Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Stórhátíð haldin í kringum Eric Clapton Margar af stórstjörnum breska rokksins koma saman þann 21. september næstkomandi. Þaö er gamli kappinn Eric Clapton sem stendur fyrir þessum tónleikum, en þeir eru haldnir til styrktar sérstök- um sjóöi, sem kenndur er viö Kalla prins. Sambærilegir tónleikar voru haldnir í Dominion-tónleikahöllinni fyrr í sumar og voru þá Dire Straits og Duran Duran aöalnúmerin. Þegar þetta er ritaö, er vitaö meö vissu aö meölimir Who, Roll- ing Stones og Led Zeppelin ætla aö troöa upp viö þetta tækifæri, sem er til þess aö minnast þess aö 20 ár eru liöin frá því Eric Clapton kom fyrst viö sögu á hljómplötu. Fullvíst er taliö, aö fleiri frægir eigi eftir aö bætast í hópinn og svo mikiö er víst, aö ekki veröur ókeypis inn á þessa samkundu. Ef marka má þau nöfn, sem þegar hafa veriö birt, er ekki fjarri lagi aö áætla aö miðinn fari á 50 sterl- ingspund í þaö minnsta. Centaur-flokksins 6 fullu á æf- ingu í skúrnum i Álftanesinu. F.v.: Guðmundur, Benedikt, Sig- urður og Hlöðver. MorgunMaðW/ SSv. Eric Clapton „Viö erum eitthvaö svo ferlega óvinsælir alls staðar," sagöi einn þeirra og dæsti er Járnsíöan heim- sótti hljómsveitina í æfingahúsnæöi hennar lengst úti á Álftanesi kvöld eitt fyrir skemmstu. Húsnæöiö er ekki beysiö; kalt og þröngt kofa- ræksni. En áfram er æft í trausti þess, aö einhvern daginn skili erfiö- iö sér í einhverju formi. „Þetta er ægilegt maöur, viö mis- sum af tvennum tónleikum vegna þess aö Siggi (söngvarinn) er aö fara meö Eddunni til Englands á Donington-hátíöina. Hal, er þetta ekki alveg dæmigert? Viö höfum ekkert haft aö gera i allt sumar, en svo fáum viö skyndilega tvenna tónleika upp í hendurnar. Þurfum aö sleppa þeim báöum,“ sögöu þeir Guömundur Gunnarsson, tromm- „Við erum eitt- hvað svo fer- lega óvinsælir“ — rabbaö við strákana í Centaur Eftir að hafa vakið heilmikla athygli á Músíktilraunum SATT í fyrra- haust hefur verið býsna hljótt um hljómsveitina Centaur. Fiokkur þessi telur fimm sveina, misjafnlega síöhærða, og kennir sig við þungarokk ef einhver skyldi vera efins um tónlistarstefnuna. Sjálfir eru strókarnir ekki í nokkrum vafa um sjálfa sig, þótt lítiö hafi verið að gera í allt sumar. ari, Benedikt Sigurösson, gítar- og bassaleikari, og Hlööver Ellertsson, gítarleikari. Jón Óskar Gíslason, sem leikur á gítar og til helminga á bassa á móti Benedikt, fannst hvergi. „Maöur sleppir ekki svona tæki- færi — ekki aö ræöa þaö,“ sagöi Siguröur Sigurösson, söngvari, og gaf sig hvergi. „Viö getum alltaf fengiö aö leika einhvers staöar, eöa er þaö ekki stákar?“ Soft Cell kembir ekki hærurnar Það lá ekki fyrir hljómsveitinni Soft Cell að kemba hærurnar. Foraprakki flokkains, Marc Al- mond, tilkynnti í síðustu viku, að hann væri oröinn yfir sig þreyttur og ruglaöur á poppbransanum og ætlaði aö draga sig alfarið í hlé. Ákvöröun hans kemur eins og reiöarslag fyrir aödáendur Soft Cell, en blaöasnápar erlendir töldu sig hafa fundiö lyktina af þessu fyrir nokkru. Samhliöa Soft Cell var Almond meö hljómsveitina The Mambas í gangi. Hún hættir enn- fremur. Centaur átti aö leika í Safari og síöan á vegum borgarinnar, en ekk- ert varö úr vegna utanfarar Sigurö- ar. Síöast kom Centaur fram opin- berlega í útvarpinu hjá Stefáni Jóni Hafstein. Þaö var árla morguns þann 16. júlí. „Viö lékum þar nokk- ur lög, Hún er svo sæt og svo eitthvert kántrí-dót. Þaö var ágætt og bara helv. gaman.“ En hvaö kemur til, aö hljómsveit- in leggur ekki upp laupana úr því hún fær ekkert aö gera? Ég innti fjórmenningana eftir því. „Á hverju einasta föstudags- kvöldi kemur fullt af liði hingaö út á Álftanes til þess aö hlusta á okkur. Þetta eru eiginlega alger vandræöi því þaö er svo mikiö fyllerí á liðinu stundum. Ekki svo aö skilja, aö viö tökum ekki þátt í því af og til. O sei sei. En þaö lifir enginn á slíku, hvorki viö né aðrar hljómsveitir.“ Og viö þetta kvaddi ég strákana. Þeir héldu áfram aö æfa í kuldanum þótt klukkan væri langt gengin í miönætti. Vafalítiö hefur Benni haldiö áfram aö rífast viö Gumma út af allt of hrööum trommuleik hans í millikafla eins lagsins, en þær þrætur voru allar í góöu aö því er best varö séö og heyrt. Rokkað með landanum 150.000 wött meðtekin eins og að drekka vatn: Að veröa vitni að því aö heyra 150.000 watta hljómburðarkerfi keyrt hressilega upp er vissulega sérstök upplifun. Þetta tengu þeir er fóru í hópferðina á Donington- rokkhátíðina með Ms Eddu að reyna. Járnsíðan var aö sjálf- sögðu á staðnum. Hversu mikill styrkur er 150.000 wött? Ja, þaö er von að einhver spyrji. Venjulegar stofugræjur þykja góöar ef magnarinn er 2x60 wött og hátaiararnir 100 wött hvor. Til frekari samanburöar má geta þess, aö kerfiö sem notaö var á tónleikum Echo & The Bunnymen taldi 6500—7000 wött þegar best lét og þótti þó mörgum nóg um. Auövitaö er þetta ekki aö öllu leyti sambærilegt þegar leikiö er úti undir beru lofti, en mikili var hávaöinn, svo mikiö er víst. Eftir óttalegt stímabrak og leiö- indi komst hópurinn loks á tón- leikasvæöiö um kl. 16 og mörgum til sárra vonbrigða höföu þá tvær sveitir af sex þegar lokiö sér af, Diamond Head og Dio. Flestum var sama um Diamond Head, en Dio var tvímælalaust önnur þeirra tveggja sveita, sem menn höföu hvaö mestan áhuga á aö berja augum. Þennan leiöa klaufaskap má rekja beint til mistaka í skipu- lagningu Farskips, en ekki meira um þaö. Fyrsti flokkurinn, sem birtist hópnum, voru fimmenningarnir í Twisted Sister. Reyndar haföi Eddu-hópurinn sóö myndband meö sveitinni á leiöinni út, þannig David Coverdale, höfuðpaur Whiteanake. aö hún átti ekki aö koma á óvart, er engu aö siöur geröi hún þaö aö vissu marki aö mati undirritaös. Dee Snider er tvímælalaust sá, sem allt snýst um, og auk þess aö vera mjög liötækur söngvari hefur hann einstakt lag á aö koma áhorf- endum til liös við sig. Reyndar not- aöi hann ekki ýkja fagurt orðbragö til þess arna, en það verkaöi engu aö síöur eins og vítamínsprauta. Orö á borö viö „motherfuckers" meö mjög reglulegu millibili komu lífi í liöiö og hljómsveitin kvaddi meö miklu trukki. Kom reyndar fram aftur og tók aukalag þrátt fyrir máttlaust uppklapp. Texas-tríóiö ZZ Top var næst á dagskrá og olli mér sannast sagna nokkrum vonbrigöum. Og þó, kannski ekki tríóiö sjálft heldur „sándiö" á því, sem var afskaplega kauöskt framan af. Reyndar geröi ég mér ekki fulla grein fyrir því fyrr en undir lokin, aö auövitaö haföi veriö gert í því aö skemma fyrir öllum nema Whitesnake til þess aö gefa þeim yfirburöa „sánd“ í sam- anburöi. Gamalt „trikk" hér heima og reyndar erlendis líka, en maöur stóö nú í þeirri trú, aö slíkt þýddi ekki aö bjóöa vönum og heims- þekktum mönnum á borö viö ZZ Top. Annars sagöi einn úr hópn- um, aö upp viö sviðiö heföi „sánd- ið“ veriö fínt. Þaö má sennilega rekja til þess, aö hann hefur heyrt monitor-„sándiö“ betur en hljóm- inn úr PA-inu. Hvaö um þaö, ég fer ekki ofan af því, aö ZZ Top voru fremur daprir framan af, en eftir því sem á pró- grammið leið færöist fjör í leikinn. Undirtektir áhorfenda, sem voru á bilinu 45—50 þúsund, voru mjög góöar og lýöurinn hreinlega trylltist þegar þremenningarnir léku Tush af snilld. Ef þaö lag kemur ekki blóöinu í hverjum drumb á hreyf- ingu veit ég bara ekki hvaö. Slík búgí-lög eru því miöur allt of fá á plötum. Niöurstaðan var þvi sú, aö tríóiö eitilhressa meö skeggiö niöur á belg skildi viö Dinington meö glæsibrag. Ég vildi gefa mikiö fyrir aö sjá sveinana á ný og þá innanhúss meö óbrenglaö sánd hlutlausra manna. Meatloaf var næstsíöastur á dagskránni. Sannast sagna átti ég ekki von á neinu merkilegu af hans hálfu en hann kom svo sannarlega á óvart og röddin viröist vera í góöu lagi á ný eftir erfiöleikatíma- bil í vetur. Lögin hans voru reyndar fremur fá, en þeim mun langdregn- ari. Svei mér ef kappinn hefur ekki bara lagt af, hann virkaöi a.m.k. ekki eins luralegur og þegar maöur sá hann í sjónvarpi, en þaö er nú reyndar langt síöan. Greinilegt er, aö hann lifir enn á frægöinni frá því Bat out of Hell kom út, því hvorki Dead Ringer né Midnight at the Lost and Found hafa náö aö feta í fótspor þeirrar fyrstu. Meatloaf kvaddi meö virktum og liöiö tók að bíöa óþreyjufullt eftir Whitesnake. Þaö var ekki fyrr en Coverdale og Co mættu upp á sviöiö, aö maöur geröi sér grein fyir því hversu rosalegt þetta var allt sam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.