Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 343 Volvo 340 DL reynsluekið — Góður á malarvegum — Mjög rúmgóður — Leggst of mikið niður í hornin í kröppum beygjum Sighvatur Blöndahl SVÍÞJÓÐ hefur óneitanlega tengst nafni Volvo í umræðu manna, enda kannski ekki að undra þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru þar í landi. Verksmiðjur Volvo í Hollandi, sem framleiða „Litla Volvoinn" hafa því verulega fallið í skugg- ann, en þegar betur er að gáð er framleiðslan á Volvo 340-línunni um fjórðungur af allri fólksbíla- framleiðslu fyrirtækisins. Okkur þótti því ekki úr vegi að líta að- eins nánar á þessa Hollands- framleiðslu og Volvo 340 DL var tekinn í 500 km reynsluakstur við ólíkustu aðstæður hér á landi. ÚTLIT Útlilega séð hefur Volvo 340 lítið breyst allt frá árinu 1977 og er því óneitanlega kominn tími til að gera á honum einhverja andlitslyftingu. Að vísu var eitt skref í þá átt stigið þegar Volvo 360 GLT var kynntur á síðasta ári, en hann er nokkru sportlegri í útliti og er knúinn stærri vél. Bíllinn, sem ég reynsluók, var þriggja dyra, og finnst mér hann samsvara sér betur útlitlega séð en fimm dyra bíllinn. Aðalljós bílsins eru ferköntuð og tiltölu- lega stór. Reyndar finnst mér framendi bílsins mjög smekkleg- ur í útliti. Afturljósin eru nokk- uð hefðbundin. Mættu kannski vera eilítið stærri. DYR OG RÝMI Eins og áður sagði er billinn þriggja dyra, þ.e. með tveimur tiltölulega stórum framhurðum og síðan skuthurð. Mjög hagan- legt er að ganga um framhurð- irnar, en þær eru bæði stórar og opnast mjög vel. Hvað skuthurð- ina varðar, þá mætti hún að ósekju vera heldur stærri. Þá helst þannig að hún næði betur niður í bílinn. Það myndi auð- velda mjög umgang um bílinn að aftan. Hvað varðar rými í Volvo 340, þá er það óvenjulega mikið af bíl í þessum stærðarflokki að vera. Á það bæði við farþega- rými og farangursrými. Þegar sest er í framsætin verður þess strax vart, að fótarými er í raun með ólíkindum mikið og það sama á við um loftrými, en það er ekkert tiltökumál fyrir mjög stóra menn að setjast inn í bíl- inn án þess að vera alveg uppi I þaki hans. Hliðarrými er hefð- bundið. Þegar sest er aftur í bíl- inn verður þess ennfremur vart, að rými fyrir fætur er óvenju- lega mikið af bíl í þessum stærð- arflokki að vera. Ennfremur er loftrými ágætt. Vel fer um tvo fullorðna aftur í, en verulega er farið að þrengja að þeim þriðja. Það má því segja að rýmislega séð sé Volvo 340 mjög hentugur 4—5 manna fjölskyldubíll. Eins og áður sagði er farangursrými ágætt í bílnum og reyndar meira en maður skyldi ætla við fyrstu sýn. Þegar á heildina er «" * » * Framendi bílsins er mjög smekklegur. Mælaborðið er samþjappað og stflhreint. litið virðist það með ólíkindum hvað hönnuðum bílsins hefur tekist vel upp í plássnýtingu. Má reyndar til gamans skjóta því að, að rými fyrir ökumann og far- þega er lítið sem ekkert minna en í stóra bróður Volvo 340, þ.e. Volvo 240, en það er sá Volvo sem er þekktastur hér á landi. SÆTI OG INNRÉTTING Volvo-verksmiðjurnar hafa löngum verið þekktar fyrir vönd- uð sæti og á því er engin undan- tekning í Volvo 340. Framsætin eru virkilega þægileg. Þau eru klædd þægilegu tauáklæði og bakstuðningur og hliðar- stuðningur er með ágætum. Hliðarstuðningur á framsetu mætti kannski vera eilítið meiri. Annars verður alltaf að hafa hefðbundinn fyrirvara á mati bílsæta. Þar ræður persónulegt mat langmestu og þá oft á tíðum líkamsbygging viðkomandi. Hvað varðar aftursætið er það fremur hefðbundið eins og í flestum bílum í þessum flokki. Ágætlega fer um tvo fullorðna, en ekki er hægt að mæla með þeim þriðja. Hvað varðar inn- réttinguna almennt, þá er hún í meðallagi íburðarmikil. Helst fannst mér of mikið plast í hurð- um vera til skaða. MÆLABORÐ Mér finnst hönnun mæla- borðsins í Volvo 340 hafa tekist mjög vel. Það er tiltölulega sam- þjappað, þannig að stjórntæki bílsins eru vel innan seilingar. Þá finnst mér yfirbragð þess vera skemmtilegt, en jafnframt klassískt. í borðinu er' að finna tiltölulega stóran hraðamæli með ferðamæli, sem gott er að lesa á. Við hlið hans er stór klukka. Reyndar finnst mér hún óþarflega stór. Vinstra megin við klukkuna er bensínmælir og hægra megin við hraðamælinn er síðan hitamælir bílsins. f röð fyrir ofan mælana hefur síðan aðvörunar- og neyðarljósum ver- ið komið fyrir á smekklegan hátt. Má þar nefna olíuþrýst- ingsljós, rafmagnshleðsluijós, handbremsuljós, öryggisbelta- ljós, innsogsljós, aðalljósa-ljós og ljós sem sýnir þegar raf- verulega til góða úti á malarveg- unum og má kannski segja, að það vegi þyngra hér á landi en stíf fjöðrun, sem kæmi bílnum til góða í hraðakstri á góðum vegum, sem eru því miður heldur vandfundnir hér á landi. Stýri bílsins svarar mjög vel og bremsurnar virkuðu vel. NIÐURSTAÐA Niðurstaðan af þessum liðlega 500 km reynsluakstri er sú, að Volvo 340 er hinn ágætasti 4—5 manna fjölskyldubíll. Rými er gott í bílnum. Sætin mjög vönd- uð. Hann liggur vel á malarveg- um og er lipur innanbæjar. Mætti vera stffari á steypunni. Þá mætti skuthurðin vera stærri. Skuthuróin mætti vera stærri niður í bflinn. Volvo 340 DL. Volvo Gerð: Volvo 340 DL Framleiöandi: Volvo Framleiðsluland: Holland Innflytjandi: Veltir hf. Verð: 340.000.- Afgreiösiufrestur: Til á lager Þyngd: 930 kg. Lengd: 4.300 m Breidd: 1.660 m Haeð: 1.392 m Hjólhaf: 2.395 Vél: 4 strokka, 1.397 m 70 DIN hestöfl Eyösla: 8 litrar f blönduöum akstri Vindstuðull: 0,41 Cw Hjólbarðar: 155 SR 13 Benzíntankur: 45 L magnsupphitunin er á í aftur- rúðu. Á vinstra væng borðsins eru stjórntæki aðaljósanna, og rofi fyrir afturrúðuupphitun og neyðarljós. Hægra megin eru síðan stjórntæki miðstöðvarinn- ar á hefðbundnum stað. Miðstöð- in er þriggja hraða og virkar ágætlega. Stýrishjólið finnst mér ágætlega hannað, en í því hefur flautunni verið komið fyrir á smekklegan hátt. Hjólið hefur góða áferð, þannig að þægilegt er að halda um það, auk þess sem staðsetning þess pass- aði vel fyrir mig. SKIPTING, VÉL OG PEDALAR Bíllinn var fjögurra gíra, beinskiptur, og er skipting milli sætanna. Hún er ágætlega stað- sett og tiltölulega þægilegt er að meðhöndla hana. Ef eitthvað er þá mætti vera styttra milli gíra. Um pedala er það að segja, að þeir eru vel staðsettir. Ekki er mikil hætta á því að stórfættir menn stígi á tvo pedala í einu, eins og vill vera í suraura minni bílum. Bíllinn er knúinn fjög- urra strokka, 1.397 rúmsenti- metra, 70 DIN hestafla bensín- vél, sem kemur ágætlega út. Sér- staklega á langkeyrslu. Vinnslan er ágæt í gírunum, nema hvað bíllinn mætti kannski vera snarpari í 3ja gírnum. óneitan- lega verður manni hugsað til Volvo 360 GLT-bílsins, sem er knúinn tveggja lítra 95 hestafla vél, en það er alls ekki sann- gjarnt. Fyrir alla „venjulega ökumenn" er 70 hestafla vélin al- veg ágæt. Þeir sem vilja eitthvað meira en hefðbundna vinnslu ættu hins vegar að snúa sér að 360-bílnum. AKSTURSEIGINLEIKAR Aksturseiginleikar Volvo 340 DL komu mér nokkuð á óvart. Hann liggur furðuvel úti á hol- óttum malarvegum og hann er mjög lipur í innanbæjarumferð- inni. Þá er bíllinn ágætur í hröð- um akstri á steyptum vegum. Það sem ég finn bílnum helst til foráttu þegar rætt er um akst- urseiginleika, er hversu mikið hann leggst niður í hornin, þegar honum er ekið inn í krappar beygjur. Hin tiltölulega mjúka fjöðrun kemur honum hins vegar Bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.