Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 1
48 SÍÐUR 197. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins „Get ekki staðið í þessu lengur“ Jerúsaletn, 30. ágúst. AP. MENACIIEM Begin, forsætisráð- herra ísraels, hefur ritað afsagnar- bréf og mun skýra frá því á morgun hvenær hann afhendir það forseta landsins. Þegar samráðherrar Begins gengu á fund hans til að reyna í síðasta sinn að telja honum hughvarf komu þeir að honum þar sem hann var að skrifa afsagn- arbréfið. „Ég get ekki staðið í þessu lengur," sagði Begin við ráðherrana, sem báðu hann þá að geyma bréfið í nokkra daga þar til þeir hefðu valið eftirmann hans. Begin lofaði að láta þá vita á morgun, miðvikudag, hvort hann — sagði Begin og skýrir frá því í dag hvenær hann afhend- ir afsagnarbréfið yrði við því. Afsögnin tekur ekki gildi fyrr en forseti, Chaim Herzog, hefur fengið það í hendur, en ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Begin standi við ákvörðun sína. Hann hefur verið við stjórnvölinn í sex ár, samið frið við Egypta, háð umdeilt stríð í Líbanon og sett sitt óafmáanlega mark á málefni Mið- austurlanda. Nú finnst honum nóg komið. Átta samráðherrar Begins úr Herut-flokknum, sem er aðili að Likud-bandalaginu, ætluðu að koma saman síðar í dag og reyna að finna eftirmanninn. Var jafn- vel búist við, að samkomulag næð- ist um það síðar í dag eða á morg- un. Að því er útvarpið í ísrael sagði, eru mestar líkur á að núver- andi utanríkisráðherra, Yitzhak Shamir, verði forsætisráðherra og að Yoram Aridor, fjármálaráð- herra, taki við embætti hans. Nú- verandi aðstoðarforsætisráðherra, David Levy, er einnig nefndur sem líklegur eftirmaður Begins. MENACHEM Begin skýrir samráðherrum sínum frá því að hann sé ákveð- inn í að segja af sér embætti. Hann skrifaði afsagnarbréfíð í gær en ætlar að bíða eitthvað með að senda það forseta ísraels til formlegrar staðfestingar. AP HERMAÐUR úr líbanska stjórnarhernum með hendur yfir höfði gefst hér upp fyrir manni úr vopnuðum sveitum drúsa og shíta, sem í þrjá daga hafa haldið uppi árásum á stjórnarherinn og hermenn úr alþjóðlega gæsluliðinu. Fjórir gæsluliðar hafa verið drepnir en í gær snerust Bandaríkjamennirnir til varnar samtímis því sem Líbanonsher lét til skarar skríða. AP Hóta að sprengja flugvél- ina í lofti París, 30. ágúst. AP. Flugræningjarnir fjórir, sem hafa franska þotu á valdi sínu ásamt 15 gíslum a.m.k., hótuðu í kvöld að fara frá Teheran í íran og sprengja vélina í loft upp yfír írak. Vélin hefur verið fyllt ben- síni en ekki er vitað hvort franir leyfa henni að fara eftir þessa síðustu yfírlýsingu ræningjanna. Flugvélin hefur nú haft við- komu í fjórum borgum frá því henni var rænt sl. laugardag. f ranskir embættismenn stóðu í samningaviðræðum við flug- ræningjana í allan dag en án nokkurs árangurs. Ræningj- arnir höfðu í þrígang hótað að sprengja flugvélina í loft upp en létu ekki verða af því. Þrjú ár frá stofnun Samstöðu: Viðbúnaður her og lögreglu Varsjá, 30. áyúst. AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi hafa bann- að Lech Walesa að ávarpa fund fyrir framan skipasmíðastöðvarnar f Gdansk á morgun þegar þrjú ár verða liðin frá því að þau samþykktu að leyfa stofnun frjálsra verkalýðsfé- laga í landinu. Stjórnin hefur nú uppi mikinn viðbúnað vegna morgundags- ins og hafa varnarmálanefndir Gdansk-borgar og Varsjár verið kvaddar saman til að leggja á ráðin um hvernig best verði að kveða niður mótmæli almennings ef til þeirra kemur. Jerzy Urban, talsmaður stjórn- arinnar, sagði fréttamönnum í dag, að Lech Walesa hefði verið bannað að flytja ræðu á morgun, á afmælisdegi Samstöðu, og að yfir- völdin væru reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða, sem þyrfti, til að kveða niður öll mótmæli. Walesa lét yfirvöld vita af því í sfðustu viku, að hann hygðist leggja blómsveig að minnismerki Sam- stöðu í Gdansk á morgun og flytja þar ræðu „ef skoðanabræður mínir safnast þar saman". Varnarmálanefndir ýmissa borga í Póllandi, t.d. í Gdansk og Varsjá, voru kvaddar saman í dag til að skipuleggja aðgerðir hers og lögreglu ef til mótmæla skyldi koma á morgun. í gær létu yfirvðld dreifa þúsundum flugrita meðal verkamanna í Huta-stálverksmiðj- unum fyrir utan Varsjá þar sem þeir voru hvattir til að skella skoilaeyrum við áskorunum Sam- stöðu. Bandaríkjamenn í bardögum í Beirut Beinit, 30. ágúst. AP. LÍBANSKI herinn réðst í dag til at- lögu á sjó og landi gegn hermönnum drúsa og shíta í Vestur-Beirut samtím- is því sem bandarískir hermenn í al- þjóðlega gæsluliðinu áttu í hörðum bardögum í grennd við fíugvöllinn í borginni. Líbanski stjórnarherinn lét til skarar skríða með því að flytja mörg hundruð hermanna með þyrl- um og skipum að ströndinni við Cadmos-hótelið þar sem flestir bandarísku sendiráðsmennirnir hafast við nú en drúsar og shítar hafa margoft hótað að skjóta á hót- elið. Þaðan var ráðist inn í borgina og er haft eftir sjónarvottum, að átökin hafi verið afar hörð og sprengjugnýrinn ærandi. Ríkisút- varpið í Líbanon sagði, að Amin Líbanski stjórnar- herinn lét einnig til skarar skríða gegn vopnuöum sveit- um drúsa og shíta Gemayel, forseti, hefði fyrirskipað árásina eftir að hafa ráðfært sig við Shafik Wazzan, forsætisráðherra, og forseta þingsins, Kamel Assad. Bandarískir landgönguliðar, sem haldið hafa uppi gæslu við flugvöll- inn í Beirut, svöruðu í dag skothríð frá hermönnum drúsa og shíta og sendu tvær fallbyssuþyrlur til gagn- árásar. Mörgum fallbyssukúlum var skotið að stöðvum bandarísku her- mannanna frá hæðunum fyrir ofan borgina og er haft eftir sumum heimildum, að Sýrlendingar hafi tekið þátt í skothríðinni. Þær fregn- ir hafa þó ekki verið staðfestar. Fjórir franskir hermenn féllu í morgun þegar þeim var gerð fyrir- sát og hafa þá sex hermenn úr alþjóðlega gæsluliðinu fallið í val- inn. Skotið var einnig á breska her- menn í morgun en án þess að til manntjóns kæmi. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, lýsti í dag yfir fullum stuðningi við stríðsmenn drúsa og shíta og greindi jafnframt frá ýmsum skil- yrðum sem hann setur fyrir sátta- viðræðum við Amin Gemayel, for- seta Líbanons.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.