Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 24
EVRÓPUMÓT ÍSLENSKRA HESTA Eyrópumótin lykill af framför- um í íslenskri hestamennsku Evrópumót er í hugum margra ann- ar af tveimur hápunktum íslenskrar hestamennsku, en þau hafa verið haldin svo að segja annað hvert ír frá 1970. I>að var árið 1969 að eigendur íslenskra hesta í Evrópu ásamt ís- lendingum stofnuðu Evrópusamband eigenda íslandshesta, skammstafað FEIF, og var Gunnar Bjarnason aðal- hvatamaðurinn að stofnun þessa fé- lagsskapar. llpphaflega voru átta þjóðir í þessum félagsskap en eru nú orðnar tíu, og fyrir liggur umsókn hæði Finna og Kanadamanna. Fari svo að Kanadamenn fái inngöngu sem allar líkur eru á, breytist þetta að sjálfsögðu í alþjóðasamband, og einnig eru miklar Ifkur á að Banda- ríkjamenn sæki um inngöngu innan fárra ára. Fyrsta Evrópumótið 1970 olli milum straumhvörfum í íslenskri1 hestamennsku. Á þessu móti kynntust menn ýmsum nýjungum sem voru okkur framandi og á það bæði við um reiðmennsku almennt og ýmsan útbúnað svo sem beisl- isbúnað og ýmis hjálpartæki. Spruttu oft á tfðum upp miklar deilur þegar farið var að innleiða allar þessar nýjungar, og töldu sumir að hin erlenda reiðlist ætti lítið erindi hingað og myndi hún aðeins spilla fyrir ef eitthvað væri. Það hefur hinsvegar komið á daginn að þessi bylting, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að áhugi fyrir hesta- mennsku hefur stóraukist og skipta þeir orðið þúsundum sem stunda hestamennsku og virðist sem þeim fjölgi stöðugt. Námskeið eru haldin árlega út um allt land bæði í reiðmennsku og járningum. Mikill áhugi virðist vera meðal hestamanna fyrir Evrópumótum því mikill fjöldi fer nú orðið á mót- in til að fylgjast með spennandi keppni, og má nefna að á mótinu í Noregi voru á fjórða hundrað Is- lendingar. Meðal keppnismanna er mikil samkeppni um sæti í landsliði ís- lands í hestaíþróttum og fylgir því ákveðinn gæðastimpill að ná því marki. Menn leggja mikið á sig við þjálfum hesta fyrir úrtökukeppn- ina því til mikils er að vinna. Hér; áður fyrr var ákveðinn kjarni manna nokkuð öruggur með sæti í! liðinu, en nú er svo komið að eng- inn getur talið sig öruggan fyrir- fram. Ungir og efnilegir reiðmenn hafa komið fram hin seinni ár og skákað hinum eldri og reyndari. Er þetta uppskeran af þeirri þróun sem segja má að hafi byrjað eftir fyrsta Evrópumótið. Fram að þessu höfum við átt góðu gengi að fagna á þessum mót- um og verður vonandi framhald á því. En til þess að svo verði megum við til að hlúa að og viðhalda sam- starfi okkar við aðrar þjóðir. Það þýðir ekki að leggja árar í bát og segja sem svo að nú höfum við lært nóg, heldur verðum við að fylgjast vel með allr þróun sem á sér stað í reiðlistinni, tileinka okkur það sem vel hentar og kasta því fyrir róða sem ekki telst til j bóta. Óneitanlega hefur læðst að manni sá grunur að viss stöðnun hafi átt sér stað í framþróun reið- mennskunnar hérlendis og má í því sambandi nefna síversnandi gengi okkar í fjórgangi og tölti i síðustu Evrópumótum. Það skyldi þó ekki vera að við hefðum vanrækt grunngangtegundirnar, fet, brokk og stökk. Öll getum við verið sam- mála um að tölt og skeið séu eðal- steinarnir í hæfileikum íslenska hestsins, en eigi að síður megum við ekki gleyma því að það er fyrst og fremst fjölhæfnin sem gerir ís- lenska hestinn að þeim kostagrip sem hann er. Segja má þátttaka okkar í Evr- ópumótum sé að vissu leyti trygg- ing gegn stöðnun í íslenskri reiðlist en ekki megum við heldur gleyma góðu máltæki sem segir, að hollur sé heimafenginn baggi. ia? uij hpaxn ts J 'j Mótið haldið í fögru fjallahéraði skammt frá Bonn Staðurinn sem mótið verður hald- ið á að þessu sinni heitir Koderath í Eifel-héraði, sem er suðvestur af Bonn. Annars hafa upplýsingar um mótsstaðinn verið heldur af skorn- um skammti, en þó hefur heyrst að vellirnir séu góðir og er þá væntan- lega átt við bæði hringvöllinn og skeiðbrautina. Roderath er eins og áður sagði í Eifel, sem er fallegt fjallahérað og er landbúnaður aðalatvinnu- greinin og mikið um vínrækt. Næsta borg við Roderath er Bad Munstereifel og eru tíu kílómetr- ar þangað. Á Evrópumótum hefur aðstaða á mótstað ávallt verið eins og best gerist á hverjum tíma og hefur farið batnandi með hverju móti sem haldið er. Þjóðverjar eru metnaðarfullir menn og má búast við að vel verði vandað til komandi móts þannig að þeim verði sómi af. Þessi mynd er af mótsvæðinu í Skiveren í Danmörku 1977 og er verið að setja mótið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.