Morgunblaðið - 31.08.1983, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
FORTÍÐ —
NÚTÍÐ —
FRAMTÍÐ
Á vegum Borgarbókasafns var á Reykjavíkurviku fluttur samlestur úr bókum, sem tengjast höfuðstaðnum £ einhvern
hátt. Þátturinn var byggður upp af sögulegu efni, sem Ijóðum og köflum úr skáldverkum var ofið í. Var hann fluttur
í Gerðubergi og Kjarvalsstöðum, þar sem þessi mynd var tekin. Þátturinn nefndist „Reykjavík fyrr og nú“, fluttur af
4 ungum leikurum. Vonast borgarbókavörður eftir því að þessi safnkynning afmælisvikunnar verði upphaf þess að
slíkt verði fastur liður í stafinu.
Borgarbókasafn í 60 ár
Ávarp Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur, borgarbókavarðar, sem flutt var á Kjarvals-
stöðum í tilefni Reykjavíkurviku og 60 ára afmælis Borgarbókasafns Reykjavíkur
Árið 1923 bar sumardaginn
fyrsta upp á 19. apríl. Þá lögðu
Reykvíkingar í fyrsta sinn leið
sína í Álþýðubókasafnið, sem
þann dag var opnað á Skólavörðu-
stíg 3. Síðan eru liðin 60 ár og
húsið við Skólavörðustíg, þar sem
safninu var fyrst komið fyrir í
þremur herbergjum, er því miður
ekki lengur til, en safnið hefur
vaxið með árunum og nú er það
starfrækt með aðalsafni, þremur
útibúum og tveimur bókabílum,
sem hafa 28 viðkomustaði, og
nafni þess hefur á þessu tímabili
tvisvar verið breytt; fyrst í Bæj-
arbókasafn og síðar í Borgarbóka-
safn Reykjavíkur. 1 upphafi voru
bækurnar 1.000 talsins. í dag er
bókakosturinn 323 þúsund bækur,
starfsmenn sex tugir í 48 stöðu-
gildum, opnunartími er að jafnaði
60 tímar á viku, en húsnæðið hef-
ur ekki stækkað í samræmi við
umfang safnsins og aukna og fjöl-
breytta starfsemi, enda hefur
þröngt og óhentugt húsnæði alla
tíð hamlað starfseminni og gerir
enn. Markmiðið hefur í stórum
dráttum alltaf verið hið sama:
— að gefa börnum og fullorðn-
um kost á því að lesa góðar bækur
og veita lánþegum þjónustu með
því að nýta safnkostinn sem best,
og:
— að gera safnið að notalegum
og gagnlegum dvalarstað.
Forsjá safnsins var falin Sigur-
geir Friðrikssyni, sem nokkru áður
hafði lokið námi í bókasafnsfræð-
um í Kaupmannahöfn og hafði
hann ferðast um Norðurlöndin til
að skoða bókasöfn. Hann lagði
mikið kapp á að byggja upp gott
safn og efla starfsemi þess. Um
það ber m.a. ferð hans til Banda-
ríkjanna og Bretlands glöggt vitni,
en leyfi frá störfum til þeirrar
ferðar fékk hann tveimur árum
eftir að hann tók við Alþýðubóka-
safninu. Hann kostaði sig af eigin
fé og hlaut engan styrk til farar-
innar, en kom heim reynslunni
ríkari og hafði þá í fórum sínum
m.a. góðan stofn af enskum fræði-
bókum. Lengi býr að fyrstu gerð
og eflaust er það mikils virði fyrir
bókasafn Reykvíkinga, að grunnur
þess var lagður af svo dugmiklum
og fróðum manni.
Alþýðubókasafnið var stofnað
að tilhlutan bæjarstjórnar
Reykjavíkur 18. nóvember 1920.
Stofnfé var 10.600 kr. íbúar höfuð-
staðarins voru á þessum tíma í
kringum 20 þúsund. Reykvíkingar
létu ekki á sér standa, þegar svo
vel var boðið, gerðu þeir sér tíðar
komur á Skólavörðustíginn og
notuðu safnið mjög mikið. Fimm
árum eftir opnun þess var það
flutt í Ingólfsstræti 12. Það hús er
en á sínum stað. Reykjavíkurbæ
var sagt upp húsnæðinu þar upp
úr 1950 og festi þá bærinn kaup á
húseigninni Þingholtsstræti 29A
fyrir bókasafnshús, en það var
byggt sem íbúðarhús 1916. Enn
SAPn pvri r
ALiLA
Þar sem í ár er 60 ára afmæli Borg-
arbókasafns Reykjavíkur, var safnið
og starfsemi þess sérstaklega kynnt
á Reykjavíkurvikunni. Og plakat
vikunnar var helgað safninu. Það
gefur tií kynna fjölbreytnina í höf-
undum og bókavali með þeim Tóm-
asi Guðmundssyni, Halldóri Lax-
ness, Hamminway, Agöthu Christie,
Múnínálfunum og Línu Langsokk.
þann dag í dag er hluti aðalsafns
til húsa í Esjubergi. Þrjú útibú
voru sett á stofn á fjórða og
fimmta áratugnum og starfsemi
bókabíla hófst í kringum 1970. I
tilefni Reykjavíkurviku höfum við
komið fyrir bókasafni fyrir börn
og fullorðna hér á austurgangi
Kjarvalsstaða og barnadeild í fé-
lagsmiðstöðinni við Gerðuberg,
þar sem bráðlega verður opnað
útibú frá Borgarbókasafni.
Borgarmál kynnt í safninu
Á einum stað má líta á yfir-
skriftina borgarmál. Er það af því
tilefni, að nýlega var hafin upplýs-
ingastarfsemi um Reykjavíkur-
borg og felst hún í því að fundar-
gerðir nefnda og stjórna borgar-
innar eru aðgengilegar fyrir not-
endur safnsins, svo og bæklingar
og annað opinbert, prentað efni
frá borgarstofnunum. í vetur var
haldið námskeið fyrir starfsmenn
safnsins þar sem þeim var kynnt
starfsemi borgarinnar til þess að
þeir geti betur sinnt þessu verk-
efni. Söfnin eru opin til kl. 21.00 á
kvöldin, þangað kemur fjöldi fólks
og því geta þau verið tengiliður
milli borgarbúa annars vegar og
borgarstjórnar og stofnana borg-
arinnar hins vegar. Ég vona, að
þetta sýnishorn af almennings-
bókasafni gefi nokkra vísbendingu
um þá fjölbreytni, sem safn þarf
að búa yfir og þann svip, sem hægt
er að skapa á nútímasafni með
þeim innréttingum, sem nú eru fá-
anlegar.
Við lifum í tæknivæddu
upplýsingaþjóðfélagi
Bókasöfnin eru sjálfsagður
hlekkurí því þjónustuneti, sem
tæknin skapar og nýja miðla þarf
að taka inn í starfsemi þeirra.
Herborg Gestsdóttir á að baki
43ja ára starfsævi í Borgarbóka-
safni. í viðtali, sem Elín Pálma-
dóttir, formaður stjórnar safns-
ins, átti við hana og birt var í af-
mælisritinu í vor, komst Herborg
svo að orði um safngestina í Ing-
ólfsstræti 12: „Svo komu sumir
bara til að hlýja sér og líta í bók,“
— ég vona, að safnið verið alltaf
staður þar sem menn koma til að
hlýja sér i besta skilningi þess
orðs ásamt því, að það þróist og
breytist í takt við tímann. Ég
þakka stórn og framkvæmda-
stjóra Reykjavíkurviku ánægju-
legt samstarf við undirbúning
þessarar afmælishátíðar. Einnig
þakka ég starfsfélögum mfnum í
safninu mjög góða samvinnu að
vanda, svo og öðrum, sem átt hafa
hlut að máli.
Elfa Björk Gunnarsdóttir
eftir
Gísla Sigurbjörnsson
Fortíð
Þau höfðu ekki úr miklu að
spila, því að atvinna var lítil og
stopul. Þau bjuggu í litla húsinu,
sem foreldrar hans höfðu átt, sem
var ein hæð, kjallari og ris, ekki
var það stórt í fermetrum. í kjall-
aranum var þrottahús og geymsl-
ur fyrir matföng og netin, en hann
átti hlut í báti. Bðrnin voru fjögur
og oft var þröngt í búi. En dugnað-
ur, eljusemi og sparsemi var þeim
í blóð borin, og þrátt fyrir allt
voru þau ánægð og hamingjusöm.
Þau voru öll sett til mennta og
námslán þekktust ekki þá. í þá
daga, fyrir 80 árum, þekktust
hvorki tryggingar né styrkir, að-
eins sveitastyrkur, og hann forð-
uðust allir eins og heitan eldinn.
En tímarnir breytast og menn-
irnir með. Fortíðin er liðin, hún
kemur ekki aftur, nema kannski
stöku sinnum, þegar einhver hugs-
ar um hana og það gera ekki nógu
margir. Væri það gert, mætti
margt af fortíðinni læra. Allar
framfarir eru byggðar á reynslu,
hugviti og dugnaði þeirra, sem á
undan eru gengnir. íslendingar
eru fljótir að gleyma, svampurinn
er óspart notaður, ekkert var að
gert, allt var ógert, það erum við í
dag, sem fundum upp púðrið og
það erum við, sem öllu ráðum.
Árangurinn af starfi okkar sést
alls staðar og verður sjáanlegri
með hverju árinu sem líður. Við
setjum heimsmet í verðbólgu og
skuldum. Við hugsum ekkert um
fólkið, ekki heldur framtíðina.
Þetta gengur einhvern veginn, og
við flökkum út um öll lönd út á
greiðslukort og krít. Framtíðin,
hver verður hún? Den tid, den
sorg. Fyrirhyggjuleysið er tak-
markalaust.
NútíÖ
Þetta er allt í besta lagi, atvinn-
an hefur verið næg undanfarin ár.
Að vísu þurfum við öðru hverju að
fá stúlkur frá Ástralíu eða bara
frá Danmörku í fiskvinnsluna, en
Heimsframleiðsla á grávöru:
Spáð er samdrætti í blá-
refi en aukningu í minki
ÚTLIT er fyrir 15% samdrátt í heild-
arframleiðslu á blárefaskinnum í öll-
um heiminum í ár, mikla aukningu á
öðrum refaskinnum og 10% aukn-
ingu í framleiðslu minkaskinna.
Þessu spáir Paal Röiri, fram-
kvæmdastjóri Osla Skinnauksjonar
S/L eftir því sem segir í fréttabréfi
Sambands íslenskra loðdýrarækt-
enda.
Hann spáir 5% aukningu á
minkaskinnaframleiðslunni í
Finnlandi og Svíþjóð, 18% aukn-
ingu í Danmörku, 15% samdrætti
í Noregi og 5% aukningu í Banda-
ríkjunum. Heildarframboðið á
minkaskinnum aukist því í um 28
milljónir skinna sem er 10%
aukning frá fyrra ári. Paal Röiri
spáir að óbreytt framleiðsla verði
í Noregi á blárefaskinnum, 25%
samdráttur í Finnlandi, 15%
aukning í Svíþjóð og 5% sam-
dráttur í Danmörku. Norðurlönd
dragi því saman um 20%, auk þess
sem hann gerir ráð fyrir sam-
drætti í Póllandi vegna fóðurerfið-
leika. Heildarsamdráttur í heim-
inum er því áætlaður um 15%. En
hinsvegar er spáð mikilli aukn-
ingu á framleiðslu annarra refa-
skinna svo sem shadow, blue silver
og silfurref.
Samband íslenskra loðdýra-
ræktenda gerir ráð fyrir að út-
flutningur refaskinna frá íslandi
vegna framleiðslu þessa árs verði
21—22 þúsund refaskinn og 20—22
þúsund minkaskinn. Framleiðslan
verður í raun og veru talsvert
meiri, en eins og komið hefur áður
fram í Mbl., þá hafa verið veitt
leyfi fyrir um 2.000 refalæðum á
ný bú og er því hluti heildarfram-
leiðslunnar seldur sem lífdýr.
Tónleikar í
Sjallanum og
í Grímsey
BERGÞÓRA Árnadóttir hefur
verið á tónleikaferð um Norður-
land. Á fimmtudag verða tónleik-
ar í Sjallanum á Akureyri og á
föstudag verða tónleikar í Gríms-
ey-
Sögustundir fyrir börn hafa legnst af verið fastur liður í dagskrá Borgarbókasafns, en voru á Reykjavíkurviku fluttar
úr sínu venjulega umhverfi í barnadeildirnar á Kjarvalsstöðum og Gerðubergi. Er þessi mynd frá slíkri sögustund.
Krakkarnir hlusta vel, eins og venjulega.
INNLENT