Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 „Þorir varla að gera áætlanir eins og kerfið er í dag.“ Vernharður Gunnarsson. „Hef gaman af þvi að vinna í húsinu sjálfur.“ — Arnór Þórhallsson uppi á þaki. „Erum ekki að biðja um gjöf — aðeins viðráðanleg lán “ segja húsbyggjendur SVO VIRÐIST SEM ungu fólki reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði þessa dagana, og nú síðast voru stofnuð óformleg samtök húsbyggjenda og -kaupenda um úrbætur í húsnæðismálum. En hvernig er að vera húsbyggjandi í dag? Blm. Mbl. fór á stúfana og ræddi við nokkra húsbyggjendur í Suðurhlíðunum í Reykjavík. „Erum ekki að biðja um gjafir — aöeins viðráðanleg lán.“ Hjónin Kristín Traustadóttir og Jón Ingimarsson fyrir framan hús sitt við Reynihlíð. „Tímabært að stofna samtök“ Fyrst hittum við fyrir hjónin Kristínu Traustadóttur og Jón Ingimarsson, sem eru að byggja einbýlishús við Reynihlíð. „Það var orðið tímabært að stofna samtök um þessi mál og fundurinn í Sígtúni var allur hinn gagnlegasti. Framsögumennirnir vissu líka nákvæmlega hvað þeir voru að tala um,“ sagði Kristín, en hún hafði sótt hinn fjöimenna fund áhugasamtakanna í Sigtúni sl. miðvikudag. „Við erum ekki komin á flot í skuldasúpunni ennþá, en við sjá- um fram á að þurfa að taka lán, önnur en lífeyrissjóðslán, sem við höfum bæði tekið,“ sagði Jón, en bætti því við að hlutfallið væri lágt sem þau fengju i húsnæðis- málalánum. „Við erum ekki að fara fram á neinar gjafir, heldur einungis að geta tekið lán sem hægt er að ráða við, og það er engin ástæða fyrir húsbyggjendur að vera að barma sér sí og æ, því það ætti hver að vita við hverju er að búast þegar farið er út í hús- byggingar," sagði Kristín, og Jón bætti við: „Það er allt í lagi að taka verðtryggð lán, en þegar grundvellinum fyrir afborgunar- getu er kippt undan manni, er ekki nema von að hlutirnir gangi ekki upp.“ Kristín og Jón vinna sjálf við byggingu hússins eins mikið og þeim er unnt, og sögðust þau fá mikla hjálp frá fjölskyldunni og að því leytinu til kannski betur stödd en margir aðrir. — Eruð þið bjartsýn á framtíð- ina? „Ja, við erum hæfilega bjartsýn, en alveg örugglega ekki eins bjartsýn og við vorum.“ „Hlýtur að vera erfiðara að byggja í dag“ Vernharður Gunnarsson var einn þeirra sem var við vinnu í hálfkláruðu húsi sínu í Suðurhlíð- unum, þegar Mbl. menn bar að garði. — Hvernig gengur að byggja? „Þetta rétt skríður, en það er nú ekki langt síðan ég byrjaði að byggja hér. Maður þorir varla að gera nokkrar áætlanir þegar kerf- ið er eins og það er í dag. Ég er búinn að taka lífeyrissjóðslán og auk þess einhver bankalán. Það er auðvitað ekkert réttlæti í því að þeir sem hafa völdin í dag, gátu byggt ódýrt og á hagstæðum kjör- um, og svo er okkur gert erfitt fyrir, en maður verður að gera sér grein fyrir því áður en farið er af stað við að byggja. Ég vissi fyrir- fram að þetta yrði basl.“ — Á að lengja afborgunartíma lána? „Já, mér finnst að afborgunar- tíminn eigi að miðast við meðal- starfsævi manna, og þessi fundur sem haldinn var í Sigtúni var þarft framtak, en maður á eftir að sjá hvað gerist í þessum málum." — Ertu bjartsýnn á að þetta gangi upp hjá þér? „Já, já, verður maður ekki að vera það? Það þýðir ekkert annað. „Sé fjölskylduna ákaflega sjaldan“ „Ég byrjaði að byggja hér í maí, og ætlaði að ljúka við húsið á næsta ári,“ sagði Arnór Þórhalls- son, en blm. Mbl. náði tali af hon- um uppi á þaki á ófullgerðu húsi í Suðurhlíðunum. „Maður vinnur hér öllum stundum, eftir að fastri vinnu er lokið, og sér því fjölskyld- una ákaflega sjaldan." — Hvernig líst þér á nýstofnuð áhugamannasamtök? „Mér líst mjög vel á þau, og á fundi þeirra kom fram að ráða- menn fengu á sínum tíma stóran Nokkrar sýningar Myndlíst Bragi Ásgeirsson Úr fórum safnsins. Jón Þór Císlason. Stúdentakjallarinn. í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur nú yfir sýning, sem lítið fer fyrir og ég vissi ekkert um fyrr en nú nýlega. Sýningin var opnuð á meðan ég var erlendis og ég hef hvergi séð hennar að neinu getið í tiltækum dagblöð- um. Er hér um að ræða ýmsar markverðar gjafir er safninu hafa hlotnast á undanfömum árum og einstakir merkisgripir er safnið hefur sjálft fest kaup á. Það er efni í langa grein að geta þessarar sýningar, en vegna þess að henni er að ljúka vil ég ein- ungis vekja athygli á fram- kvæmdinni. Sýningin minnir okkur á, að safnið er stöðugt að verða viða- meira og merkari heimild um fortíðina og um leið eykst þörfin á því að breyta hönnun þess í nútímalegra horf. Á sýningunni má sjá teikn- ingar, málverk, eftirgerðir af frummyndum, átjándu aldar kirkjubekk úr Dýrafirði, útskurð hvers konar og smærri verk ým- issa íslenzkra hagleiksmanna. Satt að segja lifnaði ég allur við er ég skoðaði sýningargrip- ina, því að þeir eru óræk sönnun um listfengi íslendinga í ald- anna rás og einungis aðstæðurn- ar gerðu það að verkum, að bókmenntirnar skiluðu mestu fjársjóðunum. Einmitt þess vegna höfum við ríkum skyldum að gegna við að draga fram sem flest tiltækt af þvi sem aðstæður leyfðu ekki að þróast sem skyldi. Sýningin í Bogasalnum er spor í þá átt og vil ég hvetja sem flesta til að leggja leið sína þangað — þeim tíma er vel var- ið, sem eytt er innan veggja Þjóðminjasafnsins. Jón Þór Gíslason í Djúpinu við Hafnarstræti sýnir Jón Þór Gíslason frá Hafn- arfirði nokkur ný málverk eftir sig. Jón er einn af þeim ungu mönnum er lokið hafa námi úr málunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Myndir stæða tækni sem honum tekst eftir hann hafa vakið athygli á misvel að beisla. Sennilega voru ýmsum sýningum fyrir allsér- myndir hans á sýningu ungra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.