Morgunblaðið - 28.08.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 28.08.1983, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 i Lárus Ýmir Öskaraaon kvikmyndaleikstjóri. NUrjuabUíió/KEE Fólk eins og Erland Josepson, Gunell Lindblom og Ingrid Tulin, hafa öll með misjöfnum árangri, leikstýrt kvikmyndum. Þetta hefur gengið út í alveg hroða- legar öfgar, eins og sagan um ljómandi góðan rithöfund og vinsælan í Svíþjóð sýnir. Hann sótti það hart að fá að leikstýra kvikmynd og menn trúðu á hæfi- leika hans. Eg þekki fólk sem var með honum í upptökunum, sem voru náttúrulega í mestu ring- ulreið. Og einu sinni var verið að taka upp atriði þar sem tvær persónur sitja á móti hvor ann- arri við borð og eru að tala sam- an. Rithöfundurinn stóð lengi hugsi og sneri sér svo að skrift- unni og sagði: „Heyrðu, hvernig fer maður að því að láta sjást í þann sem ekki er að tala?“ Það er eitt tilfelli þar sem vel hefur tekist til með víðkunnan menningarmann í kvikmynda- leikstjórn og það er Hassi Al- freðsson og mynd hans, Einfaldi morðinginn. Alfreðsson er fræg- ur grínisti og honum tókst svona vel upp í sinni annarri mynd. Hann hafði reyndar áður verið leikari og handritahöfundur við líklega einar tíu myndir. En Svíar eiga líka ágæta leik- stjóra sem gengu í gamla kvik- myndaskólann og góðir menn eins og Troell, Bergmann og Videberg hafa komið upp gegn- um iðnaðinn.“ AuÖskilin mynd — En svo við snúum okkur ljóðskáld og mér leist vel á hand- ritið hans og lagði því hitt til hliðar. Þetta er fyrsta kvik- myndahandrit Lundholms, en hann átti hugmyndina að „Fugl i búri“. Annar dans er auðskilin mynd, ekkert flókin og sérhvert barn ætti að getað fylgst með atburða- rásinni því hún er einföld. Tvær konur hittast af tilviljun. önnur er 25 ára, hin 30 ára og sú eldri fær far með þeirri yngri í bílnum hennar og þær ferðast norður eftir Svíþjóð. Á leiðinni lenda þær i ýmsu en skilja svo í lokin. Þetta er ferðalag í bæði ytra og innra landslagi. Á einu plani er þetta mjög einföld ferð og á öðru plani er það lifsreynsla sem þær ganga í gegnum en ég vil helst ekki gefa neinar notkunarreglur um hvernig menn eigi að lesa úr myndinni." Djúpur norrænn tónn — Hvað er hún mikið íslensk? „Það er erfitt að segja. Leik- stjórinn er íslenskur og einn ís- lenskur leikari er í myndinni. Svíar sem skrifuðu um myndina voru mjög ósammála um þetta. Einn sagði: „Svona mynd gæti enginn gert nema Islendingur." Hann vildi meina að í henni væri mjög djúpur norrænn tónn og því leyndi sér ekki að það væri ís- lendingur sem hefði gert hana. Myndin hlýtur óhjákvæmilega að hafa mótast af minni persónu. Ég er íslendingur og þar með er ekki ólíklegt að menn í Svíþjóð Rætt við Lárus Ými Óskarsson í tilefni frumsýningar hans á „Annar dans“ á íslandi Ur myndinni „Annar dans“. Kim Anderzon og Iin Hugoson á fleygiferd. Andra Dansen eöa Ann- ar dans, myndin sem Lárus Ýmir Óskarsson geröi úti í Svíþjóö á síö- asta ári, var frumsýnd í Regnboganum síðasta föstudag. Þetta er fyrsta kvikmynd Lárusar í fullri lengd, en margir muna eflaust eftir stuttri mynd hans sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir margt löngu og heitir „Fugl í búri“. Sú mynd var lokaverkefni Lárusar viÖ kvikmynda- deild Dramatiska Insti- tutet í Stokkhólmi. AÖ- alhlutverkin í Andra Dansen eru í höndum Lisu Hugoson og Kim Anderzon, en Sigurður Sigurjónsson fer með eitt hlutverk í myndinni. Andra Dansen er tekin í svart/hvítu. Aðdragandinn Lárus Ýmir Óskarsson býr á Dunhaganum og þangað hélt blaðamaður Morgunblaðsins í tilefni frumsýningarinnar, að inna hann eftir einu og öðru í sambandi við kvikmyndina, til- urð hennar, framgang og framtíð og svo eitt og annað tengt starfi kvikmyndaleikstjóra. Lárus hellti uppá lútsterkt kaffi og hóf síðan að rekja aðdragandann að gerð Andra Dansen. „Það voru tveir leikstjórar í Svíþjóð, Jonas Cornell og Per Berglund, sem að undirlagi sænsku kvikmyndastofnunarinn- ar tóku að sér að finna fólk til kvikmyndagerðar. Það var held- ur óvenjulegt, því venjulega sæk- ir fólk um að gera mynd, en nú var þessu öfugt farið. Og þeir voru á höttunum eftir fólki sem ekki hafði gert bíómyndir áður. Forsendurnar fyrir vali á mönnum til kvikmyndagerðar fylgir oft vali á handritum, en þeirra forsenda var; hvað getur þessi leikstjóri gert með filmu. Þeir ákváðu um síðir að ég ætti að fá að gera mynd.“ — Vakti það ekki úlfaþyt í Svíþjóð að Islendingur fengi að gera mynd kostaða af þeim? „Ekki úlfaþyt. Nei. Ég fékk mína menntun hjá þeim. Ef það hefur farið öfugt í einhverja hafa þeir verið nógu kurteisir til að hafa ekki hátt um það. Þú mátt ekki vera fordómafullur í Svíþjóð ef útlendingar eiga í hlut. Það er alveg bannað. En það hafa ef- laust verið margir Svíar sem vildu fá að spreyta sig. Ég er reyndar aðeins annar í röðinni úr DI (Dramatiska Institutet) sem gerir bíómynd í Svíþjóð frá því að DI var stofnað í kringum 1970. Valinkunnt menningarfólk Það er nefnilega meginfeill ráðamanna í kvikmyndagerð í Svíþjóð að hafa látið valinkunnt menningarfólk, svo sem rithöf- unda og leikhúsfólk, vera að gera kvikmyndir. Það hefur staðið kvikmyndagerð þar fyrir þrifum. Þetta fólk virðir ekki þá verk- kunnáttu, sem þarf við gerð kvikmyndar. Fyrir þeim er þetta frekar ástand en starf: Það dugar að vera áhugasamur um að gera kvikmynd og hafa góða greind. Það finnst þeim nóg. Oft er val- inkunnu menningarfólki, eins og Bergmann-leikurum til dæmis, fengin slík verkefni í hendur. aftur að Andra Dansen. Varstu með tilbúið handritið þegar þér bauðst að leikstýra? „Nei. Þegar þeir félagarnir Cornell og Berglund töluðu við mig, hafði ég samband við gaml- an samstarfsfélaga, sem fór að skrifa handrit eftir sinni hug- mynd og ég byrjaði að gera hand- rit eftir sænskri skáldsögu eftir Gerda Antti. Hann heitir Lars Lundholm þessi félagi minn og er sjái eitthvað islenskt við hana. Eg stend nær þessari mynd en mörgu öðru sem ég hef gert. En þegar fólk er að byrja í sinni listgrein, þreifar það sig áfram ... leitar að tón. Ég er að gera það í þessari mynd og núna veit ég meira um sjálfan mig og minn tón. Næsta mynd verður öðruvísi en þessi.“ — Hvað annað veistu um næstu mynd?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.