Morgunblaðið - 31.08.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
Beið bana í
umferðarslysi
ÖLDRUÐ kona beið bana í umferð-
arslysi á Miklubraut, skammt vest-
an við Kringlumýrarbraut, laust fyrir
klukkan 16 í gær. Atvik eru óljós, en
svo virðist sem konan hafi gengið út
á götuna í veg fyrir bifreið, sem ekið
var í vesturátt.
Skipti engum togum að hún
skall framan á Lada-bifreið, kast-
aðist í götuna og varð fyrir Volks-
wagen-bifreið, sem var ekið í
humátt á eftir Lada-bifreiðinni.
Konan var látin þegar komið var
með hana í slysadeild Borgarspít-
alans. Hún var 91 árs gömul.
Ökumanni Lada-bifreiðarinnar
varð svo mikið um slysið að hann
ók af vettvangi, en gaf sig fram
við lögregluna skömmu síðar.
Útvarpað 30 tíma
á viku frá Rás-2
UTVARPSRÁÐ samþykkti í gær á
fundi sínum, að úlsendingartími rás-
ar 2 hjá hljóðvarpinu yrði frá 10—12
og 14—18 fímm daga vikunnar, það
er frá mánudegi til föstudags. Var
það gert að tillögu forstöðumanna
útvarpsins, en á þessum tíma er talið
að útvarpshlustun sé mest. Stefnt er
að því að útvarpssendingar hefjist
fyrrihlutann í nóvember, en nú er
unnið að því að innrétta húsnæði
fyrir rás 2 í hinu nýja útvarpshúsi,
sem nú er að rísa í Kringlumýri.
Þá er gert ráð fyrir því að næt-
urútvarp á föstudögum og laug-
ardögum verði í höndum rásar 2,
en því verði einnig útvarpað á rás
1. I hléinu milli 12-14 er gert ráð
fyrir að rásirnar verði samtengd-
ar og rás 1 útvarpað á báðum.
Enn deilt inn-
an Dagsbrúnar
SKÚLI Thoroddsen, lögfræðingur,
starfsmaður Dagsbrúnar, hefur sagt
starfí sínu hjá félaginu lausu frá og
með 1. september, en uppsagnar-
frestur er 3 mánuðir.
Skúli staðfesti þetta í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi og
sagðist hafa gert stjórn Dags-
brúnar grein fyrir ástæðum upp-
sagnarinnar. Hann vildi ekki tjá
sig frekar um málið að svo stöddu.
„Þetta gerir maður ekki nema eitthvað mikið liggi við,“ sagði Ómar og
benti á illa beyglaða felgu undan Subaru hans og Jóns. Þeir bræður náðu
þriðja sæti með glæsilegum akstri á síðustu leið rallsins.
Morgunbladid/Gunnlaugur.
Frakkarnir Sarazini
og Troublé sigrudu
ÍSLANDSRALLINU lauk síðdegis
í gær með sigri Frakkanna Sarzini
og Troubié, sem óku sérsmíðuðum
Aro-jeppa. Aðrir urðu Sorghini og
Bardini á Range Rover og þriðju
bræðurnir Ómar og Jón Ragnars-
synir á Subaru 1800 4WD. Er
árangur þeirra síðarnefndu með
ólíkindum því síðasta dag rallsins
var ekið um hreinar torfærur.
„Það sprakk á bílnum undir
lokin,“ sögðu þeir bræður ómar
og Jón í samtali við Morgunblað-
ið. „Þá vorum við að ná Range
Rovers, sem var að berjast um
þriðja sætið við okkur. Við
ákváðum að komast fram úr og
það tókst, þrátt fyrir að aftur-
dekkið væri sprungið. Þuftum
við þar að auki að ná mínútu
betri tíma en Range Roverinn og
ókum því í botni síðustu kíló-
metrana á felgunni," sögðu
bræðurnir. Komu þeir í loftköst-
um niður síðustu brekkuna á
leiðinni og slógu með því við
mun aflmeiri Range Rover bíl,
sem þeir Lecaille og Rosseau
óku, en þeir hrepptu fjórða sæti.
Fimmtu urðu þeir Þorsteinn
Ingason og Gunnlaugur Rögn-
valdsson á Lada Sport. „Síðasta
leiðin var hrein martröð, mjög
slæm og sannarlega gott hjá
ómari og Jóni að ná jafn góðum
tíma og raun ber vitni. Við vor-
um sjálfir í loftinu meirihluta
leiðarinnar, en Ladan stóð fyrir
sínu og nú er bara að fara í Al-
sír-rall Jean Claude Bertrand,"
sögðu þeir kumpánar.
Læknar huga að meiðslum farþega, sem skarst í andliti þegar allharöur árekstur varð á Skúlagötu.
Mynd Mbl. Björn Sigurösson.
Skarst í andliti
ALLHARÐUR árekstur varð á Skúlagötu laust eftir klukkan 16 í gær. Ford Fiesta-bifreið var ekið aftan á stóra
fólksbifreið með þeim afleiðingum að farþegi í Fiestunni skarst talsvert í andliti. Hann var fluttur í slysadeild.
Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða á Rauðalæk á ellefta tímanum í gærmorgun og voru ökumenn beggja
bifreiðanna fluttir í slysadeild, en báðir skárust þeir í andliti.
Tilboð í fyrsta áfanga flugstöðvarinnar:
Lægsta tilboðið
var frá Vörðufelli
— meira en helmingi lægra en kostnaðaráætlun
— það hæsta var þrisvar sinnum hærra en það lægsta
TILBOÐ í fyrsta áfanga nýrrar
flugstöðvar á Keflavfkurflugvelli
voru opnuð í gær. Alls bárust 16 til-
boð, öll frá innlendum aðiljum enda
var verkið ekki boðið út erlendis.
Tvö tilboðanna í verkið hljóðuðu upp
á meira en helmingi lægri upphæð
en kostnaðaráætlun og hæsta tilboð-
ið var meira en þrisvar sinnum
hærra en það lægsta.
Kostnaðaráætlun verkfræðinga
Almennu verkfræðistofunnar
hljóðaði upp á 16.583.540 krónur.
Lægsta tilboðið barst frá Vörðu-
felli hf., 7.631.950, eða 46% af
kostnaðaráætlun. Næstlægsta til-
boðið var frá Háfelli sf., 8.098.250
krónur, eða 49% af kostnaðar-
áætlun. Alls bárust 7 tilboð undir
10 milljónum króna og voru þau
eftirfarandi auk þeirra fyrr-
nefndu: Hagvirki hf., 9.398.900
krónur; Krafla hf., Eyjólfur og
Vilhjálmur sf., 9.538.530 krónur;
Jarðafl sf., 9.808.655 krónur; Tak
sf., 9.839.985 krónur; Braut sf.,
Feró sf. og Hafsteinn og Sæmund-
ur sf., 9.999.710 krónur. Hæsta til-
boðið nam alls 23.085.508 krónum
og var 39% hærra en kostnaðar-
áætlun.
Skal sá verktaki er verkið hlýt-
ur hefja verkið strax og samning-
ur þar að lútandi verður undir-
ritaður og ekki síðar en fyrir lok
september. Skal verkinu vera lokið
ekki síðar en 31. marz á næsta ári.
Helztu verkþættir eru gröftur,
fylling og vatnslögn.
Verður að borga sig
annars gerist ekkert
— segir Davíð Oddsson um fyrirhugaða
byggingu fjölbýlishúsa við Skúlagötu
A FUNDI borgarráðs Reykjavíkur í
gær var lögð fram tillaga skipulags-
nefndar um breytta landnotkun og
landnýtingu við Skúlagötu. í tillög-
unni er gert ráð fyrir að við Skúla-
götu verði íbúðarbyggð og miðbæj-
arstarfsemi.
Að sögn Davíðs Oddssonar
borgarstjóra er gert ráð fyrir
talsvert mikilli nýtingu á þessu
svæði, þar rísi fjölbýlishús með
íbúðum frá 80 upp í 130—40 fer-
metra að flatarmáli. Taldi Davíð
að íbúðirnar yrðu eftirsóttar fyrir
margra hluta sakir, meðal annars
vegna skemmtilegs útsýnis og
nálægðar við miðbæinn. Auk þess
væri gert ráð fyrir neðanjarðar-
bílastæðum.
Meirihluti borgarstjórnar
stendur fyrir þessari tillögu og er
ljóst að fyrir henni er meirihluti í
borgarstjórn en tillagan var ekki
afgreidd vegna þess að á fundin-
um kom fram ósk um frestun sem
orðið var við. Eftir að búið verður
að samþykkja tillöguna þarf að
auglýsa breytinguna og taldi Dav-
íð að eigendur lóðanna gætu hafist
þar handa næsta vor.
Davíð sagði að vitað væri að
andstæða væri einhver gegn þess-
um hugmyndum í borgarstjórn,
Kvennaframboð og jafnvel Al-
þýðubandalag vildu ekki svo mikla
nýtingu á þessu svæði en borgar-
stjóri sagði að alveg væri ljóst að
ef ekki yrði gert ráð fyrir veru-
legri nýtingu á þessum lóðum þá
myndi ekkert gerast þarna því að
það þyrfti að borga sig að byggja
þær upp og það myndi ekki gera
það ef nýtingin væri mjög lítil.