haldi og e.idur- hæfingin hafði það takmark að af- má afleiðingar hinnar illu íneð- ferðar sem ég hafði orðið fyrir. Kastró hafði lýst því yfir við ýmsa sendiherra og stjórnmálamenn, sem fylgdust með máli mínu að ég færi ekki fyrr en ég gæti notað fæturna á ný. Foringjar í lögregl- unni sögðu oft við mig að ég væri eini fanginn sem gæti ekki fengið að yfirgefa Kúbu í hjólastól. Aðrir fangar hafa yfirgefið landið í þess konar ástandi og tveir þeirra, var- anlega fatlaðir, búa í Bandaríkj- unum. Smátt og smátt fékk ég mátt í limina, og það undarlega var að ég fékk að borða sjaldséðar fæðuteg- undir: 1 lítra af mjólk á dag, mikið af kjöti, ávöxtum, grænmeti, og eins og ég þurfti af fjörefnum og málmsöltum. Kommúnistar reyna alltaf að lappa upp á fanga sína áður en þeir eru látnir lausir. Nokkrum mánuðum síðar gat ég hætt að nota hjálpartæki, og ég byrjaði að geta gengið milli rimla- raðanna, óstöðugt í fyrstu, en síð- an af meira öryggi. Ég gat beygt mig niður og skokkað á staðnum, en ég gat ekki gengið án þess að styðja mig við rimlana, því að ég slangraði til hliðar, fyrirbæri sem sérfræðingar kalla að „missa jafn- vægislínuna", og kemur þegar maður er lokaður lengi inni í þröngri kytru. í Boniato-fangelsinu áður fyrr, eftir margra ára innilokun í þröngum klefum, höfðu verðirnir hleypt okkur út á gangana: við gengum í hlykkjum eins og útúr- drukknir. Ég var í þessu ástandi í marga mánuði. Þeir neituðu að leyfa mér að ganga utan leikfimisalarins. Ég frétti síðar að þeir hefðu ætlað að halda endurhæfingunni leyndri í áróðursskyni, til að allir þeir sem bjuggust við að sjá mig birtast i hjólastól, sæju mig sér til mikillar furðu fullfæran til gangs. Það var fjarri mér að halda, að þessi með- ferð væri til undirbúnings frelsun minni. Einangrun mín var algjör; ég hélt að þetta tilstand væri vegna þess að stjórnvöld vildu binda endi á baráttuna fyrir því að ég fengi nauðsynlega umönnun en mig grunaði að hún mundi vera í gangi. í hverri viku fékk ég heim- sókn ríkislögreglumanna, sem lögðu sig fram um að fá mig til að trúa því, að enginn hefði áhuga á mér, að ég væri yfirgefinn af öll- um, að fjölskylda mín óskaði eftir að vera áfram á Kúbu. Ég trúði ekki orði af þessu, en ég renndi ekki grun í hvað baráttan fyrir því, að ég yrði látinn laus, væri víðtæk. Éndurhæfingin hélt áfram, en í hvert skipti sem æf- ingunum og nuddi var lokið, þurfti ég að setjast í hjólastólinn til að fara aftur i klefa minn, eða á kló- settið. Kúbustjórn haf&i þegar hafið ófrægingarherferð gegn mér er- ' M , -/ J • jV X IJU flUMiHIIIUM 1 i\l IJUl/l lendis i þeim tilgangi að eyði- leggja mannorð mitt, m.a. með þvi að birta falsað skírteini frá Bat- ista-lögreglunni — klaufalega falsað — og átti að sýna að ég væri pyndari. Eftir frelsun mína átti ég auðvelt með að afsanna þessar „sannanir". Ef ég hefði ver- ið pyndari, hefði Kastró skotið mig eigin hendi eða sent í fangeisi strax við valdatöku byltingarinn- ar; þess í stað var ég hækkaður i tign og á þeirri stundu sem ég var handtekinn var ég rikisstarfsmað- ur. Barnafangelsi Allt var skipulagt af sálfræð- ingi, Carlos de la Poza, sem áleit að „þjóðfélagsleg endurhæfing" hinna ungu ætti að framkvæma með vinnu, í samræmi við kenn- ingar Sovétmannsins Makarenko. Aðaláætlun hljóðaði upp á 5 búðir, hverjar fyrir 200 ungmenni. Unglingarnir urðu að reisa kofa sina sjálfir, sjá um eigin matseld o.s.frv. Tilraun þessi fór út um Armando Valladares um þær mund- ir sem hann var handtekinn. þúfur, vegna þess að fjöldi drengja flúði. Vegna þessa var ákveðið að senda börn og unglinga til vinnu i verksmiðjum, eins og Combinado del Lapis, Balabano í Havana- héraði, þar sem þau störfuðu við að setja vörur í kassa. Á Kúbu eru börn fangelsuð fyrir lögbrot, sem verðskulda ekki fang- elsisvist í öðrum löndum. Þannig var það að ég hitti í Las Celdas del Castigo 12 ára dreng, Robertico. Á nóttunni grét hann, hrópaði á móður sína og bað þess að honum væri leyft að fara heim. Til að fá hann til að þagna köstuðu verðirn- ir drasli framan í hann eða börðu hann með kaðli. Ég varð sjálfur vitni að þessu ofbeldi. Robertico hafði verið dæmdur til gæsluvistar þar til hann yrði fullveðja, vegna þess að eitt sinn þegar hann gekk á götunni, sá hann byssu í sæti bifreiðar hátt- setts manns í innanríkisráðu- neytinu. Að gamni sinu hafði drengurinn tekið vopnið og skotið upp í loftið. Þegar í fangelsið kom var Robertico settur meðal af- brotamanna og nokkrum dögum síðar var honum nauðgað af fjór- um náungum, og þurfti að senda hann á spítala. Þegar hann kom þaðan var hann flokkaður sem kynvillingur og settur í álmu sem þeim var ætluð. Síðan var hann oft sendur á spítala, vegna þess að hann hafði smitast af kynsjúk- dómi. Ég veit um fleiri drengi með svipaða reynslu í kúbönskum fangelsum. Trúarofsóknir Á Kúbu eru margir hópar krist- inna manna ofsóttir, og álitnir „andbyltingarsinnar" (vottar Jehóva, aðventistar og gideons- bræður). Meðan ég var í fangelsi hitti ég fjóra votta sem líklega eru ennþá í haldi í Combinado del Este. Einn þeirra var Felipe Hernandez, predikari við þennan söfnuð. Vott- ar Jehóva eru ennþá fangelsaðir á Kúbu og bænahúsum þeirra lokað. Á Pinos-eyju sá ég einnig guðs- hús mótmælenda sem breytt hafði verið I áburðargeymslur. Ýmsum kirkjum kaþólskra hefur einnig verið lokað, þar á meðal San Francisco-klaustrinu, Villa- nueva-kirkjunni, kirkjum kaþ- ólskra skóla og fjölda annarra. Hefðbundnar guðsþjónustur hafa verið bannaðar, hætt hefur verið við að halda jól hátíðleg og smæsta jólatré er álitið tákn gagnbyltingar. Aðeins fáeinar hræður, flest gamalt fólk, taka áhættuna af þvf að stfga fæti inn í kirkju. Það unga fólk, sem fer til messu er álitið „óvinir" byltingarinnar, og getur átt á hættu að verða rek- ið úr háskóla. Allir trúaðir, hver svo sem trú þeirra er, sæta kerfis- bundnum ofsóknum. Meðan ég var í fangelsinu, hitti ég mann, sem dæmdur var í sex ára varðhald fyrir að hafa ritað upp kafla úr biblíunni fyrir vini sína og sam- starfsmenn. Það er mjög erfitt að eiga biblíu. Eitt sinn sendi hópur trúaðra Jamaiku-manna nokkurt magn til Kúbu. Bækurnar voru fluttar á vörubílum beint frá Havana-höfn til pappírsverksmiðju, þar sem Mi uioí. i*r :(ri‘i;pu*i-aniMUi.i «a þær voru allar settar í endur- vinnslu og notaðar til framleiðslu á pappfr fyrir rfkisútgáfuna. I fangelsum Kastrós eru biblíur álitnar efni sem hvetur til upp- reisnar. José Marfa Rivera Diaz, mótmælendaprestur, var barinn hrottalega í klefa sinum. af fang- elsisstjóranum og fleiri yfirmönn- um, eftir að vörður kom að honum að óvörum við lestur þessa var- hugaverða efnis. Bak José Marfa var eitt flakandi sár er þeir skildu við hann. Trúarbrögð eru bönnuð í fang- elsum. Jafnvel rétt fyrir aftöku er föngunum meinað að fá prests- þjónustu. Fjölskyldur pólitískra fanga Nánir ættingjar fanga hafa ekki leyfi til að setja fram óskir við stjórnvöld. Ef þeir koma með spurningar fá þeir heimsókn ríkis- lögreglunnar. Þeim er sagt að það sé bannað að biðja um upplýs- ingar um hvort mögulegt sé að heimsækja fanga. Það er einnig bannað að hitta fjölskyldur ann- arra fanga: Þannig eiga nánir ætt- ingjar fanga á hættu ákæru fyrir samsæri, ef þeir safnast saman fleiri en þrír. Fjölskyldur fanga verða fyrir ofsóknum, og Bylt- ingarvarnarnefndirnar og lögregl- an hafa strangt eftirlit með þeim. Vegna þess að ég hafði neitað að skrifa bréf, þar sem ég afneitaði innihaldi bóka minna og fordæmi þá sem höfðu prentað ljóð mín eða talað máli mínu erlendis, þá gerð- ist það í maí 1979 að fjölskyldu minni var neitað um brottfarar- leyfi frá Kúbu, mági minum var sagt upp störfum og vinum minum og fjarskyldum ættingjum var meinað að hitta fjölskyldu mina. Nánustu ættingjar mínir hafa beinlínis verið lagðir i einelti af ríkislögreglunni. Manuel Blanco Fernandez höf- uðsmaður í ríkislögreglunni, Guido major og kafteinarnir Adri- an og Beltran sýndu háaldraðri móður minni og systur hrotta- skap. Dag einn hræddu þeir móður mína, með þvi að hóta að fangelsa 'IJ J'e'yn Uti líi^n i dóttur hennar, til að skrifa mér að ég væri óvinur fólksins, að ég ætti skilið einangrunarvistina og hina slæmu meðferð, sem ég sætti, og að ég ætti að vera Byltingunni þakklátur fyrir þetta allt. Systir mín var oft tekin til yfir- heyrslu, haft i hótunum við hana og svo frv. Blanco Fernandez höf- uðsmaður kom eitt sinn heim til hennar og sýndi henni dóm Bylt- ingardómstólsins, þar sem hún var dæmd til 12 ára fangavistar. Systir mín hafði hvorki verið ákærð né yfirheyrð af umræddum dómstóli. Höfuðsmaðurinn skipaði henni að koma með sér til kvenna- fangelsisins. Hún hírðist i skrif- stofu fangelsisstjórans i 12 klukkustundir, eftir var að upp- fylla ákveðin formsatriði. Þessum sifelldu hrellingum, sem haldið var uppi vegna haturs á mér, var markvisst beitt til að brjóta niður sálarjafnvægi fjölskyldu minnar. Það hefur þeim greinilega tekist: systir mín, sem stödd er í Banda- ríkjunum, gengst nú undir sál- fræðimeðferð. Jafnaðarhugsjón Kastró-stjórnarinnar og hin nýja stétt Það er langt frá þvi að ráðherr- ar, félagar í miðstjórn flokksins, ríkislögreglumenn og aðrir flokks- leiðtogar búi við sömu kjör og al- menningur á Kúbu. Þeir mynda i raun „nýja stétt", lítið en gróðugt neysluþjóðfélag. Þeir hafa til um- ráða sérstofnanir, sem aðrir þjóð- félagsþegnar hafa ekki aðgang að. Sérverslanir hafa á boðstólum vörur sem fást í öllum vestrænum höfuðborgum. Á bernskuskeiði byltingarinnar hafði Kastró lýst yfir að bað- strendurnar yrðu eign fólksins og að hann afnæmi einkabaðstrend- ur. Samt hefur ekkert af þessu verið gert. Til dæmis er Biltmore- klúbburinn, þar sem eignastéttin kom saman fyrir byltingu, nú ein- vörðungu ætlaður yfirmönnum ríkislögreglunnar og háttsettum mönnum í innanríkisráðuneytinu. Almenningi er einnig meinaður aðgangur að mörgum öðrum bað- ströndum, sérstaklega Jibacoa, sem er aðeins fyrir franska ferða- menn, aðrar eru ætlaðar Sovét- mönnum, Kanadamönnum og svo framvegis. Jafnrétti fyrir lögum er ekki fyrir hendi á Kúbu. Tökum sem dæmi hnefaleikarann heimsfræga José Gomez. Dag einn þegar hann ók drukkinn og réttindalaus varð hann valdur að dauða ungs manns og særði fjölda annarra; vegna frægðar sinnar komst hann hjá fangelsisvist. Hin nýja stétt hefur nýja bíla til umráða; hún býr í húsum sem tek- in voru eignarnámi þegar borg- arastéttin yfirgaf landið. Stjórn- endur flokksins, ráðherrar, yfir- menn í hernum — einnig fjöl- skyldur þeirra — stunda líferni sem almenningur þekkir ekki. Þeir hafa sjónvarp, segulbandstæki, klæðast tískufatnaði, og þegar þeir veikjast geta þeir keypt er- lend læknislyf. Sovésk íhlutun á Kúbu Eftir að áætlunin um „10 millj- ón tonna sykuruppskeru" árið 1970 brást kom háttsett sovésk sendinefnd í heimsókn og síðan eru allar meiriháttar fram- kvæmdir undir sovéskri stjórn. Ég hitti í fangelsi kúbanskan emb- ættismann sem starfaði í Antill- ana de acero, og þá fékk ég vitn- eskju um að þetta fyrirtæki, sem er ein stærsta málmbræðsla landsins, væri undir stjórn sov- ésks eftirlitsmanns, sem tæki all- ar mikilvægar ákvarðanir. Hið sama gildir um aðra þætti efna- hagslífsins á Kúbu. Þar fyrir utan takmarkast sov- ésk íhlutun ekki við efnahagslífið. Ég minnist þess frá Guanajay- fangelsi að hópur sovéskra sér- fræðinga í fangeisismálum kom í heimsókn. Við þetta tækifæri hrópuðu allir pólitískir fangar í kór: „Sovétmenn farið heim!“ Af- SJÁ NÆSTU SÍÐU Jgsusmiu í „'(nmi'ioi.iiíium mu lí'ts

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.