Morgunblaðið - 31.08.1983, Page 16

Morgunblaðið - 31.08.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Afstaða Norðurlandabúa til norræns samstarfs: Finnar og íslend- ingar jákvæðastir Á ÍSLANDI er mestur áhugi fyrir norrænu samstarfi. I'etta kom í Ijós í könnun sem Noróurlandaráð lét gera, á liðnu vori, um afstöðu Norð- urlandabúa til norræns samstarfs. Var skýrt frá niðurstöðum könnun- arinnar, sem AIM a/s stofnuninni í Kaupmannahöfn og Hagvangi hf. var falið að framkvæma, á blaða- mannafundi sem íslandsdeild ráðs- ins hélt á fimmtudag. Könnunin fór samtímis fram á öllum Norðurlönd- unum og náði til 4.544 einstaklinga, þar af 220 íslendinga. Er þetta í ann- að sinn sem slík könnun er gerð, árið 1973 fór fram sams konar könn- un, en þá án aðildar íslands. Af niðurstöðunum má sjá að áhugi manna fyrir norrænu sam- starfi er mikill, en þó mismunandi eftir löndum, aldurshópum, bú- setu, stjórnmálalegri afstöðu o.fl. Þannig hafa íslendingar, Norð- menn og Finnar meiri áhuga á samstarfinu en Svíar og Danir. Þeir sem minnstan áhuga sýndu voru almennt ungir, lítt menntað- ir og með búsetu í strjálbýli. Kannað var við hvaða lönd menn töldu mikilvægast að hafa sam- starf og álitu menn á íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð að norrænt samstarf væri mikilvæg- ast, en í Finnlandi var norrænt samstarf talið mikilvægt en þó samstarfið við Svíþjóð og Sovét- ríkin mikilvægara. íslendingar lögðu aftur á móti ríka áherslu á samstarf við Bandaríkin. Þá kom í ljós að menn telja Efnahags- bandalagið ekki eins mikilvægt og þegar könnunin fór fram 1973, munaði þar mest um hjá Dönum. í könnuninni var m.a. spurt um þá þætti sem fólk áliti mikilvæg- asta í norrænni samvinnu og bæri að veita forgang. Kom í ljós að umhverfismál og orkumál voru al- mennt talin brýnust í öllum lönd- unum. Einnig kom fram að lönd- unum bæri að auka áhrif sín á alþjóðavettvangi og hafa þar með sér samráð. Þá voru hópar á ís- landi og I Finnlandi sem töldu réttinn til menntunar á öðrum Norðurlöndum mikilvægastan. Hvað varðar hlut íslands og sér- stöðu í könnuninni er m.a. það, að Islendingar meta norrænt sam- starf meira en nokkur hinna þjóð- anna, þ.e. 72% þeirra sem spurðir voru hér á landi miðað við 43% meðaltal þeirra sem spurðir voru í hinum löndunum. Þar að auki er þekking á norrænu samstarfi meiri hér og þá sérstaklega hvað varðar menningarmál. Má þá geta þess að frá upphafi hefur formað- ur Menningarmálanefndar Norð- urlandaráðs verið íslenskur og kann það að hafa nokkur áhrif. Einnig kom í ljós að áhugi íslend- inga á að geta ferðast á hagkvæm- an hátt til Norðurlandanna er mikill, svo og áhugi fyrir útsend- ingum útvarps og sjónvarps frá hinum Norðurlöndunum. Þá nefna íslendingar frekar Norðurlöndin í heild sinni sem samstarfsaðila, en nokkurt einstakt land. Niðurstöð- urnar sýndu einnig að auk Finna hafa fslendingar jákvæðasta af- stöðu til Norðurlandaráðs og nor- rænu ráðherranefndarinnar, en neikvæðustu afstöðuna er að finna hjá Dönum. „Niðurstöður þessarar könnun- ar sýna að íslendingar eru á réttri leið,“ sagði Eiður Guðnason, for- maður Menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, og voru aðrir nefndarmenn honum sammála, en töldu brýnt að efla þekkingu yngri aldurshópa á norrænu samstarfi. Auk Eiðs sátu fundinn fyrir hönd íslandsdeildar Norðurlandaráðs þau Guðrún Helgadóttir, sem sæti á í Upplýsinganefnd og Sam- göngumálanefnd, Páll Pétursson, formaður íslandsdeildarinnar, ólafur G. Einarsson, sem situr fyrir íslands hönd í Efnahags- nefnd og Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Álþingis, sem er ritari íslandsnefndarinnar. Eins og áður segir sá Hagvangur hf. um könnunina hér á landi og skýrðu þeir ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri, og Gunnar Maack frá framkvæmd hennar. Kór Langholtskirkju: Vetrarstarf að hefjast KÓR Langholtskirkju hefur vetr- arstarf sitt nú í byrjun september. Að venju verður starfið fjölbreytt og meðal verkefna má nefna Jóla- óratoríu 1.—3. hluta og Jóhannes- arpassíuna eftir J.S. Bach. Einnig verður unnið að ýmis konar upptökum og öðrum verk- efnum eftir því sem tími vinnst til. Kórinn hefur nú starfað í 10 ár eftir að starfi hans var breytt og hann stækkaður. I tilefni þeirra tímamóta, og jafnframt til að minnast 30 ára starfsafmælis kórsins, en hann var stofnaður 1953, verða haldnir tónleikar. í haust kemur út í Svíþjóð hljómplata sem tekin var upp i Skálholti í apríl sl. og ber nafnið „An Anthology of Icelandic Choirmusik". Útgefandi er hljómplötufyrirtækið BIS en hinn þekkti upptökumaður, Rob- ert von Bahr, er eigandi þess. Hann er stærsti útgefandi sí- gildrar tónlistar á Norðurlöndum og gefur út að jafnaði 25—30 plötur á ári. BlS-hljómplötum er dreift um allan heim og seljast að jafnaði u.þ.b. 8.000 eintök af hverri plötu. Upptakan er mjög vönduð, gerð í „Digital" og er fyrsta upptakan sem gerð er með þeirri tækni hér á landi. Jafn- framt er notuð svokölluð DMM (Direct Mastering Method), sem felst í því að notuð er sérstök gerð af bandi, sem er algjörlega laust við suð og gefur einnig margfalda möguleika á styrk- breytingum. í vetur er hægt að bæta við nokkrum söngvurum í kórinn, einkum í sópran, alt og bassa. Þeir sem áhuga hafa geta hringt í Jón Stefánsson eða Gunnlaug Snævarr fyrir fimmtudagskvöld. Frá fundi íslandsdeildar Norðurlandaráðs. F.v. Ólafur G. Einarsson, Friðjón Sigurðsson, Páll Pétursson, Eiður Guðnason og Guðrún Helgadóttir. Fyrir framan nefndarmenn sitja þeir Gunnar Maack og Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hagvangs hf. Mbl- Ljósmynd/ Emíiía. Kaupmannahafnarpistill eftir Gunnar Stefánsson „Dagarnir brenna á baki“ „Það kemur miklu fleira út af góðum ljóðabókum núna hér í Danmörku en var fyrir áratug eða svo,“ sagði starfsmaður hjá Gyld- endal við mig þegar ég var að for- vitnast um ljóðabókaútgáfu þess forlags. Eftir að ég hafði litið á nokkrar nýjustu bækurnar ákvað ég að fara nokkrum orðum um eina þeirra í þessum síðasta Kaup- mannahafnarpistli. Það er bókin Dagarnir brenna á baki (Dagene brænder í ryggen) eftir Rolf Gjed- sted. Hún kom út í vor og mun hafa fengið einkar góðar viðtökur. Rolf Gjedsted er maður liðlega hálffertugur, fæddur 1947. Hann hefur sent frá sér margar ljóða- bækur frumsamdar og einnig fengist við þýðingar, m.a. þýtt ljóð eftir Rimbaud og Baudelaire. Gjedsted gaf út fyrstu bók sína 1969, á óróatímum hippatísku og stúdentauppreisna. í bókinni Ung dansk poesi (1979) segir svo um hann: „Fyrstu bækur hans eru ef til vill samfelldasta túlkun þeirrar kynslóðar á þörfinni til að hefja ímyndunaraflið til vegs. Hér var ný, gjörtæk upplifun sem víkkaði svið vitundarinnar, skynjun á lit- um, tónum og tækifærum mitt í tíð hinnar tröllauknu efnishyggju. Á áttunda áratugnum hefur skáldskapur hans speglað sárs- aukann og ósigurinn, en „rýmkun vitundarinnar" er alltaf megin- þráðurinn. Eins og af þessu má ráða er sú lífssýn sem ljóð Gjedsted birta býsna súrrealísk. Nýja bókin, Dagarnir brenna á baki, ber skýr- an vott þess. Það finnst manni sérkennilegast við lestur þessarar bókar, hvernig hringekja listar- innar snýst. Ljóðin minna ekki á annað meira en þess konar mód- ernisma sem mjög bar á um mið- bik aldarinnar. Af íslenskum skáldum kemur helst í hugann Hannes Sigfússon með sína myndsæknu ljóðagerð, sundrun og átök máls og mynda sem ein- kenndi fyrstu bækur hans, Dymb- ilvöku og Imbrudaga. Auðvitað er ýmislegt sem hér skilur á milli, en almennt einkennist þó ljóðheimur Gjedsteds, líkt og Hannesar, af hreyfingu, myndrænni spennu, næmri skynjun á veðrabrigðum samtímalífs. Og rómantíska ein- staklingshyggju, mynd mannsins andspænis óskapnaði veraldar, eiga þeir líka sameiginlega. Ef við leyfum okkur að líta á Gjedsted sem fulltrúa þeirrar skáldakynslóðar sem nú setur svip á danska ljóðlist, er greinilegt að hér hefur orðið fráhvarf frá þeirri ljóðagerð sem mest bar á fyrir áratug. Þá var hversdagsrealism- inn það sem að var keppt, einfald- leiki Ijóðsins. Skáldin stefndu að því að ná til lesandans umsvifa- laust, yrkja um nærtækan veru- leika á auðskilinn og .óbrotinn hátt. Þetta var sprottið af óttan- um við einangrun ljóðsins, að það stefndi æ meir í þá átt að snúast um sjálft sig og kæmi varla nein- um við. Hin harða ágengni fjöl- miðlanna hefur án efa átt sinn þátt í þessu, skáldunum fannst að þau yrðu umfram allt að láta heyrast til sín gegnum hávaðann. Þau vöruðu sig ekki á því að til þess þurftu þau umfram allt að leika á annars konar nótur en fjöl- miðlungarnir. Opna ljóðið, prósa- stíllinn og hversdagsraunsæið geta vissulega heppnast ef skáldið kann með að fara, og hafa vafa- laust náð til nýrra ljóðalesenda að einhverju marki. En margt sem út Rolf Gjedsted var gefið undir þessum merkjum er nú steindautt, einfaldlega vegna þess að í það vantaði hina skáldlegu sýn á mann og heim. í bók Rolfs Gjedsteds er annað uppi á teningnum. Hann yrkir vitaskuld um nærtækan veruleika nútimamannsins, en hér er ímyndunaraflinu leyft að njóta sín. Eitt einfaldasta dæmi þess er inngangsljóð bókarinnar, I dit sted. Það hefst svo: Altid at forestille mig i dit sted, i dine dage, i dine nætter, i dine dremmer af guldregn, rog og erindring. Med dit liv som indsats, livet i din krop ind til marven, og livet pá dine læber. óþolið gagnvart tímanum setur mjög svip sinn á bókina, eins og líka felst í heiti hennar. í einu ljóðinu, Kunne vi stanse tiden, er ort um vorið sem hvolfist yfir okkur: Nu er foráret over os, og lyset bevæger os som skræmte skygger. Og þannig rekur tíminn mann- eskjurnar áfram: Vorið er að verki, blöð springa út, sumir eru skyndilega hamingjusamir. Skyld- um við geta reist heiminn að nýju áður en sólin hverfur á ný? — En árstíðirnar skipta aftur um og hvíldarlaust hlaupum við af stað: Samræmið sjálft reynist vera hindrun ef þú reynir að halda í það. Það er freistandi að stikla á fleiri ljóðum í þessari bók, því yf- irleitt er myndmál hennar þétt og umfram allt lifandi: myndirnar kvika fyrir sjónum lesandans, eins og sá heimur sem hann hrærist í. Við getum tekið lýsingu á hinu óstöðuga áreiti sem skemmtilega er sett fram í ljóði um óðu flug- urnar: De gale fluer forstyrrer hver dag noget i mit liv, mens jeg pá min side kvæster dem, jeg kan fange, og kaster dem for hunden, der æder de gale fluer her i deres halve ded ... Jeg afskyr de stejende fluer, men kan ikke leve uden den ábne der: Det er den vanskelige, larmende, men nodvendige kontakt með livet. Hér er ort um bernskuna í lifandi myndum, myndin er blanda tál- sýnar og minningar. Og landslag sálarinnar, minjar löngu horfins skeiðs, finnur skáldið á Steinald- arströnd: Her er skovander og strandander, en vekslen mellem stenerne — og træernes verden. De verdener, vi vender tilbage til, der har fyldt vore sind, siden træer og sten blev skabt ... Veigamesta ljóð bókarinnar ber sama nafn og hún, Dagene brænd- er i ryggen. Hér er myndmálið umsvifamest, óþolinu, hraðanum, örvæntingunni, lýst með mælsk- um hætti: Dagene brænder i rygg- en./ Hvad fár jeg gjort ... Þetta er hið endurtekna viðlag ljóðsins og raunar bókarinnar í heild. Og svarið við þessu er einungis það að neyta skynfæranna, opna augun fyrir margbreytni og einingu til- verunnar í senn, kannast við bylgjugang tilfinningalífsins, undrast að allir eru í senn ólíkir og eins. Og bókinni lýkur svo: Dagene brænder i ryggen. Forsoger nu ud fra folelsens erfaring, gennem en stadig rytmisk skabelse af skonhed, at befri mig, 'at gore mig færdig med al skabelse: At blive pá samme tid ársag og virkning, og livet selv. Það sem mér virðist sterkast í þessari bók er vitundin um hinn flókna veruleika samtímans. Sú tilfinning virtist sljógvast um sinn, þegar menn ætluðu að upp- reisn gegn kerfinu, eða flótti frá samfélaginu, væri einhver lausn undan oki nútímalífs. Hér er þó ekki um að ræða neinn uppgjafar- boðskap, heldur miklu fremur það að athyglinni er beint að vitundar- lífi einstaklingsins og þeim öflum sem hann býr yfir. Það er hin lif- andi, vakandi skynjun sem mestu skiptir. Ég held því ekki fram að þessi bók Rolfs Gjedsteds sé lýtalaust meistaraverk, og auðvitað eru ljóðin misvel heppnuð eins og gengur. En ég sé í þessum skáld- skap viðhorf sem bendir fram á við, út úr þeirri hugmyndalegu stöðnun sem ljóðlistin hefur lent I síðustu ár. Það er blátt áfram leið- in til skáldskaparins sjálfs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.