Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 47

Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 47 Þreytandi að vera málaliði „Það er ekki mikið. Það getur verið svolítið þreytandi að vera svona málaliði, eða frílansari, og vera alltaf að vinna að málum, sem kannski eitthvað verður úr eftir tvö eða þrjú eða jafnvel fimm ár. En það er að minnsta kosti komin hreyfing á hlutina eftir þessa mynd. Þrjú fyrirtæki í Svíþjóð hafa verið að hræra í mér. Það er gott að finna, eftir Andra Dansen, að þeir hafa áhuga. Núna er ég í vinnu við að umskrifa og laga stórt og mikið handrit fyrir sænska fyrirtækið Svensk Filmindustri, sem ákveð- ið verður í haust hvort verði kvikmyndað næsta sumar. Það er óvenjuleg mynd fyrir Svía, eins- konar science-fiction-thriller, sem þeir hafa ekki lagt í vana sinn að gera. Aðstæður hér á íslandi eru talsvert öðruvísi. Kollegar mínir hér á landi hafa byggt fyrirtæki í kringum sig og myndirnar sínar. Ég er hvorki mikill fjármála- spekúlant né viðskiptajöfur, þó ég gjarna vildi hafa meira af þessum eiginleikum. Markmiðið að vinna á íslandi En markmiðið er að vinna á íslandi. Ég hef ekki áhuga á að vinna endalaust í Svíþjóð. Kraft- urinn í íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum er gríðarlega mikill. Þeir eru varla búnir að skrifa handritið þegar þeir eru farnir að filma. Það er bara spur- ning um bankalán og kýla svo á það. Úti er allt mun þyngra í vöf- um.“ — Hvernig fer að þínu mati saman að vera handritshöfundur og leikstjóri? „Það er sjaldgæft að það fari saman að menn skrifi almennileg handrit og geri almennilega mynd. Að mínu mati eru ekki fleiri en fimm leikstjórar í heim- inum, sem hafa tvinnað þetta eftir. Hann talar ekki sænsku. Það var fyndið og skemmtilegt eintal sem hann átti að fara með, á sænsku auðvitað, og hann lærði þetta utanað og hlaut nokkra leiðsögn frá vini mínum, Hall- mari Sigurðssyni leikstjóra hér í bæ, en hann var við nám um leið og ég í Svíþjóð." Fróðlegt að kynnast undirtektum hér — Og hvernig heldurðu að Andra Dansen verði tekið af ís- lendingum? „Það verður fróðlegt og spenn- andi að vita. Mér finnst eins og myndin sé ekki búin fyrr en hún hefur verið sýnd hér. Það er eins og einhverju hafi verið ólokið hingað til.“ — Er hægt að bera hana sam- an á einhvern hátt við „Fugl í búri?“ „Hún er ekki eins „sæt“.“ — Það var sagt eitt orð í þeirri mynd. Þau eru fleiri í Andra Dansen. „Jájá, en þó er ekki mikið talað í henni. Hún er ekki samtals- mynd. Stemmningin byggist á atburðum, hljóði og ljósi.“ — Af hverju heitir hún Annar dans? „Finnst þér þetta ekki listrænt og flott nafn? Dans hefur auðvit- að gamla og góða yfirfærða merkingu sem líf ..." — Hvað var hún sýnd lengi í Svíþjóð? „Ég veit ekki hvað hún gekk lengi úti á landsbyggðinni en hún var sýnd í þrjá og hálfan mánuð í Stokkhólmi, lengst af í tveimur bíóum. Sá sem sá um framköllun á myndinni veðjaði við kvik- myndatökumanninn margréttuð- um kvöldverði á dýrasta veit- ingahúsi í borginni, um að hún myndum, finnist hún „öðruvísi". Og ég hef grun um að móttökurn- ar hér verði í einhverjum mæli á þessa leið, en ég er bjartsýnn á að íslendingar kunni ekki síður að meta myndina en Svíar og þá er ég ánægður." Ungverskar gyðingamyndir? — Heldur þú að þeir sem allt- af eru á móti öllu sænsku, finnist hún vera of sænsk? „Það er alltaf þesst meginmis- skilningur að fólk heldur að ef menn læri í Svíþjóð þá verði þeir „sænskir" geri „sænskar" myndir einsog ef þeir læra í Ameríku geri þeir amerískar myndir og ef þeir læra í Frakklandi geri þeir franskar myndir. Samkvæmt þessu ætti ég eiginlega að gera ungverskar myndir og meira að segja ungverskar gyðingamynd- ir, því kennarinn sem ég lærði mest af var ungverskur gyðingur. Málið er að ég fór út til að ná mér í ákveðna færni. Það er gott og blessað að fara langt út að læra, til ólíkra menningarsvæða og koma með eitthvað nýtt inn í íslenska menningu, en þetta er bara ekki spurning um það. Ég er íslendingur og það sem ég geri markast af því. Ég er ekki að fara út til Svíþjóðar til að læra á sænskt mentalítet, heldur til að afla mér ákveðinnar þekkingar." Magaveiki í Búdapest — Var gott að læra hjá Ung- verjanum? „Já. Ungverjinn. Hann var gef- inn fyrir að finna flottar skýr- ingar á hlutunum. Við fundum fljótlega út að við vorum ólíkir að því leyti að ég pældi meira en hann í kvikmyndaforminu sem Slappað af við tökur á „Amur duu". Lánu Ýmir og Lisa Hugoson. f baksýn er myndatökustjórinn Göran Nilsson. Skrafað og skeggrætt um næsta atriði. saman svo vel sé. Bergmann er einn.“ — Sigurður Sigurjónsson er eini íslendingurinn í myndinni. „Það eru tvær aðalástæður fyrir því. Ég vildi ekki að myndin væri alsænsk fyrir utan mig og svo var það notalegt og yndislegt að fá íslending út til sín, sér- staklega ljúfmenni eins og Sigga. Líka var það vegna þess að ef myndin yrði einhverntíma sýnd á íslandi, trekkti Siggi eflaust fólk að. Svíar féllu alveg fyrir honum og fannst þeim hann vera gríð- arlega fyndinn og hann, með sinni persónu, heillaði upptöku- liðið alveg uppúr skónum. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir Sigurði í handritinu svo ég leitaði í þvi að persónu, sem hann gæti smollið í, fann hana, hringdi í Sigga, keypti farmiða og þá var aðeins eitt vandamál myndi ekki ganga lengur en í hálfan mánuð. Það eru örlög sorglega margra mynda í Svíþjóð að þær gangi svona stutt. Síðast þegar ég vissi var kvikmynda- tökumaðurinn ennþá að svíða út úr framköllunarmanninum veð- skuldina." — Heldur þú að fólki hér finn- ist myndin mikið „öðruvísi" en það á að venjast? „Það verður að koma í ljós. Neikvæðasta gagnrýnin á mynd- ina kom fram í útvarpsþætti þar sem eldri karlmaður var að segja frá því að hann hefði lesið og heyrt svo vel látið af þessari mynd að hann ákvað að sjá hana. „Og hvað sé ég,“ sagði hann, „það vantar bara söguþráðinn og alla aksjón í hana. Ég vil hafa þetta eins og hjá John Wayne í gamla daga.“ Það kæmi mér ekki á óvart að fólk, sem er vant slíkum slíku. Skýring hans á áhugaleysi sínu fyrir því var á þessa leið. Pabbi hans í Búdapest var maga- veikur og fékk þá ráðleggingu hjá lækni sínum að slappa vel af og fara í bíó eins mikið og hann gæti. Hann fór því tvisvar eða þrisvar í viku og tók alltaf strák- inn sinn með sér. Af þessu hlut- ust nokkur útgjöld og til að minnka þau keypti pabbinn allt- af miða fyrir þá á fremsta bekk því þar var ódýrast að sitja. Þannig sá strákurinn tvær eða þrjár kvikmyndir á viku alla sína æsku og alltaf frá fremsta bekk. Þess vegna hefur hann aldrei fengið neinn áhuga á mynd- kompósjóninni eða öðru slíku.“ — En hvenær fékkst þú kvik- myndabakteríuna? „Ég frelsaðist í Laugarásbíói 15 ára.“ — ai.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.